Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 2
.
Framkvæmdasjóður fatlaðra:
Fjármálaráðherra legg-
ur til að framlög verði
hækkuð í 130 milljónir
ÞORSTEINN Pálsson, fjármála-
ráðherra, lagði til á Alþingi í gær
að framlög til Framkvæmdasjóðs
fatlaðra yrðu hækkuð úr 100
milljónum í 130 milljónir.
Krafa sjóðsins vegna fjárlaga-
frumvarps fynr árið 1985 hljóðaði
upp á 41 milljón, sem sjóðurinn
taldi að vantaði upp á þá upphæð
sem sérlög segðu til um. 1985 kom
síðan aukafjárveiting upp á 10 millj-
ónir og var því munurinn 31 milljón.
Síðan segist flármálaráðherra ætla
að leyfa aukafjárveitingu fyrir árið
1986 upp á 12 milljónir og er mis-
munurinn þá 19 milljónir.
Fjárlög fyrir 1987 gera, eins og
áður sagði, ráð fyrir 100 milljón
króna framlagi í sjóðinn, er þar um
að ræða 20 milljón króna hækkun.
Hækkunin mun því nema 50 millj-
ónum ef tillaga fjármálaráðherra
nær fram að ganga.
Sjá nánar á þingsíðu, bls.
54-55.
Borgarspítalinn:
Óvíst hvort samningar
verði undirritaðir um helgina
ENGIN fundahöld voru um mál-
efni Borgarspítalans í gær og
óvíst er hvort samningar verði
undirritaðir um helgina. Gert er
ráð fyrir að Reykjavíkurborg
muni eiga 15% í Borgarspítalan-
um og ríkið 85%, að sögn Davíðs
Oddssonar, borgarstjóra, en nú-
gildandi reglur um byggingu
sjúkrahúsa kveða á um slíka
Pólýfón og Smfónían:
Seinni
tónleik-
kostnaðarskiptingu.
Áður var hlutur sveitarfélaga
meiri eða allt upp í 60%. Þennan
mismun þarf að reikna út og meta
meðal annars með tilliti til af-
skrifta. Davíð sagði að engar
áætlanir væru uppi ennþá um kaup-
verð spítalans, en talað hefði verið
um að ríkið greiddi ekki umfram
25 milljónir kr. á ári fyrir Borg-
arspítalann.
Ekki liggur endanlega fynr
hvemig aðilar hyggjast tryggja
sjálfstæði spítalans. Hinsvegar hef-
ur sú hugmynd komið fram í máli
heilbrigðisráðherra að stjóm Borg-
arspítalans verði skipuð þingkjöm-
um fulltrúum, þeim sömu og skipa
stjóm ríkisspítalanna, en að auki
fulltrúum starfsmanna Borgarspít-
alans. Búist er við að bókun verði
um þetta atriði í samningnum.
\
Morgunblaðið/RAX
Starfsmenn Reykjavíkur-
borgar hafa verið iðnir við
að moka sandi á gangstéttir
undanfarna daga. Þrátt fyrir
það verður mörgum fóta-
skortur í hálkunni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fanney Guðbrandsdóttir var ein þeirra óheppnu sem þurfti að
leita aðstoðar á slysadeild Borgarspítalans í gær. Hún kvaðst
lítið hafa verið á ferli úti við upp á síðkastið vegna ótta við
tiállf.ma. í gær ætlaði hún að bregða sér bæjarleið, rann í hál-
kunni og braut aðra hnéskelina. Hún verður því lítið á róli um
hátíðarnar.
Örtröð á slysadeild
vegna hálkuóhappa
STARFSFÓLK slysadeildar Borgarspítalans
hefur haft í nógu að snúast undanfama
daga því mikil hálka hefur verið í höfuðborg-
ínni og borgarbúar átt erfitt með að fóta sig.
Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vik-
unni er eldri konum sérstaklega hætt í hálkunni,
því beinþynningar gætir mun fyrr hjá þeim en
körlum og þeim er því hættara við beinbrotum.
Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir sagði að frá kl.
16-23 á miðvikudag hefðu hvorki fleiri né færri
en sjötíu manns komið á slysadeild vegna hálku-
óhappa, eða tíu manns að meðaltali á klukkustund.
a f Wsum siöttu voru tíu manns úlnliðsbrotnir og
í flestum tilvikum voru það eldri konur,“ sagði
Gunnar Þór. Svipað ástand hefur ríkt á slysadeild-
inni síðan.
Á töflu sem slysadeild hefur yfir framhandleggs-
brot kemur í ljós að við 45 ára aldur fara slík brot
að verða mun tíðari hjá konum en körlum. Við 55
ára aldur voru brot hjá körlum aðeins fimm frá
1985-1986, en 35 konur á sama aldri brutu fram-
handlegg. Langflestir brotna um jólaleytið, enda
hálka þá gjaman mikil og margir á ferli. Það er
því full ástæða til að brýna það enn fyrir fólki að
fara varlega í hálkunni og það á ekki síst við um
ar í dag
Endurskoðuð spá Þjóðhagsstof nunnar:
PÓLÝFÓNKÓRINN og
Sinfóníuhljómsveit íslands
ásamt einsöngvurum flytja
Messías eftir H&ndel í
Hallgrímskirkju í dag kl.
14.00 undir stjóm Ingólfs
Guðbrandssonar.
Fyrri tónleikamir vom
haldnir síðastliðið fimmtu-
dagskvöld við mikla hrifningu
áheyrenda. Þess skal getið að
Messías verður aðeins fluttur
í þessi tvö skipti og em því
síðustu forvöð fyrir tónlistar-
unnendur að hlýða á tónleik-
ana í dag.
Sjá gagnrýni Jóns Ásgeirs-
sonar og myndir frá fyrri
tónleikunum á bls. 42.
Þjóðartekjur gætu aukist
um meira en 8% á þessu ári
Meiri hagvöxtur en í nokkru öðru vestrænu iðnríki á árinu
ÞJÓÐARTEKJUR á íslandi gætu
aukist um meira en 8% á þessu
ári og hagvöxtur á mælikvarða
landsframleiðslu um 6%. Er það
meiri hagvöxtur en í nokkru öðru
vestrænu iðnríki á árinu, að því
er fram kemur í endurskoðaðri
þjóðhagsspá fyrir árið 1986. Um
áhrif nýgerðra kjarasamninga á
horfur í efnahagsmálum á næsta
ári, segir í frétt frá Þjóðhags-
stofnun: „Ef aðrir kjarasamning-
ar verða á svipuðum nótum, má
ætla, að kauptaxtar geti að með-
altali hækkað um 16% milli
áranna 1986 og 1987 og - að
viðbættum áhrifum launaskriðs
fastlaunasamninga o.fl. — virðist
Verður fiskverð frjálst?
Kristján Ragnarsson og Friðrik Pálsson hlynntir því fyrirkomulagi
... « i . i :i ~ .".4. i„.,„ a a hpfiir ákveðnar áhygc
TALSVERÐAR líkur eru nú á þvi, að al
mennt fiskverð verði gefið fijálst í fyrsta
sinn á næsta ári. Nýtt fiskverð á að taka
gildi um áramót. Bæði Friðrik Pálsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og
Kristján Ragnarsson, formaður og fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, eru hlynntir fqálsu
fiskverði. Kristján segir það eðUleg viðbrogð
við breyttum aðstæðum og Friðrik að flest
hafi þróazt í þessa átt á síðustu misserum.
Friðrik Pálsson sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að í um 80% tilfella væri útgerð og
fiskvinnsla í eigu sama aðila. Þess vegna kæmi
hið skráða verðlagsráðsverð aðeins að fullu fram
í viðskiptum milii fimmtungs af þessum hóp.
Því væri ekki nema eðlilegt að útgerðarmenn
og fiskverkendur veltu því fynr sér hvort ekki
væri hægt að ákveða fiskverð með oðrnrn hætti
en að deila um það í verðlagsráði. Nuverandi
verðmyndun væri i raun aðeins til þess,
til þess, að hægt væri að reikna út laun sjó-
manna. Hann væri sjálfur hlynntur ftjálsu
fískverði allt næsta ár, enda hefði flest þróazt
í þá áttina. Fiskverkendur og útgerðarmenn
yrðu bara að finna beztu leiðina til þessa.
Morgunblaðið leitaði frekari skýringa á þess-
um hugmyndum hjá Kristjáni Ragnarssyni,
formanni LÍÚ: „Vegna þeirra miklu breytinga,
sem átt hafa sér stað með aukinni ferskfisk-
sölu, bæði með skipum og gámum og þess, að
fyriréjáanlegt er að stofnaðir verði tveir fisk-
markaðir, í Reykjavík og Hafnarfirði, í upphafi
árs, höfum við velt því fyrir okkur hvort ekki
sé ástæða til að endurskoða verðmyndunarkerfi
fyrir físk með þeím hætti að gera tilraun með
frjálst fiskverð, sem mótist af framboði og eftir-
spum,“ sagði Kristján. „Það er ljóst að hið
skráða lágmarksverð hefur verið yfirborgað í
mun meiri mæli að undanfömu, en átt hefur
sér stað áður. Það er því marklítið eins og er.
Fólkið á landsbyggðinni hefur ákveðnar áhyggj-
ur af stofnun þessara fiskmarkaða her
höfuðborgarsvæðinu, þar sem afköst vinnslunn-
ar eru meiri en framboð af fiski af skipum, sem
gerð em út á þessu svæði. Því megi gera ráð
fyrir yfirverði á þessum mörkuðum og fiskur
af öðmm svæðum dragizt inn á markaðina.
Þetta er breyting, sem ekki hvarfiaði aðokk-
ur fyrir stuttu, en mér finnst það þess virði að
velta fyrir sér hvort þetta geti ekki venð ^tt
viðbrögð við breyttum aðstæðum Margir hafa
talið núverandi verðmyndun með íhiutun hms
opinbera vera til skaða fynr sj varu -
Við teljum að reynslan af f^álsuverði á loðnu
þar sem verð hefur verið breyt.legt með t.llit.
til framboðs og fjarlægðar verksmiðjannafr
miðunum, hafi gefizt vel. Hvorta haupendur tó
seljendur kvarta undan þessu. Þvi ekki að ganga
alla leið?“ sagði Kristján Ragnarsson.
mega reikna með að minnsta
kosti 20% meðalhækkun atvinnu-
tekna á mann á sama timabili".
í frétt Þjóðhagsstofnunar um
framvinduna í efnahagsmálum á
árinu 1986 segir að útflutningur,
einkum á fiski, hafi verið afar mik-
ill á árinu. Þótt innflutningur hafi
vaxið að undanfömu virðist líklegt
að halli á viðskiptum við útlönd
verði mun minni en spáð var og
gæti jafnvel horfið með öllu og það
yrði þá í fyrsta skipti frá árinu
1978 sem það gerðist.
í endurskoðaðri þjóðhagsspá seg-
ir að atvinnutekjur hafi hækkað að
meðaltali um 35% frá árinu 1985 í
stað 31% sem gert var ráð fyrir
áður. Verðbólgan frá upphafi til
loka ársins verði um 12% og kaup-
máttur kauptaxta gæti aukist um
11% frá upphafi til loka ársins.
í horfum fyrir næsta ár, er gert
ráð fyrir að verðbólgan verði 7-8%.
Kaupmáttur kauptaxta aukist um
4% að meðaltali frá árinu 1986 og
kaupmáttur atvinnutekna um 7-8%.
Jafngildir það því að kaupmáttur
atvinnutekna hafi aukist um 30%
frá árinu 1984. Hagvöxtur á næsta
ári gæti orðið um 4% í stað 2% sem
gert var ráð fyrir áður.
Að lokum er varað við þenslu hér
innanlands að undanfomu og bent
á að tölverð óvissa ríki um fram-
vinduna næstu mánuði, jafnframt
því sem að meiri launahækkanir en
nýgerðir kjarasamningar gera ráð
fyrir geti leitt til aukinnar verðbólgu
og vaxandi viðskiptahalla.