Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Minning: Sigurður Sigurðsson frá Ytri-Skeljabrekku Fæddur 24. ágúst 1894 Dáinn 3. desember 1986 Foreldrar Sigurðar voru merkis- hjónin Ingibjörg Jónsdottir og Sigurður Þórðarson. Þau bjuggu í Grjóteyrartungu f Andakílshreppi og þar fæddist Sigurður, en fluttu 1895 að Árdal í sama hreppi og bjuggu þar til 1934. Auk Sigurðar áttu þau hjón fjórar dætur sem hétu: Halla, Jónína Guðrún, Jóhanna og Ingi- björg. * Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Ardal við venjuleg bústörf. Reyndist hann snemma atorkusam- ur, vel virkur og trúr yfir öllu, er honum var falið að gera. Hann átti því auðvelt með að fá vinnu, hvort sem var til sjós eða í landi. Kom þar líka til að hann átti auðvelt með að umgangast dýr, var nærfærinn við búfé, enda naut hann í því efni sem öðru jafnan aðstoðar konu sinnar, Guðrúnar. Fyrstu sjóferðir Sigurðar voru þegar hann aðstoðaði föður sinn við ferju yfir Borgarfjörð, frá Árdal til Borgarness. Leið margra Borgfirð- inga og annarra ferðamanna lá oft þar um, ekki síst verslunarferðir vor og haust. Var oft mikið annríki hjá bóndanum í Árdal og fólki hans í sambandi við ferjumálin. Um tvitugsaldurinn var Sigurður {ungiingaskóla f Hjarðarholti í Dala- sýslu, en sá skóli var rekinn af sr. Olafi Ólafssyni. Trúlega hafa meiri tekjuvonir dregið huga Sigurðar að sjónum, þannig að hann stundaði sjómennsku um skeið, fyrst á minni bátum og síðar á togurum. Hann var t.d. á sjó í Halaveðrinu mikla 7.-8. febr. 1925 já togara sem Nikulás Jónsson var skipstjóri á. Var sá togari um skeið talinn af. A sumrin var Sigurður þó oftast við heyskap, m.a. hjá Guð- mundi Jónssyni, sem þá bjó á Ytri- Skeljabrekku og síðar á Hvítárbakka. Kynntist hann fyrst þar Guðrúnu Salómonsdóttur, er seinna varð kona hans. Guðrún Salómonsdóttir var fædd 28. okt. 1902 í Mávahlíð í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Lárussína Lárus- dóttir Fjeldsted og Salómon Sigurðs- son, en hann var tvígiftur. Systkini Guðrúnar voru alls 14. Meðal þeirra eru þjóðkunnir menn t.d. Helgi Hjörvar, Lárus og Gunnar. Af þeim bræðrum eru enn á lífi Lárus og Lúther. Þau Sigurður og Guðrún gengu í hjónaband 22. nóv. 1925. Bjuggu þau fyrst í Hafnarfirði, en á næsta ári (1926) keyptu þau Ytri-Skeljabrekku í Andakílshreppi af Guðmundi Jóns- syni og Ragnheiði Magnúsdóttur frá Gilsbakka. Áður var bóndi á Ytri- Skeljabrekku Hjörtur Snorrason fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, en kona hans var Ragnheiður Torfa- dóttir frá Ólafsdal. Þau bjuggu á Ytri-Skeljabrekku 1907-1914. Þau Sigurður og Guðrún bjuggu myndarlegu búi á Ytri-Skeljabrekku í rúm 40 ár, en fluttu þá til Akra- ness og hafa búið þar síðan. Fyrsti bústofninn þeirra var ekki stór, 5 kyr og 2 ær. Aðrar eignir voru næstum engar, svo að öll jörðin var að heita mátti í skuld, en sú skuld var að fullu greidd eftir 9 ára búskap. Oft var stunduð vinna utan heimilis í upphafi búskapar, t.d. við vegavinnu í sambandi við brúargerð á Andakílsá. Verkstjóri var hann í 7 haust við sláturhús Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi. Guðrún lá heidur ekki á liði sfnu. Eg minnist þess, að ég sá hana fyrst á hlaðinu á Hvanneyri með tvo hesta, annar var með reiðingi, þar var hún að flytja skyr og rjóma í veg fyrir vöru- bfl frá Hvanneyri til Borgarness. Þaðan fóru mjólkurvörurnar með skipi til Reykjavíkur til sölu þar. Þá var allt veglaust í kringum Ytri- Skeljabrekku og engin brú á Andakílsá fyrr en 1935. Sigurður bætti jörð sína á ýmsan hátt, mest þó engjarnar. Þær voru sléttaðar og hlaðnir flóðgarðar. Á fyrstu búskaparárum seldi hann engjahey til Reykjavíkur. Það var flutt á mótorbátum, stundum 5 ferð- ir yfir sumarið. Hann fór ávallt með þeim ferðum sjálfur. Voru þær heilla- t Faðir okkar, JON KJARTANSSON, skósmfðamalstari, áðurtil heimllis á Hailveigarstfg 9, andaöist á Hrafnistu í Reykjavík 11. desember sl. Guðrún Jónsdóttir, ViðarJónsson og Gylfi Jónsson. t Móöir mín, JÓHANNA KRISTJANSDÓTTIR frá Sigluf irði, Borgarholtsbraut 61, Kópavogi, lést 11. desember sl. Jaröarförin auglýst síoar. Fyrir hönd systkina, Hansína Þorkelsdóttir. i + Öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SVAN SIGURÐSSONAR fré Neskaupatað, Hjallaseli 66, Reykjavfk, sendum við innilegar þakkir og sórstaklega til hjúkrunarfræðinga, starfsfólks og heimilisfólks í Seljahlfð. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, Jón B. Jónsson, Sonja Axelsson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Guðlaug Benediktsdóttir, Gretar Jónsson, Ágústa Olsen, Jóna Svana Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. drjúgar fjárhag hans og aldrei urðu slys við þá flutninga. Þegar hann hætti búskap var hann einn af efnuð- ustu bændum Borgarfjarðar. Ahugi Sigurðar var alltaf mestur við framleiðslu mjólkur. Hann var einn af forgöngumönnum fyrir því að stofnað var í Andakílshreppi naut- griparæktarfélag 1935-1936. Var hann formaður þess_ frá byrjun og meðan það starfaði. Á unglingsárum var hann ötull féjagsmaður í Ung- mennafélaginu íslendingur, sem stofnað var á Hvanneyri 12. desemb- er 1911. Það félag náði yfir And- akílshrepp og neðri hluta Skorradals. Hann var einn af þeim bændum, sem fyrstir byrjuðu á því að færa búreikninga og láta f té niðurstöður þeirra til Búnaðarfélags Islands um og upp úr 1930. Á þeim tíma var kreppa hjá bænd- um og stofnaður kreppulánasjóður. .Þar þurfti Sigurður aldrei að biðja um lán. Þess má geta, að Sigurður var vel búhagur, gerði við og smíðaði flest tæki og verkfæri, sem búið þurfti á að halda, langt fram eftir búskap- artíð sinni. Þau Sigurður og Guðrún ólu upp tvo fóstursyni, sem báðir voru bræðrasynir hennar: Sverri Lúthers- son og Hrein Gunnarsson. Sverrir er fæddur 3. sept. 1928, vélstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Auði Samúels- dóttur og eiga þau 3 syni. Hreinn er fæddur 3. febr. 1944, bóndi á Þórarinsstöðum í Hrunamanna- hreppi, kvæntur Steinunni Þorsteins- dóttur. Heimili þeirra Guðrúnar og Sig- urðar á Ytri-Skeljabrekku var þekkt og annálað fyrir gestrisni og myndar- skap í hvívetna, en einnig fyrir góðvild og hjálpsemi við fjölskyldu sína og aðra, þegar þess þurfti með. Ég vil þakka þeim hjónum fyrir vináttu um nær því 60 ára skeið og bið Guð að blessa ævikvöld þitt, Guðrún mín. Guðmundur Jónsson Skallagrímur „nam land utan frá Selalóni ok it efra til Borgarhrauns ok suður til Hafnarfjalla hérat allt svo vítt sem vatnsföll deila til sjóv- ar. Hann reisti bæ hjá vík þeirri, er kista Kveldúlfs kom á land, ok kall- aði at Borg, ok svo kallaði hann fjörðinn Borgarfjörð—" Svo segir í Landnámu og einnig, að það hafi verið Hrafnar-Ormar, sem „nam öll Hafnar lönd um Melahverfi út til Aurriðaár ok Laxár ok inn til Anda- kílsár ok bjó f Höfn". Og enn segir þar frá Þorbirni svarta, að „hann keypti land at Hrafnar-Ormi inn frá Seleyri ok upp til Forsár. Hann bjó at Skeljabrekku". Þegar ekið er á björtum degi um Melasveit og austur Hafnarskóg opn- ast sýn um þessi fögru héruð og af Grjóteyrarhæðum yfir Andakfl; á hægri hönd sér þá inneftir blágrýtis- stuðlum Brekkufjalls, en neðan við hæðirnar kúra býlin Grjóteyri og Ardalur, sitt hvoru megin vegar. Lengra burtu liðast Andakflsá um Skeljabrekkuengjar, einhver bestu slægjulönd á íslandi, og fellur út í Borgarfjörð. Og handan við holtin beint framundan er jörðin Ytri- Skeljabrekka. Þetta eru æfislóðir Sigurðar Sig- urðssonar. Hann var fæddur hér í Grjóteyrartungu, kotbýli sem nú sér engan stað, en fluttist ársgamall að Árdal með foreldrum sínum, Ingi- björgu Jónsdóttur frá Skorholti í Melasveit, og Sigurði Þórðarsyni, er jafnan síðan var kenndur við Árdal og bregður fyrir í borgfirskum sögn- um sem ferjumanni á Borgarfirði og traustum leiðsögumanni ferða- manna. Sígurður sonur hans varð aftur á móti bóndi á Ytri-Skelja- brekkur og kenndur við þann stað. En leiðin inn að Skeljabrekku varð Sigurði þó engin heimalingsgata og margt dreif á daga hans áður en hann yrði sjálfseignarbóndi þar. Hann deildi óblíðum kjörum með flestum jafnöldrum sínum á þeirri tíð; ólst upp við öll nauðsynleg verk á búi foreldra sinna, en var vart af barnsaldri þegar hann fór á vor- vertríð suður með sjó og var sfðan á vetrarvertfðum í þrettán vetur, síðast á togurum ensku útgerðarinnar í Hafnarfirði, Imperial og fleirum. Ég man hvað mér þótti mikið til koma þegar mér tókst að veiða upp úr + Faðir minn og afi, SIGURÐURJÓNSSON, módelamiður, lést í Hátúni 10 þann 11. desember. Sigrún Marfa Sigurðardóttir, Þórhildur Sylvfa Magnúsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, SVEINN ERLENDSSON, fyrrverandi hreppstjóri, Garðshorni, Alftanesi, verður jarösunginn frá Bessastaðakirkju laugardaginn 13. des- ember kl. 13.30. Júlfana Björnsdóttir, Erlendur Svoinsson, María Sveinsdóttir, Auður Sveinsdbttir, tengdabörn, barnabðrn og bamabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGURÁSTAR STURLAUGSDÓTTUR, Hjaltabakka12. Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarliöi á deild 1 A Landa- koti fyrir frábæra umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm. honum sögur frá þessu æfiskeiði hans, því oft hafði hann lent í slarki, og þó að Sigurður væri bóndi að eðli og uppruna fannst mér alltaf örla á einhverju í fari hans, einkum þegar hann var vel uppáklæddur, sem minnti á sjó og sjómennsku. Eins og sjávarseltan hefði aldrei með öllu skolast úr svipnum. Og víst er, að þá sjaldan fauk í þennan blíðlynda mann vegna „handabakavinnu" ungra kaupamanna og kjarnyrði tungunnar fléttuðust af vörum hans svo að unun var á að hlýða, þá var það orðafar ættað af skipsþiljum, þar sem allt getur riðið á að menn skilji umsvifalaust það sem við þá er sagt. Á sumrum var Sigurður við sveita- störf og árið 1919 er hann á Ytri- Skeljabrekku, kaupamaður hjá Guðmundi Jónssyni, síðar bónda á Hvítárbakka. Þar var þá kornung kaupakona vestan af Snæfellsnesi, Guðrún, dóttir Salómons Sigurðsson- ar á Laxárbakka f Miklholtshreppi. Þetta urðu örlagafundir, en þá voru þó aðrir siðir en nú og Sigurður mátti bíða þolinmóður þess að brúður hans yrði gjafvaxta. Þau bundust heitum rúmum tveimur árum sfðar, en 22. nóvember 1925 gaf séra Árni Sigurðsson þau saman hér f Reykjavík. Má með sanni segja að sfðan hafi ekkert getað skilið þau að nema dauðinn, svo samrýmd voru þau og samvalin og hjónaband þeirra ástúðlegt alla tið. Fyrsta búskaparvetur sinn voru Guðrún og Sigurður í Hafnarfirði, en þá um vorið bauð Guðmundur Jónsson að selja þeim Ytri-Skelja- brekku; var kaupverðið tuttugu og sjö þúsund krónur, allt áhvílandi. Þau tóku boðinu og að níu árum liðnum áttu þau jörðina skuldlausa; þurfti til þess mikinn dugnað, harðfylgi og útsjónarsemi. Þau áttu í upphafi aðeins eina kind, en fóru þannig að, að þau seldu hey, keyptu fáeinar kýr fyrir hagnaðinn og seldu síðan bæði hey, rjóma, skyr og smjör. Þessu héldu þau áfram allt til ársins 1935, að sett voru lög um mjólkursamlög; þaðan í frá einbeittu þau sér að því að byggja upp sitt stóra kúabú og áttu löngum úrvalsgripi í fjósi. Og með öllu þessu var Sigurður verkstjóri hvert haust f sjö ár sam- fleytt í sláturhúsinu í Borgarnesi. Mesta stritið og erfiðleikarnir voru að baki, en skollin á heimsstyrjöld, þegar ég fyrst man eftir mér á Skeljabrekku hjá Sigurði og Guðrúnu frænku minni. Samgangur var alla tíð mikill milli okkar í Fjalakettinum og Skeljabrekkufólksins; við systkin- in meira og minna í sveit þar á sumrum og því fylgdu gagnkvæmar heimsóknir og margar góðar sam- verustundir, en í Aðalstrætið, og síðar Suðurgötu, bárust ósjaldan ábreistur, lax, rifsber eða annað góð- gæti frá Skeljabrekku. Fyrir allt þetta ber nú að þakka. Ytri-Skeljabrekka varð mitt annað heimili fram á unglingsár; þar var ég mörg sumur og einn vetur að auki og þar var það sem loks tókst að kenna mér að lesa og skrifa. Ég man Sigurð best frá þessum árum. Hann var dökkur yfirlitum, svipmikill og karlmannlegur. Hann var ekki mjog hár, og þó hærri en við frændur margir, en hnellinn og samsvaraði sér vel, kattliðugur, frár á fæti og svo sterkur að jafnvel mágar hans hefðu þurft báðar hend- ur til að koma honum af fótunum. Hann var hamhleypa til verka, en líka þolgóður, útsjónarsamur og lag- inn. Verkstjóri svo af bar. Skólaganga hans öll var einn vetur í Hjarðarholtsskóla, en hann var fróðleiksfús og bókelskur, greindur maður og skynsamur í hugsun. Hann kunni líka vel að nýta sér þá opnu akademíu, sem Hvanneyrarskóli varð bændum úr nágrenninu, og það varð með öðru til að gera hann að þeim góða bónda og ræktunarmanni sem hann varð. Lengi mætti enn halda áfram að telja mannkosti Sigurðar Sigurðsson- ar frá Ytri-Skeljabrekku, en hér skal þó enda þessi orð. Ekki verða heldur raktar margar góðar minningar, sem ég á frá samvistum við þennan góða manna, en von mín er sú að hlýja hans fylgi mér um ókomna daga. Guðrúnu og Sigurði varð ekki barna auðið en ólu upp tvo bróður- syni Guðrúnar, Sverri Lúthersson og Hrein Gunnarsson. Þeim og Guðr- únu, sem mest hefur misst, sendi ég samúðarkveðju. Úlfur Hjörvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.