Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
Þriðja bindi af Reykjavík
fyrri tíma eftir Arna Ola
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út bók-
ina Rejíkjavik fyrri tíma III eftir
Áma Óla, rithöfund og blaða-
mann. Þetta er þriðja og síðasta
hindi af Reykjavíkurbókum Ama
Óla. I þessari bók em Sagt frá
Reykjavík og Svipur Reykjavíkur
endurútgefnar í einu bindi.
Fyrsta og annað bindið af
Reykjavík fyrri tíma komu út á
síðustu tveimur árum.
Reykjavíkurbækur Áma Óla hafa
að geyma geysimikinn fróðleik um
Reykjavík fyrri tíma, um persónur,
stofnanir og staði. Mikill §öldi gam-
alla mynda er í þessari bók eins og
hinum fyrri; myndir af persónum,
sem mótuðu og settu svip á bæinn
og myndir af Reykja'dk eins og hún
var fyrr á tímum. Frásögnin er lif-
andi og skemmtileg. í þessu þriðja
bindi er nafnaskrá yfír öll þijú bindin.
Ámi Óla rithöfundur fæddist 2.
desember 1888 og andaðist 1979.
Hann lauk prófí frá Verslunarskóla
íslands, gerðist starfsmaður Morg-
unblaðsins strax við stofnun blaðs-
ins og starfaði þar sem blaðamaður,
auglýsingastjóri og ritstjóri Les-
bókar-blaðsins allan starfstíma sinn
að frátöldum fáum ámm, er hann
var við verslunarstörf í Reykjavík
og Viðey. Auk blaðamannsstarf-
anna var hann afkastamikill rithöf-
undur og gaf út 37 bækur.
Reykjavík fyrri tíma III er 512
bls. að stærð í stóm broti. Bókin
var sett og prentuð í Prisma og
bundin í Bókfelli. Káputeikningu
gerði Böðvar Leós.
HÚN ER KOMJN
PLATAN SEM alur
hafa beðið eftir
10 ný og bráðskemmtileg lög
fyrir alla.
Skíðaferð, polki
Lag og texti: Viðar H. Guðnason.
Söngur: HjördísGeirsdóttir.
Söknuður, tangó
Lag: Viðar H. Guðnason.
Tcxti: Jóhannes Benjamfnsson.
Söngur: ÞuríðurSigurðardóttir.
Töfrandi tónar, vals
Lag: Valdimar J. Auðunsson.
Texti: Kristjana Unnur
Valdimarsdóttir.
Söngur: Jón Kr. Ólafsson.
Péturspolki
Lag: Guðjón Matthíasson.
Hestamannaræll
Lag: Ólöf Jónsdóttir.
Texti: Jón Sigurðsson.
Söngur: Ama Þorsteinsdóttir.
Austur yfir fjail, vals
Lag: Bjami Sigurðsson.
Texti: Jón Sigurðsson.
Söngur Einar Júlíusson.
Minning, tangó
Lag: Karl Jónatansson.
Texti: Helgi Seljan.
Söngun Jóhann Helgason.
Dansað á Borginni, polki
Lag: Hörður Hákonarson.
Júlínótt, hægur vals
Lag og texti: Jón Sigurðsson.
Söngur: Haukur Morthens.
Reykjavíkurskottís
Lag: Guðjón Matthíasson.
Hljómsveitarstjóri: Jón SigurÓsson.
Hljóðfæraleikarar:
Jón Sigurðsson, Reynir Jónasson, Sigurður Alfonsson, harmónikk-
ur, Árni Scheving, bassi, Ólafur Gaukur, gitar, Guðmundur R.
Einarsson, trommur, Þórir Baldursson, hljómborö, Reynir Sigurðs-
son, marimha, Sigurður I. Snorrason, klarinett. Útsetningar og
upptökustjórn: Ólafur Gaukur.
Fyrir fjöldamörgum ámm vom danskeppnir SKT
í gamla Gúttó við Tjömina best sóttu skemmtan-
ir Reykjavíkinga. Sá maður, sem mestan þátt átti
í að koma þeim á, var listmálarinn og tónskáldið
Freymóður Jóhannesson — Tólfti september.
Keppnir þessar urðu geysileg lyftistöng fyrir höf-
unda sem e.t.v. hefðu aldrei komið lögum sínum
á framfæri að öðrum kosti.
Mörg þeirra laga, sem voru kynnt þar, má nú
telja með perlum íslenskra dægurlaga. Forráða-
mönnum Hótel Borgar fannst tímabært að
endurvekja þessar keppnir og gefa höfundum
laga við gömlu dansana tækifæri til að koma lög-
um sínum á framfæri, en þeir hafa setið á
hakanum, þótt ýmsar keppnir hafi verið haldnar
um nýrri tónlist.
Eins og sést á þeim lögum, sem komust í úrslit,
eru höfundar þeirra bæði gamalreyndir góðkunn-
ingjar og óþekktir höfundar, sem koma fram í
fyrsta skipti á þessari hljómplötu.
Til kcppninnar bárust 120 lög og urðu því mörg
góð lög útundan.
Við alla þá mörgu höfunda, sem tóku þátt í þess-
ari tilraun, vil ég segja: Haldið áfram, þið eruð
fólk framtíðarinnar.
Sunnudagsgestum Hótei Borgar vil ég þakka sér-
staklcga vinsemd og prúðmannlega framkomu
öll þau ár, sem ég hef verið með hljómsveit mína
á Hótel Borg, og vona að þeir eigi eftir margar
ánægjustundir í elsta og viröulegasta samkomu-
húsi Reykjavíkur.
Jón Sigurósson
Mat Stefáns Ingólfssonar hjá Fast-
eignamati ríkisins:
Fasteignaverð hækkar um
5-10% umfram verðbólgu
- fyrstu mánuði ársins 1987
STEFÁN Ingólfsson deildar-
verkfræðingur hjá Fasteigna-
mati ríkisins telur að fasteigna-
verð muni hækka talsvert í
byrjun næsta árs eða um 5-10%
umfram verðbólgu en fasteigna-
verð hækkaði verulega á þessu
ári og þar af um 15% á einni
viku í byrjum september í kjölfar
nýju húsnæðislaganna.
Samkvæmt upplýsingum Fast-
eignamats ríkisins fór söluverð
fasteigna lækkandi, reiknað á föstu
verðlagi, frá árunum 1983-84 og
náði lágmarki í apríl 1986 eftir að
hafa lækkað samfleytt í hálft annað
ár. Eftir það fór verðið að hækka
en breyttist þó hægt meðan mark-
aðurinn var að vinna upp offramboð
undanfarinna missera. Verðbreyt-
ingamar gengu aðallega í þá átt
að minnka verðmisræmi milli íbúð-
arstærða.
I bytjun september urðu síðan
verulega snögg umskipti þar sem
söluverð hækkaði á einni viku um
15%. Orsakimar eru taldar vera
væntingar fólks í kjölfar nýsettra
húsnæðislaga og gerðu margir
kaupendur á þessum tíma ráð fyrir
háum lánum frá Húsnæðisstofnun
í kaupsamningum jafnvel þótt
stofnunin hefði ekki lofað neinu.
Síðan dró úr eftirspuminni og fast-
eignaverð hefur nú lítið breyst síðan
í september.
Þegar Morgunblaðið spurði Stef-
án Ingólfsson verkfræðing hjá
Fasteignamatinu hver væntanleg
þróun fasteignaverðs verði á næsta
ári sagðist hann telja að vcrðið
muni halda áfram að hækka fyrst
um sinn að minnsta kosti. Það
væri nær árviss regla að fasteigna-
verð hækkaði í upphafi árs, þótt
það hefði ekki gerst síðustu tvö ár.
Aðalfundur Hins íslenska
bókmenntafélags:
Fagnar 170 ára
starfsafmæli
HIÐ íslenska bókmenntafélag
fagnar um þessar mundir 170 ára
starfsafmæli. Jafnframt eru 160
ár liðin frá útkomu fyrsta tölu-
blaðs Skírnis, elsta tímarits á
íslandi. Aðalfundur félagsins
verður haldinn í Litlu Brekku við
Bankastræti, í dag kl. 14.00.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg
aðalfundarstörf. Að þeim loknum
mun Ingi Sigurðsson flytja erindi
sem hann nefnir „Upplýsingin á
íslandi". Það er flutt í tilefni af
útgáfu safns tíu ritgerða um þetta
tímabil. Stjórn HÍB hvetur félags-
menn til að fjölmenna á aðalfund-
inn.
Síðan væri viðbúið að það fólk, sem
sótti um lán til Húsnæðisstofnunar
án þess að hafa fest sér húsnæði,
færi að hugsa sér til hreyfings þeg-
ar svör bærust frá stofnuninni, sem
væntanlega yrði innan skamms.
Þetta myndi sennilega leiða af sér
aukna eftispurn og sagðist Stefán
ekki telja ólíklegt að fasteignaverð
hækki um 5-10% umfram verðbólgu
á fyrstu mánuðum ársins 1986 þótt
margir ófyrirséðir þættir gætu
raunar haft áhrif á markaðinn á
þessum tíma.
Aðventu- og
jólasöngvar
við kertaljós
í Háteigskirkju
HALDIÐ verður upp á vígsludag
Háteigskirkju sunnudaginn 14.
desember. Tuttugu og eitt ár er
liðið frá vígslu hennar.
Hátíðahaldið hefst með morgun-
messu kl. 10.00 árdegis og bama-
guðsþjónustu kl. 11.00. Hámessan
verður kl. 14.00. Um kvöldið kl. 21.00
verður samkoma við kertaljós, þar
sem kór Háteigskirkju syngur að-
ventu- og jólasöngva undir stjóm
organistans dr. Orthulf Pmnner, auk
þess sem hann leikur á orgelið hálfa
klukkustund áður en samkoman hefst
og eins á samkomunni sjálfri. Verður
þetta tónlist, sem á við aðventu- og
jólatímann.
Andrés Bjömsson, fv. útvarps-
stjóri, flytur hið talaða orð og allir
viðstaddir syngja saman algenga að-
ventu- og jólasöngva.
Þessir aðventu- og jólasöngvar við
kertaljós í Háteigskirkju hafa notið
sérstakra vinsælda, og verið góður
og verðugur undirbúningur jólahátíð-
arinnar. Allir geta verið þátttakendur
og notið kyrrðar þessarar stundar.
(Frá Háteigskirkju)
Eining samþykkir
kjarasamningana
FÉLAGAR í Verkalýðsfélaginu
Einingu í Eyjafirði samþykktu
V^terkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamióill!
nýgerðan kjarasamning i vikunni
með 202 atkvæðum gegn 28.
Eining gekkst fyrir félagsfund-
um í vikunni í öllum deildum
félagsins um nýgerðan kjarasamn-
ing, í Hísey, á Grenviík, Dalvík,
Ólafsfírði og Akureyri. Leynileg
atkvæðagreiðla fór fram um samn-
inginn á hverjum stað fyrir sig og
sameiginleg atkvæðatalning fór
fram á síðasta fundinum, sem hald-
inn var á Akureyri fímmtudaginn
11. desember. Atkvæði greiddu
236. Úrslit atkvæðagreiðslunnar
voru þau að já sögðu 202, nei sögðu
28 en auðir seðlar voru 6. Samning-
urinn var því samþykktur með 202
atkvæðum gegn 28. Aðalfélagar í
Einingu eru 3.300.