Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
67
Aðventutón-
leikar í Kefla-
víkurkirkju
FÁTT nýtur meiri vinsælda i
menningarlífi Suðurnesja en
tónleikar þeirra kóra sem hér
starfa og hafa borið hróður
byggðarinnar viða erlendis. Kór
Keflavíkurkirkju sótti ísrael
heim um síðustu jól og Karlakór
Keflavikur fór til Kanada sl.
sumar. Nú gefst Suðurnesja-
mönnum kostur á að fagna
komu jólanna með því að hlýða
á söng þeirra í Keflavíkurkirkju
nk. sunnudag kl. 17.00.
Efnisskráin verður Qölbreytt.
Karlakórinn syngur m.a. „Það
aldin út er sprungið", lag frá 15.
öld, „Bæn“ eftir Þórarinn Guð-
mundsson, „Hátíð að höndum fer
ein“, sem er fom sálmur og
„Rokkamir em þagnaðir", al-
þýðuvísa í útsetningu Emils
Thoroddsens.
Kór Keflavíkurkirkju syngur
m.a. „Sjá morgunstjaman blikar
blíð“, „Af himnum ofan boðskap
ber“ og „Ó, Jesúbam blítt“, allt
lög í útsetningu J.S. Bach. Á söng-
skránni eru pólsk jólalög, „María
syngur við Jesúbamið" og „Jóla-
stjaman". Sverrir Guðmundsson
syngur „Ave María" og María
Guðmundsdóttir „He shall feed
His Flock“ úr Messíasi eftir Hand-
el og „Nóttin helga" eftir A.
Adams, raddsett af Guðmundi
Gilssyni. Auk þeirra syngur Steinn
Erlingsson einsöng með kórnum.
Oft er sagt að uppeldi sé fólgið
í því að miðla menningunni til
uppvaxandi kynslóðar. En það er
einnig fólgið í því að gefa ungu
fólki tækifæri til að nýta hæfileika
sína. Á mánudagskvöldið 15. des.
munu nemar Tónlistarskólans í
Keflavík halda jólatónleika í
Keflavíkurkirkju kl. 20.30 undir
leiðsögn kennara skólans og
skólastjóra, Kjartans M. Kjartans-
sonar.
Allir em velkomnir á umrædda
aðventutónleika sem gegna því
hlutverki að færa okkur nær hátíð
og helgi jólanna.
Sr. Olafur Oddur Jónsson.
Sýning
á textíl-
verkum
VERKSTÆÐIÐ V Þingholts-
stræti 28 sýnir i desember ný
textOverk.
Verkin sem em á sýningunni em
. bæði stór og smá og unnin með
ýmis konar tækni. Einnig em
collage- og vatnslitamyndir.
Sýningin er opin alla daga nema
sunnudaga frá kl. 11.00-18.00.
Kökubasar
ERLENDIR skiptinemar á veg-
um AFS á íslandi munu halda
kökubasar í dag, 13. desember,
kl. 13.00, á Lækjartorgi.
Kökubasar þessi er til styrktar
starfsemi fyrir skiptinemana hér á
landi.
í AUSTURVERI
GERIR ÞÚ EKKI
BARA GÓÐ
JÓLAINNKAUP
HELDUR
FÆRÐU LÍKA
JÓLASKEMMTUN
í KAUPBÆTI
í dag fáum við marga góða
gesti í Austurversem ætla að
setja jólasvip á innkaupin með
skemmtilegum uppákomum.
Þar verða jólasveinamir
auðvitað í fararbroddi með söng
og sprell, krakkarnir geta fengið
mynd af sér með þeim
og hver veit nema þeir verði með
glaðning í pokahorninu.
Hjá okkur verða líka fóstrur
sem kenna krökkunum að útbúa
jólaföndrið.
Lúðrasveitin Svanurleikur
létt jólalög og ekki má gleyma
Ingó tóframannisem sýnir
listir sínar af sinni alkunnu snilld.
í Austurveri kemst þú örugglega
í jólaskapið.
Opið til kl. 18 í dag.
T—T--r'T
r-'fft
Z AUSTURVER