Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 51 Sigurjón Ö. Gísla- son - Kveðjuorð Fæddur 22. ágúst 1910 Dáinn 28. nóvember 1986 Hann verð ég nú að kveðja, og hafði raunar búist við þeirri stund um sinn, því nokkur misseri eru liðin síðan hann sagði mér frá því að helvítis krabbinn væri að gera útaf við sig. Hress var hann í bragði og æðrulaus var hann en ekki kátur og bætti því enda við, að þótt bamalegt væri að segja það, þá mætti hann ekki til þess hugsa að skiljast svona við hana Önnu. Ég kynntist honum í Sandgerði fyrir 45 árum þar sem við Magnús heitinn bróðir hans vorum að setja upp línu fyrir vertíðina. Hann birtist aílt í einu inni á gólfi hjá okkur og aldrei hef ég séð glæsilegri né skart- búnari mann í svo óræstilegum skúr. Hann var á leið í bæinn á ball með konunni. Á eftir sagði Magnús að Siguijón bróðir væri svo skotinn í konunni sinni að hann þrifist varla fyrir því. Siguijón fæddist á Gauksstöðum í Garði 22. ágúst 1910 og var elstur sjö systkina, sem upp komust af ell- efu bömum Steinunnar Jónsdóttur Finnssonar og Gísla Einarssonar. Þar ólst hann upp til ellefu ára aldurs er faðir hans fór á togara og fluttist með allt sitt fólk til Reykjavíkur. Þar settust þau að S Jámhúsinu við austu- renda Fálkagötu, sem þá var að vísu ekki til, en nafnið stafaði af þvl að þetta var fyrsta bárujárnsklædda húsið á Grfmsstaðaholtinu. Gísli Einarsson tók syni sína með sér á togarann strax og þeir höfðu lágmarksaldur til, því ekki sæmdi þeim Gauksstaðamönnum annað en stunda sjó. Þó gat það ekki orðið upphaf að sjómannsferli Siguijóns, þvS olli sjóveikin. Hana þekkir sá einn sem reynt hefur. Lýsing hans á llðan- inni þennan eina saltfisktúr var átakanlega skopleg. Þá tók annað ennþá kvalafyllra við í landi þarmsem var skömmin af því að þurfa að gef- ast upp. Það varð svo að ráði að senda hann eins langt burtu frá tog- aramennsku og fremst var hægt að komast, alla leið austur I Öræfi, þar sem hann dvaldist síðan I þijú ár. Sú tilgáta heyrðist innan fjölskyld- unnar að til þeirrar dvalar sunnan Öræfajökuls mætti relq'a þá sérstöku tiginmannlegu ró, sem einkenndi fas hans, þegar honum bauð svo við að horfa. Sautján ára gamall byijaði hann svo á mótorbátunum suður með sjó og togurunum. Svo fór hann I jám- smíðanám til undirbúnings fyrir vélstjóraskólann, en af því varð nú ekki af rómantískum ástæðum. Árið 1932, nánar tiltekið 2. október, kvæntist hann Önnu Ámadóttur, og þótti þaðan I frá býsna gaman að vera í landi. í 15 ár vann hann af þeim sökum hjá Hitaveitu Reykjavík- ur, gerði þaðan I frá stöku úthlaup á sjóinn og þá helst á síld með Jóni úr Görðunum. Einhvemveginn skild- ist mér á honum að upp úr því hefði hann aldrei haft neitt nema skelfílega leiðinlegar fjarvistir frá elskunni sinni. Það var nú meiri ástin, og mættu ungir sjómenn láta sér að kenningu verða, að fara ekki að gift- ast konum sem þeir verða skotnir I alla ævina. En þó hélt sjómennskan áfram þjá honum þar til yfír lauk, með fyrr- greindum annmörkum. Seinni árin, og þó með köflum fyrr, brá hann á það ráð að fara $ grásleppuna, eða eins og það heitir á nútfmamáli „að hefja hrognkelsaútgerð" sem dýrlegt einyrkjastarf við Faxaflóa. Á þeirri sjómennsku hygg ég að hann hafi auðgast állka mikið og á mótorbáta- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skurðgröfur grafa fyrir langþráðri hitaveitulögn að flugskyli Land- helgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll. Landhelgisgæslan fær hita í flugskýlið skurkinu, en hann gat sofíð heima á nóttunni og varð auk þess mest ljós- myndaði grásleppukarl á landinu, og ég held að Önnu hafí þótt það dálít- ið skemmtilegt, þótt ýmislegt bendi til þess að hún hafí verið að minnsta kosti jafn afbrýðisöm og hann. Og fyrst út I þá sálma er komið: Skyldi jafnréttisráði ekki hafa komið I hug að ná því fram að fallegar grásleppu- kerlingar verði myndaðar jafnoft og fótógenískir grásleppukarlar? Þau eignuðust tvær dætur, og meðfylgjandi bamaböm sér til yndis- auka. Dótturdóttur ólu þau upp og eftir að hún festi ráð sitt vestur á Kyrrahafsströnd bauð hún þeim oft til sín. Gleði Siguijóns yfír þeirri ræktarsemi kom meðal annars fram I þvl áliti hans, að þegar góðir menn dæju, þá færu þeir til Kalifomlu. Ný hygg ég að Siguijón sé þangað kominn, og Anna geti gengið að honum visum þar. Ekki hygg ég að hún þurfí að óttast samkeppni engla- píkanna, þvl eftir myndum að dæma eru þær alls ekki gæddar þeim kyn- þokka, sem Siguijón Gislason aðhylltist einan saman I meira en hálfa öld. Með þökk fyrir góð kynni og órofa vináttu. Stefán Jónsson HAFIST hefur verið handa við að leggja hitaveitu í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll en skýlið er hitað upp með olfu og hefur sú kynding þótt ófullnægjandi. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði I sam- tali við Morgunblaðið að mörg ár væru síðan byijað var að ræða um lagningu hitaveitu I skýlið. Af því hefði ekki orðið fyrr, meðal annars vegna þess að deiliskipulag flugvall- arins var ósamþykkt og á meðan treysti Hitaveita Reykjavíkur sér ekki til að leggja neinar leiðslur að skýlinu. Skipulagið var samþykkt I haust og var þá hægt að heljast handa við lagningu vatnsleiðslu. Gunnar sagði að jafnframt hefði Landhelgisgæslan lagfært og ein- angrað flugskýlið. Verið er að teikna hitalögn og á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir fé til að koma fyrir nauðsynlegum bún- aði til heitavatnsupphitunar I skýl- inu. Barnaskíöi 80-110 cm. Kr: 3.590,00 Svígskíði frá KNEISSL Austurríki * Unglingaskíðapakki 120-140 cm. Kr: 9.500,00 Skíðafatnaður frá LHUTA Finnlandi. * Unglingaskíðapakki 150-170 cm. Kr: 9.900,00 Barnaskíðagallar frá Danmörku og Ítalíu. Byrjendaskíði fullorðinna frá Kr: 5.500,00 Skíðahanskar og skíðalúffur frá Svíþjóð. Loftpúðaskíðaskór No. 5-111/2 Kr: 6.995,00 Skíðastretchbuxur frá Austurríki. Gönguskíðapakki 180-215 cm. frá Kr: 7.200,00 * í pakka eru skíði, stafir, skór, bindingar og asetning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.