Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 11

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 11 Ást og útlegð Flóttamenn ’86 - söfnun á vegum Rauða krossins - Setberggefur út bók Isaacs Bas- hevis Singers BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur sent frá sér bókina Ást og útlegð eftir Nóbelshöfundinn Isaac Bas- hevis Singer. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „í þessari bók, sem raun- ar eru þrjár bækur í einni, ásamt ævisögulegum formála, rekur Isaac Bashevis Singer ævi sína fram á miðjan fertugsaldurinn. Hann leiðir lesandann inn í heim pólskra gyð- inga á fyrri hluta aldarinnar. Evrópa stendur á tímamótum og í gyðingahverfunum mótast lífið í. senn af fomri arfleifð og vaxandi uppreisnaranda. Fróðleiksþyrstur drengur lifir á milli vonar og ótta, brýtur heilann um heimspeki og vísindi og starir til stjamanna í von um að skilja þversagnir tilverannar. Happdrætti HÍ og SÍBS: Endurnýjunar- verð o g verð- mæti vinninga- skrár óbreytt Skyndihappdrætti hefst hjá HI í mars NÝTT happdrættisár hefst hjá Happdrætti Háskóla íslands og Happdrætti SÍBS um áramótin og verður endurnýjunarverð miðanna og verðmæti vinninga óbreytt frá árinu sem er að líða hjá báðum happdrættunum. End- umýjun kostar áfram 200 krónur. Ólafur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri SÍBS, sagði í samtali við Morgunblaðið að endurnýjunar- verðið í ársbyijun 1986 hefði hækkað um 66,6% í fyrra vegna þess hversu verðbólgan var þá há. „Nú er hinsvegar sýnt að hún hefur lækkað mjög mikið frá því sem var og álítum við ekki fært að fara að hækka verðið enn meira nú, heldur höfum við það óbreytt. Þar af leið- andi verður vinningaskráin eins. Verðmæti vinninga hjá SÍBS verður rúmlega 112 milljónir kr., eins og nú er.“ Jóhannes Helgason, fram- kvæmdastjóri Happdrættis HÍ, tók í sama streng í samtali við Morgun- blaðið og sagði að heildarverðmæti vinninga hjá HÍ yrði áfram 907 millj. kr., sem er 70% af veltu happ- drættisins. Jóhannes bætti því við að í mars nk. hæfist smámiðahapp- drætti eða svokallað skyndihapp- drætti á vegum Happdrættis HÍ. „Miðamir verða seldir víða og kost- ar hver miði 50 krónur. Menn sjá strax hvort þeir hafa unnið eða ekki með því að opna miðana. Lægstu vinningamir verða 50 krón- ur og þeir hæstu 500.000 krónur. Jóhannes sagði að til að byija með yrðu gefnir út um milljón miðar og mætti ætla að í þeim hópi yrðu u.þ.b. átta hálfrar milljón króna vinningar. í smámiðahappdrætti HÍ verður verðmæti vinninga 50% af veltu þess,“ sagði Jóhannes. Tónleikar 1 Hallgrímskirlqu TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 14. desember kl. 17.00. Nemendur úr blásaradeild með aðstoð strengjanemenda flytja verk eftir Samuel Scheidt, Giles Famaby, Carl Maria von Weber, Hándel, Britten og Brahams. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hann sveiflast öfganna á milli uns hann kveður Varsjá og Gamla heim- inn og fer til Bandaríkjanna. Þar leitar hann fótfestu í lífinu, verður blaðamaður og rithöfundur og aflar sér ríkisborgararéttar með söguleg- um hætti. Þessi bók hefur hlotið einróma lof jgagnrýnenda." Ast og útlegð er fimmta bókin eftir Isaac Bashevis Singer sem Setberg gefur út í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar. Bókin er 366 bls. Isaac Bashevis Singer. RAUÐI kross íslands gengst fyr- ir fjársöfnun fyrir Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna dagana 20. og 21. desember nk. Allt söfnunarféð verður sent óskert til Flóttamannastofnunar- innar í Genf og því verður varið til aðstoðar við flóttamenn í samráði við Alþjóða Rauða krossinn. Þessi söfnun var áður fyrirhuguð 5. október sl. og var þá ætlunin að Hjálparstofnun kirkjunnar tæki þátt í henni en þá varð að fresta henni. Rauða kross-félögin á öllum Norðurlöndunum hafa átt þátt í að safna fé sem varið verður til aðstoð- ar við flóttamenn og er söfnun nú lokið alls staðar nema á íslandi. Söfnunin gekk alls staðar vel og samtals söfnuðust um 640 milljónir króna en hlutur okkar íslendinga er enn eftir. anaEŒEn maanmaaB — viðtöl við: Alfreð Flóka myndlistarmann. Gunnar Salvarsson dagskrárgerðarmann og skólastjóra Heyrnleysingjaskólans. Jón Sigurðsson skólastjóra á Bifröst. Tólfbarna móðurá Skagaströnd. Lögfræðingana Ingibjörgu og Ásdísi Rafnar. Rögnu Sæmundsdóttur fyrirsætu. Mercedidas Carmen frá Filippseyjum ofl. manaaanB —greinar um: Framhjáhald á íslandi. Jólabækur. Jólamyndir kvikmyndahúsanna. *' Ofbeldi gegn konum. Gull. mannaanB —Jpa/iar um tísku d nýstár/eg- an og skemmti/egan hátt. BBB maan —Jó/aefni: Jólaskreytingar. Jólasælgæti. Jólastemning. Fjölbreytt og vandaö blaÖ „Það er staöreynd, að framhjáhald er mikið stundað hér á landi þótt erfitt sé að fela slík sambönd í fámenninu, enda staöreynd að framhjáhald hér á landí leiðir i langflestum tilfellum til hjónaskilnað- ar. Flestir, sem lagst hafa í rekkju annarra en maka síns, eru líka þeirrarskoðunarað heima sé best.“ „Gagnrýnendureru næstum all- ir litlir kallar með kúrenuheila og sjóndeildarhring bundinn við beltisstreng . . . “, — segirAlfreö Flóki í bráð- skemmtilegu viðtali við Ninu Björk Árnadóttur rithöfund. Alíreð H ORI Uh'í' liatm vera «« hvrmí" ■'kvldi hann vrra'/ „Ég þótti frekar stríðinn krakki, að minnsta kosti var mér oft kennt um ef eitthvað fór úrskeið- is“, — segir Gunnar Salvarsson, út- varpsmaðurinn vinsœli og nýráðinn skólastjóri Heyrnleys- ingjaskólans, i viðtali i blaðinu. — Þorsteinn G. Gunn- P rfeÉÉ ' arsson Jjallar um framhjáhald á íslandi S ’GSÍÉHk’’llM|* og rœðir við konu, sem haldið hefur verið fram hjá, karlmann, sem haldiö hefur fram hjá konu sinni og konu, 1 1. jpil- M sem hefur verið viðhald. - * „Að vera á Alþingi er illa launað og óþverrastarf1', — segirJón Sigurðsson í viðtali við Steinunni Sigurðardóttur rithöfund. mannaanB — h/að / takt við tímann. mannaanB — átbreiddasta tímarit á Zs/andi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.