Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Minning: Þuríður Guðmunds- dóttirfrá Fagranesi í dag er til moldar borin Þuríður Guðmundsdóttir frá Fagranesi í Aðaldal. Hún er jörðuð frá Grenjað- arstaðarkirkju, kirkjunni sem hún unni og vann svo margt gott verk. Þuríður var orðin aldurhnigin kona og hefði því dauði hennar mátt koma fáum á óvart. Samt er það svo að við sem eftir lifum stönd- um gjaman berslq'ölduð gagnvart dauðanum, þessari einu fullvissu okkar um framtíðina. Á ferð minni norður í Aðaldal í sumar heimsótti ég Þuru á heimili Huldu dóttur hennar í Lindahlíð. Stundin með henni var notaleg sem jafnan áður. Við ræddum um dag- inn og veginn, lífið og tilveruna og enn birtist glampinn í augunum ef eitthvað broslegt bar á góma. Þó duldist mér ekki að þessi ljúflingur var orðinn ferðlúinn og heymar- deyfan sem hafði háð Þum mörg undanfarín ár hafði enn ágerst. Hún gaf mér það í skyn að lfklega yrði þetta okkar síðasti fundur. Þura virtist reiðubúin til brottfarar og sátt við Guð og menn. Ég minnist þess frá bemskudög- um að heyra föður minn tala um Aðaidal sem „hina fögra sveit". Ég efaðist aldrei um að ég ætti eftir að sjá þessa sveit. Hún varð snemma „hið fyrirheitna land“. Ég, tíu ára telpuhnokki, varð síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja sumarlangt í Fagranesi, syðsta bænum í Aðaldal, hjá þvf góða fólki Jónasi Guðmundssjmi föðurbróður mínum, konu hans Þuríði Guð- mundsdóttur og dætram þeirra brem, Huldu, Ásgerði og Jónínu. Sannarlega var fallegt í Fagra- nesi. Bærinn stendur á norðurbakka Vestmannsvatns sem gjöfult var þá eins og nú mannanna bömum. Vatnshlíðin upp frá vatninu að vest- anverðu skógi vaxin og mátti oft finna þungan skógarilminn berast heim að bænum eftir gróðrarskúri vorsins. Lágmóamir, sem nú hefur að mestu verið breytt í tún, vora eitt samfellt beijaland og mófuglar og endur áttu sér þar öraggt varp- land. Ég áttaði mig á því löngu síðar að fegurðin sem telpukomið skjmj- aði í Fagranesi sumaríð 1948 var ekki einungis fegurð landsins, held- ur einnig fólkið sem byggði þetta ból. Hjá þessu fólki var gott að vera og gesturinn að sunnan hætti fljótlega að vera gestur. í minningunni er þetta sumar samfelldur leikur og sífellt sólskin þó að auðvitað hafi stundum rignt. Það var líka ótrúlega bjart í Iitla torfbænum í Fagranesi þó að gluggamir væra hvorki margir né stórir. Bærinn var lítill og hefur líklega ekki náð stærð venjulegrar tveggja herbergja íbúðar í íbúða- blokkum nútímans. Þetta sumar vora þar níu manns í heimili. Auk hjóna og bama var afi, sem þá var orðinn ellihramur og næstum blind- ur, og tveir smiðir að smíða nýja húsið af miklum krafti, enda skyldi flutt í það þá um haustið. Þrengslin vora mikil en geðprýði húsfreyju slík að aldrei hraut styggðaryrði af vöram hennar. Hún gekk að vinnu sinni á rólegan, yfirvegaðan hátt og afköstin vora ótrúleg. Þuríður Guðmundsdóttir fæddist 9. mars 1901 í Fagranesi og ólst þar upp hjá foreldram sínum, Guð- mundi Jóhannessyni og Kristínu Sigurðardóttur. Föður sinn missti Þuríður tólf ára gömul en fjölskyld- an bjó áfram í Fagranesi enda Sigurður bróðir hennar þá kominn um tvítugt. Árið 1926 giftist Þuríður Jónasi Guðmundssyni frá Grímshúsum. Eftir það var jörðinni skipt í tvennt milli systkinanna, Sigurðar og Þuríðar. Þau Þuríður og Jónas eignuðust þijár dætur. Huldu sem býr í Lindahlíð og er hún gift Kristjáni B. Ásmundssyni; Ásgerði sem bú- sett er við Laxárvirkjun og er hún gift Einari Péturssyni. Yngst er Jónína Þórey í Reykjavík og er maður hennar Friðrik Pétursson. Bamabömin era orðin átta og bamabamabörnin era fimm. Árið 1952 veiktist Jónas og lést fyrir aldur fram þá innan við fimm- tugt. Þá reyndist Þuríður reyrinn sem bognar en brestur ekki. Hún bjó áfram um árabil í Fagranesi með dætram sínum Ásgerði og Jónínu og naut þar stuðnings góðra nágranna sem vora Sigurður bróðir hennar og fjölskylda hans. Þegar Þuríður brá búi seldi hún bróðursonum sínum í Fagranesi jarðarhelming sinn og er nú jörðin ein heild á ný. Síðustu árin hefur Þuríður búið í skjóli dætra sinna. Lengst af hjá Ásgerði en einnig af og til um tíma hjá Huldu. Einnig hefur hún komið til skemmri dvalar hjá Jónínu í Reykjavík. AUa tíð hefur verið afar kært með þeim mæðgum öllum og fjölskyldum þeirra og hefur Jónína ævinlega farið norður í sumarlejrf- um sínum eftir að hún flutti suður. Samskipti þessa fólks hafa ein- kennst af því að gefa og þiggja af heilum hug. Þura var merk og eftirminnileg kona sem lagði gjörva hönd á margt. Hún var hæglát og elskuleg en kímnigáfan rík. Glettni hennar var ævinlega góðviljuð. Það var grannt á brosi sem alltaf byijaði með glampa í augum. Henni var margt til lista lagt og var hún ljóð- elsk og dável hagmælt sjálf. Þó hefur tónlistin ef til vill sett mestan svip á heimilið. Það var mikið sung- ið í Fagranesi og léku þau hjónin bæði á orgel og hún var um árabil organisti í Grenjaðarstaðarkirkju. Þura var trúuð kona og vildi veg kirkjunnar sem mestan. Hún starf- aði mikið í kvenfélaginu og eftir að hún hætti búskap vann hún nokkur sumur í sumarbúðum þjóð- kirkjunnar við Vestmannsvatn. Hún hafði ásamt systkinum sínum, Sig- urði og Laufeyju í Fagraneskoti, gefið land undir þessar sumarbúðir og var þeim valinn einn fegursti staðurinn við vatnið undir Vatns- hlíðarskógi. Gengin er góð kona og mann- vinur. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa átt handleiðslu Þura eitt sumar bemsku minnar og öll kynni síðar. Þau vora mér mikils virði. Systranum frá Fagranesi vil ég einnig þakka og votta þeim og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Jónína Þórey Tryggvadóttir Vorið 1955 átti ég því láni að fagna að vera sendur, 7 ára borgar- bam, í sveit að Fagranesi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Ég hafði þá ekki sleppt pilsföldum móður minnar og allir bjuggust við mér með næstu ferð í bæinn aftur. Það fór á allt annan veg, ég var í Fagra- nesi út sumarið og 8 næstu sumur. Skýringin á svo langri vera minni var sú einstaka alúð sem mætti mér á heimili Þura. Þura bjó í Fagranesi II ásamt tveimur fiillvaxta dætrum sínum, Ásgerði og Jónínu, en elsta dóttirin, Hulda, var þá flutt að heiman. Þura hafði þá nýlega misst mann sinn, Jónas Guðmundsson, og stóð því ein uppi með búið. Ég vil minnast þess að fyrsta kvöldmáltíðin eftir komuna í Fagra- nes, sat eitthvað þversum í hálsin- um á mér, en frá Þura stafaði slík hlýja, vinsemd og öryggi að allur tregi hvarf sem dögg fyrir sólu. Upp frá því var lífið í Fagranesi ævintýri líkast fyrir borgardreng- inn. Allt heimilishald Þura var með miklum glæsibrag, þangað vora ávallt allir velkomnir, og ég minnist þess enn, þegar unga fólkið á nær- liggjandi bæjum hafði safnast saman í eldhúsinu í Fagranesi yfir kaffi og góðgæti. Þar var spjallað og gert að gamni sínu langt fram á kvöld. Þura átti þá til að láta hlæjandi í ljós skoðun sfna á öllu gamninu með eftirfarandi orðum: „Ja, mikil endemis vitleysa er þetta" eða „að heyra til ykkar". Hún hafði þó af þessu mikla ánægju, sem við krakkamir, sem alltaf fengum að vera með fullorðna fólkinu. Ég hef oft hugsað til þess þvílíkt lán það var að alast upp hjá þessu stórkostlega fólki áður en sjónvarp kom til sögunnar. Það var ekki meiningin með þess- um fáu orðum að rekja ævisögu hennar, þótt hún sé þess meira en verð. Ég ætla ekki heldur að tíunda alla hennar góðu eiginleika, þeir era vel kunnir öllum þeim, er hana þekktu. Aðstæður höguðu því þannig til að samskipti okkar hin síðari ár fóra fram í formi jólakveðja. Þessi jól kemur ekkert kort frá Þura og þess mun ég sakna. Minningin um Þura mun þó lifa í bijósti mér allt mitt líf. Þegar hún leggst til hinstu hvíldar, vil ég þakka fyrir allt ómet- anlegt, sem ég varð aðnjótandi á heimili hennar, það hefur orðið mér að dýrmætu veganesti í lífinu. Dætranum Nínu, Ásgerði og Huldu votta ég innilega samúð, þeirra var hamingjan að eiga slíka móður. Blessuð sé minning Þuríðar Guðmundsdóttur. Birgir Jakobsson HEKLAHF Laugavegi 170172 Simi 695550 Kenwood „Blenders" Handhægt og notadrjúgt tæki til að blanda drykki, súpur og deig, mylja súkkulaði, möndlur og hnetur, útbúa rasp og síöast en ekki slst til að útbúa eigin ungbarnamat. Verð frá kr. 2.420. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Raftækja- og heimilisdeild Kenwood Mini. Kraftmikil en fyrirferðal(til, borð- og handhrærivél, sem léttir eldhússtörfin ótrúlega. Borðhrærivél verð kr. 2.630. Handhrærivél verð kr. 1.985. Kenwood Chef-inn — síungi og ósigrandi, er nú kominn í nýjan búning. Hjálparkokkurinn ómissandi hefur aldrei veriö betri né glæsilegri. Verð kr. 11.400. með skál, þeytara, hnoðara, hrærara, loki og mæliskeið. Fáanlegir fylgihlutin Hakkavél, sltrus safapressa, grænmetis- og ávaxtakvöm, ávaxtapressa, grænmetis- og ávaxtarifjárn, pastadeigs- formari, kartöfluafhýðari, þrýsti- sigti, kaffikvörn, pylsufyllir, dósahnlfur, o.fl. Kenwood Gourmet fyrir sælkerana. Hún sker, raspar, rifur, blandar, hnoðar, hrærir og þeytir. Gourmet hefur frábært nota- gildi og er skemmtileg í notkun, hvort sem þú ert að framreiða smárétti eða fínar stórmáltlðir. Verð frá kr. 5.300. KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.