Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 34
Or: * <TrsTO"*JrrtiOrilfT C* í OTTr’i > f'rCT t ÓT T /• ' ííTfl A f I'WÓ ítí
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
Yið þurfum skjól
eftirEggert
Asgeirsson
Um þessar mundir er stormur á
sviði sjúkraþjónustunnar og er deilt
um stjóm, greiðslur, frumkvæði og
vald. Ekki skal hér blandað sér í
þær umræður, enda málið í senn
viðkvæmt og erfitt úrlausnar. En
einmitt nú er hollt að hugsa til
þeirra tíma er af vanefnum var
stofnað til þeirrar heilbrigðisstarf-
semi sem við nú lítum sjálfsagða.
Hún var ekki sjálfsögð og okkur
má ekki gleymast að ástandið í
velferðarmálum var bágborið og
framfarimar kostuðu mikið og erf-
itt starf.
Við megum og minnast fmm-
herjanna sem með óbilandi elju
tókst að snúa vöm í sókn með því
að vekja samborgarana til átaks
fyrir því sem til framfara mátti
verða. Við njótum nú þess sem varð
til fyrir framsýni manna sem ekki
AÐVENTUHÁTÍÐ í kirkju
Óháða safnaðarins verður sunnu-
daginn 14. desember kl. 20.30.
Dagskrá kvöldsins verður eftir-
farandi: Selkórinn syngur aðventu-
og jólalög undir stjóm Friðriks Stef-
ánssonar. Feðgamir Jónas Dag-
bjartsson og Jónas Þórir Jónasson
leika á fiðlu og orgel. Ræðumaður
kvöldsins verður Haraldur Ólafsson,
aðeins vissu hvar skóinn kreppti
heldur tókst að breyta hugsjónum
í framkvæmdir. Hugsjónir snemst
í framfarir.
En leiðin var oft löng og grýtt.
Enn em þeir meðal okkar sem
hafa anda brautryðjandans. Til
þeirra getum við nú hugsað með
þakklæti.
Á liðnum ámm hefur margt gerst
í málefnum aldraðra sem breytt
hefur viðhorfum til elliáranna.
Tryggingakerfið hefur bætt fjár-
hagsstöðu þeirra. Þjónusta við
aldraða, heimahjúkmn, heimilis-
hjálp, félagsstörf, íbúðabyggingar,
þjónustuíbúðir, dagvistun og elli-
heimili bera því órækan vott.
Oryggistilfinning um það sem
elliárin kunna að bera í skauti sér
hefur aukist og óttinn víkur úr
hugum manna. Allt í einu em menn
ódeigir teknir að huga að framtíð
sinni, hvemig hægt sé að haga
lífínu á elliárunum þannig að það
alþingismaður. Svanhildur Þór-
steinsdóttir, menntaskólanemandi,
les aðventusögu fyrir yngri kynslóð-
ina. Ljósin verða tendruð og kirkju-
gestir syngja jólasálminn Heims um
ból. Heiðmar Jónsson, organisti
safnaðarins, leikur forleik og eftir-
leik á orgel.
Þórsteinn Ragnarsson,
saf naðarprestur.
verði bærilegt og þeir ekki öðmm
til byrði.
Eigi að síður er það eftir sem
erfiðast er. En það er að tryggja
umönnun fyrir þá hina öldmðu sem
þurfa á mestri sjúkrahjálp að halda
og ekki geta bjargað sér sjálfír eða
þeirra nánustu. Hér þarf að koma
til sérhæfð læknisþjónusta og
sjúkrastofnanir. Umönnunina er
ekki lengur hægt að veita heima.
Þeir eiga lof okkar hinna skilið
sem vakið hafa máls á hinni miklu
vistunarþörf sem nú er og senn
mun enn aukast. Þeir létu ekki sitja
við orðin tóm eða skýrslur. Þeir
réðust til framkvæmda, stofnuðu
sameignarfélagið Skjól og hefur nú
tekist að reisa stórbyggingu sem
að ári mun heíja starfrækslu. Þar
verður hægt að þjóna allt að 111
manns — ef tekst að afla þess fram-
kvæmdafjár sem vantar.
Eins og allir vita stendur nú á
jólaföstu fjáröflun í þágu hjúkr-
unar- og umönnunarheimilisins
Skjóls. Þeir eiga sannarlega lof
skilið brautryðjendumir sem standa
við stjómvölinn hjá Skjóli. Þeir
vinna óeigingjamt starf, tendraðir
af hugsjónum, gæddir elju fram-
faramannsins. Þeir vita hver þörfín
er og kunna skil á hvað gera þ'arf
til að hrinda framfarahugmyndum
í framkvæmd.
Skjól þarf á allri þeirri hjálp sem
við samborgaramir getum látið því
í té. Því hafa stuðningsmenn þess-
arar framkvæmdar gengist fyrir
íjáröfluninni Átaki til Skjóls. Sent
hefur verið bréf inn á hvert heimili
í von um að allir láti sitt framlag
af hendi rakna og leggi sitt Ióð á
Aðventukvöld í kirkju
Oháða safnaðarins
AUGLYSING VEGNA
SPURNINGAKEEPNI
FRAMHAIDSSKOLA
GETTU
BETUR
RÍKISÚTVARPIÐ MUNÁ NÆSTA ÁR/
GANGASTFYR/R SPURN/NGAKEPPN/M/IU
FRAMHALDSSKÓÍA LANDS/NS. RÉTTT/L
ÞÁTTTÖKUHAFA PE/R SKÓ/AR SEM BRA UTSKRÁ
STÚDENTA. FYRR/HLUT/ KEPPN/NNAR FER
FRAW/Á HUÓÐVARP/ OG SÍÐAR/ HLUT/ í
SJÓNVARP/
PE/R FRAJV/HAIDSSKÓLAR SEM HUG HAFA
ÁAÐ TA\KA ÞÁTTÍKEPPN/NN/ ERU BEÐN/R
AÐ SENDA /NN UMSÓKN/R UMÞÁTTTÖKU
FYR/R 17. DESEMBER 1986.
PÁTTTAKENDUR VERÐA AÐ VERA í FULLU
NÁM/ VIÐVIÐKOMANDISKÓLA OG VERA
/4 ALDR/NUM16 T/L 21ÁRS.
UMSÓKN/R SKULU SENDAST T/L
SJÓNVARPS/NS
LAUGAVEG/176
105 REYKJAVÍK
OG VERA MERKTAR SPURN/NGAKEPPNi
FRAMHALDSSKÓIA
RIKISUTVARPIÐ
Eggert Ásgeirsson
vogarskálarnar undir kjörorðinu:
Hvað má höndin ein og ein?
Allir Ieggi saman!
eins og séra Matthías kvað og taka
undir hvatningarorð hans:
Fellum saman stein við stein,
styðjum hveijir annan.
Senn hefur bréf borist inn á sér-
hvert heimili og fyrirtæki í landinu.
Dreifíngin hefur gengið hægar en
menn höfðu vænst. Að undirbúningi
sendingarinnar hafa unnið sjálf-
boðaliðar, ungir og aldnir, heilir og
þroskaheftir.
Fyrstu viðbrögð hafa verið fram-
ar öllum vonum og bendir allt til
að eigi hafí samhjálparhugsjón okk-
ar sljóvgast.
Með þessum orðum eru menn
hvattir til að láta það af mörkum
sem þeir mega og styðja þar með
mikið þjóðnytjaframtak.
Ekkert gengur af sjálfu sér.
Með bestu óskum um gleðilega
hátíð.
Höfundur er skrifstofustjóri Sam-
bands ísi. raf veitna og er í
framkvæmdanefnd Ataks til
Skjóls.
h
Aðventusamkoma í Frí-
kirkjunni í Reykjavík
HINN þriðja í jólaföstu, 14. des-
ember, verður að venju jólavaka
í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún
hefst kl. 17.00 og stendur í rúma
klukkustund.
Safnaðarprestur flytur ávarp,
Fríkirkjukórinn syngur undir stjóm
Pavels Smíd fríkirkjuorganista, sem
einnig leikur einleik á orgelið, Þórð-
ur Búason verkfræðingur, flytur
ræðu, Dóra Reyndal sópransöng-
kona, syngur einsöng, Þórarinn
Eldjám skáld, les frumsamda sögu
og Blásarakvintett Reykjavíkur
leikur nokkur lög. Þá verður og
almennur söngur. Samkomunni lýk-
ur með því að kirkjugestir tendra
hver sitt kertaljós og syngja saman
jólasálma.
Orgel kirkjunnar fékk sem kunn-
ugt er mikla og góða viðgerð á
síðasta ári og hljómar því nú eins
og best verður á kosið. Hljómburður
í kirkjunni er lifandi og eðlilegur,
svo að músík nýtur sín þar með
ágætum.
Þá voru hljóðnemar kirkjunnar
endurbættir fyrir skemmstu. Þess
hafði lengi verið fyllsta þörf, eins
og þeir vita, sem sækja að stað-
aldri guðsþjónustur í kirkjunni.
Talað mál heyrist því mun betur
en áður og er þessi endurbót gleði-
efni.
Það er vonandi, að sem flestir
leggi leið sína í Fríkirkjuna á sunnu-
daginn kl. 17.00 og munum við þá
eignast þar ánægjulega stund við
myndarlega dagskrá.
Þennan sama dag kl. 11.00 verð-
ur bamaguðsþjónusta í Fríkirkj-
unni. Þar verður guðspjallið útlistað
með myndum, smábamasöngvar og
bamasálmar sungnir, afmælisböm
boðin sérstaklega velkomin og
framhaldssagan „Dísa frænka" eft-
ir Stefán Jónsson lesin. í tilefni af
því að þetta er síðasta bamamessan
fyrir jól, ætla konur í Kvenfélagi
kirkjunnar að færa bömunum dálít-
inn glaðning á sunnudaginn.
Gunnar Björnsson,
fr íkirkj uprestur.
Fjórtán ára pólsk stúlka vill endi-
lega eignast íslenzka pennavini:
Ania Wodzynska,
Ul. Janka Krasickiego 81 M 14,
85-822 Bydgoszcz,
Poland.
Sextán ára danskur strákur með
margvísleg áhugamál:
Erik Thomsen,
Haverslewej 117,
9520 Skörping,
Danmark.
Brezk stúlka, 28 ára, vil eignast
íslenzka pennavini. Hún safnar
fínmerkjum og póstkortum.
Angela Woods,
34 Twining Avenue,
Twickenham,
Middlesex, .
TW2 5LR,
England.
Japönsk stúlka, 21 árs, með
áhuga á tónlist og íþróttum:
Hirokazu Kume,
94-1 Nakashinden Sakurai-
cho,
Apja-city,
Aichi-pre,
Japan.
Frönsk hjón, kennarar um
þrítugt, vilja eignast íslenzka
pennavini. Skrifa á ensku auk
frönsku. Margvísleg áhugamál.
Eiga einn sták, Nicholas.
Jean Pierre Blanchet,
Residence de l’Abbaye Port
Royal,
35 Boulevard Jeanne d’Arc,
F-02200 Soissons,
France.