Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Vopnasalan til íran Bandaríkin: Meirihluti landsmanna óánægður með forseta sinn - samkvæmt nýgerðri skoðanakönnun Washington; AP, Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun er CBS sjónvarps- og útvarpsstöðin og dagblaðið The New York Times létu gera sl. nýlega, trúir um helm- ingur Bandaríkjamanna ekki, að Ronald Reagan, forseti, hafi ekki vitað að peningar þeir, er íranir greiddu fyrir vopnasendingar frá Bandaríkjamönnum, hafi farið til Contraskæruliða í Nicaragua. Könnunin fór fram sl. sunnudag og mánudag, eftir að forsetinn hafði opinberlega viðurkennt, að mistök hefðu átt sér stað varðandi þetta mál og George Shultz, utanríkisráð- herra og Robert McFarlane, fyrrum öryggismálaráðgjafi, höfðu setið fyrir svörum hjá utanríkismála- Reagan-dagskrá var aflýst vegna vopnasölu til Iran nefnd þingsins. Þeir sem gerðu könnunina höfðu samband við 1.036 einstaklinga og sögðust 47% þeirra álíta að forsetinn segði ekki satt, en 37% kváðust trúa honum. Einnig kom fram í könnuninni að færri en helmingur aðspurðra töldu Reagan standa sig vel sem forseta. Skoðanakannanir benda til þess, að vinsældir forsetans hafí minnkað um 21% eftir að upg komst um vopnasendingamar til íran í síðasta mánuði. Ncw York. AP. SJÓNVARPSDAGSKRÁ, sem gerð var um Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og senda átti út á afmælisdegi hans, hefur verið aflýst vegna vopnasölu- samninganna við íran, að þvi er talsmaður YJR-dreifingarfyrir- tækisins sagði á fimmtudag. „Við hættum við útsendinguna vegna þess að aðalauglýsendumir hættu við þátttöku," sagði Sidney Love, sölustjóri YJR í New York. „Það var samdóma álit allra, að óráðlegt væri fyrir þá að láta orða sig við Reagan-dagskrána með til- liti til þeirra tíðinda, sem bærust frá Washington þessa dagana," sagði Love. Hann neitaði að greina frá nöfhum auglýsendanna. Dagskránni, sem er klukku- stundar löng og ber heitið „Reagans Way“, átti að útvarpa um öll Banda- ríkin á afmælisdegi forsetans, 6. febrúar nk., þegar Reagan verður 76 ára. Símamynd/ABC News Sjónvarpsfréttakonan Barbara Walters tók viðtalið við Khashoggi á heimili hans í Mónakó en hann er bendlaður við vopnasöluna til írans. Ronald Reagan Love sagði, að 200 sjónvarps- stöðvar hefðu verið búnar að samþykkja að sýna dagskrána. Samdi íranskur vopnasali um frelsi gíslanna? Bretar selja ratsjárbúnað til írans: Stjórnin gagnrýnd vegna sölunnar London, AP. TALSMENN V erkamanna- flokksins gagnrýndu stjórn Margaretar Thatcher harðlega í gær fyrir að hafa gefið Ieyfi til sölu á ratsjárbúnaði til Irans. Sökuðu þeir stjórnina um „óþol- andi tvöfeldni“. Denis Healey talsmaður flokks- ins í utanríkismálum sagði að stuðningur Thatchers við vopnasölu Bandaríkjamanna til írans væri nú skiljanlegur þar sem hún hefði sjálf heimilað slík viðskipti. Á þriðjudag skýrði Archibald Hamilton, aðstoðarvamarmálaráð- herra, breskum þingmönnnum frá því að Bretar hefðu í októbermán- uði selt ratsjárbúnað til írans. Dagblaðið Daily Telegraph skýrði nýlega frá því aið íranir hefðu leitað til breska fyrirtækisins Plessey CO. PLC um kaup á ratsjárbúnaði að verðmæti 240 milljónir punda. Ut- anríkisráðuneytið staðfesti síðar að fyrirtækið hefði fengið nauðsynleg útflutningsleyfí. Þegar Persaflóastríðið braust út árið 1980 samþykkti breska stjóm- in að selja hvorki írönum né írökum árásarvopn. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins sagði að samþykkt þessi hefði ekki verið brotin þar eð ratsjárbúnaðurinn yrði notaður í vamarskyni auk þess sem honum yrði komið upp fjarri helstu átaka- svæðunum. Washington, Reuter. ÍRANSKI vopnasalinn Manucher Ghorbanifar skýrði frá því í gær, að hann hefði sjálfur farið til Líbanon til að semja um lausn þríggja bandarískra gísla og að líkur væru á, að hinum fimm yrði sleppt. Ghorbanifar, sem hefur margoft verið nefndur í yfirheyrslunum í Washington um vopnasöluna til ír- ans og fjárstuðninginn við skæm- iiða í Nicaragua, kom í gær fram í sjónvarpi ásamt Adnan Khas- hoggi, saudi-arabískum vopnasala. Vom þeir raunar ekki saman í sjón- varpssal því að viðtalið við Khas- hoggi var sent beint frá Mónakó. Sagði Khashoggi, að hugmyndin um að bæta samskipti Bandaríkja- manna og írana og að reyna að styrkja hófsöm öfl í írönsku stjóm- inni hefði fyrst komið frá Ghorbani- far, sem væri að eigin sögn yfírmaður írönsku leyniþjónustunn- ar í Evrópu. Ghorbanifar sagði, að vopna- sendingamar til írans hefðu verið sex og andvirði vopnanna 30—35 milljónir dollara. Hefði m.a. verið um að ræða 2.000 TOW-eldflaugar gegn skriðdrekum og varahluti í ratsjár. Sagði hann, að um sending- amar hefði verið samið á fundi með Robert McFarlane, fyrrum ráðgjafa þjóðaröryggisráðsins, yfirmanni ísraelska utanríkisráðuneytisins, David Kimche, Oliver North, sem rekinn var úr starfí fyrir þjóðarör- yggisráðið, og óopinbemm aðstoð- armanni Norths, Richard Secord, fyrrum foringja í flughemum. Khashoggi og Ghorbanifar sögðu báðir að greiðslumar fyrir vopnin hefðu verið Iagðar inn á reikning í Credit Suisse-bankanum og sagði Ghorbanifar, að Secord hefði skipað svo fyrir. „Á fundinum bað ég um vopn,“ sagði Ghorbanifar og á móti var hann beðinn um aðstoð við að fá gíslana lausa. „Ég tók það skýrt fram, að írönsk stjómvöld ættu þar engan hlut að máli en vegna sam- banda minna í Líbanon bauðst ég til að gera hvað ég gæti. Það fór þannig, að mér tókst að fá þijá gísla lausa," sagði hann. Ghorbanifar og Khashoggi kváð- ust ekki hafa hagnast sjálfír á vopnasölunni, sem hefði enda verið smámál eftir því, sem tíðkaðist í þessum viðskiptum. Skoðanakönnun Economist: Vopnasalan hefur dregið úr álití Bandaríkjastíómar I /inHnn Rpnfpr London, Reuter. SALAN á bandarískum vopnum til írans og það að beina hagnað- inum af henni tíl uppreisnar- manna í Nicaragua, hefur spillt álití Bandaríkjastjómar jafnt í Vestur-Evrópu sem í Banda- ríkjunum sjálfum. Kemur þetta fram í niðurstöðum skoðaua- könnunar, sem birtar vom í gær. Skoðanakönnunin fór fram í Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum og voru niðurstöður hennar birtar í brezka tímaritinu Economist. Þar kemur fram, að Evrópumenn eru gagnrýnni en Bandaríkjamenn á Reagan forseta og samstarfsmenn hans. Mest er gagnrýnin á meðal Vestur-Þjóð- veija, en aðeins 22% þeirra sögðust vera ánægðir með frammistöðu Reagans forseta. í Bretlandi sögð- ust 26% vera ánægðir með hana og 50% í Bandaríkjunum. Þá sögðust 84% Vestur-Þjóð- veija, 78% Bandaríkjamanna og 73% Breta álíta, að trúverðugleiki forsetans sem leiðtoga vestrænna ríkja hefði beðið hnekki vegna vopnasölumálsins. Ennfremur sögð- ust 41% Vestur-Þjóðveija telja, að Reagan hefði „vitað allt“ um það, að hagnaðurinn af vopnasölunni rynni til skæruliða í Nicaragua og í þessu tilliti voru 33% Breta og 22% Bandaríkjamanna sammála. Reagan heldur því fram, að hann hafí ekki vitað, að féð fór til skæru- liðanna. Eeonomist tekur það fram, að þessar tölur glati nokkru af áreiðanleika sínum sökum þess, að aðeins minnihluti Breta og Vestur- Þjóðveija og litfll meirihluti Bandaríkjamanna vissi, að Nic- aragua er í Mið-Ameríku. í Bret- landi og Vestur-Þýzkalandi héldu 15% þeirra, sem tóku þátt í skoð- anakönnuninni, að Nicaragua væri í Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.