Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 44

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Vopnasalan til íran Bandaríkin: Meirihluti landsmanna óánægður með forseta sinn - samkvæmt nýgerðri skoðanakönnun Washington; AP, Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun er CBS sjónvarps- og útvarpsstöðin og dagblaðið The New York Times létu gera sl. nýlega, trúir um helm- ingur Bandaríkjamanna ekki, að Ronald Reagan, forseti, hafi ekki vitað að peningar þeir, er íranir greiddu fyrir vopnasendingar frá Bandaríkjamönnum, hafi farið til Contraskæruliða í Nicaragua. Könnunin fór fram sl. sunnudag og mánudag, eftir að forsetinn hafði opinberlega viðurkennt, að mistök hefðu átt sér stað varðandi þetta mál og George Shultz, utanríkisráð- herra og Robert McFarlane, fyrrum öryggismálaráðgjafi, höfðu setið fyrir svörum hjá utanríkismála- Reagan-dagskrá var aflýst vegna vopnasölu til Iran nefnd þingsins. Þeir sem gerðu könnunina höfðu samband við 1.036 einstaklinga og sögðust 47% þeirra álíta að forsetinn segði ekki satt, en 37% kváðust trúa honum. Einnig kom fram í könnuninni að færri en helmingur aðspurðra töldu Reagan standa sig vel sem forseta. Skoðanakannanir benda til þess, að vinsældir forsetans hafí minnkað um 21% eftir að upg komst um vopnasendingamar til íran í síðasta mánuði. Ncw York. AP. SJÓNVARPSDAGSKRÁ, sem gerð var um Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og senda átti út á afmælisdegi hans, hefur verið aflýst vegna vopnasölu- samninganna við íran, að þvi er talsmaður YJR-dreifingarfyrir- tækisins sagði á fimmtudag. „Við hættum við útsendinguna vegna þess að aðalauglýsendumir hættu við þátttöku," sagði Sidney Love, sölustjóri YJR í New York. „Það var samdóma álit allra, að óráðlegt væri fyrir þá að láta orða sig við Reagan-dagskrána með til- liti til þeirra tíðinda, sem bærust frá Washington þessa dagana," sagði Love. Hann neitaði að greina frá nöfhum auglýsendanna. Dagskránni, sem er klukku- stundar löng og ber heitið „Reagans Way“, átti að útvarpa um öll Banda- ríkin á afmælisdegi forsetans, 6. febrúar nk., þegar Reagan verður 76 ára. Símamynd/ABC News Sjónvarpsfréttakonan Barbara Walters tók viðtalið við Khashoggi á heimili hans í Mónakó en hann er bendlaður við vopnasöluna til írans. Ronald Reagan Love sagði, að 200 sjónvarps- stöðvar hefðu verið búnar að samþykkja að sýna dagskrána. Samdi íranskur vopnasali um frelsi gíslanna? Bretar selja ratsjárbúnað til írans: Stjórnin gagnrýnd vegna sölunnar London, AP. TALSMENN V erkamanna- flokksins gagnrýndu stjórn Margaretar Thatcher harðlega í gær fyrir að hafa gefið Ieyfi til sölu á ratsjárbúnaði til Irans. Sökuðu þeir stjórnina um „óþol- andi tvöfeldni“. Denis Healey talsmaður flokks- ins í utanríkismálum sagði að stuðningur Thatchers við vopnasölu Bandaríkjamanna til írans væri nú skiljanlegur þar sem hún hefði sjálf heimilað slík viðskipti. Á þriðjudag skýrði Archibald Hamilton, aðstoðarvamarmálaráð- herra, breskum þingmönnnum frá því að Bretar hefðu í októbermán- uði selt ratsjárbúnað til írans. Dagblaðið Daily Telegraph skýrði nýlega frá því aið íranir hefðu leitað til breska fyrirtækisins Plessey CO. PLC um kaup á ratsjárbúnaði að verðmæti 240 milljónir punda. Ut- anríkisráðuneytið staðfesti síðar að fyrirtækið hefði fengið nauðsynleg útflutningsleyfí. Þegar Persaflóastríðið braust út árið 1980 samþykkti breska stjóm- in að selja hvorki írönum né írökum árásarvopn. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins sagði að samþykkt þessi hefði ekki verið brotin þar eð ratsjárbúnaðurinn yrði notaður í vamarskyni auk þess sem honum yrði komið upp fjarri helstu átaka- svæðunum. Washington, Reuter. ÍRANSKI vopnasalinn Manucher Ghorbanifar skýrði frá því í gær, að hann hefði sjálfur farið til Líbanon til að semja um lausn þríggja bandarískra gísla og að líkur væru á, að hinum fimm yrði sleppt. Ghorbanifar, sem hefur margoft verið nefndur í yfirheyrslunum í Washington um vopnasöluna til ír- ans og fjárstuðninginn við skæm- iiða í Nicaragua, kom í gær fram í sjónvarpi ásamt Adnan Khas- hoggi, saudi-arabískum vopnasala. Vom þeir raunar ekki saman í sjón- varpssal því að viðtalið við Khas- hoggi var sent beint frá Mónakó. Sagði Khashoggi, að hugmyndin um að bæta samskipti Bandaríkja- manna og írana og að reyna að styrkja hófsöm öfl í írönsku stjóm- inni hefði fyrst komið frá Ghorbani- far, sem væri að eigin sögn yfírmaður írönsku leyniþjónustunn- ar í Evrópu. Ghorbanifar sagði, að vopna- sendingamar til írans hefðu verið sex og andvirði vopnanna 30—35 milljónir dollara. Hefði m.a. verið um að ræða 2.000 TOW-eldflaugar gegn skriðdrekum og varahluti í ratsjár. Sagði hann, að um sending- amar hefði verið samið á fundi með Robert McFarlane, fyrrum ráðgjafa þjóðaröryggisráðsins, yfirmanni ísraelska utanríkisráðuneytisins, David Kimche, Oliver North, sem rekinn var úr starfí fyrir þjóðarör- yggisráðið, og óopinbemm aðstoð- armanni Norths, Richard Secord, fyrrum foringja í flughemum. Khashoggi og Ghorbanifar sögðu báðir að greiðslumar fyrir vopnin hefðu verið Iagðar inn á reikning í Credit Suisse-bankanum og sagði Ghorbanifar, að Secord hefði skipað svo fyrir. „Á fundinum bað ég um vopn,“ sagði Ghorbanifar og á móti var hann beðinn um aðstoð við að fá gíslana lausa. „Ég tók það skýrt fram, að írönsk stjómvöld ættu þar engan hlut að máli en vegna sam- banda minna í Líbanon bauðst ég til að gera hvað ég gæti. Það fór þannig, að mér tókst að fá þijá gísla lausa," sagði hann. Ghorbanifar og Khashoggi kváð- ust ekki hafa hagnast sjálfír á vopnasölunni, sem hefði enda verið smámál eftir því, sem tíðkaðist í þessum viðskiptum. Skoðanakönnun Economist: Vopnasalan hefur dregið úr álití Bandaríkjastíómar I /inHnn Rpnfpr London, Reuter. SALAN á bandarískum vopnum til írans og það að beina hagnað- inum af henni tíl uppreisnar- manna í Nicaragua, hefur spillt álití Bandaríkjastjómar jafnt í Vestur-Evrópu sem í Banda- ríkjunum sjálfum. Kemur þetta fram í niðurstöðum skoðaua- könnunar, sem birtar vom í gær. Skoðanakönnunin fór fram í Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum og voru niðurstöður hennar birtar í brezka tímaritinu Economist. Þar kemur fram, að Evrópumenn eru gagnrýnni en Bandaríkjamenn á Reagan forseta og samstarfsmenn hans. Mest er gagnrýnin á meðal Vestur-Þjóð- veija, en aðeins 22% þeirra sögðust vera ánægðir með frammistöðu Reagans forseta. í Bretlandi sögð- ust 26% vera ánægðir með hana og 50% í Bandaríkjunum. Þá sögðust 84% Vestur-Þjóð- veija, 78% Bandaríkjamanna og 73% Breta álíta, að trúverðugleiki forsetans sem leiðtoga vestrænna ríkja hefði beðið hnekki vegna vopnasölumálsins. Ennfremur sögð- ust 41% Vestur-Þjóðveija telja, að Reagan hefði „vitað allt“ um það, að hagnaðurinn af vopnasölunni rynni til skæruliða í Nicaragua og í þessu tilliti voru 33% Breta og 22% Bandaríkjamanna sammála. Reagan heldur því fram, að hann hafí ekki vitað, að féð fór til skæru- liðanna. Eeonomist tekur það fram, að þessar tölur glati nokkru af áreiðanleika sínum sökum þess, að aðeins minnihluti Breta og Vestur- Þjóðveija og litfll meirihluti Bandaríkjamanna vissi, að Nic- aragua er í Mið-Ameríku. í Bret- landi og Vestur-Þýzkalandi héldu 15% þeirra, sem tóku þátt í skoð- anakönnuninni, að Nicaragua væri í Afríku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.