Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
71
Vilhjálmur Th. Bjamar
tannlæknir - Minning
Vilhjálmur Th. Bjarnar, tann-
læknir í Uddevalla í Svíþjóð,
andaðist sunnudaginn 30. nóvem-
ber.
Vilhjálmur eða Villi, eins og hann
var alltaf kallaður meðal vina og
ættingja, fæddist 19. ágúst 1923.
Foreldrar hans vcru Vilborg Vil-
hjálmsdóttir og Theodór Vilhjálms-
son Bjamar kaupmaður, og var
Vilhjálmur yngstur þriggja systk-
ina. Vilborg lést skömmu eftir
fæðingu sonarins og tveimur árum
síðar fórst faðir hans, er hann var
að koma með skipi frá Akureyri til
að vera við jarðarför móður sinnar.
Móðursystir Vilborgar, Guðný,
og maður hennar, Einar Sveinn
Einarsson, tóku bömin 3 í fóstur
og gengu þeim í móður- og föður-
stað, en fyrir áttu þau einn fóstur-
son, Inga Árdal.
Einar Sveinn lést 1936, en Guðný
hélt fjölskyldunni áfram saman og
með ráðdeild og myndarskap bjó
hún fósturbömunum fyrirmyndar-
heimili á Lokastíg 7.
Við Villi höfðum þekkst áður en
mágsemd tengdi okkur. Jafnaldrar
í austurbænum á þessum tíma hlutu
að hittast og kynnast.
Villi var ekki sérlega hár í loftinu
né fyrirferðarmikill, en það var ekki
hægt annað en taka eftir og laðast
að þessum snaggaralega og bros-
milda dreng.
Síðar þegar við kynntumst nánar
fann ég aðra þætti í skapgerð hans,
það voru viðkvæmni, tryggð og
skapfesta.
Orlög Vilhjálms að búa erlendis
mestan hluta ævinnar. Að loknu
stúdentsprófí eða haustið 1945 fór
hann til Málmeyjar í Svíþjóð til að
læra tannlækningar og lauk því
námi 1953.
Á námsámnum kynntist hann
ungri og fríðri bóndadóttur frá
Skáni, Irmu E. Nilsson, þau gengu
í hjónaband í desember 1952 og
Vilhjálmur hóf störf sem tannlækn-
ir árið 1953. Hann starfaði fyrst
við Folktandvárden á nokkmm
stöðum, en árið 1964 fluttust þau
hjónin til Uddevalla með dætumar
tvær, Ritu og Birgittu. Þar stofnaði
Vilhjálmur sjálfstæða tannlækna-
stofu og starfrækti hana til dauða-
dags.
í starfí var Vilhjálmur mjög vin-
sæll, bæði sem fagmaður en ekki
síður vegna elskulegs viðmóts, sem
allir nutu, bæði háir og lágir.
Það er trú mín að Vilhjálmur
hafí aidrei ætlað sér að setjast að
erlendis þó atvikin höguðu því svo.
Hann var góður og virtur þegn í
landi því sem varð starfsvettvangur
hans og heimili, en hann var meiri
Islendingur en margir sem heima
sitja. „Hugur hans og hjarta" bám
mót heimalandsins allt til hinstu
stundar.
Eitt ár dvaldi hann hér í
Reykjavík og stundaði tannlækn-
ingar en hvarf svo aftur til Svíþjóð-
ar. í allmörg undanfarin ár hefur
hann komið nokkuð reglulega heim
til íslands og ávallt byrjað á að
ganga niður í miðbæ til að sjá kunn-
ugleg andlit og hitta gamla vini.
Við vinina frá æsku- og skólaár-
um hélt hann órofatryggð og þó
stundum liðu ár á milli endurfunda
var alltaf eins og þeir hefðu kvaðst
í gær.
Gott var að heimsækja Irmu og
Villa á heimili þeirra í Uddevalla
eða í sumarbústaðinn við Gauta-
borg. Þaðan er margs að minnast.
Fyrir þær stundir og fyrir vináttuna
sem aldrei brást vil ég þakka að
ferðalokum. Irmu, Ritu og Birgittu,
sem nú dvelur fjarri ættjörð sinni,
votta ég innilegustu samúð.
Árni Björnsson
Deman tshringar
Draumaskart
Gull og demantar
Kjartan Ásmundsson, gullsmiður,
Aðalstræti 7. Sími 11290.
JÓLATRÉSSALA
• Að þessu sinni mun Hjálparstofnun kirkjunnar ekki standa að jólasöfnun á sama
hátt og undanfarin ár.
• Gíróreikningur stofnunarinnar hjá Póstgíróstofunni nr. 20005-0 er opinn til mót-
töku framlaga, sem koma má til skila í öllum bönkum, sparisjóðum og póstaf-
greiðslum.
• Þá mun Hjálparstofnun kirkjunnar gangast fyrir sölu jólatrjáa. Trén eru öll af
tegundinni norðmannsþinur, en hann fellir ekki barr.
• Trén verða seld á eftirtöldum útsölustöðum frá kl. 10.00 til 22.00 alla daga fram
að aðfangadegi, en þá verður opið frá kl. 10.00 til 13.00.
ViÖ Skógarhlið gegnt slökkvistöðinni.
Við Tónabœ.
Við verslunina Kaupstað í Mjódd.
Við Kársnesbraut í Kópavogi við Fossvogsbrú.
Við Grœnu höndina, Suðurlandsbraut.
Á ofangreindum útsölustööum veröur einnig
til sölu greni og kostar buntið 150 kr.
Vonandi tekst meö þessu átaki aö standa
viö skuldbindingar viö hjálparverkefni.
Verði trjánna er stillt í hóf:
Stærð: 1. flokkur 2. flokkur
70—100 sm 830 kr. 720 kr.
101 — 125sm 1.050 kr. 880 kr.
126-150 sm 1.490 kr. 1.190 kr.
151—175sm 1.820 kr. 1.530 kr.
176-200 sm 2.460 kr. 1.980 kr.
201-250 sm 2.460 kr. 2.110 kr.
Gleðileg jól
V3/
HJALPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
NÝ HRÍFANDI SKÁLDSAGA
Ný skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur
rithöfurtd, en hún hefur hlotið einróma lof
gagnrýnenda fyrir smásagnasöfn sín.
Skáldsagan Eins og hafið, gerist í sjávar-
þorpi á íslandi. Fríða lýsir í sögunni fjöl-
skrúðugu mannlífi í þorpinu, en beinir
aðallega sjónum að samskiptum, lífi og
ástum fólks sem allt býr I sama húsi.
Sagan er næm lýsing á fólki af
mörgum kynslóðum, ástum þess,
sorgum og gleði. Efnistök höfundar
hrífa lesandann og persónur
bókarinnar verða Ijóslifandi.
o.
VAKÁ }fjrí0Ofell
GOTT FÓLK / SÍA