Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 13. DÉSEMBER 1986 íslenskt þjóð- líf í spéspegli Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján J. Gunnarsson: Refska. Sönn lygisaga. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Refska Kristjáns J. Gunnarsson- ar er óvenju löng skáldsaga, um 400 bls. En það kemur ekki á óvart að höfundurinn þurfí mörg blöð til að tjá hug sinn því að í ljós kemur í aðfaraorðum sögunnar að hér er á ferðinni ný íslandssaga. Kristján J. Gunnarsson er kunnur skóla- frömuður og einnig fyrir afskipti sín af stjómmálum. Hann hefur verið kennari, skólastjóri og fræðslustjóri og valið efni ágætra Skólaljóða, en dult hefur hann farið með skáldskaparviðleitni sína. Refska er þess eðlis að hún er rituð af manni sem þekkir vel sögu og bókmenntir og bókin iíkist engan veginn frumraun nýs höfundar. Hér virðist þjálfaður höfundur halda á penna, m.a. er bygging sögunnar í mjög föstum skorðum. f Refsku er tekið undir kenningar manna á borð við Skugga að fyrir hafi verið í iandinu önnur þjóð þeg- ar norskir víkingar komu til íslands. í Refsku eru það Krýsar í Krýsavík, afburðaþjóð sem norrænir menn gátu ekki sætt sig við að hafa í landinu og útrýmdu, eyðilögðu bækur þeirar og sáu um að Krýsa var ekki getið i sjálfri íslandssög- unni. Er ekki var minning Krýsa algerlega þurrkuð út eins og Skuggi og höfundur Refsku, hinnar nýju Bandamannasögu, era til vitnis um. Ýmis listræn brögð og sanna lygi notfærir Kristján J. Gunnarsson sér og kallar fornar heimildir og nýjar opinberanir. í Sjötta milliþætti ræða þeir Skarphéðinn og Krissi, skrá- setjari bókarinnar, saman um bókina. Krissi hefur leitað til Skarp- héðins í því skyni að fá hann til að segja sér glataðan kafla úr Refsku og segist m.a. ekki trúa því að fommenn hafi haldið kokkteil- partý á nútímavísu og generálar hafi gengið einkennisklæddir um veislusali með orður, strípur og axlaskúfa: „Refska á sér hvorki stað né tíma,“ svaraði Skarphéðinn, „eða réttara sagt: hún gerist alls staðar og hvergi, aldrei og alltaf, á engum tíma og öllum tímum. Hún er sagan um það sem var, er og verður. Refska er ekkert annað en rekald í eilífðinni eins og íslensk þjóð.“ Til áréttingar þessu segir Skarp- héðinn: „Refska er íslensk þjóð og þjóðiífið er refska." Innskotin úr nútíðinni þykja mér skemmtileg og þau benda til þess að Kristján J. Gunnarsson geti auð- veldlega skrifað ádeilusögu úr sinni eigin samtíð án þess að leita á fom mið. Margir kaflar Refsku era vel skrifaðar og á þeim er sérstaklega gott og um leið lipurt mál. Skáld- sagan er að mörgu leyti læsileg. Það sem aftur á móti háir henni nokkuð er að með skopstælingum sínum og ýkjustíl fylgir höfundur- inn á stöku stað um of söguþræði úr fomum sögum. Þótt hann breyti nöfnum era persónur Refsku stund- um of líkar kunnum persónum annarra sagna. Einnig þykir mér höfundurinn ástunda of mikla hóf- semi, hann hefði vel getað ieyft sér æsilegri efnistök. Ég gæti vel hugsað mér að Kristján J. Gunnarsson ætti auðvelt með að skrifa þá gerð sagna sem stundum eru kallaðar vandaðir reyfarar. Þetta er ekki sagt höfundi til lasts því ljóst er að þörf er á slíkum höfundum í fremur fábreyti- legum bókmenntaheimi. Kristján J. Gunnarsson minnir á Benedikt Gröndal og ýmsa aðra hugkvæma höfunda, jafnvel fer hann líkar slóðir og ungir skáld- sagnahöfundar sem ástunda frjálst hugmyndaflug með táknmynda- bragði. Hann lýsir til dæmis með eftirfar- Kristján J. Gunnarsson andi hætti hlustunardufli ættuðu að austan: „Á Kálfafellsfjöra, vestan við Hornaijörð, rak ókind eina og var í lögun sem trjádrambur, af þeim Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Alíslensk fyndni Magnús Óskarsson safnaði og setti saman. Útgefandi: Bókaklúbbur Arnar og Orlygs Ja, margt gerir fólk sér til dund- urs. Á þessa bók hefur Magnús Óskarsson m.a. fest um það bil 150 blaðaúrklippur, sem flestar eiga það sameiginlegt að vera klaufalega orðaðar fyrirsagnir. Auk þess hefur bókin að geyma stuttar, „skondnar" sögur af mönnum sem flestir era nafngreindir, og nokkra útúrsnún- inga á spakmælum og vísum. Það má kannski segja að hér sé saman kominn dágóður skammtur af svokölluðum gálgahúmor. Það má líka segja að á nokkram stöðum sé hægt að flissa eitthvað, þó manni alveg að meinlausu. Eitt og annað á þó alls ekki heima í bók sem á að vera fyndin, til dæmis svohljóð- andi blaðaúrklippur: „Níu ára gamail strákur hrindir gamalli konu út í straumharða á“ og „Leikkonu misþyrmt fyrir frumsýningu". Þótt samansafnari bókarinnar eikum sem gildastar era, og hafði enga venjulega útlimi. Aftur á móti var skepna þessi alsett eyrum um allan bolinn og löfðu niður yfír hlustimar líkust því sem á víghundi væra, en fram og aftur af dýrinu gengu fálmarar, afar langir, og virt- ist sem slitnað höfðu frá fálmuram annarra dýra sams konar. Það var flestra manna mál að á skrímsli þessu var eymamark Gorms kon- ungs í Garðaríki, en aðrir sögðu að á öðram ókindum samrar náttúra vottaði fyrir fiskmerki Hróalds kon- ungs helga og var greypt í bolinn. Þessar furðuskepnur kölluðu ís- lendingar Sæeyra og sögðu að tengd vora saman á fálmuram þvert yfír hafíð frá íslandi til Garðaríkis, eða alla leið til Hvítramannalands. Sæeyra hafa svo næma heym að þau heyra allt sem talað er á ís- landi og hvísla svo hvert að öðra þar til að berast boðin alla leið austur eða vestur um haf.“ Hér er náttúrlega komin Rússa- virðist hafa ratvísi á klaufalegt orðalag, er hreint ekkert fyndið við athafnir sem fela í sér ofbeldi og raddaskap. Oft er fyndnin í bókinni líka dálítið langsótt og fylgja henni of langar útskýringar til að maður geti hlegið þegar á leiðarenda er komið. Dæmi um það er vísan „Bæn verðlagsstjóra": „Þegar Georg Ólafsson, verð- lagsstjóri, hafði lagt lögbann við hækkun fargjalda Strætisvagna Reykjavíkur, sem dugði þó ekki til að beygja borgarstjóra, tilkynnti hann nýjar aðgerðir. Kvaðst hann ætla að leggja á annað lögbann og kæra til rannsóknarlögreglu og sakadóms. í stað þess að ótti gripi um sig á borgarskrifstofunum, urðu viðbrögð þau ein, að svohljóðandi miði var lagður á borð borgarstjóra: Bæn verðlagsstjóra Nú legg ég lögbann aftur og lögreglunnar kraftur mín veri vemd í nótt. Ó, drottinn dóms og saka hann Davíð láttu taka fastan, svo ég sofi rótt. Ekki ætla ég að segja að svona vísur geti ekki verið drepfyndnar. En til þess að þær geri sig, þarf Hvað er íslenskt? grýlan eins og sjá má í spaugilegri stælingu lesendabréfa: Raddir and- vaka lesenda. Sám silkitungu kannast menn vitanlega við, einnig Bílduberga og guðinn Lenimax. Kvennafundur í Almannagjá og Gervisonur koma naumast flatt upp á marga lesend- ur. Þannig mætti lengi telja. Það er hins vegar íhugunarefni hvort landsfeður kenna sjálfa sig í sög- unni og líkar stórilla eins og þegar úr var gefin Bandamannasaga Kol- skeggs Krísa, en sami Kolskeggur orti Hávamál. Ljóst er að mjög er látið að því liggja í Refsku að þjóðina skorti reisn. Refska Kristjáns J. Gunnarsson- ar er athyglisverð tilraun til að skrifa viðamikla skáldsögu, en geld- ur þess eins og margar ádeiluskáld- sögur að persónulýsingar era ekki nógu skýrar. En sem skopsaga og grallaraskapur er sagan hið besta framlag til dægurmála. Magnús Óskarsson góður og lifandi frásagnarhæfíleiki að fylgja. Það er líklega kostur Magnúsar sem fyndins manns. Alíslensk fyndni. Ekki svo galið nafn, bara ekkert voða fyndin bók. Ég vona bara að „alíslensk" vísi til þess að „fyndnin“ sé sótt í íslensk blöð og innfædda, en ekki að „fyndnin" sé dæmigerð fyrir íslend- inga. Ef svo er, má kannski benda á að til er annað hugtak sem heitir „aulafyndni". Starfsfólk Plastprents afhendir fulltrúum Mæðrastyrksnefndar 45.600 krónur sem safnað hafði verið innan fyrirtækisins. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar Bókaútgáfa Menningarsjóðs: „Hjá fólkinu í landinu“ - ný bók eftir dr. Kristján Eldjárn meðal jólabókanna Mæðrastyrksnefnd mun veita fjárhagsaðstoð og deila út fötum til þeirra sem með þurfa nú fyr- irjólin. Um 300 fjölskyldur fengu aðstoð þjá nefndinni í fyrra og hafa fleiri leitað aðstoðar nú en á sama tíma í fyrra að sögn Guðlaugar Runólfsdóttur fram- kvæmdastjóra. Guðlaug og Unnur Jónasdóttir, formaður nefndarinnar, sögðu að Mæðrastyrksnefnd aflaði fjár með því að leita til fyrirtækja og ein- staklinga, sem í flestum tilfellum tækju þeim vel. í fyrra söfnuðust 500 þúsund krónur, og er blaða- menn bar að garði í húsakynni nefndarinnar á Njálsgötu 3 var hópur starfsfólks Plastprents að afhenda þeim Guðlaugu og Unni fyrir hönd nefndarinnar 45.600 krónur sem safnað hafi verið innan fyrirtækisins. Talsvert hefur safn- ast af fatnaði, en fataúthlutun fer fram í Traðarkotssundi 6 alla virka daga vikunnar frá 3 til 6. Fjár- hagsaðstoð er veitt alla virka daga milli 2 og 6 á skrifstofu nefndarinn- ar, Njálsgötu 3. Mæðrastyrksnefnd veitir einnig ókeypis lögfræðiaðstoð á mánudög- um milli 10 og 12. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja nefndina geta lagt inn á póstgíróreikning númer 36600-5. Július BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins sendir frá sér 15 nýja bókatitla. Meðal þeirra er bók eftir dr. Kristján Eldjárn, 25 ræður og ávörp sem hann flutti þjóðinni i forsetatíð sinni. Bók Kristjáns heitir „Hjá fólkinu í landinu", og kom út í tilefni sjö- tugsafmælis höfundar 6. desember. „íslenskir sjávarhættir V“ nefnist lokabindi dr. Lúðvíks Kristjánsson- ar. „Refska" nefnist fyrsta skáld- saga Kristjáns J. Gunnarssonar fyrrverandi fræðslustjóra. „Borð- nautar" heitir ljóðabók eftir sr. Bolla Gústavsson í Laufási mynd- skreytt af Hring Jóhannessyni listmálara. „Rannsóknarferðir Stef- áns Stefánssonar" nefnist bók sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur tekið saman. „Leyndarmál Laxdælu" er eftir dr. Hermann Pálsson. „Ljóð og ritgerðir" er eftir Jóhann Jónsson. „Skuggar feð- ranna“ heitir skáldsaga eftir Mykhailo M. Kotsjúbinski í þýðingu Guðmundar Daníelssonar og Jerzy Wielunski. „Singan Ri“ heitir frumsamin skáldsaga eftir Steinar Sigurjónsson. „Hvalveiðar við ís- land 1600-1939“ er eftir Trausta Einarsson, gefið út í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir. „Eilíft and- artak" er ljóðabók eftir Gylfa Gröndal, en ennfremur hefur bókin að geyma Ijóðaþýðingar Gylfa eftir norræn skáld. „Ást og útlegð" er eftir Matthías Viðar Sæmundsson í ritröðinni Studia Islandica, Gunnar Stefánsson er ritstjóri Andvara 1986, en í bókinni birtist efni 13 höfunda, aðalgrein bókarinnar er æviþáttur um dr. Gunnar Thorodd- sen eftir dr. Gunnar G. Schram. Þá kemur „Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 1987“ með Árbók Islands eftir Heimi Þorleifsson menntaskólakennara. Félags- fundurí FÍR FUNDUR verður í Félagi íslenskra rithöfunda sunnudag- inn 14. desember kl. 15.00 á Hótel Esju, 9. hæð. Á fundinum verður þess minnst að nú era 100 ár liðin frá fæðingu Jakobs Thorarensen skálds. Þá lesa höfundar úr nýútkomnum bókum. Indriði Indriðason flytur stutt erindi um Jakob Thorarensen og les úr verkum hans. Þeir höfundar sem lesa úr nýútkomnum bókum sínum eru Armann Kr. Einarsson, Eðvarð Ingólfsson, Gunnar Dal, Hrafnhild- ur Valgarðsdóttir, Indriði G. Þor- steinsson, Jón Bjömsson og Páll Líndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.