Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 6

Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Skugga- hverfið Þá er fimmtudagsleikritið á dag- skrá, en fyrst flyt ég ykkur smá formála: I gær ræddi ég hér í pistli um nýju útvarpsstöðvamar er sópast á ljósvakasæinn og fagnaði að sjálf- sögðu því einsog sagði í greininni — lengi geta hlustendur á sig blómum bætt. En einnig ræddi ég um hlutverk þáttastjóranna er ráða svo miklu um vort daglega „menningarumhverfi". Ég reyndi og að færa rök fyrir þeirri skoðun minni að auka bæri . . . frjálsræði þáttastjóranna svo þeim gefist færi á að setja sitt kenni- mark á hvem þátt. Ég gat að sjálf- sögðu ekki stillt mig um að víkja að dálkahöfundunum, einkum þeim er lifa á því að fjalla um blessað ljósvakafólk- ið, og varpaði í hálfkæringi fram þeirri skoðun að ef til vill mætti líta á dálka- skrif sem listgrein, í það minnsta væri dálkahöfundunum fijálst að líta svo á sinn eigin fugl hvað sem lesend- ur tauta og raula. En að öllu gamni slepptu hvað kemur þessi orðræða við fimmtudagsleikritinu Minningar úr Skuggahverfí eftir Erlend Jónsson? Jú, ástæðan fyrir því að ég minnist hér á þáttagerðarmennina allsráðandi í sömu andrá og fimmtudagsleikritið er sú að ég vil alls ekki að lesendur telji að ég leggi að jöfnu ( listrænu tilliti þaulhugsað leikverk og léttfleyg- an músíkspjallþátt— fremur en að ég telji blaðagrein jafnast á við skáldverk á bók. Að sjálfsögðu má finna blaða- greinar er jafnast á við smásögur og stöku spjallþættir til dæmis úr smiðju Jónasar Jónassonar eru jafnokar ein- þáttunga þótt þar leggi viðmælandi útvarpsmannsins drjúgt í sjóðinn. En í guðs lifandi bænum, gerum skýran greinarmun í listrænu tilliti á þaul- hugsuðu leikverki og léttfleygum músíkspjallþætti. Þannig má líta á fimmtudagsleikrit rásar 1 sem vinjar í syðimörk léttleikans því skrifað stendun maðurinn lifir ekki á brauði einu saman , og samt er nú blessað brauðið megineldsnejdi líkamsvélar- innar ( hinu daglega stríði. VerkiÖ Fimmtudagsleikverk Erlendar Jóns- sonar, Minningar úr Skuggahverfi, er greinilega þaulhugsað en þar segir frá tveimur miðaldra einstaklingum er hittast nánast af tilviljun og hafa þá ekki sést í fjörutíu ár. Hún fór til Danmerkur og giftist þar en hann hímdi heima á fslandi ( piparstandi. Hann man hvert augnablik er þau léku sér sem böm, hún minnist þess ekki að hafa séð hann fyrT. En loks fallast þau í faðma í piparsveinsíbúðinni. Að baki fýrrgreindrar leikfléttu dyljast mikil örlög, skipbrot manns er hefir á unga aldri bundist órjúfandi tilfinningaböndum stúlkukind er hverfur svo á braut til draumaprinsins handan hafsins. Og slík er tryggð þessa manns að hann man hvert augnablik brottfarardagsins . . .Þú varst í rauðri kápu. Ha, hvað segirðu? Já, hvert smáatriði er greipt í hjarta þessa manns og hann er raunar stadd- ur í sömu sporum og brottfarardaginn. En Erlendur hyggur að fleiru en hinni klassísku ástarsorg, hann flettir býsna fagmannlega ofan af þeim samfélags- veruleika er á þátt í skipbroti mannsins: Móðir m(n var ein, þið vor- uð familía, lögleg og skikkanleg heild. Karlinn elskaði sum sé ekki bara stúlk- una, hann var reyrður, böndum öfundsýkinnar, þessarar ástríðu er skyggir jafnveí á ástina og með fléttun þessara ástríðna heppnast Erlendi Jónssyni að hnýta slaufuna á hið óvænta mót karís og kerlu og hefla verkið af ástarvellustiginu. Benedikt Ámason stýrði verkinu og rak ég eyrun í hina nákvæmu beitingu leikhljóða en samur er klíkuskapurinn á leiklistardeildinni þar sem Erlingur Gtslason virðist nánast sjálfkjörinn í öll helstu hlutverkin, en mótleikari Erlings var að þessu sinni Margrét Guðmundsdóttir. Flínkir leikarar en samt vom nú stundum samtölin ögn stirðleg og ég hélt að í leikhúsi allrar þjóðarinnar væri við hæfí að gefa sem flestum færi á sviðsljósinu án þess þó að þaulreyndum leikurum sé kastað fyrir róða. Ólafur M. Jóhannesson Ríkissj ónvarpið: Hrafninn flýgur ■MBI Hrafninn fiýg- oi 50 ur, kvikmynd & A frá árinu 1984 eftir Hrafn Gunnlaugsson, er á dagskrá sjónvarps í kvöld en spjallað verður við leikstjórann áður en sýning myndarinnar hefst. Mjmdin gerist á víkingaöld og lýsir því hvemig ungur íri kem- ur fram hefndum fyrir grimmdarverk er íslend- ingar hafa framið í heim- kynnum hans. Kvikmyndin Syndajátn- ingar er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Stöð 2: Syndajátningar HMHI Syndajátningar, OQ45 bandarísk kvik- mynd frá árinu 1981, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Tveir bræður velja sér ólík ævistörf, ann- ar verður prestur en hinn lögregluforingi. Þegar vel- gjörðarmaður prestsins er bendlaður við morð liggja leiðir þeirra bræðra saman á ný. Leikstjóri er Ulu Grosbard. UTVARP © LAUGARDAGUR 6. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.15 I garðinum með Haf- steini Hafliðasyni. (Endur- tekinn þáttur frá miðviku- degi.) 9.30 I morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Tíðindi af Torginu. Brot úr þjóömálaumræöu vik- SJÓNVARP LAUGARDAGUR 6. júní 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.05 Garðrækt 6. Tómatar og gúrkur. Norskur myndaflokkur i tíu þáttum. Þýöandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið.) 18.30 Leyndardómar gull- borganna (Mysterious Cities of Gold). Fjórði þáttur. Teiknimynda- flokkur um þrjú börn og félaga þeirra í leit að gull- borg í Suður-Ameriku á tímum landvinninga Spán- verja þar í álfu. Þýðandi Sigurgeir Steingrimsson. 19.00 Litli prinsinn Nýr, bandariskur teikni- myndaflokkur gerður eftir þekktri barnasögu eftir franska rithöfundinn og flug- manninn Antoine de Saint- Exupéry. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Smellir — The The II Umsjónarmenn: Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Lottó 20.40 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show). Loka- þáttur. Bandariskur gaman- myndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Kristinn Sigmundsson Sjónvarpsþáttur um Kristin Sigmundsson óperusöngv- ara. Fylgst er með Kristni við söng og undirbúning og talaö er við nokkra sam- feröamenn á lifsleið hans og listabraut. Þátturinn er gerður í tilefni af því að Krist- inn verður fujltrúi Sjónvarps- ins í árlegri söngkeppni ungra einsöngvara í Cardiff í Wales síöar í þessum mánuði. Umsjón Elísabet Þórisdóttir. Stjórn Tage Ammendrup. 21.50 Hrafninn flýgur Kvikmynd frá 1984 eftir Hrafn Gunnlaugsson, ásamt forspjalli við leikstjór- ann. Aðalhlutverk: Jakob Þór Einarsson, Edda Björg- vinsdóttir, Egill Ólafsson, Helgi Skúlason og Flosi Ól- afsson. Kvikmyndataka Tony Forsberg. Myndin gerist á víkingaöld og lýsir því hvernig ungur Iri kemur fram hefndum fyrir grimmdarverk sem (slend- ingar hafa unnið í heimkynn- um hans. 23.50 Jama/kakráin — Fyrri hluti (Jamaica Inn). Ný, bresk sjónvarpsmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Daphne du Maurier sem komið hefur út á íslensku. Leikstjóri Lawrence Gordon Clark. Aðalhlutverk: Jane Seymour, Patrick McGoo- han, Trevor Eve, John McEnery, Billie Whitelaw og Peter Vaughan. Sagan gerist á öldinni sem leið. Ung stúlka fær athvarf hjá skyldmennum sem búa á eyðilegum stað úti við hafið. Þar eru framin myrkraverk sem söguhetjan fær veður af og eftir þaö er líf hennar i hættu. Þýö- andi Guðni Kolbeinsson. Síðari hluti er á dagskrá á annan í hvítasunnu. 1.40 Dagskrárlok. f? u STOÐ2 LAUGARDAGUR 6. júní 9.00 Kúm, Kúm. Teikni- mynd. 9.25 Villi spæta. Teikni- mynd. 9.30 Jógi björn í fjársjóðs- leit. Teiknimynd. 9.50 Ógnvaldurinn Lúsí (Lucie). Leikin barnamynd. 10.20 Alli og ikornarnir. 10.45 Herra T. Teiknimynd. 11.10 Þrumufuglarnir. Teiknimynd. 11.35 Fimmtán ára (Fifteen). I þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk. 12.00 Hlé. 15.30 Ættarveldið (Dynasty). Bifreið Blake Carrington er sprengd í loft upp og hann blindast. Á sama tíma grát- bænir biöill Krystle hana um að skilja við Blake og giftast sér. 16.15 Kristján. Þessi Sviðsljósþáttur er heimildarþáttur um Kristján Jóhannsson óperusöngv- ara, líf hans og list. I þættin- um syngur Kristján nokkur lög af hljómplötu sinni, Með kveöju heim. Umsjónarmaður er Jón Ótt- ar Ragnarsson. 17.00 Bíladella (Automania). Það er oft sagt um bílasölu- menn að þeir séu einna óheiðarlegustu sölumenn fyrr og síðar. I þessum þætti kynnast áhorfendur bílasölumönnum víða um heim, m.a. heimsmethafa í bílasölu, Joe Girad, sem selt hefur 1425 bíla á einu ári. 17.30 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Lúsí Ball (Lucy Ball). I sumar mun Stöð 2 sýna þætti Lucille Ball vikulega. Hún fer á kostum og mun skemmta íslenskum áhorf- endum á þann hátt sem henni er einni lagiö. 19.30 Fréttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip Michael Thomas i aðalhlut- verkum. Félagarnir tveir leita að morðingja lögfræð- ings nokkurs, sem var að rannsaka eiturlyfjasmygl. 20.45 Spéspegill (Spitting Image). 21.15 Bráðum kemur betri tíð (We'll meet again). Breskur framhaldsþáttur um lífið í smábæ á Englandi í seinni heimsstyrjöldinni. 8. þáttur. Aðalhlutverk: Su- sannah York og Michael J. Shannon. 22.15 Horfinn sporlaust (Into Thin Air). Ný bandarísk kvikmynd frá 1985 með Ellen Burstyn, Robert Prosky, Sam Ro- barts og Tate Donovan í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Roger Young. Ungur námsmaöur á leið frá Ottawa i Kanada til Ohio- fylkis í Bandaríkjunum, hverfur á dularfullan hátt. Myndin lýsir örvæntingu fjölskyldu drengsins, sér- staklega móðurinnar, sem ræður einkaspæjara til að finna soninn. Símtal frá Ne- braska er eina vísbendingin sem hann hefur að styðjast við. 23.45 Syndajátningar (True Confessions). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Robert De Niro, Robert Duvall, Charles Durning og Ed Flanders í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Ulu Grosbard. Tveir bræður velja sér ólík ævistörf, annar gerist prest- ur en hinn lögregluforingi. Leiðir þeirra skerast þegar velgjörðarmaður sóknar- prestsins er bendlaöur við morð. 01.30 Fóstbræðurnir (Brotherhood of Justice). Nýleg bandarísk sjónvarps- mynd með Keanu Reeves, Lori Loughlin, Kiefer Suther- land og Joe Spano í aðal- hlutverkum. Glæpamenn ráða ríkjum í smábæ nokkrum þar til nokkur ungmenni þola ekki við lengur og veita þeim viðnám. 03.00 Dagskrárlok. unnar í útvarpsþættinum Torginu og einnig úr þættin- um Frá útlöndum. Einar Kristjánsson tekur saman. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Gyöa Jónsdóttir. 16.00 Tónspegill. Umsjón: Magnús Einarsson og Olaf- ur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt þriðjudags kl. 00.10.) 17.50 Sagan: „Dýrbitur" eftir Jim Kjeldgaard. Ragnar Þor- steinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir byrjar lestur- inn. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Czardasfurstafrúin. Sari Barabas, Rudolf Schock o.fl. fyngja með Kór Berlínar- útvarpsins og Sinfóníu- hljómsveit Berlínar; Frank Fox stjórnar. 20.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Fjórði þáttur: „Kom ég þar að kveldi", ævintýrasögur. Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sólveieg Halldórsdóttir. 21.00 íslenskir einsöngvarar. Guðmundur Jónsson syng- ur lög eftir Sigfús Halldórs- son. Höfundurinn leikur með á píanó. 21.20 Tónbrot. F.yrsti þáttur: „Gleymdu þessari grimmu veröld." Um breska alþýöu- tónskáldið Nick Drake. Fyrri hluti. Umsjón: Kristján R. Kristjánsson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Stund með Edgar Allan Poe. Viðar Eggertsson les söguna „Fall húss Ushers" I þýðingu Þorbjargar Bjarnar Friöriksdóttur. 23.00 Sólarlag. Tónlistarþátt- ur í umsjá Ingu Eydal. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. LAUGARDAGUR 6. júní 6.00 I bítið. Rósa G. Þórs- dóttir kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.03 Með morgunkaffinu. Umsjón: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 11.00 Fram að fréttum. Þáttur I umsjá fréttamannanna Kristínar Þorsteinsdóttur og Óðins Jónssonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Við rásmarkið. Umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Sigurður Sverrisson og Stef- án Sturla Sigurjónsson. I þættinum verður útvarpað úrslitum í Poppgátunni kl. 14.00. 18.00 Við grilliö. Kokkur að þessu sinni er Dvaíð Sche- ving Thorsteinsson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldrokk. Umsjón: Ævar örn Jósepsson. 22.05 Út á lífiö. Þorbjörg Þóris- dóttir kynnir dans- og dægurlög frá , ýmsum tímum. 00.05 Næturútvarp. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafólk. 989 BY LGJAN, LAUGARDAGUR 6. júní 08.00—12.00 Jón Gústafsson á laugardagsmorgni. Jón leikur tónlist úr ýmsum átt- um, lítur á það sem fram undan er um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Hörður Arnar- son kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Laugardags- popp á Bylgjunni. ’ 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar viö gesti. Fréttir k. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson nátthrafn Bylgj- unnar heldur uppi helgar- stuðinu. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. ALFA FH 102,9 LAUGARDAGUR 6. júní 13.00 Skref í rétta átt. Stjórn endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþáttur. I um sjón Hákonar Muller. 16.00 Á beinni braut. Ungl ingaþáttur. Stjórnendur: Gunnar Ragnarsson Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lífsins: Tón- listarþáttur með lestri úr Ritningunni. 24.00 Dagskrárlok. og og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.