Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Lýst eftir Georg Brandes Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson í lok maimánaðar var haldinn fundur á Hanaholmen í nágrenni Helsinki, menningarsetri Svia og Finna. Umræðuefnið var dreif- ing norrænna bóka, hvað unnt væri að gera til að auka norræn bókmenntatengsl. Til fundarins komu nefndarmenn úr úthlutun- arnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, þeir sem sitja i Norræna þýðingarsjóðnum, verðlaunahafar Norðurlanda- ráðs í bókmenntum, rithöfundar, þýðendur, gagnrýnendur, bóka- útgefendur, bóksalar, bókaverð- ir og fjölmiðlafólk. Ekki má heldur gleyma ýmsum forstöðu- mönnum norrænna menningar- stofnana, fremst i flokki þeirra var Ann Sandelin sem stjóraar Hanaholmen af röggsemi og grilla mátti í Torbjöra Forsell, forstjóra HSsselby-hallar i Svíþjóð. Eitthvað var svo af fólki á vegum ráðherranefndarinnar, en nú er greinilega áhugi á þvi meðal norrænna stjórnmála- manna að efla norrænt menning- arsamstarf, ekki sist á sviði bókmennta. Á fundum af þessu tagi er vitan- lega margt rætt. Það er ekki allt nýtt af nálinni, en sakar ekki að á því sé klifað. Menn spurðu til dæm- is um gildi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir höfundana sjálfa. Fyrir svörum sat Antti Tuuri. Hann sagði að verðlaunin stuðluðu m.a. að betri sölu verðlaunabók- anna og ekki bara þeirra, aðrar bækur verðlaunaðra höfunda nytu góðs af. Verðlaunabækumar kæmu yfírleitt út í þýðingum í nágranna- löndunum, að minnsta kosti ef um skáldsögur væri að ræða, og aðrar þjóðir fengju áhuga á þeim. Hann nefndi að skáldsaga hans, Dagur í Austurbotni, hefði nú komið út eða væri að koma út í Júgóslavíu, Pól- landi, Frakklandi og Eistlandi. Án verðlaunanna hefði bókin ekki vak- ið athygli utan Norðurlanda, sagði Antti Tuuri. Sven Delblanc, einnig verðlaun- aður höfundur, minnti á þá tíma þegar norrænar bókmenntir vöktu hvað mesta eftirtekt annarra þjóða, tímabilið 1870-1914, kallað „Nord- iska genombrottet". Hvað höfðu þeir rithöfundar sem þá skrifuðu sem við höfum ekki, spurði Sven Delblanc og svaraði spumingunni jafnóðum: Þeir höfðu Georg Brand- es. Nú vantar slíkan gagnrýnanda. Þrátt fyrir góðar undantekningar eins og Johan Borgen, Torben Bro- ström og Göran Schildt hafa gagnrýnendur meiri áhuga á að kynna bókmenntir framandi þjóða en það sem menn eru að glfma við á Norðurlöndum. í sama streng tóku ýmsir á fund- inum, meðal þeirra Kai Laitinen, formaður Norræna þýðingarsjóðs- ins sem lengi átti sæti í úthlutunar- nefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Conny Jacobsson bókavörður sagði að sænsk bóka- söfn keyptu meira af bókum frá Afríku og Kína en frá Noregi. Hann gerði það að tillögu sinni að verð- launa ætti bókasöfn sem stæðu sig vel í því að efla norræna bók- menntasamvinnu með því að hafa nóg af norrænum bókum í hillunum. Peter Curman, sem er fulltrúi Svía í Norræna þýðingarsjóðnum, sagði að það væri í raun og veru óskhyggja að halda að vinna mætti að aukinni útbreiðslu norrænna bóka. Nú eru bókmenntir frá hinum enskumælandi heimi yfírgnæfandi, sagði Curman. Af starfí sínu í þýð- ingarsjóðnum hermdi hann að það ylli vonbrigðum hve lítið væri um umsóknir um styrki til þýðinga og útgáfu framsækinna nútímabók-' mennta, til dæmis nútímaljóða, einkum væri sótt um styrk fyrir klassískar bókmenntir. Norski útgefandinn Gordon Hölmebakk hafði þá dapurlegu sögu að segja að bækur eftir jafn nafnkunna höfunda og Peter See- berg og Birgittu Trotzig sem notið hefðu styrks seldust aðeins í 4-500 eintökum í Noregi. Hann sagði að gera þyrfti stórátak tii kynningar norrænna höfunda á Norðurlönd- um. Þegar bækur eftir fyrmefnda höfunda kæmu til dæmis út í Nor- egi yrði að kynna þær í blöðum og sjónvarpi, koma því til leiðar að fólk fengi áhuga á höfundunum. Landi Hölmebakks, Finn Jor, menn- ingarritstjóri Aftenposten og full- trúi í úthlutunameftid Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, minnti á þátt norskra blaða og útvarps í kynningarstarfsemi vegna til- nefndra bóka til verðlaunanna. Það fer vart á milli mála að áhugi Norð- manna er mikill og hlutur blaða og útvarps þar í landi virðingarverður í þessu sambandi. Kristian Slotte sagði að ástandið væri best í Nor- egi hvað varðaði dreifíngu nor- rænna bóka, en verst í Svíþjóð. Sænski útgefandinn P. E. Sjö- gren skaut inn dálftilli athugasemd um ástandið fyrr og nú. Hann sagði að forðum hafí rithöfundamir þekkst, útgefendumir ekki, en nú væri önnur tíð í þessum efnum því að útgefendur hittust oft. Þetta leiðir hugann að því að mínu viti hve það verður æ algengara að útgefendur samræma útgáfustarf- semi sína, verða æ ósjálfstæðari. Þeir fjarlægjast bókmenntimar, en hlaða undir meðalmennsku og eitt- hvað jafnvel enn verra með það eitt að leiðarljósi að græða. Þeir verða eintóna og sviplaus kór liggj- andi á hnjánum fyrir framan miðla sem geta tryggt þeim aukna sölu og þá em náttúrlega sjónvarps- stöðvar helsta aðdráttaraflið. Þessi þróun er að verða æ meira áber- andi hér heima. Annars sagði Sjögren frá útgáfu sinni, Rabén och Sjögren, sem vert er að gefa gaum. Þessi útgáfa hefur gefíð út skáld- sögur Finnans Hannu Salama í sænskri þýðingu. Eftir að Salama fékk Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs jókst sala á skáldsögu hans úr 4000 eintökum í 4500. Sænski útvarpsmaðurinn Ulf Ömkloo lagði margt til mála á fund- inum þótt honum tækist ekki að koma Kai Laitinen úr jafnvægi þeg- ar hann leyfði sér að gera athuga- semd við ræðu Laitinens um starf þeirra sem sitja í Norræna þýðing- Frá Hanaholmen, Hanasaari i nágrenni Helsinki. Skólinn og þjóðfélagið Békmenntir Erlendur Jónsson GEFH) OG ÞEGIÐ. Afmælisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum. 414 bls. Iðunn. Reykjavík, 1987. Broddi Jóhannesson var fyrmrn þekktur og einkar vinsæll útvarps- maður, bæði sem fyrirlesari og upplesari. Rödd hans, djúpa og þægilega, þekktu allir. Þar að auki var þetta rödd sálfræðings. En sálfræðingar nutu þá óskoraðr- ar athygli sem brautryðjendur nýrra vísinda. í vitund almennings bjuggu þeir yfír vísdómi sem lægi á mörkum hins skilvitlega og dul- fræðilega. Hljótt hefur verið um Brodda hin síðari ár eða frá því hann lét af skólastjóm. í afmælisriti því, sem nú er komið út — helgað hon- um sjötugum — eru birtar, telst mér, tuttugu ritgerðir, flestar fræðslu- og uppeldismálum tengd- ar, ein ljóðaþýðing, skrá yfír rit Brodda; og svo að sjálfsögðu tab- ula gratulatoria. Misjafnar eru ritgerðimar, bæði að stíl og efni; reyndar harla ólík- ar hver annarri. Gott er það út af fyrir sig. Fjölbreyttara verður ritið fyrir bragðið. Tvær fremstu ritgerðimar em afmælisbaminu helgaðan önnur um manninn, hin um störf hans. Ekki sýnast mér þær auka né skýra drættina í mynd þeirri sem þjóðin gerði sér af þessum ágæta menntafrömuði meðan hann stóð sjálfur í sviðsljós- inu. Fátt er vandmeðfamara en lof — enda þótt það kunni að vera satt og rétt og verðskuldað! Af því, sem þama er ritað um skólamál, þykir mér langathyglis- verðast það sem Erla Kristjáns- dóttir hefur að segja og ber þessa yfírlætislausu fyrirsögn: Vanga- veltur um starf kennara. Erla tekur fram að »málefnaleg um- ræða þar sem gagnkvæm virðing ríkir er því miður fátíð í okkar þjóðfélagi.« Bendir hún á, þó það kunni að koma fyrir sjónir eins og þversögn, að kennarinn sé jafn- an einmana í starfí sínu: »Tengsl kennara og nemenda em milliliða- laus, bein og yfírleitt ánægjuleg, en tengsl samkennara em oftar en ekki ijarlæg, óbein og mörkuð af vamarstöðu.« Ekki bætir úr skák að kennarinn veit aldrei glöggt hvar hann stendur f sam- félaginu: »Annars vegar em þær kröfur gerðar til kennara að þeir hafí sérstaka starfsmenntun, hins vegar er vefengt að sú starfs- menntun geri þá að sérfræðingum í menntamálum. Skirrst er við að gefa þeim það forræði sérfræð- ingsins sem greiðlega er gefíð öðm sérmenntuðu fólki eins og læknum og lögfræðingum.« Og fleirá bagar kennara sem stétt svo sem djúpstæður ágrein- ingur sem tekur til gmndvallarat- riða. Erla gerir ljósa grein fyrir stefnum í skóla- og kennslumál- um, þeim sem uppi hafa verið á seinni árum, og útlistar og skil- greinir hveija stefnu fyrir sig. Um frelsunarstefnu svo kallaða segir hún t.d. að hún »byggir á opnu kerfí leitaraðferða og/eða þeirri sannfæringu sem er í samræmi við það. Hún byggir einnig á marxí- skri eða nýmarxískri sannfæringu um að félags- og efnahagslegar aðstæður móti vitund manna.« Þama er komið að lykilatriði. Ef harka hleypur í skólamálaum- ræðu nú á dögum er ekki að sökum að spyija: Þá er / raun verið að takast á um stórpólitísk viðhorf, hvað svo sem haft er að yfirvarpi. Og »gagnkvæm virðing« markar sjaldan svipmót pólitískrar um- ræðu á landi hér heldur hið gagnstæða. Þvf miður eru einföld mál stund- um gerð allt of flókin þegar rætt er um fræðslu- og menntamál. Hér er því á hinn veg farið: mál, sem eu í eðli sínu margslungin, eru sett fram með þeim hætti að hver maður hlýtur að átta sig á hvað verið er að fara. Þórólfur Þórlindsson fjallar ekki um skólamál í ritgerðinni: Að vera eða látast: Er aflaskipstjórinn að- eins goðsögn? En hugleiðingar hans eru þó fullkomlega í takt við ágreiningsefnin í skólunum; sem sagt spumingarnar: Er aflametið einstaklingsafrek? Eða má rekja það til samverkandi þátta? Þórólf- ur getur um rannsóknir sem leitt hafa til þess konar niðurstöðu. Þá niðurstöðu dregur hann í efa og hallast sjálfur að hinu fyrmefnda: »Frá efnahagslegum sjónarmiðum er því kenningin um aflaskipsfjó- rann engin goðsögn heldur mikil- vægur leiðarvísir í lífsbaráttu þeirra sem eiga allt sitt undir því hvemig fískast.« Þættir um söguleg efni em líka á dagskrá í bók þessari. Til dæm- is ritar Kristmundur Bjamason um alþýðufræðslu í Skagafirði fram um síðustu aldamót, fróðlega sam- antekt. Þó Kristmundur reki svo til eingöngu sögu bamafræðslunn- ar í heimahéraði sínu hygg ég að svipuð þróun hafí átt sér stað í öðmm landshlutum á sama tíma. Að vísu kemur fram að sýslumar urðu nokkuð misfljótar til að skipuleggja fræðsluna. En merki- legt er til þess að hugsa nú hve góðan skilning almenningur hefur þá haft á því — í allri sinni fátækt — að böm væm svo best undir lífíð búin að þau tileinkuðu sér að minnsta kosti frumatriði menntun- arinnan lestur, skrift og reikning. Nú em gerðar þær skýlausu kröf- ur til samfélagsins að böm í dreifbýli hafí hvar sem er sama rétt til náms og þéttbýlisböm eins Broddi Jóhannesson og fram kemur í þætti Guðmundar Magnússonar, Skólinn í dreifbýl- inu. Fróðleg er líka saga sú sem Lýður Bjömsson segir hén Eyf- irskur iðnnemi í Danmörku á 18. öld. Það var á tímum örbirgðar, mannfellis og hallæra að eyfírsk stúlka hleypti heimdraganum og hélt til Haftiar með ríkisstyrk til að læra iðn sem henni var síðar ætlað að stunda hér í þessu hijáða landi. Af frásögninni má ráða að stúlka þessi hafí verið ákveðin og dugleg og staðið fyrir sínu. Námi sínu lauk hún. En þá fór sem oft- ar: Hún taldi sig ekki mundu hljóta starf við hæfí hér heima og flent- ist í Danmörku. Sorgarsaga fátækra þjóða á öllum tímum! Sálfræðingar em meðal höf- unda í riti þessu — eins og vera ber! Til að mynda ritar Siguijón Bjömsson þáttinn: Einkenni sál- ræns sjúkleika hjá bömum eftir aldri og kyni. Þar gefur að líta athyglisverða tölfræði og niður- stöður. Sumum kann að virðast sem í rannsóknum þeim, sem Sig- uijón byggir á, sé farið of nákvæmlega í sakimar og sumt til sjúkleika talið sem kalla mætti meinlausa kæki. En þar er á að líta að rannsókn krefst ná- kvæmni. Og sams konar hegðun- armynstur bendir ekki alltaf til hins sama. Sérhver einstaklingur er í raun sérstakt viðfangsefni, og það harla flókið. Fleira en það, sem hér hefur verið drepið á, er vitaskuld gott og merkilegt í riti þessu. En rit- gerðir þær, sem ég hef tekið hér út úr og nefnt, höfða að mínum dómi mest og best til hins almenna lesanda. Viðhorfin til skólans em mismunandi eftir þvi hvaðan er horft: Kennarinn sér hann svona, nemandinn hinsegin; og almenn- ingur frá enn öðm sjónarhomi. Höfundar Gefið og þegið skoða skólann mestmegnis innanfrá. Hvað sem því líður er skólinn málefni sem snertir flest svið þjóð- félagsins. Brodda Jóhannessyni er verðugur sómi sýndur með þessari afmælisgjöf. Flokkamót skáta við Hafravatn SKÁTAR halda flokkamót við Hafravatn nú um hvitasunnuhelg- ina. Gert ráð fyrir 800 til 400 þáttakendum á Sllum aldri. Mótið, sem ber yfirskriftina Fjör í flokk, markar á vissan hátt tlma- mót ( sögu skátamóta á íslandi, þvi það er fyrsta skátamótið sem haldið er alfarið í samræmi við nýjan verk- efnagmnn skátastarfsins. Dagskrá mótsins er fjölbreytt, auk leikja og varðelda geta skátaflokkar á mótinu valið á milli 20 mismun- andi dagskráratriða á hveijum tíma. Má þar nefna flekaferðir á Hafra- vatni, bjargsig, aflrauna- og íþrótta- mót, BMX-torfærakeppni, frisbi- mót, trönubyggingar, ratleiki, fíölþraut, flokksforingjanámskeið o.fl. o.fl. Sunnudagskvöldið 7. júní kl. 21.00 em söngglaðir íslendingar, foreldrar og gamlir skátar, boðnir velkomnir á aðalvarðeld mótsins. (Fréttatilkynningf.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.