Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Nýr raf magnssamningnr Landsvirkjunar og Aburðarverksmiðjunnar: Raf magnsverðið fylgir verði á inn- f luttu ammoníaki NÝR rafmagrissamningtir Landsvirkjunar og Áburðarvcrk- smiðju ríkisins hefur verið undirritaður og samkvæmt hon- um fylgir rafmagnsverðið verði á innfluttu ammoníaki en ekki verðinu til ISAL, eins og gamli samningurinn gerði ráð fyrir. Þá lækkar lágmarksverð úr jafn- gildi 12,5 í 8,7 Bandaríkjamill á kOówattstund, en hámarksverð hækkar úr 18,5 í 22,3 Banda- ríkjamill. Samkvæmt hinum nýja samningi verður Landsvirkjun áfram skuld- bundin til að sjá Áburðarverksmiðju ríkisins fyrir allt að 185 Gigawatt- stundum á ári með óbreyttri heimild til skerðingar á orkuafliendingu. í frétt frá Landsvirkjun segir að hin nýju verðbreytingarákvæði tryggi að aukið samræmi verði á milli Sjúkrahúsið í Keflavík: Fæðingar- deildinni verð- ur ekki lok- að í sumar Keflavfk FÆÐINGARDEILD sjúkra- hússins í Keflavík verður ekki lokað I sumar eins og óttast var, vegna skorts á fólki til sum- arafleysinga. Samkomulag náðist við starfandi ljósmæður um að þær bættu á sig vinnu og hliðruðu til með sumarleyfi sín, þ.a. hægt yrði að halda starfsemi fæðingardeildarinnar áfram. Skurðstofa sjúkrahússins verð- ur hins vegar lokuð í sex vikur í sumar af sömu ástæðum og svo hefur verið á undanfornum árum. Ólafur Bjömsson formaður stjóm- ar sjúkrahússins í Keflavík sagði að svo virtist sem útilokað væri að fá faglært fólk og skapaði það mikinn vanda hjá spítalanum á þessum árstíma. Nú hefur verið gerður samning- ur til eins árs við Þvottahöllina í Keflavík um að þvo ailan þvott fyrir sjúkrahúsið. B.B. framleiðslukostnaðar ammoníaks í Áburðarverksmiðju ríkisins og verðs á innfluttu ammoníaki, en fylgni er á því og heimsmarkaðs- verði á olíu á hveijum tíma. Verð á innfluttu ammoníaki var óvenju lágt á síðastliðnu ári og fram á þetta ár. Hin nýju verðbreytingará- kvæði hafa því þau áhrif á fyrstu tveimur ársfjórðunum þessa árs að á þeim fyrri verður raftnagnsverðið til Áburðarverksmiðjunnar 8,7 Bandaríkjamill, eða 34 aurar á kílówattstund og á þeim seinni 10,5 Bandaríkjamill, eða 41 eyrir. Hinn nýi rafmagnssamningur gildir frá og með 1. janúar 1987 að telja til og með 31. desember 1989, er hann fellur úr gildi verði ekki um annað samið milli aðila fyrir þann tíma. o INNLENT • ý - ' : - . : ■ V4'" ' <**, '' . ' " % ■ ■ % Morgunblaðið/SigJóns. Leikhópurinn Perlan Leikhópurinn Perlan sem starfar í Þroskaþjálf- unarskólanum í Stjörnugróf i Reykjavík fór í leikför að Sólheimum í Grímsnesi í maí-mánuði síðastliðnum og var þessi mynd tekin þá. Talið frá vinstri, efsta röðin: Helga Thomsen, Ragnar Ragnarsson, Sigfús Svanbergsson, Pétur Johnson, Ingveldur Ragnarsdóttir, Kristrún Guð- mundsdóttir, Gunnar A. Gunnarsson, Ingibjörg Árnadóttir, Guðrún Hallgrimsdóttir tómstunda- fulltrúi Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík, Dagný Harðardóttir, Kristján Sigmundsson tóm- stundafulltrúi Sólheimum. Miðröðin: HUdur Óskarsdóttir, Helga Jóhanns- dóttir, Sigríður J. Gunnarsdóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Birgitta Guðlaugsdóttir, vist- maður SóUieimum, Ingibjörg Edda HaUdórsdótt- ir meðferðafuUtrúi Bjarkarási, Hildur Davíðsdóttir, Hafdís Alfreðsdóttir. Krjúpandi eru: Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir leikari, kennari við Þjálf- unarskólann Stjörnugróf og leiðbeinandi hóps- ins, Ásdís Gísiadóttir, Sigriður Sigtryggsdóttir, Elinborg Sigurðardóttir og Gunnar Gunnbjörns- Ragnar Sigbjörnsson Verkfræðistofnun Háskóla íslands um burðarþolsskýrsluna: Spurning um fúsk í þol- hönnun eða skýrslugerð Misskilnings gætir í túlkun á niðurstöðum, sagði Gunnar Torfason „ÉG tel það vera spumingu um borgarverkfræðingur, Gunnar hvort fúskið er í þolhönnun hús- Torfason formaður Félags ráð- anna eða i skýrslugerðinni,“ sagði Ragnar Sigbjömsson forstöðu- maður Verkfræðistofnun Háskóla íslands á fundi sem kynningar- nefndar Verkfræðingafélags Islands gegst fyrir um skýrslu félagsmálaráðuneytisins um þol- hönnun húsa. Á fundinum sem var fjölsóttur fluttu framsögu auk Ragnars þeir Hafsteinn Pálsson deUdarverkfræðingur á Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins, Þórður Þ. Þorbjamarson afaverkfræðinga og Viðar 'lafsson formaður Verkfræð- íslands. upphafi fundarins rakti Haf- steinn Pálsson aðdraganda skýrsl- unnar og sagði að hún væri til komin vegna fjölda ábendinga um hús þar sem talið var að hönnun væri áfátt. Hlutverk nefndarinnar var að skila faglegu áliti um ástand húsanna tíu sem voru í úrtakinu og sagði hann að full samstað væri meðal nefndar- manna um að miða við jarðskjálfta- Uppsagnir á Pijónastofu Borgarness komu á óvart: Litla vinnu að hafa fyrir konur UPPSAGNIR rúmlega tuttugu kvenna á Pijónastofu Borgamess koma heldur illa við flestar þeirra, ef marka má viðbrögð þeirra sem Morgunblaðið hafði tal af fyrir helgina. Guðríður Helgadóttir hefur starfað hjá fyrirtækinu í 15 ár og sagði hún að þessar uppsagnir hefðu komið starfsfólkinu algjörlega að óvörum. „Þetta kemur sér náttúrlega illa fyrir okkur. Við fengum ekkert um þessar uppsagnir að vita áður en til þeirra kom. Við töldum okkur búa við nokk- uð atvinnuöryggi því hér var nóg að starfa og mér fínnst að það hefði mátt segja okkur fyrr að þetta stæði hugsanlega fyrir dyrum,“ sagði Guðríður. Sigpún Guðbjamardóttir hefur starfað í 11 ár hjá prjónastofunni, og aðspurð um hvort því fólki sem sagt var upp byðist hugsanlega ein- hver vinna í Borgamesi á næstunni, sagði hún að lítið væri þar um vinnu að hafa fyrir konur. „Það er aðallega hægt að fá vinnu í sláturhúsinu á haustin því það hefur yfirleitt tekið margt fólk í vinnu. En sláturhúsið starfar ekki nema í 6-8 vikur, þannig að það leysir engan vanda. Það er ekki að svo mörgu öðru að hverfa hér í Borgamesi, og sumar standa svo illa að hafa enga aðra fyrir- vinnu," sagði Sigrún. Sigríður Ingólfsdóttir hóf störf hjá pijónastofunni í nóvember á síðasta ári, en hún hafði verið sjúklingur um skeið. „Ég varð svo glöð þegar ég fékk vinnu héma hálfan daginn, því fyrir konur á mínum aldri er ekki svo margt sem býðst á hinum almenn vinnumarkaði," sagði Sigríður. Fannst henni þetta vera mikið áfall og sagði að ekki væri svo auðvelt að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Það er svo þýðingarmikið og gott að geta farið út á vinnumarkaðinn og verið meðal fólks þó ekki sé nema Qóra tíma á dag, og ég mun koma til með að sakna vinnustaðarins," sagði Sigríður Ingólfsdóttir að lokum. Morgunblaöið/Sverrir Horft yfir salinn þar sem sauma- stofa Pijónastofu Borgarness er tíl húsa, en það var starfsfólki hennar sem aðallega var sagt upp. Fremst á myndinni er Guðríður Helgadóttir og bjóst hún við að erfitt yrði fyrir kon- umar að finna sér vinnu f Borgamesi í bráð. stuðul 0,75 í stað 0,5, en sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd. Þórður Þ. Þorbjamarson borgar- verkfræðingur skýrði sjónarmið Reykjavíkurborgar og gerði að um- talsefni gildandi jarðskjálftastuðul. Hann greindi frá samþykktum í borgarráði og í borgarstjóm um fyr- irhugað eftirlit með byggingum í framtíðinni. Þórður óskaði eftir sjó- namiði Verkfræðingafélags íslands um hvemig velja á umsagnaraðila um stærri mannvirki en í samþykkt borgaryfírvalda er gert ráð fyrir að farið sé yfír útreikninga og upp- drætti þolhönnuða mannvirkja og umsögn þar um skilað til bygginga- fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Við höfum verið meðvitaðir síðan suma- rið 1985 um að til einhverra aðgerða þyrfti að grípa varðandi þolhönnun húsa," sagði Þórður. „Við vorum ánægðir með þær tillögur til úrbóta sem komu fram í fyrri skýrlsu fé- lagsmálaráðherra og náði yfír Reykjavík og nágrenni en þessi skýrsla er til vansa fyrir borgina, embættismenn hennar og þá sem að gerð hennar stóðu." Ragnar Sigbjömsson rakti í upp- hafi vanda hönnuða við þolhönnun húsa með tilliti til íslenskra að- stæðna og benti á nokkrar ástæður sem gætu legið að baki mistaka við hönnun. íslenskir staðlar væru ófull- komnir og tímabært að leiðrétta þá en síðan vék hann að vinnuhefð hönnuða og eftirliti. í lokin gerði Ragnar skýrlsu félagsmálaráðherra að umtalsefni og komst að þeirri niðurstöðu að „í skýrslunni em þver- brotnar þær reglur og hefðir sem almennt eru viðurkenndar sem hom- steinn vísindalegra rannsókna og viðbragða. Ennfremur tel ég að í skýrslunni séu bomar fyrir borð þær siðferðilegu skyldur sem hvíla á verkfræðingum og vísindamönnum. Ég harma þetta sérstaklega vegna þess að hér á í hlut samstarfs- aðili úr verkfræðingastétt sem hefur notið álits og virðingar, maður sem ég tel að hafí allar forsendur til að framkvæma vandaða könnun. Ég tel þá „aðferðafræði" sem beitt er við könnunina álitshnekki fyrir verk- fræðingastéttina og þá sérstaklega fyrir þá okkar sem stunda rannsókn- ir. Ég tel skýrsluna móðgun við hæstvirtan félagsmálaráðherra. Hann á kröfu á vandaðri vinnu- brögðum. Einasta leiðin til að bæta núver- andi ástand í málum verkfræðinga er að vanda vinnubrögðin. Einasta leiðin til að auka álit og virðingu verkfræðistéttarinnar er að vanda til allra verka. Því áliti ávinna menn sér með verkum sínum, en geta ekki krafíst þess í krafti stéttar sinnar eða stöðu." Næstur talaði Gunnar Torfason og sagði að miskilnings gætti í túlk- un á niðurstöðum skýrslunnar og væm leiðréttingar væntanlegar frá nefndarmönnum. Hann sagði það ljóst að bæta þyrfít eftirlit með þol- hönnun og lýsti ánægju með aðgerð- ir borgaryfirvalda en eftir sem áður yrði hann að svara spumingunni um hvort fúskað væri við þolhönnun húsa, játandi. Að lokum talaði Viðar Ólafsson og sagði hann það mest um vert að umfjöllun fjölmiðla um þolhönnun yrði ekki snúið gegn verkfræðinga- stéttinni. Með einhveijum ráðum yrði að beina henni inn á þann far- veg að hún yrði stéttinni til góðs í framtíðinni. Félagið ætti að beita sér fyrir að aðstoða ríkisvaldið og borg- ina í að bæta eftirlit með bygginga- framkvæmdum ekki eingöngu I Reykjavík heldur á öllu landinu. Hann tók undir nauðsjm þess að jarðskjálftastaðallinn yrði bættur en síðast en ekki síst ættu menn að halda friðinn og forðast málaferli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.