Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 33 Núverandi stjóra FFSÍ. F.v.: Höskuldur Skarphéðinsson, Guðlaugur Gíslason, Matthías Nóason, Reyuir Björasson, Freysteinn Bjaraason, Þorbjöra Sigurðsson, Guðjón A. Kristjánsson forseti, Helgi Laxdal, Ragnar G.D. Hermannsson, Kristján Ingibergsson, Ari Leifsson, Guð- bjartur Gunnarsson, Skafti Skúlason og Birgir Stefánsson. Myndirnar eru fengnar úr sérstakri hátiðarútgáfu Sjómannablaðsins Víkings, sem FFSÍ gefur út. Hálfrar aldar afmæli Farmanna- og fiski- mannasambands Islands Farmanna- og fískimannasam- band íslands á 50 ára afmæli í vikunni. Sérstakur hátíðarfundur var haldinn í tilefni afmælisins sl. þriðjudag í húsakynnum sam- bandsins, en stofnun þess miðast við vikuna 2. til 8. júní fyrir hálfri öld, en þá daga stóð yfír fundur stofnaðila sem leiddi til þess að sambandið var stofnað. Hvatamir að stofnun Far- manna- og fiskimannasambands- ins voru auðvitað ýmsir, en fáeinir höfðu þó meira vægi en aðrir. í samtali Morgunblaðsins við Har- ald Holsvik, framkvæmdastjóra sambandsins, kom fram, að eftir- taldir þættir hafi vegið þungt: 1) Launamál þeirra sem skipa stétt- imar innan sambandsins. „Það var erfítt að fá nokkuð skriflegt í þá daga, helst að munnlegt sam- komulag væri gert og svo var undir hælinn lagt hvemig það var túlkað. Kerfíð bauð upp á mistúlk- un og ágreining og þegar sam- bandið var stofnað var mælirinn orðinn fullur," segir Harald. 2) Hlutaðeigandi aðilum þótti byrði óbeinna skatta á útgerðinni vera orðin hrikaleg og þess eðlis að hún stæði útgerð í landinu fyr- ir þrifum. Gerði sambandið það að einu af baráttumálum sínum að aflétta skattafargi af útgerð- inni til þess að hægt væri að verja meira fé til kaupa á fiskiskipum. Varð sambandinu vel ágengt á þessu sviði. 3) Sambandið gerði það að baráttumáli að reist yrði skólabygging til handa þeim á sjónum sem þyrftu sémám. Farmanna- og fiskimannasam- band íslands er að sjálfsögðu hagsmunahópur sem lætur öll mál til sín taka sem varða aðila innan þess og á mörgum sviðum hefur mikil vinna verið innt af hendi og gagnlegar hugmyndir sprottið úr jarðveginum. Má í því sambandi Harald Holsvik framkvæmda- stjóri FFSÍ. geta þess, að 25 ámm fyrir tíma skuttogara var Farmanna- og fískimannasambandið að leggja fram hugmyndir um hönnun á nýrri tegund fískiskipa, skipa, sem væru yfirbyggð og tækju vörpuna inn að aftan! Annað dæmi mætti nefna. FFSÍ hvatti til þess að land- helgi íslands yrði færð út í 12 mílur allmörgum árum áður en slagkraftur komst í þá baráttu og hvert mannsbarn veit nú hvaða árangur hefur náðst, hversu stórt skref var stigið á sínum tíma. Og enn má lengur telja, sambandið hvatti til og vann mikið að því, að koma skipaviðgerðum hérlendis á góðan grunn. Var markmiðið að slík þjónusta yrði sambærileg hér á landi og hún er erlendis. Takmarkinu var náð, en afstætt að nefna ártöl og dagsetningar í þeim efnum. Nú er stefnan að halda í horfínu og heldur bæta ástandið ef það er þá hægt á ann- að borð. Hverfum aðeins aftur til ársins 1937. Það er 2. júní og mættir eru 20 fulltrúar 8 stéttarfélaga. Fáeinir, sem höfðu ætlað sér að vera með, drógu sig í hlé, en það breytti engu um þörfina, hún knúði á um að fundurinn skyldi haldinn og séð til hver útkoman yrði. Kos- in hafði verið bráðabirgðastjóm til að annast undirbúningsvinnu og til að halda fyrsta fundinn. Lög voru samin á þessum degi og þeim næstu og Farmanna- og físki- mannasamband íslands stofnað. Það er fátt sem Farmanna- og fiskimannasambandinu er óvið- komandi í málefnum þessara þjóðfélagshópa. Sambandið hefur látið til sín taka varðandi sam- göngumál, öryggismál, landhelgis- mál, fisveiðilögsögu og vemdun fískistofna, hafnarmál, vitamál, fræðslumál hvers kyns og tilkynn- ingaskylduna svo eitthvað sé nefnt og Harald Holsvik framkvæmda- stjóri efast ekki þegar hann er spurður um árangur sambandsins: „Það hefur mikið og gott starf verið unnið. Það sannaðist fljótt að sambandið átti fyllilega rétt á sér og þótt aldrei hafí verið tiltak- anlega fjölmennt á skrifstofunni hjá sambandinu hefur ótrúlega miklu verið áorkað, ýmist með beinum aðgerðum, með stuðningi við starf annarra, svo og með ráð- gjöf og þrýstingi á þá aðila, sem hafa farið með framkvæmdavaldið í hinum ýmsu málefnum sem sam- bandið varðar. Starf þess hefur verið þjóðarbætandi og giftusam- iegt, það er engin spuming um það,“ segir Harald. Sem fyrr segir, var haldinn sér- stakur hátíðaraðalfundur í húsa- kynnum sambandsins í Borgartúni á þriðjudaginn og var þar saman- komið margt góðra gesta. í tilefrii af áfanganum færði FFSÍ Slysa- vamafélagi íslands 10 gúmbáta að gjöf með því skilyrði að þeir yrðu eingöngu notaðir til þess að æfa björgun skipshafna vítt og breitt um.landið, en FFSÍ og SVFI hafa löngum átt gott samstarf. Tveir menn voru heiðraðir við þetta tækifæri, Konráð Gíslason kompássmiður og Ingólfur Stef- ánsson fyrmm framkvæmdastjóri. Margra ára gifturíkt starf þeirra í þágu FFSÍ varð til þess að þeir vom valdir til að þiggja viðurkenn- ingarskjal frá sambandinu. - GG. FFSÍ færði Slysavaraafélagi íslands höfðinglega gjöf i tilefni eigin afmælis og hér tekur fulltrúi SVFÍ, Ester Kláusdóttir við, gjafa- bréfi þar að lútandi úr hendi Guðjóns A. Kristjánssonar forseta FFSÍ. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ afhendir Ingólfi Stefánssyni viðurkenningarslgal og blómvönd. Konráð Gíslason t.v. var heiðraður á hátíðaraðalfundinum. T.h. er Harald Holsvik framkvæmdastjóri FFSÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.