Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 35
Metsölublaðið Mannlíf komið út Mannlif 6r timarit 1 takt við mannlífið heima og* heiman Fróttir voru sagöar af því eftir páska, að ferðalangar í snjóbíl hins lands- kunna fjallamanns, Sveins Sigur- bjarnarsonar á Eskifirði, hefðu ient í þeirri hremmingu að ramba á barmi jökulsprungu í Vatnajökuls- ferð yfir hátiðarnar. Mannlíf var með í þessari svaðilför og segir frá því í máli og myndum. Þegar hann er yawj ei Lúxusskattur á hjpfibc Afvopnunarm|i i kr Barnsbur Siöferðisbrestur í þjóö Margir láta sig dreyma um 'frægð og frama í draumaverk- smiðjunni — kvikmyndaborginni Hollywood. Sá íslendingur, sem kemst næst því að hafa náð raunverulegum árangri í starfi í þessari miðstöð bandariskrar og um leið alþjóðlegrar kvikmynda- gerðar, er Sigurjón Sighvatsson. Sigurjón, sem var kunnurtónlist- armaður í íslensku popplífi um árabil, er nú orðinn umsvifamik- j|| kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Sveinbjöm I. Bald- vinsson, rithöfundur hefur tekið fyrsta viðtal, sem Sigurjón veitir, um leið sína frá Skipaskaga til Hollywood og segir jafnframt frá snöggsoðinni reynslu af kvik- myndatöku. Bill Wyman, einn liðsmanna ein- hverrar vinslælustu og langlífustu rokksveitar heims, The Rolling Ston- es, lét svo ummælt fyrir skömmu að dagar hennar væru trúlega tald- ir. Fyrrum eiginkona Wymans, sænska stúlkan Astrid Lundström, lifði um árabil í miðri heimsfrægð- inni og „vellystingunum" sem fylgir The Rolling Stones og slapp naum- lega lifandi frá þeim hildarleik. Hún segir frá 16 árum með Rolling Ston- es í opinskáu einkaviðtali við Mannlíf. Oft er talað um að karlmenn „yngi upp hjá sér“ þ.e. taki saman við sér yngri konur. En á jafnréttistímum fer hið gagnstæða í vöxt. í hispurslaus- um og skemmtilegum samtölum við Mannlíf lýsa þrenn pör sambúð, þar sem hann er yngri en hún, — Kjart- an Ragnarsson og Guðrún Ás- mundsdóttir, Þorvaldur Þorsteins- son og Ingibjörg Björnsdóttir, og Eiríkur Guðjónsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. framhaldi af afsögn Alberts Guð- mundssonar, stofnun Borgara- flokksins og úrslitum síðustu alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um siðferðiskennd íslensku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar. Stefán Ólafsson, dósent og forstöðumaður Félagsvísindastofn- unar Háskóla Islands, reifar spurn- ingar um siðferðisvitund íslendinga í grein sem hann nefnir „Frá skatt- framtali til þingmannatals". Upp er komin erfið staða í afvopnun- armálum í Evrópu og yiðræðum Bandaríkjamanna og Sovótmanna í framhaldi af leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Þessi staða verður án efa til meðferöar á utanríkisráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins hér á íslandi nú í júníbyrjun. Um hana skrifar Albert Jónsson, fréttamaður og fræðimað- ur í alþjóðastjórnmálum. 'Hagsmunir einstæðra foreldra hafa verið á oddinum í þjóðmálaumræðu síðustu ára. En hvað um hagsmuni hjónafólks og sambúðarfólks? Gleymdust þeir? Að þeirri niður- stöðu kemst Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, í einkar forvitnilegri grein sem nefn- ist „Grafið undan hornsteininum". Móðurást er alkunn tilfinning; minna er hins vegar rætt og rit- að um þunglyndi, sem einatt sækir á konur að loknum barns- burði. I athyglisverðri grein er fjallað um „barnsburðarblúsinn" og tvær konur segja frá eigin reynslu af honum. Mannlíf or að þossu sinnl 1S6 bls. að stæn Meðal fjölmargs annars efnis: Sagt er frá svokallaðri Alexandertækni, sem er kennsluaðferð í líkamsheaður rLhiósmlnrifn^T8 hérlendi? sem erlendis; Inga Friðjónsdóttir, ung myndlistarkona sem stundar^nán hÍnc h?y d H- —n Fransiseo- en aður kunn af honnun sinni á plötuumslögum rokkkóngsins Bubba Mort ÍSSiiESr'e;andl, e,g'nrnanns hennar, segir fra Ijósmynduninni, Bubba og Bandaríkunum í einlægu viðtali oc loks fylgir Mannlifi að þessu smm serstakur blaðauki um Fegurðarsamkeppni íslands, þar sem rætt er m a vil Holmfriði Karlsdottur og sagt frá ferli fegurðardrottinga okkar fyrr og síðar. Frjáktffamtak Ármúla 18, sími 82300.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.