Morgunblaðið - 06.06.1987, Page 36

Morgunblaðið - 06.06.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JUNI 1987 Opinn fundur sjálfstæðismanna á Akureyri: Rætt um úrslit kosninga o g stj ómarmyndun „Ég hef trú á að samkomulag ætti að nást á milli Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um stjórnarmynd- un,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður á opnum fundi sjálfstæðismanna á Akureyri í fyrrakvöld. Á fundinum var rætt um úrslit kosninganna og stöð- una í stjórnarmyndunarviðræð- unnm. Halldór sagði að alþýðuflokks- menn myndu ekki sætta sig við framsóknarmann sem forsætisráð- herra og framsóknarmenn myndu ekki gefa grænt ljós á alþýðuflokks- mann sem forsætisráðherraefni. Því hlyti svarið að liggja í þeim orðum. „Við þykjumst vita að Alþýðuflokk- urinn mun ekki setja á oddinn að nýju búvörusamningunum verði rift og við munum ekki geta tekið þátt í stjómarsamstarfi með Alþýðu- flokknum nema því aðeins að kaflinn um byggðamálin skipi þar veglegan sess. Þá hefur Alþýðu- flokkurinn rætt um kaupleiguíbúðir og einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn. Verkalýðshreyfingin hefur verið andvíg sameiningu lífeyris- sjóðanna og við teljum að fólk eigi áfram að eiga rétt á Iáni úr Bygg- ingasjóði ríkisins til íbúðarkaupa. Þá tel ég að mál eins og sjávarút- vegsmál verði ekki afgreidd í stjómarmyndunarviðræðum.*' Halldór sagði að kosningaúrslitin hefðu orðið viðunandi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandi eystra hefði fræðslustjóramálið ekki komið til, enda hefði þá verið hægt að he§a kosningaundirbúning mun fyrr en raunin varð á. „Staðan í kjördæminu er þó ekki jafn vond og víðast annars staðar enda hafa miklar sveiflur verið í kjördæmun- um á undanfömum árum og sigur alls ekki sjálfsagður. Menn komu ánægðir af landsfundi flokksins og horfðu björtum augum fram til kosninganna. Auðvitað voru veik- leikar í málefnastöðunni, en bjart- sýni var meiri í okkar röðum en í ýmsum öðrum flokkum. En, þá komust málefni Alberts Guðmunds- sonar enn einu sinni í sviðsljósið og eftir að Helgarpósturinn opnaði málið, var ógjömingur fyrir Þor- stein að fara í felur. Ég held að Þorsteinn hafi ekki getað brugðist við með öðrum hætti en hann ein- mitt gerði. Viss trúnaðarbrestur hefur átt sér stað milli forystusveit- ar flokksins og kjósenda og okkar ungi og glæsilegi formaður hefur beðið hnekki sökum þess. Ég vil ekki rekja þennan trúnaðarbrest til formanns flokksins. Formaðurinn stóð í verkföllum og samningum alla kosningahríðina þar sem fremstir í flokki voru kennarasam- tökin sem vígbúist höfðu gegn Sjálfstæðisflokknum. Það þarf mik- ið þrek til fyrir stjómmálaflokk þegar einn af ráðherrum hans stofnar stjómmálaflokk sama dag og framboðsfrestur rennur út.“ Halldór sagðist álita að stofnun Borgaraflokksins ætti rætur sínar að rekja allt til ársins 1970 þegar Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson fóm fram hvor á móti öðrum með naumum sigri Geirs. Borgaraflokkurinn var ekki gripinn úr lausu lofti — hann var ekki til úr engu. Albert vissi um stuðningsmenn sína úr forsetakosn- ingunum og sumir af stuðnings- mönnum Gunnars Thoroddsen gengu inn í Borgaraflokkinn. Al- bert kemur nú inn sem fulltrúi þess fólks, sem studdi Gunnar á sínum tíma. Hann ræddi við okkur í þing- flokknum á þeim nótum að hann ætlaði að bjóða sig fram innan okk- ar raða þrátt fyrir að hann segði af sér ráðherradómi. Þau orð voru hinsvegar aðeins sögð til að vinna tíma, til að ná til þeirra sem nú standa að Borgaraflokknum. Slík vinnubrögð Alberts eru ekki ný af nálinni. Hann er vanur að búa til spennu í kringum hlutina, fái hann sínu ekki framgengt og höfum við alltaf orðið að sætta okkur við þau vinnubrögð sem nú að lokum hafa leitt til klofnings. Það er útilokað að hugsa sér að Borgaraflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn geti unnið saman í ríkisstjóm. Gjáin myndi dýpka heilmikið þó auðvitað megi færa að því gild rök af hveiju þeir ættu að starfa saman," sagði Hall- dór meðal annars á fundinum á Akureyri. f „Stúdíó Skriðjöklar". Frá vinstri: Kolbeinn Gíslason ásláttargitarleikari, Eggert Benjamínsson trommari, Jóhann Ingvason hljómborðsleikari, Jakob Jónsson sólógitarleikari, Jón Haukur Brynj- ólfsson bassagítarleikari, Tryggvi Herbertsson hljóðmaður og Ragnar Kr. Gunnarsson munnhörpu- leikari og söngvari. Á myndina vantar þá Bjarna Bjarnason dansara, Loga Einarsson textahöfund og Guðmund Þorsteinsson útvarpsmann og prentara. Skriðjöklar: Tlu lög á nýrri plötu AKUREYRSKA hljómsveitin Skriðjöklar hefur nýlokið gerð tveggja laga hljómplötu fyrir landsmót ungmennafé- laganna sem haldið verður á Húsavík dagana 9.-12. júlí nk. og eru þeir þessa dagana að vinna að útgáfu tíu laga hljóm- plötu sem væntanleg er á markaðinn síðar í sumar. Blaðamaður leit við í nýju hljóð- veri þeirra félaga á Akureyri í fyrrakvöld og sögðust þeir hafa í nógu að snúast. Auk hljómplatn- anna sögðust þeir nú fara að huga að því að gleðjja íslensk meyjar- hjörtu svona hér og þar um landið og á sem flestum stöðum enda væru allar helgar hjá þeim full- bókaðar nema tvær í sumar. Landsmótsplatan hefur að geyma tvö lög og texta eftir þann kunna lagasmið Bjama Hafþór Helgason sem gerði garðinn fræg- an þegar hann sigraði í sam- keppninni um afmælislag Reykjavíkurborgar. Annað lagið á þeirri plötu heitir hreinlega „Á landsmót" en hitt lagið ber heitið „Mamma tekur slátur“. Þeir Skriðjöklamenn sögðu að um væri að ræða einskonar ádeilutexta á sláturtíðina og voru þeir lengi vel að hugsa um að breyta nafni lags- ins í „Er nauðsynlegt að skjóta þau“. Stærri hljómplata þeirra félaga hefur að geyma tíu frumsamin lög eftir þá sjálfa og ber hún titilinn „Er Indriði mikið erlendis". Þeir sögðu að hljómplatan væri þjóð- félagsádeila nokkurs konar enda hefðu þeir ávallt haft það að markmiði að vera mjög þjóðfél- agslegir í allri sinni textagerð. „Við stefnum á utanlandsferð í haust — förum fyrst til Frakk- lands þar sem við höldum tónleika og síðar til Bandaríkjanna eða til London á þorrablót. Við stefnum síðan að því að gefa út aðra hljóm- plötu fyrir jólavertíðina með lögum fyrir alla fjölskylduna," sögðu Skriðjöklar. Hljómsveitin hefur nýlega opn- að eigið hljóðver á Óseyri 6 sem gengur undir nafninu „Stúdíó Skriðjöklar". Ennfremur hafa þeir nýverið fest kaup á rútubil af gerðinni Benz sem þeir hyggjast nota til að ferðast á milli lands- homanna í sumar. Á næstu dögum verður tekið upp efni á tvö myndbönd vegna landsmótsins og í bígerð eru þijú myndbönd vegna stærri plötunn- ar. „Og nú erum við búnir að undirbúa nýtt svindlkerfi til að koma okkur inn á vinsældalista útvarpsstöðvanna. Annars er uppáhaldslagið okkar „Glókollur“ með Bjarka Tryggva," sögðu þeir Skriðjöklamenn að lokum, hressir að vanda. Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Tiíknr á lokun verksmiðjunnar Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa ekki fengið greitt síðan um áramót ALLT bendir nú til þess að kart- öfluverksmiðjunni á Svalbarðs- eyri verði Iokað um miðjan mánuðinn vegna rekstrarerfið- leika og munu þá að öllum líkindum um 800 tonn af kartöfl- um lenda á haugunum. Verk- smiðjan er í eigu þrotabús Kaupfélags Svalbarðseyrar, en hefur verið leigð undanfarið ár til Kjörlands, sem stofnað var sl. sumar af Kaupfélagi Eyfirðinga 60%^ Félagi kartöflubænda 20% og Agæti í Reykjavík 20%. Sveinberg Laxdal er varaformað- ur Félags kartöflubænda við Eyjafjörð og jafnframt varaformað- ur Landssambands kartöflubænda. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikill afturkippur hefði komið í kartöfluræktina nú óg reiknaði hann með að bændur hefðu sett niður um íjórðungi minna en í fyrra. „Sumir bændumir hafa lagt kartöfluræktina algjörlega niður ef þeir hafa haft eitthvað annað við að vera. í Félagi kartöflubænda við Eyja- fjörð eru um 80 félagar. Árið 1985 fengu bændur lélega uppskeru og í fyrra kom gæðalægð í hana. Verk- smiðjan hefur framleittt um 40 tonn af frönskum kartöflum í hveijum mánuði, en hefur aðeins tekist að selja helminginn af því magni, eða um 20 tonn. Birgðasöfnun hefur þvi orðið gífurleg og liggja nokkur hundruð tonna í geymslum bænd- anna, að sögn Sveinbergs. Þá hafa bændur ekki fengið greitt neitt fyr- ir afurðir sínar það sem af er þessu ári og nú með fyrirsjáanlegri lokun verksmiðjunnar standa þeir frammi fyrir miklum taprekstri á kartöflu- ræktinni. Þetta kemur auðvitað verst við þá menn sem byggja al- gjörlega sín bú á kartöfluræktinni. Sveinberg sagði að eignarhlut- föllin í verksmiðjunni væru kart- öflubændum afar óheppileg og væru þeir bændur, sem gengu inn í Kjörland, fyrst að sjá það nú. „Menn vonuðu auðvitað að KEA myndi ganga myndarlega að þessu verkefni, en annað hefur komið upp á teningnum. Bændunum er ætlað að borga endalaust, en fá engu að ráða.“ Þijú tilboð hafa borist í verk- smiðjuna og hafa heyrst tölur allt frá 20 milljónum króna upp í einar 50 milljónir, að sögn Sveinbergs. „Það er hinsvegar fullsannað að ekki er hægt að reka verksmiðjuna áfram með þeim skuldahala sem hún nú hefur ef hún á að vera í samkeppni við innfluttu kartöflurn- ar. Það verður að banna innflutning á frönskum kartöflum á þeim for- sendum að þessi vara er framleidd hérlendis og er jafn góð.“ Sett var á fót sérstök starfsstjóm til þess að vera ráðgefandi viðvíkj- andi verksmiðjunni. I henni sitja auk Sveinbergs Guðmundur Þóris- son í Hléskógum og Þórður Stefáns- son framkvæmdastjóri Kjörlands. Hinsvegar hefur ekkert verið leitað eftir ráðum starfsstjómarinnar enn sem komið er af hálfu Kjörlands og ekkert tekið tillit til óska bænd- anna, að sögn Sveinbergs. „KEA hefur verið ósköp sinnulít- ið um málefni Kjörlands þótt það eigi meirihluta í fyrirtækinu. Það sem vantað hefur er kynningar- og söluátak. Við bændur höfum ekkert á móti því að öflugt samvinnufélag hjálpi mönnum til að hjálpa sér sjálfir. Hinsvegar þyrfti það sam- vinnufélag ekki að óttast um fjármuni sína ef það gæfí þeim sem hafa þetta að lífsviðurværi örlítið meira vald. Fyrirtækið getur ekki gengið með slíkum eignarhlutföll- um sem nú eru. Ég myndi telja að bændur þyrftu að hafa meirihluta í því félagi sem kæmi til með að reka verksmiðjuna. Það yrði farsæl- ast fyrir alla aðila," sagði Sveinberg að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.