Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 49

Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 49 Minnig: Jóhann Sigmunds- son Norðfirði Fæddur 1. ágúst 1917 Dáinn 26. maí 1987 Jóhann Sigmundsson, eða Jonni Sigmundar eins og við Norðfírðing- ar kölluðum hann jafnan, er látinn, tæplega sjötugur að aldri. Barátta hans undanfama mánuði við grimman sjúkdóm var ströng, er hann háði, að sögn þeirra, sem umgengust hann, af einstöku æðru- leysi og hetjuskap. Við Norðfírðing- ar munum sakna mikið þessa góða samborgara okkar. Hann var einn þeirra fullorðnu manna hér, sem manni fannst eins og sérstakur hluti af bæjarlífínu. Fastur punktur í til- verunni. Færi maður ofan í miðbæinn um sjöleytið á morgnana hlaut maður að hitta Jonna. Á sumrin á leið í sundlaugina eða í sundlauginni. Á vetuma á smá hressingargöngu eða á leið í vinnuna. Aldrei var Jonni að flýta sér það mikið, að hann hefði ekki tíma til að rabba smá- stund. Áhugamál hans vom mörg. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum almennt, þótt hann væri aldrei virk- ur í pólitík, það ég best veit. Hann var unnandi fagurra lista og var í raun virkur þátttakandi í slíku starfí. Þar á ég við steinasöfn- un hans og úrvinnslu úr steinum. Þar hefur hann í raun unnið hið mesta þrekvirki. Steinasafn hans að Miðstræti 1 er ótrúlega mikið að vöxtum og fjölbreytni og þótt hann nyti til þeirrar söfnunar að- stoðar bróður síns Valgeirs, þá er safnið þó fyrst og fremst hans verk. Úrvinnsla hans úr steinum er líka einstök. Þar hefur hann gert marg- an sérlega fallegan grip. Trúa mín er sú, að nafn hans muni lifa á ókomnum tímum tengt þessum verkum hans. En Jóhann átti um ævina fleiri áhugamál, sem hann lagði alúð við og fórnaði mikl- um tíma. Þótt hann væri aldrei afreksmaður í íþróttum öðrum en fjallgöngum, þá hafði hann þó mik- inn áhuga á þeim og skildi vel uppeldislegt gildi þeirra og mikil- vægi. Þess vegna studdi hann vöxt þeirra og viðgang eftir mætti. Hann var t.d. gjaldkeri íþróttafélagsins Þróttar í mörg ár og vann það starf af einstakri alúð og samviskusemi. Sem dæmi um skilning hans og áhuga á íþróttum og gildi þeirra, þá gaf hann árið 1942 trúlega feg- ursta og verðmætasta verðlauna- grip, sem keppt hefur verið um í íþróttum hér á Austurlandi. Þetta var bikar gerður af listamanninum Ríkharði Jónssyni, sem þá var þekktasti tréskurðarmeistari Is- lendinga. Þessi bikar er nú í eigu Þróttar, því meistaraflokksstúlkur félagsins unnu hann til eignar. Þessi bikar lofar ekki eingöngu þann, sem gerði hann heldur og þann, sem gaf hann. Á þessum árum, sem Jóhann var gjaldkeri Þróttar, störfuðum við mikið saman og er mér því vel kunnugt um allt það mikla og fómfúsa starf, sem hann þá lagði af mörkum í þágu íþróttanna. Ævistarf Jóhanns Sigmundsson- ar verður ekki að marki rakið í stuttri minningargrein. Við Jóhann höfðum þekkst og verið vel til vina frá bamæsku. Bæði var, að all mik- ill samgangur var á milli heimila foreldra okkar, en í Sigmundarhús vomm við systkinin alltaf velkomin og svo lágu leiðir okkar saman á Laugarvatnsskólanum 1938—39. Á þeim ágæta skóla gat Jóhann sér mjög gott orð og var vinsæll og vel liðinn jafnt af kennurum sem skóla- systkinum sínum og er mér kunnugt um að tengslin við sum þeirra rofn- uðu aldrei. Eftir vem sína á Laugarvatnsskólanum fór Jóhann á vélstjóraskóla og aflaði sér vél- stjóraréttinda. Hann réðist síðan sem vélstjóri að frystihúsinu á Eyrarbakka og vann þar í nokkur ár og hefí ég hitt Eyrbekkinga, sem minnast hans af mikilli hlýju og þakklæti, því Jóhann reyndist þar, sem ann- arsstaðar, áhugasamur um allt, sem að framfömm laut og tók m.a. virk- an þátt í starfsemi leikfélags, er þar starfaði af miklum þrótti. Fljótlega eftir að Samvinnufélag útgerðarmanna hér á Norðfírði byggði sitt stóra fískiðjuver, réðist Jóhann þangað sem vélstjóri. Þar starfaði hann í mörg ár, en þar varð hann fyrir slysi og held ég að það hafí orðið til þess, að hann hætti vélgæslustörfum. Jóhann stofnar síðan sitt eigið fyrirtæki Efnalaug Neskaupstaðar °g byggir það fyrirtæki upp af miklum myndarskap og rekur í mörg ár. Fyrir 3 ámm seldi Jóhann það fyrirtæki og síðustu árin ráku þau Sigrún systir hans saman skósmíðaverkstæði það, sem faðir þeirra stofnsetti. Eitt af því, sem manni fannst fastur punktur í tilveru þessa bæjar og bæjarlífs var Skósmíðaverkstæði Sigmundar Stefánssonar. Það var til frá því að maður man fyrst eftir sér og manni fannst svo sjálfsagt að það yrði alltaf til. Þar man maður fyrst eftir Sig- mundi, með góða hlýja viðmótið og öllum drengjunum hans, sem vom að hjálpa honum og læra af honum. Enda urðu þrír þeirra skósmíða- meistarar, þeir Valgeir, Jóhann og Ingi, þótt það yrði bara ævistarf eins þeirra, Valgeirs. í Sigmundarhúsið var alltaf svo gott að koma. Svo hlýtt og vinalegt viðmótið. Svo hljótt og rólegt mannlífið, en þó svo glaðlegt. Þau Stefanía Ámadóttir og Sig- mundur Stefánsson eignuðust 13 böm, 7 stúlkur og 6 drengi. Þijú létust í bemsku. Það er svo með þennan systkinahóp, sem og marga slíka frá þessum ámm, að leiðir hafa legið til ýmissa átta. Þijú þeirra urðu þó eftir og héldu saman heimili í Sigmundarhúsi, þau Sig- rún, Valgeir og Jóhann. Það er fallegt og snyrtilegt heimili innan dyra sem utan og tengist fegursta blettinum í okkar bæ. Steinasafnið fjölbreytta og fagra situr á það sérstakan svip og hefi ég um það nokkra vissu, að það muni um alla framtíð verða varð- veitt á þessum stað, sem ein og sérstök heild. Jóhann unni mjög sínu byggðarlagi og var annt um alla framtíð þess. Um það munu verk hans og þær ráðstafanir, sem hann lagði fyrir, að honum látnum, votta best. Það hefur fækkað í stóra systk- inahópnum í Sigmundarhúsi, en áður vom þau Valborg, Valgeir o' Ingi látin. Við hjónin viljum að lokum votta systkinum Jóhanns og öðmm vandamönnum samúð okkar og þá sérstaklega Sigrúnu. Blessuð sé minning Jóhanns Sig- mundssonar. Stefán Þorleifsson Eggert Ó. Sigurðs- son bóndi Fæddur 4. ágúst 1916 Dáinn 31. maí 1987 Fyrstu kynni mín af Eggert hóf- ust fyrir 12 ámm þegar hann réð mig í gegnum ráðningarskrifstofu bænda til sín í sumarvinnu. Eggert hringdi í mig og strax í símann virkaði hann það vel á mig að ég ákvað að hjá þessum manni vildi ég vera og eftir 2 klst. lagði ég af stað með Eggert að Smáratúni f Fljótshlíð. Við áttum gott og fróðlegt spjall saman á leiðinni og fannst mér hann skemmtilegur og traustvekj- andi maður, en þá gmnaði mig ekki að ég ætti eftir að verða tengdadóttir hans. I þessari ferð sagði Eggert mér söguna um hans fyrstu ferð í Hlíðina. Aðeins 5 ára að aldri varð hann að skilja við móður sína á bryggjunni í Vestmannaeyjum og fara um borð í mótorbát, sem flytja átti hann upp í Landeyjasand, það- an sem leiðin lá í Múlakot í — Minning Fljótshlíð, þar sem hann ólst sfðan upp. Eg gat vel séð hann fyrir mér, lítinn 5 ára dreng að þurfa að vinka mömmu sinni bless og fara til ókunnra. Ekkert þýddi að gráta eða æðrast, þessu tók Eggert af þeirri stöku rósemi sem ávallt einkenndi hans lundarfar. Þegar f Smáratún var komið kynnti hann mig fyrir heimilisfólkinu, sem vom: sambýlis- kona Björg, dætumar Anna Sóley og Krístin, synimir Guðjón og Smári, móðir hans Dísa og bama- bam Björg Hmnd. Að auki á hann tvö böm, Sigurð og Ingibjörgu, sem vom flutt að heiman. Dvölin á þessu gestrisna og góða heimili er mér góð endurminning. Ekki ætla ég hér að rekja ævisögu Eggerts, en víst er um það að hann fékk að reyna ýmislegt en hann var ekki sá maður að íþyngja vinum og vandamönnum með því, heldur var hann altaf hinn káti og jákvæði sem hressti fólk með nærvem sinni. Ég vil að lokum votta ástvinum hans öllum mína dýpstu samúð og fyrir hönd fjölskyldunnar þakka Guðrúnu Sveinsdóttur fyrir þá tryggð og ástúð sem hún sýndi Eggert, ekki síst nú síðustu mánuði í veikindum hans. Þú nú ert grátinn nær og fjær. Æ nú er minning þín oss kær. Er föður vom og hirði hér. Með hjartað trygga kveðjum vér. Katharina S. Snorradóttir J ENGINI UNDRI _ ávalt lægsta lcjötvef^ landsins Lamba- hryggir. Eigum ennþá þessa ódýru hrygfgi. Hang-ikjöts- læri. Athugið frí úrbeining Lambagrill- sneiðar úr læri Hangikjöts- frampartar. Frí úrbeining. Grillpinnar nauta og svína Lamba skrokkar. Rúllupylsur fyrir slög. Lambagrill- kótilettur marineraðar KJOTMIÐSTOPIH Slmi 686511

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.