Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Minning: Lárus Björnsson í Grímstungu Fæddur 10. desember 1889 Dáinn 27. maí 1987 Ekki er það harmsefni þótt þreyttur langferðamaður fái hvíld og eins þótt hann hafi ekki kvartað um ferðalúa. Það gerði ekki Lárus í Grímstungu, þótt aðeins skorti 2'/2 ár til þess að hann lifði öldina. Hann var fæddur á Réttarhóli i Forsæludalskvíslum 10. desember árið 1889, en Réttarhóll var ekki neitt venjulegt býli. Faðir hans, Bjöm Eysteinsson, reisti þar frum- stæð bæjarhús sumarið 1886 og bjó þar ásamt konu sinni, Helgu Sigurgeirsdóttur, til vorsins 1891 að hann flutti vestur að Skárastöð- um í Austurdal í Miðfirði. Síðan hefur ekki verið búið á Réttarhóli og leitarmannakofí, sem þar stóð um eitt skeið, var aflagður vegna draugagangs, að því er sagt er. Um lífshlaup þeirra feðga á Réttar- hóli og annars staðar eru gagn- merkar heimildir í ævisögum þeirra beggja; Bjöms er út kom árið 1957, skráð af sonarsyni hans, Bimi Þor- steinssyni, sagnfræðingi, og Lárus- ar, sem kom út árið 1981 og sá Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur, um útgáfu hennar. Vísast til þess- ara bóka beggja um ætt og uppruna Lárusar, en bækur þessar eru í margra eigu og að sjálfsögðu á söfnum. Eru þær góð og fróðleg lesning þar um og þó það sem meira er um vert, frábær aldarfars- lýsing, sem spannar yfír nokkuð á aðra öld í sögu þjóðarinnar, einmitt það tímabil sem þjóðinni auðnast að hverfa frá frumstæðustu lifnað- arháttum til allsnægta nútímans. Bjöm Eysteinsson hvarf til þess ráðs að fara úr byggð fram í miðj- an afrétt heiðalandanna og fram- fleyta fjölskyldu sinni þar á veiði fugla og físka, ásamt fjallagrösum, og segir í sögu Lárusar frá því að ekkert var til að nærast á nema grasalím. Við þessi skilyrði lifði Lárus í Grímstungu fyrstu tvö ævi- ár sín og hálfu betur. Hann gekk þó beinn í baki til lokadægurs og við samtíðarmenn hans, sem þekkt- um hann best, töldum að þetta harðræði æskuáranna hafí ekki ver- ið honum fjötur um fót á hans löngu ævi. Hinu munu margir trúa, að sökum ósvikins efniviðar ætta þeirra er að honum stóðu, hafí harð- æri æskuáranna stutt hann til framtaks og gert hann að þeim Lámsi í Grímstungu er um tugi ára setti svip á samfélag sveitar sinnar og gert hann að þjóðsagnapersónu í lifanda lífí. Til þess þarf þó nokk- uð, en þó sérstaklega óumdeildan persónuleika, og hann átti Lárus í Grímstungu. Persónuleika sem tal- að var um og jafnvel deilt um, en flestir sem þekktu drógust að við málalok. Grímstunga í Vatnsdal er stór jörð og landmikil inn til heiðaland- anna. Lárus var unglingur er hann kom að Grímstungu. Þá var heima- land jarðarinnar ógirt og mörg urðu spor hans og Þorsteins bróður hans, síðar bónda í Selsundi í Rangár- vallasýslu og kaupmanns á Hellu, inn til heiðarinnar, við gæslu fjárins og allskonar veiðiskap. Lárus gerði sér strax ljóst að í Grímstungu vildi hann vera og hin sögulega staðreynd er sú að hann vék í burtu föður sínum og bróður vorið 1910 og varð bóndi í Gríms- tungu 21 árs að aldri og einhleypur maður. Sex árum síðar kvæntist hann Péturínu Jóhannsdóttur sem nokkru var jmgri en hann. Þau eign- uðust 8 böm. Dóu 2 í æsku en hin eru að sjálfsögðu harðfullorðið fólk og er afkomendahópur þeirra Grímstunguhjóna stór. Segir af fjöl- skyldumálum Lárusar í ævisögu hans og vísast til þess. Ekki fer á milli mála að það hvarflaði aldrei að Lárusi annað en að vera bóndi í Grímstungu meðan hann mætti af sér vita. Það efndi hann. Er bú hans var með mestum umsvifum voru heimilismenn í Grímstungu um 20. Hjú hans báru mikla virðingu fyrir honum, unnu honum vel og kölluðu sum hús- bóndann í daglegu tali. Var það sagt með virðingarhreim. Ekki nægði Lárusi að eiga og búa í Grímstungu. Þijár aðrar jarðir átti hann um skeið og rak á þeim bú, þó ekki samtímis. Lárus var mikill sveitarstólpi og mikil sveitargjöld komu frá Gríms- tungu er búskapurinn þar var stærstur í sniðum og fólk var þar flest. Þetta vissi Lárus og lét allmik- ið til sín taka í sveitarmálum. Var þá ekki alltaf friðsælt hjá Vatns- dælingum, en þeir kunna að sættast og fylkja sér er vanda ber að hönd- um. Var Lárus þar í fremstu röð þótt ráðríkur væri talinn. Hann var hjálpsamur og naut þess að leysa vanda þeirra sem minni máttar voru. Spann það ekki grennsta þráðinn í vinfengi hans. Margt var gangandi flár í Grímstungu allra greina búijár. Mun hann um skeið hafa verið tal- inn stærsti bóndi á landinu og um það spunnust sögur, margar sann- ar, en sumar með ævintýrablæ. Verða þær ekki hér tilgreindar. Lárus var fæddur inn við hjarta landsins og er sem það mótaði nokkuð líf hans. Hann var mikið náttúrubam, heiðasækinn, veiði- maður, hestamaður, kunni ógrynni af ferskeytlum og tildrögum þeirra. Kvæðamaður var hann góður og raddsterkur. Entist það honum til síðustu stundar með ólíkindum, þótt heym hans væri mjög tekin að daprast og sjónin nærri engin. Hann var léttur í spori fram und- ir leiðarlokin og fylgdist með mönnum og málefnum þótt eðlilega væri sviðið nokkuð orðið einskorðað við liðna tíð og skepnumar hans. Sérstaklega vom það hrossin, sem áttu hug hans og kindur ætlaði hann að fá sér að nýju, en fé hans var fargað í fyrrahaust vegna riðu- veiki þó ekki fyndist í hans eigin. Hann ætlaði að búa áfram í Grímstungu, það var hans takmark. Búskapur hans stóð í 77 ár. Kannski er það lengsta búskaparsaga eins manns á íslandi og þótt víðar væri leitað. En nú er þeirri sögu að ljúka. í bjargfastri lífstrú Lárusar í Grímstungu fólst bæði styrkur hans og síðar veikleiki að vissu leyti. Honum voru lengst af allir vegir færir í bókstaflegri merkingu, bæði um troðnar slóðir og um fyöll og fimindi. Til hans var oft leitað er mikils þurfti við, sækja ljósmóður, lækni eða leita skepna í óbyggðum. Klettamaður var hann umfram flesta menn og bjargaði skepnum oft úr sjálfheldu. Refaskytta var hann þekktur frá Skagará inn til innstu bæja sýslunnar, allt tii ör- æfa. En enginn má standa móti tímans straumi. Svo fór að Láms var orðinn einn í Grímstungu með skepnum sínum. Kona hans var þrotin að kröftum og komin í skjói dóttur þeirra og tengdasonar á Bakka. Þangað lá leið Lámsar líka áður en yfir lauk. Péturína dó fyrir nokkmm ámm, en bæði vom þau hjón ólýsanlega þakklát aðhlynningunni á því heim- ili er þau þurftu svo mjög á henni að halda. Grímstunga varð mannlaus. En það er harmsaga margra jarða í dag og verður ekki hér rædd, en kannski var það veikleiki þessa annars sterka manna að vilja ekki nægilega haga seglum eftir því hvemig tíminn streymdi fram. Fyrir alllöngu hafði Láms í Grímstungu fengið leyfi fyrir heimagrafreit á jörð sinni. Þar var kona hans lögð til hinstu hvfldar. Láms tók undir orð Gríms land- námsmanns í Grímstungu. Hann vildi sjá yfír bæ sinn og tún. Svo vildi Láms einnig. Er það í sam- ræmi við lífshlaup hans allt. Láms verður jarðaður í dag við hlið konu sinnar. Þau hjón verða þá bæði komin í Grímstungu. Áfram heldur niður ánna og Álku er hún sverfur gljúfur sitt og fellur út eyramar fyrir norðan Grímstungu, þar sem þúsundum búsmala hefír verið áð í gegn um aidimar á ferð til og frá heiðalönd- unum. Þar sem Láms átti sín spor frá frumbemsku til leiðarloka lífs- starfsins. Um það segir Láms sjálfur í ævisögu sinni. Ég vísa enn til bókarinnar, en lýsi að lokum þakklæti mínu til þeirra hjóna beggja fyrir langa samfylgd og heilsteypta vináttu, sem varð þeim mun traustari, sem lengra leið. Grimur Gíslason frá Saurbæ. Ég man, þegar ég var drengur í Hjarðarholti í Stafholtstungum hjá frændfólki mínu þar, að sérstakur hljómur var í nafni Lámsar í Grímstungu. Hann sá ég þó aldrei á þeim ámm og kynntist honum ekki fyrr en hann var kominn hátt á tíræðisaldur. Mér fannst merki- legt, hversu em hann var, að vísu nær blindur og farinn að tapa heym, en beinn í baki og hraustleg- ur. Hann bar með sér foma tima, á stundum fannst mér hann standa nær langafa mínum, sem var sýslu- maður á Komsá fyrir aldamót. Þó var hann nútímamaður. Hann fæddist á Réttarhóli, faðir hans, Bjöm Eysteinsson, var ævin- týramaður, sem aldrei gafst upp, fór fram á heiðar, þegar fátæktin var mest, þvi að hann þekkti heið- arnar og vissi að þær mundu ekki bregðast honum og síðar varð hann fjárríkasti bóndi í Húnavatnssýslu. Bjöm skrifaði ævisögu sína, sem er einstæð heimild. Afkomendur hans em margir og hafa dugað vel, enda kynið gott og gáfumar miklar. Bjöm bjó á mörgum jörðum. Hann fékk Grímstungu til ábúðar 1899 fyrir atbeina séra Hjörleifs á Undirfelli. Þar bjó Láras síðan til æviloka og verður jarðsettur þar i heimagrafreit við hlið ástkærrar konu sinnar, Péturínu Jóhannsdótt- ur. Grímstunga er mikil jörð á foma vísu. En það þarf þrekmikla menn til þess að búa þar, menn sem unna heiðunum, menn eins og Láras í Grímstungu. Láras hóf búskap í + Hjartkær móðir okkar, + Móðir okkar, KATRlN H. JÓNASDÓTTIR, ARNDlS skúladóttir, Stórholti 18, Dunhaga23, Reykjavfk, andaöist í Landspitalanum 5. júní. lést f Borgarspítalanum 4. júní. Matthildur Marteinsdóttir, Othar Hansson, Guðlaug Marteinsdóttir, Elín Hansdóttlr, Halldór Marteinsson, Lóra Hansdóttir, Jónas Marteinsson. Hrafnhlldur Hansdóttir. t Bróðir okkar, + Bróðir minn, stefAn sæberg ólafsson. GUÐJÓN KRISTJÁNSSON, Helgustöðum, Hafnargötu 101, Helgustaðahreppi, Bolungarvfk, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 4. júní. andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar 5. júnf. Systklni hins látna. Kristján Kristjánsson. Grímstungu vorið 1910, þegar faðir hans flutti að Orrastöðum. Ætlaðist Bjöm til að Láras fylgdi honum, en Láras neitaði og sat eftir með Þorsteini, bróður sínum, sem seinna flutti suður og hóf verslun á Hellu og talinn faðir þess kauptúns. Láras sagði, að hann hefði ekki getað hugsað ser að fara frá Grímstungu og efast enginn um það, svo mjög sem hann elskaði jörðina og bjó þar til hinstu stundar, þótt hann í veik- indum konu sinnar flytti á Bakka til Kristínar, dóttur sinnar, og manns hennar, Jóns Bjamasonar, og nutu þau Láras þar mikillar elsku og umönnunar. Láras var með búskap í Grímstungu til hinstu stundar. En ástæðan til þess, að Láras hélt svo mikilli tryggð við Gríms- tungu held ég að megi ekki síður rekja til bemsku hans. Faðir hans bjó á ýmsum jörðum og ég held að Lárasi hafí fundist hann fá öryggið og staðfestuna í Grímstungu. Þar lést móðir hans líka. Grímstunga var hans kastali og þaðan sótti hann til velsældar og til þess að verða fjárríkasti bóndi í Húnavatns- sýslu og vera með búskap á þremur jörðum. En þar var líka stutt á heiðamar til þeirra heima er hann hafði slitið bamsskónum í og þekkti betur en nokkur annar, og það svo, að hann fór í leitir nær sviptur sýn, en lét dreng vera augun. Láras var alla ævi mikill sjáif- stæðismaður. Hugsjónir Sjálfstæð- isflokksins hæfðu vel skaphöfn hans og atorku. Það lýsir vel festu Láras- ar í þessum efíium, að Hannes á Undirfelli falaðist eftir fylgi hans til þess að fella Jón á Akri. En Hannes fór bónleiður til búðar og segir um það í ævisögu sinni: „Þetta taldi ég of langt gengið, þó að ég væri móðurbróðir hans, því að hann vissi, hvað ákveðinn ég var.“ Dótt- ursonur Hannesar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson. En nú er fjallahöfðinginn fallinn. Hann fer ekki framar á heiðina, en heiðin man hann. Einar Benedikts- son skáld segir í Stórasandi: Ég lifi upp í anda þessar stundir, en yfir veginn hnígur niðdimm gríma. Minn hugur flýgur milli tveggja tíma Sjá týndra alda spor um hlíð og grundir. Eg fer um einstig yfir heiðar hljóðar og horfi á meiddrar foldar sorgarmyndir. En þó er frítt og auðugt óðal þjóðar en uppi tærar himins máttarlindir. Og hvað sem kól og blés á berum sandi, enn býr í djúpi lýðsins norrænn andi. Vor þjóð á látna lífgjafa í moldu, sem ljóðaglöp né málpijál aldrei þoldu. - Á löngum vökum var í hjörtun skrifað margt visuorð, sem getur alltaf lifað; þvi mælist islenzkt mál á þessu landi, það mái, sem allan jarðaraldur standi." Blessuð sé minning Lárasar Bjöms- sonar í Grímstungu. Haraldur Blöndal Þegar okkar fomi nágranni og vinur, Láras Bjömsson í Grímstungu, er borinn tii grafar leita minningamar á frá æsku- og uppvaxtaráranum. Við eram öll fædd og uppalin á næsta bæ við Grímstungu. Sú mynd í huga okkar af umheiminum á þeim tíma hefur ekki breyst þótt árin og aldurínn hafi færst yfír. Flest okkar eiga því fyrst og fremst minningu frá ung- dómsáranum um kynnin og samskiptin við Grímstunguheimilið. Hina síðan áratugi höfum við haft misgóða aðstöðu til að rækja þau kynni, en sambandið hefur aldrei rofnað. Láras og Petrína í Grímstungu vora enn á unga aldri er við voram böm. í okkar huga vora þau ímynd þess fullkomleika og öryggis, sem ekkert gat raskað. Þau höfðu búið í Grímstungu er við fyrst mundum og okkur fannst að svo yrði um ókominn tíma. En heimurinn er hverfull. Þau áttu langa og góða ævi, en tíminn vann sitt verk. Nú era þau bæði dáin. Við eram þakk- lát fyrir hin góðu og traustu kynni er við áttum við þau og þeirra böm, fyrr og síðar, og hið einstaka ná- grenni er við nutum. Blessuð sé minning þeirra. Systkinin frá Haukagili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.