Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 53

Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 53 Morgunblaðið/Ámi Soffía Pálsdóttir. tími í að gera þau vistlegri. Bað- stofu torfbygging eins og víða. Treyst á sjóinn, enda miðin nær- tæk, þaðan sem nýmetið og kraftur- inn kom í merg og bein. Heyskapur lélegur enda fyrir kúna og kindurar sótt í Kiðey eða Þormóðsey og eldi- viður sóttur í land upp í Jónsnes. Þar var skorinn mór og þurrkaður. Segist Soffiu svo frá: „Þar var vikuvinna fyrir pabba og þá sem með honum fóru. Við krakkamir bytjuðum strax og við gátum að hjálpa til. Ég var strax lagin í að skera úr krækling en það var okkar aðalbeita, en á kræklingaQöru var farið annað hvort í Þormóðsey, Akureyjar eða upp undir land. Þar var hann plægður upp og var það stundum kalsöm og erfið vinna. Hann var geymdur í sjó og í pokum þar til hann var notaður. Við byijuð- um snemma að beita krækling því á hann fískaðist vel. Það var hjallur í Höskuldsey, þar sem fískur var hengdur upp eða það sem ekki fór í salt og síðan í kaupstað í reikning- inn. Við krakkamir sáum mikið um verkun á físki með pabba og mamma lagði hönd að eins og hún gat. Bræður mínir fóm á sjóinn svo fljótt sem geta leyfði. Sjórinn heill- aði, hann var björgin. Við vomm heppin. Pabbi var farsæll sjómaður og það vom bræður mínir líka. Við vomm 12 systkinin sem upp kom- umst, en ekki héldum við hópinn. Sum vora tekin í fóstur. Margir vermenn vom á haustin fram að jólum og var þá gaman að vera í Höskuldsey. Menn gerðu sér svo margt til ánægju. Pabbi fór alltaf í kaupstað fyrir jól og spennan var mikil þegar jólavamingsins var beð- ið og á aðfangadagskvöld var hátíðin. Hvað lítið góðgæti og spil settu glampa í augu var mikil hátíð. Það er margs að minnast og eitt má ég til að minnast á og það var að þessi tuttugu ár sem ég var í Höskuldsey þurfti aldrei að sækja lækni. Við urðum ekki veik, heil- næma sjávarloftið og nýmetið sá fyrir því.“ Soffía var gift Sigurbimi Krist- jánssyni sem látinn er, áttu þau 9 böm. Bjuggu þau sinn búskap í Hólminum og þar skiptust á skin og skúrir. „Og þó skúrir hafi verið talsverðir," segir Soffía að lokum, „em skinin meiri og bjartari. I dag er ég þakklát og sátt við guð og góða rnenn." Eins og sjá má bregður Magnús sér í ýmis gervi. Magriús á fleygiferð Skemmtikrafturinn landskunni, Magnús Ólafsson, er kominn í startholumar fyrir sumarið og er til þjónustu reiðubúinn fyrir hvers- konar skemmtanir eins og undan- farin ár. Að sögn Magnúsar hefur hann sett saman skemmtidagskrá, sem sérstaklega er stefnt að úti- skemmtunum og dansleikjum, enda slíkt ómissandi þáttur íslensks sum- ars. „Það er strax byijað að panta, maður. Það fer allt af stað í svona góðu veðri“, sagði Magnús í sam- tali við blaðið. „Svo em menn líka mikið að hugsa um bömin og fá þá Bjössa bollu í heimsókn, en hann stendur alltaf fyrir sínu.“ Magnús sagðist mikið vera með gamalmál líðandi stundar á dagskrá hjá sér, enda af nógu að taka. „Svo era íslendingar svo söngnir, þannig að ég hef lagt talsvert upp úr því og fæ fólk í lið með mér — annað hvort upp á svið, eða bara þar sem það er. Númer eitt, tvö og þijú er þó alltaf að fólk skemmti sér, þann- ig að maður er sveigjanlegur í samningum." Broderick og Virgil í Leyniförinni. Matthew Brode- rick í Leyiiiförimii Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Leyniförin (Project X). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ☆☆ Bandarísk. Leikstjóri: Jona- than Kaplan. Handrit: Stanley Wiser. Framleiðendur: Walter F. Parkes og L. Lasker. Kvik- myndataka: Dean Cundy. Tónlist: James Horner. Helstu hlutverk: Matthew Broderick, Helen Hunt, BiII Sadler og ap- inn Willie. Jimmy (Matthew Broderick) er í bandaríska flughemum en er ekki það sem maður myndi kalla fyrirmyndarflugmaður. Hann hef- ur einstakt lag á að koma sér í vandræði. Eins og t.d. þegar hann fór með stelpu upp í ioftið í einni herflugvélinni og skálaði í kampavíni. Svoleiðis lagað gengur ekki. Jæja, Jimmy. Við ætlum að senda þig í sérstakt verkefni, seg- ir yfirmaðurinn, þreytulega og ætlar ekki að reka hann. Jebb, segir Jimmy dauðfeginn, en gleði- svipurinn hverfur fljótt af andlit- inu þegar hann sér hverslags verkefni honum hefur verið falið. Flugmaðurinn ungi á að kenna öpum að fljúga. Hversu lágt er hægt að komast í hernum? En flutningurinn á eftir að gera Jimmy gott því eins og búast mátti við tekur hann út þroska sinn á nýja staðnum. Leyniförin (Project X), sem sýnd er í Bíóhöll- inni, er oft hjartnæm og mann- eskjuleg spennumynd með unglingabragði en hún segir frá ómannúðlegum tilraunum sem bandaríski flugherinn gerir á öp- um og er tekið fram í upphafi myndarinnar að hún sé byggð á raunveralegum tilraunum sem flugherinn framkvæmir. Aparnir, sem Jimmy kennir að fljúga (í tilbúnum flugklefum á jörðu niðri), em að þjálfun lokinni bað- aðir geislahafí samskonar og myndast af kjarnorkusprengingu og það mælt hversu lengi á eftir þeir geti stjórnað flugvél áður en þeir deyja. Tilgangurinn: að kom- ast að því hvort flugmaður getur náð að fljúga til Sovétríkjanna eftir tiltekinn skammt af geislun í kjamorkustríði. Leyniförin er því einskonar kjamorkuhryllir en í þetta sinn em það ekki menn heldur apar sem lenda í hörmungunum. Fremstur meðal apanna í tilrauna- stofunni er Virgil. Hann er mjög vel gefínn, hefur lært merkjamál og getur tjáð sig og það er merki- legt hvað hann er góður leikari. Matthew Broderick, sem var svo skemmtilegur prakkari í Ferris BueDer, tekur sér frí, er hér í talsvert alvarlegri mDu Jimmy flugmanns sem hefur andúð á til- raunum hersins og Broderick á fullt í fangi með að láta Virgil ekki stela frá sér senunni. Virgil og Jimmy verða vinir og í trássi við yfírboðara sína gerir Jimmy allt sem hann getur til að koma Virgil undan lokaprófinu. Leikstjórinn, Jonathan Kaplan, hefur gott lag á að snúa hjart- næmri sögu um manninn og apann hans uppí samúðarfulla lýsingu á tilraunadýmnum og miskunnarleysi tilraunanna í at- riðum sem fiysta apana í skjanna- birtu kjamorkugeislunarinnar. En hann teygir líka lopann. Það fer t.d. alltof langur tími í að kynna okkur Virgil því næstum allur fyrri helmingur myndarinnar er viðburðasnauð lýsing á getu og skemmtilegheitum hans, en Virgil er nú bara þannig að hann þarf ekki nema birtast einu sinni til að hrífa mann uppúr skónum. Það fer því ekki að komast skriður á myndina fyrr en eftir hlé. Það er varla liðinn meira en mánuður frá því Leyniförin var fmmsýnd úti í Bandaríkjunum og fmmsýning hennar hér er sú fyrsta í Evrópu ef marka má aug- lýsingu Bíóhallarinnar. Leyniförin er því enn eitt dæmi um hversu fljótlega myndir geta náð hingað enda þarf að hafa hraðann á þeg- ar níu salir em starfræktir á einu bretti. COSPER — Þetta er ekki yðar herbergi, frú, þetta er brúðkaups- íbúðin. Rowenra fb 12 Sælkeraofninn * Ótrúlega fjölhæfur * Sparneytinn * Hraövirkur * Sjálfhreinsandi Fæst í öllum betri raftækjaverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.