Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 63 Mbrgunblaöið/Júlíus • Heimir Karlsson (nr.11) skorar hór eitt af þremur mörkum sfnum í leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu þar sinn fyrsta sigur f 2. deild. ÍR - ÍBV 3:0 Heimir með þrennu UBK - Selfoss 1:1 UBKjafnaðiá elleftu stundu BREIÐABLIK og Selfoss gerðu jafntefli f 2. deildinni í knatt- spyrnu á Kópavogsvelli f gær- kvöldi, hvoru liöið tókst að skora eitt mark og jöfnuðu Blikar á ell- eftu stundu. Selfyssingum gafst ekki einu sinni tími til að byrja á miðju. Leikurinn var hvorki góður né skemmtilegur en þó var síðari hálf- leikurinn mun skemmtilegri en sá fyrri. Selfyssingar voru skömminni skárri lengst af en hvorugu liðinu tókst að skapa sér mikið af mark- tækifærum. Jón Gunnar Bergs skoraði mark Selfoss á 72. mínútu. Hann fékk góða stungusendingu inn fyrir vörnina og afgreiddi boltan af ör- yggi í netið. Skömmu síðar komst Heimir Bergsson í gott færi en skot hans fór framhjá. Eftir markið sóttu Blikar í sig veðrið og sóttu mun meira. Sel- fyssingar færðu sig aftar og rétt þegar leiktíminn var að renna út kom sending fyrir mark Selfoss. Þvaga myndaðist við aðra stöng- ina og eftir að Anton Hartmanns- son hafði varið eitt skot náði Jón Þórir að þruma boltanum í netið gegnum þvöguna. Það voru ekki margir leikmenn sem stóðu sig vel. Anton í marki Selfoss stóð þó fyrir sínu og greip vel inn í leikinn auk þess að verja nokkrum sinnum ágætlega. Framlínumenn þeirra voru allt of oft rangstæðir og kom það nokkuð niður á leik liðsins. Hjá Blikum var enginn sem skar- aði framúr. Liðið var frekar janft og allir börðust þokkalega vel. Áhorfendur voru flestir frá Selfossi og létu þeir óspart í sér heyra. Dómari var Árni Arason og var hann frekar slakur, flautaði of mik- ið á stundum en sleppti þess á milli augljósum brotum. Maður lelksins: Anton Hartmannsson -sus - gegn slöku liði Eyjamanna KS - Víkingur 3:1 Siglfirðingar fyrstir til að vinna Víking „LOKSINS kom þetta hjá okkur. Mörkin hefðu auðveldlega getað orðið fleiri. Ég er búinn að sjá það að það þýðir ekki að reyna að spila fótbolta, baráttan er það eina sem gildir og hún vartil stað- ar hjá okkur í þessum leik,“ sagði Heimir Karlsson, þjálfari og leik- maður ÍR, eftir leikinn. En hann skoraði öll mörkin f 3:0 sigri ÍR- inga gegn slöku liðl ÍBV f 2. delld á Valbjarnarvelli f gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur ÍR í 2. deild og voru leikmenn að vonum kátir eftir leikinn. Þeir léku sinn besta EINN leikur var í 3. deild í gær- kvöldi. Fylkir brá sór til Grindavfk- ur og vann þar 1:0. í 4. deild var einn leikur í G- riðli. Hrafnkell Freysgoði vann Súluna 5:2 og gerðu þeir Jón Jón- asson, Albert Jensson, Ingólfur Arnarson, Sigurður Pétursson og leik í deildinni til þessa og unnu sannfærandi sigur. Stðan í leikhléi var 2:0 fyrir ÍR. Eyjamenn voru á hælunum allan tímann og varla hægt að tala um að þeir hafi fengið marktækifæri í leiknum. Áhugaleysi og deyfð var yfir leikmönnum liðsins og stóð varla steinn yfir steini. Með slíkum leik fá þeir ekki mörg stig í sumar. Heimir Karlsson var hetja ÍR- inga í gærkvöldi. Skoraði fysta markið á 25. mínútu eftir horn- spyrnu. Hann bætti öðru markinu við fjórum mínútum síöar með Ríkharður Garðarsson mörk heimamanna. Huginn frá Seyðisfirði vann í vik- uni Val frá Reyðarfirði í sama riðli með fjórum mörkum gegn einu og skiptu þeir Valdimar Júlíusson og Sveinbjörn Jóhannsson mörkum Seyðfirðinga bróðurlega á milli sín. 1. deild kvenna: glæsiskalla eftir fyrirgjöf frá hægri. Hann gerði svo endanlega út um leikinn með marki af stuttu færi eftir stungusendingu frá Þorvaldi Steinssyni um miðjan seinni hálf- leik. Hann átti einnig skot i slá, þannig að mörkin hefðu alveg eins geta orðið fjögur. Heimir var bestur, sérstaklega glúrinn við að þefa uppi marktæki- færi og heldur bolta vel. Kristján Halldórsson, Hlynur Elísson og Karl Þorgeirsson stóðu sig einna vel hjá ÍR. Leifur Hafsteinsson og Elías Friðriksson voru einu Ijósu punktarnir í liði ÍBV. Dómari var Stefán Jón Sigurðs- son og dæmdi hann þokkalega, lét of mikið stjórnast af köllum leik- manna. Hann gaf Sigurfinni Sigur- jónssyni rauða spjaldið fyrir að spark í andlit Bergs Ágústssonar. Brot sem ekki eiga að sjást í knatt- spyrnunni, en eru of algeng og spurning hvort refsingin ætti ekki að vera þyngri. Maður leiksins: Heimir Karlsson, ÍR. Vajo SIGLFIRÐINGAR urðu fyrstir til aö leggja Víkinga aö velli f 2. deild karla á Siglufirði f gærkvöldi. KS sigraði með 3 mörkum gegn einu og er nú f 2. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir. Það voru Víkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 10. mínútu. Einar Einarsson gerði það með skalla af stuttu færi. Aðeins þrem- ur mínútum síðar jafnað Jónas Bjórnsson fyrir KS af 20 metra færi beint úr aukaspyrnu. Ólafur Agnarsson bætti öðru markinu við fyrir heimamenn á 21. mínútu. Fékk þá boltann út eftir þrumuskot Jónasar, sem markvörður Víkings hélt ekki, og skoraði með viðstöðu- lausu skoti frá vítateig. Þannig var staðan í hálfleik. í upphafi seinni hálfleiks áttu Víkingar nokkrar sóknir, en framlína þeirra var bitlaus og nýtt- ust þær því ekki. Siglfirðingar bættu þriðja markinu við 9 mínút- um fyrir leikslok. Ólafur Agnarsson lék þá í gegnum vörn Víkings og skoraði af stuttu færi. Leikurinn var spennandi og oft sáust góðir samleikskaflar. Víking- ar virkuðu léttir og léku oft vel á milli sín, en KS-ingar voru sterkir fyrir og stöðvuðu flestar sóknarlot- ur þeirra og unnu verðskuldað. Ölafur Agnarsson og Hafþór Kolbeinsson voru bestu leikmenn KS, en Jóhann Þorvarðarson var bestur Víkinga. Maður leiksins: Ólafur Agnarsson, KS. E.R. Fj.Isikja u J T Mörk Stig VÍKINGUR 4 3 0 1 6: 5 9 KS 4 2 1 1 7: 5 7 ÞRÓTTUR 3 2 0 1 6:4 6 EINHERJI 3 1 2 0 4:3 5 SELFOSS 4 1 2 1 5: 6 5 ÍR 4 1 1 2 7:7 4 UBK 4 1 1 2 3:5 4 ÍBV 4 1 1 2 5:8 4 ÍBÍ 3 1 0 2 5: 5 3 LEIFTUR 3 1 0 2 3: 3 3 Stjarnan hafði betur - þegar nýliðarnir f 1. deild mættust Mörg mörk í G-riðli Enn tapar Stuttgart Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur-Þýskalandi. Tveir leikir fóru fram f l.deild kvenna í kærkvöldi. f Garðabæ áttust viö nýliðarnir f deildinni, Stjarnan og KA, og endaöi viður- eignin með sigri Stjörnunnar 3:1. A Akranesi unnu svo heimamenn stórsigur á lið! fBK 6:0. Stjörnustúlkur unnu þrjú dýr- mæt stig í gærkvöldi er þær unnu KA. Leikurinn endaði 3:1 eftir að staðan í hálfleik var 2:1. Leikurinn sem var ekki sérlega vel leikinn, einkenndist mest af baráttu og hnoði á miðjunni. Það var Erla Rafnsdóttir sem átti fyrsta markið í leiknum. Gefið var fyrir mark KA. Markvörður KA virtist hafa boltann og engin hætta vera, en Erla gafst ekki upp og náði boltanum á undan markmanninum og renndi honum í netið. Það var svo Hrund Grétarsdóttir sem skor- aði annaö mark Stjörnunnar. Hún fékk góða sendingu út á hægri kanntinn, lók honum inn í teiginn hjá KA og skoraði fram hjá mark- manni KA sem kom út á móti. Litlu munaði að Valgerður Jónsdóttir næði að minnka muninn fyrir KA er gott skot hennar beint úr auka- spyrnu lenti í markslá Stjörnunnar. Mark KA kom þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn. Eftir misheppnað útspark frá marki Stjörnunnar náði Eydís Marinósdóttir boltanum og renndi honum örugglega í netið. 2:1 í hálfleik. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik og skiptust liðin á að sækja þó svo liðunum tækist ekki að skapa sér veruleg mark- tækifæri. Það var svo þegar um tíu mínútur voru til leiksloka að Guðný Guðnadóttir komst ein inn fyrir vörn K/>. en markvörðurinn tók til þess ráðs aö brjóta á henni og dæmd vítaspyrna sem Erla Rafns- dóttir skoraði af miklu öryggi úr. Staðan orðin 3:1 og sigur Stjörn- unnar í höfn. Litlu munaði þó að KA næði að bæta við einu marki í lokin er Hjördís ölfarsdóttir komst ein inn fyrir vörn Stjörnunnar en hún var of lengi að skjóta og Erla náði að komast fyrir boltann. Skagastúlkur betri á heimavelii A Akranesi í blíðskapar veðri áttust við lið (A og IBK. Það var fyrst og fremst stórgóð- ur leikur (A í fyrri hálfleik sem færði þeim sigurinn í leiknum. Leikmenn liðsins nutu þess að spila í veður- blíöunni og skoruðu mörg góð mörk, flest eftir vel útfærð sam- spil upp eftir köntunum, sem enduðu svo með fyrirgjöfum fyrir mark IBK. Síðari halfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri og var þá þó nokkuð um baráttu og hnoð á miðj- unni. Mörk IA skoruðu þær Halldóra Gylfadóttir 2, Laufey Sigurðardótt- ir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Jónína Víglundsdóttir og Guðrún Gísla- dóttir eitt mark hver. -EL STUTTGART mátti í gærkvöldi þola sitt fimmta tap í röð í vest- ur-þýsku knattspyirnunni. Liöiö heimsótti Frankfurt og tapaði 3:1. „Stuttgart hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur," sagði þulur sjónvarpsins er leikurinn var sýnd- ur þar í gærkvöldi og líklega veröa þeir að sætta sig við slakt sæti í lokatöflunni og stóll þjálfarans er nú orðinn ansi valtur. Þeir geta þó bjargað miklu með því að vinna Bayern um næstu helgi. Falkenmeier skoraði úr víta- spyrnu snemma í fyrri hálfleik og var hún frekar vafasöm. Allgöwer jafnaði metin með stórglæsilegu marki. Hann tók aukaspyrnu af um 40 metra færi og sendi boltann efst í markhornið. Eftir markið sóttu leikmenn Stuttgart mun meira en það voru þó heimamenn sem skoruðu. Michael skoraði fyrst eftir horn- spyrnu sem Immel markvörður hefði átt að taka og skömmu fyrir leikslok skoraði hann síðan annað mark sitt. Bochum og Schalke léku einnig í gærkvöli og lauk leiknum með 1:1 jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.