Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 64
— Viðlaga þjónusta ttrgtmJiIfifeUg Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa ♦ SUZUKI LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 VEM) í LAUSASÖLU 50 KR. Háskóli íslands: Tvítugur dux í stærð- fræði Hlaut hæstu ein- kunn sem gefin hefur verið við deildina HÁSKÓLI íslands útskrifar í dag ungan stærðfrœðing, Finn Lár- usson. Finnur útskrifast með einkunnina 9,4 og er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið i verkfræði- og raunvísindadeild. Finnur er tvítugur að aldri og útskrifaðist frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1985. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins sótti Finnur um náms- vist og styrk í fímm bandarískum háskólum og fékk jákvætt svar frá þeim öllum. Meðal þeirra er Har- vard-háskólinn. Finnur mun hins vegar hafa tekið boði háskólans í Chicago, þar eð hann bauð best og honum leist betur á námsmöguleika þar. Harvard sótti hins vegar stíft að fá Finn til sín og bauð jafnhátt og Chicago. Finnur mun hins vegar vera ákveðinn í þvi að að fara til Chicago, þar sem námið þar henti betur. Hann hyggst leggja stund á hreina stærðfræði. Heyskapur íKjósinni Morgunblaðið/RAX Þar sem vel viðrar er heyskapur kominn vel á veg. Með aukinni tækni og afkasta- meiri vélum, dugar bændum mun skemmri tími en áður til að koma heyjum í hús. Á þessari mynd, sem tekin var á föstudag, er verið að flytja svokallaða rúllubagga af túnum á Neðri-Hálsi f Kjós, en rúllu- baggarnir eru meðal annars tákn nýrra aðferða við heyskap. Slj órnarmyndun: Forseti Islands krefst niðurstöðu um helgina Formennirnir gefa sér daginn í dag til ákvörðunar Finnur Lárusson FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lét í gær í ljós óþolinmæði við formenn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks yfir því hversu stjórnarmyndun- arviðræður hafa dregist á lang- inn án þess að niðurstaða fáist. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að hún hafi krafist þess að það verði ráðið nú um helgina hvort ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks verður mynduð eða ekki. Formenn flokkanna þriggja hitt- ust ekki allir saman í gær, en Jón Baldvin átti fund með formönnum hinna fíokkanna hvorum í sínu lagi Alþjóða hvalveiðiráðið: íslendingar hætti hval- veiðum í vísindaskyni Erum ekki bundir af áiyktunum ráðsins, segir Halldór Ásgrímsson ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið sam- þykkti í gær tillögu um að fallast ekki á áætlun íslendinga um hvalveiðar i visindaskyni vegna þess að íslendingar uppfylltu ekki fullkomlega skilyrði um leyfi til vísindaveiða og hefðu ekki gefið fullnægjandi upplýs- ingar um gildi veiðanna. Einnig var lagt til að ríkisstjórn íslands afturkalli leyfi til sérstakra vísindaveiða þar til vfsindanefnd ráðsins hefur fengið nægilega skýr svör við spurningum og efa- semdum sem þar hafa vaknað. Ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins lauk í Boumemouth í gær. Að fundinum loknum efndi íslenska sendinefndin til óformlegs fundar nokkurra þjóða þar sem lögð var áhersla á að íslendingar vildu vera í samstarfí við ákveðnar þjóðir um framhald málsins. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra kvaðst í gær vera mjög óánægður með þessa sam- þykkt. Hann sagði hana vera til komna vegna þess að Bandaríkja- menn hefðu unnið ákveðið að því að slík ákvörðun yrði tekin á fundin- um. Hann benti þó á að hér væri um ályktunartillögu að ræða, sem væri ekki bindandi fyrir íslendinga á nokkum hátt vegna þess að hún ætti sér ekki stoð í samþykktum eða stofnsamningi ráðsins. Alvar- legast væri að hætta væri á að Bandaríkjamenn notuðu ályktunina til að beita íslendinga þrýstingi. Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra lýsti yfír vonbrigðum sínum með niðurstöðu fundarins og sagði að hana yrði að meta vand- lega. Hann vildi ekki leiða getum að því hvort samþykktin hefði áhrif á samband íslands og Banda- ríkjanna. Siá nánari fréttir á bls. 26. og þeir Steingrímur og Þorsteinn hittust einnig. Helsta ágreinings- málið nú er skipting ráðuneyta, og sú krafa Þorsteins að Sjálfstaeðis- flokkur fái í sinn hlut bæði fjár- mála- og viðskiptaráðuneyti. Hann gerði þá kröfu þegar hann lét af kröfunni um forsætisráðuneytið, sem þeir Steingrímur og Jón Bald- vin bítast nú um. Steingrímur og Jón Baldvin vilja að Sjálfstæðis- flokkurinn falli frá kröfunni um viðskiptaráðuneytið, þannig að stjómun fjár- og efnahagsmála geti í jpriggja flokka stjóm verið á hendi allra flokkanna. Þessu hafnaði Þor- steinn í gær, en Jón Baldvin mun reyna til þrautar í dag að ná sam- komulagi við formenn hinna flokk- anna um skiptingu ráðuneytanna. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að forseti íslands hafí átt fímd með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær og greint frá því að hún vildi að endan- leg niðurstaða fengist nú um helgina. Sömuleiðis mun forsetinn hafa greint Jóni Baldvin, sem leiðir viðræðumar, frá þessu sjónarmiði sínu símleiðis í gærkveldi. Að fengnum þessum upplýsing- um, munu formennimir sammála um að þeir geti ekki dregið það lengur en til kvölds að fá úr því skorið hvort af myndun þessarar ríkisstjómar verður eða ekki. Sjá Af innlendum vettvangi: Orrustan um ráðherrastólana i algleymingi bls. 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.