Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 39
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 39 Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Finnarnir ásamt þeim Sigurði Oddi Ragnarssyni og Snorra Stef- ánssyni. Reykholtsdalur: Kynna íslenskum refa bændum nýja aðferð Kleppjárnsreylgum. ÞRÍR finnskir líffræðingar, dr. Seppo Pasanen, Mariláinen Souko og Wilponen Jorma, voru hér á ferð í síðustu viku. Tilgangur ferðarinnar til ís- lands var að kynna íslenskum refabændum nýja aðferð við refasæðingar. Einnig voru þeir að kynna sér smiði íslenskra refahúsa, en þau eru ódýrari en finnsk hús og hafa reynst sérlega vel. Tveir íslenskir refabændur fóru til Finnlands í fyrra til að kynna sér refasæðingar hjá þessum aðilj- um. Það voru þeir Sigurður Oddur Ragnarsson frá Oddsstöðum og Snorri Stefánsson, Lundum. Sig- urður Oddur sagðist hafa sætt 12 læður með þessari aðferð og hefðu þær allar verið með hvolpum í vor. Sama var að segja hjá Snorra, að 95% af læðunum sem sæddar voru voru með hvolpum. Læðurn- ar eru sæddar með sæði úr silfurr- ef og eru hvolpamir undan bláref og silfurref óftjóir.en skinnin af þessum blendingum eru 3 sinnum verðmeiri en blárefsskinnin. Munurinn á þessari aðferð og þeirri norsku sem aðallega hefur verið notuð hér er sá, að bóndinn getur sætt læðurnar sjálfur heima hjá sér en með norsku aðferðinni verður dýralæknir að framkvæma sæðinguna og þarf venjulega að ferðast með dýrin til hans og er það bæði kostnaðarsamt og tímaf- rekt. Það nýjasta er að sett er efni saman við sæðið þannig að hvolp- amir sem fæðast eru nær ein- göngu högnar og fást þannig verðmeiri skinn. „Arangur þeirra Snorra og Sigurðar er mjög góður og betri en okkar,“ sagði Seppo Pasanen, en það má ekki gleyma því að fjöldi sæddra læða í Finnl- andi á þeirra vegum er um 20.000, en 50 á íslandi. „Framtíðin verður þessi finnska aðferð," sagði Wilponen Jorma, „hún er bæði ódýrari og fyrir- hafnarminni og umfram allt miklu betri meðferð á dýrinu sjálfu.“ Hér komum við! Kjötvinnsla K.B. kynnir ýmsa gæða kjötvöru undir nafninu BORGARNES m.a. Kryddlamb og hina vinsælu Hamborgarsteik. Við segjum: Borgarnes er betra! KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ Komið á BU 87 og kynnist því. KAUPFÉLAGS BORGFIRÐINGA MJÓLKURSAMLAG BORGFIRÐINGA Borgarnesi - Síml 93-71200 Borgarnesi - Sími 93-71200 — Já við erum mættir á BÚ 87 til að kynna hluta af fram- leiðslu okkar. Mjólkurbú Borgfirðinga kynnir M.S. ávaxtagrauta: jarðaberja, skógarberja, sveskju og síðast en ekki síst kiwi og stikkilsberjagraut. Auk þess kynnum við hinar ljúffengu BORGARNES Pizzur og nú höfum við bætt í hópinn Pizzu með Pepperoni. Líkamsrækt J.S.B. Suðurver Stutt og strangt 24. ágúst - 3. september. 4x íviku. Síðasta sumamámskeið. Sími 83730 Haustnámskeiðin hefjast 7. sept. Lokaðirflokkar Staðfestið pantanir í september fyrir vetramámskeið. \ \ \ \ Líkamsrækt J.S.B. Hraunberg Opnum aftureftirsumarfrí. Kennsla hefst í dag. Vertu með og hríngdu strax ísíma 79988 Haustnámskeiðin hefjast 7. sept.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.