Morgunblaðið - 18.08.1987, Page 62

Morgunblaðið - 18.08.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 Undirtektir áhorfenda og þátttaka þeirra var mikil á heimsmeistaramótinu. Áhorfendur hafa aldrei fyrr látið svo mikið í sér heyra og ^ar greinilegt að menn skemmtu sér vel. Islendingar unnu fjóra heimsmeistaratitla Hestar Sigurður Sæmundsson var fjórði í fimmgangi á Kolbeini frá Sauðár- króki. Valdimar Kristinsson Weistrach, frá Valdimar Kristinssyni. ÞAÐ VAR magnþrungin spenna í loftinu þegar Sigurbjörn Bárð- arson sigraði í töltinu á heims- meistaramótinu í Weistrach síðdegis á sunnudag. Fagnaðar- læti íslensku mótsgestanna og annarra voru slík að annað eins hefur ekki heyrst á fyrri mótum. Það féll í hlut Gunnars Bjarna- sonar, heiðursforseta FEIF, að afhenda Sigurbirni tölthornið sem Islendingar voru orðnir langeygir eftir. Sigurinn í töltinu var án efa topp- urinn á annars frábærum árangri íslenska liðsins. Reynir Aðalsteins- son vann þijá heimsmeistaratitla eins og hann hafði ætlað sér. Vann hann báðar skeiðgreinarnar og varð hann jafnframt stigahæstur kepp- enda á fimmgangshesti. Hafliði Halldórsson varð fimmti í tölti og Sigurður Sæmundsson fjórði í fimmgangi. Erling Sigurðsson varð annar í gæðingaskeiði og þriðji í 250 metra skeiði. Benedikt Þor- björnsson varð sjötti í fimmgangi og eins og áður hefur komið fram voru Islendingar súrir yfir að hann skyldi ekki komast í A-úrslitin því Walter Feldmann Þýskalandi var of hátt dæmdur og fékkst greinileg staðfesting á því í úrslitunum. Sævar Haraldsson var í B-úrslit- um í bæði tölti og fjórgangi. Hafnaði hann í áttunda sæti í tölt- inu og tíunda í fjórgangi. Frammi- staða Islendinganna nú er að öllum líkindum sú besta fram til þessa en þó hafa áður unnist fjórir HM/EM-titlar í Roderath ’83 en nú unnum við töltið og það gerir sigur- inn enn sætari. Gestgjafarnir, Austurríkismenn, áttu góðu gengi að fagna í keppn- inni og voru þeir með þrjá efstu keppendur í fimmgangi en þeir eru með óhemju sterka fimmgangs- hesta og hafa þeir yfirtekið forystu íslendinga í þessari grein að minnsta kosti í bili. Sigurvegari varð Peter Schröder en hann keppti á hryssunni Astu frá Birkenhain. Fékk hann einnig viðurkenningu fyrir góða reiðmennsku og var hann vel að henni kominn. Þjóðverjar áttu ekki eins góðu gengi áð fagna nú og áður en eigi að síður sigruðu þeir í fjórgangi og var þar að verki Bernd Vith. Er þetta í fjórða skipti sem hann vinnur þessa grein. Karly Zingsheim varð stigahæstur kepp- enda á fjórgangshesti og landi hans Helmut Lange sigraði í hlýðni- keppninni en Karly varð annar, báðir með framúrskarandi góðar sýningar. Af gengi annarra þjóða má nefna að Norðmönnum gekk frekar illa, mun lakar en á síðasta móti. Þó unnu þeir víðavangshlaup- Reynir Aðalsteinsson sigraði báðar skeiðgreinarnar á mótinu á Spóa og varð stigahæstur keppenda á fimmgangshesti. Þar með hafði hann hlotið þrenn gullverðlaun eins og hann ætlaði sér. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Sigurvegarinn í fimmgangi, Peter Schröder á Astu frá Birkenhaim. Tölthomið loks- ins á heimleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.