Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 3 Skorið á dekkog sprautað lakki TVÆR bifreiðar voru skemmdar á bUastæði við Kríuhóla í Reykjavík aðfara- nótt sunnudagsins. Skorið var á alla hjólbarða bif- reiðanna tveggja, sem eru af gerðunum Lada og Skoda. Þá höfðu skemmdarvargamir einnig sprautað lakki úr úðabrúsum yfir bifreiðamar. Báðar era þær í eigu sama mannsins, en aðrar bifreiðar á stæðinu vora látnar eiga sig. Lögreglan í Reykjavík hefur hug á að ræða við þá sem kynnu að geta gefíð upplýsingar um málið. 1NNLENT Kærði árás KONA í Reykjavík kærði á laugardag fyrrverandi sam- býlismann sinn fyrir iíkams- árás. Konan hafði farið á vinnustað mannsins til að ræða við hann. Til einhverra átaka kom og skall konan í jörðina og hlaut af heila- hristing. Reykjavík: Morgunblaðið/Ámi Sæberg Framkvæmdir hitaveitunnar á Nesjavöllum Hafin er smiði stöðvarhúss við orkuveitu Hitaveitu millljónir króna. Verkinu á að ljúka fyrri hluta vetrar. Hluti Reykjavíkur á Nesjavöllum og er það Byggðaverk sem sér hússins verður stálgrindarhús sem sett verður upp í vetur um uppsteypu þess. Áætlaður kostnaður við hana er um 35 ef veður leyfir. DalvHdngur stungixm í brj óstið með hnífi TIL átaka kom milli 27 ára ís- lendings og 24 ára Portúgala á Dalvík aðfaranótt laugardagsins. Dró sá síðarnefndi upp hníf og stakk íslendinginn í bijóstið vinstra megin. Meiðsli mannsins reyndust minni en talið var í fyrstu og er hann úr allri hættu. Atburðurinn átti sér stað fyrir utan félagsheimilið Víkurröst eftir dansleik á föstudag. Portúgalinn, sem hefur að undanfömu starfað á Dalvík, lenti í einhveijum ýfíngum við menn fyrir utan. Hann réðst sfðan að íslendingnum og skallaði hann með enni í andlitið. Síðan dró hann upp svokallaðan fjaðurhníf, sem er þeim eiginleikum búinn að hnífsblaðið skýst fram úr skaftinu þegar þrýst er á fjöður. Hann lagði til íslendingsins, sem fékk sár á bijóstið vinstra megin. í fyrstu virt- ist sem íslendingurinn væri alvar- lega særður, en síðar kom í ljós að meiðsli hans voru minni en á horfð- ist og hefur hann nú fengið að fara heim af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Portúgalinn hefur verið úrskurð- aður í 14 daga gæsluvarðhald, en málið er í rannsókn hjá rannsóknar- lögreglunni á Akureyri. Landsamband sjálfstæðiskvenna: Kona verði forseti sameinaðs þings Á þriðja tug stúta und- ir stýri um helgina UM helgina tók lögreglan í Reykjavík 23 ökumenn sem voru grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn Arnþórs Ingólfssonar, yfirlögregluþjóns, er þessi tala óvenju há, sérstaklega þar sem lögreglan var ekki með sérstakar aðgerðir til að hafa hendur í hári ölvaðra ökumanna. „Frá klukkan tvö aðfaranótt laugardags til sama tíma aðfara- nótt mánudags voru þessir 23 ökumenn stöðvaðir, en þó vorum við ekki með sérstaka herferð í gangi," sagði Amþór. „Þar með höfum við stöðvað 746 ökumenn vegna gruns um ölvun í Reykjavík á þessu ári, sem er svipað og undan- farin ár. Við þetta bætist síðan að vegaeftirlitið þarf alltaf að hafa afskipti af slíkum ökumönnum og þá er talan komin upp í 795 hjá lögreglunni í Reykjavík." Amþór sagði að alls konar fólk settist undir stýri eftir að hafa bragðað áfengi. „Fólkið er á öllum aldri og það er oft að koma af skemmtistöðum, úr samkvæmum í heimahúsum, eða bara af vinnu- stað,“ sagði Amþór. „Ég held að ástæða þess hversu margir sýna af sér þetta fordæmanlega atferli sé sú, að fólk hugsar ekki um afleið- ingamar. Það heldur kannski að það versta sem getur komið fyrir sé að lögreglan stöðvi það og það missi ökuskírteinið. Það virðist sem færri geri sér grein fyrir að akstur þeirra undir áhrifum getur valdið alvarlegum slysum og þeir verða jafnvel valdir að dauða annarrar manneskju. Akstur undir áhrifum er ekkert einkamál þeirra sem hann stunda," sagði Amþór Ingólfsson, yfírlögregluþjónn. ÞING Landssambands sjálf- stæðiskvenna, sem haldið var á Akureyri um helgina, sam- þykkti einróma að skora á þingflokk sjálfstæðismanna að skipa konu forseta sameinaðs þings þegar Alþingi kemur saman í haust. Embætti forseta sameinaðs þings kom í hlut sjálfstæðismanna í stjórnar- myndunarviðræðum. Að sögn Þórannar Gestsdóttur, formanns Landssambands sjálf- stæðiskvenna, fór hún 27. ágúst síðastliðinn ásamt Maríu E. Ingvadóttur, formanni Hvatar, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík á fund Þorsteins Páls- sonar, forsætisráðherra, og afhentu þær honum bréf þar sem farið var fram á að önnur kvenn- anna í þingflokknum yrði skipuð forseti sameinaðs þings. Þessi tillaga var síðan tekin upp og borin fram á þingi Landssam- bandins nú um helgina af sex stjómarkonum í Vöm, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri. Til- lagan var samþykkt samhljóða en sjálfstæðiskonur á ísafírði sátu hjá við afgreiðslu hennar. „Ég tel mikla möguleika á að þetta náist í gegn,“ sagði Þórann Gestsdóttir. „Það era mjög frambærilegir kvenmenn sem þama era í boði. Ragnhildur Helgadóttir hefur ver- ið ráðherra og forseti neðri deildar og Salome Þorkelsdóttir er nú forseti efri deildar." Sjá fréttir af þinginu á blað- síðu 76 og 77. Tvær konur slösuðust í hörðum árekstri TVÆR konur slösuðust í mjög hörðum árekstri á veginum milli Keflavíkur og Garðs á sunnudag. Bifreiðar þeirra eru mjög illa farnar, ef ekki ónýtar. Áreksturinn varð með þeim hætti að önnur konan, sem var að koma frá Keflavík, missti bifreið sína út af bundnu slitlagi vegarins hægra megin. Þegar hún reyndi að sveigja aftur inn á veginn tókst ekki betur til en svo að bifreiðin fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti beint framan á annarri. Við áreksturinn valt önnur bifreiðin og kastaðist út af veginum. Önnur konan slasaðist mikið, er meðal annars brotin á báðum fótum og skorin í andliti, en hin konan meiddist minna. Árviss ólæti unglinga í miðbænum: Lögreglan í viðbragðsstöðu „ÁSTANDIÐ var vissulega slæmt í miðbænum um síðustu helgi, en lögreglan átti von á að til tíðinda drægi og var því eins vel viðbúin og hægt var,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglusljóri i Reykjavík, en annasamt var hjá lögreglu í miðbænum á föstu- dags- og laugardagskvöldið. Böðvar sagði að sér virtist sem unglingar söfnuðust alltaf saman í miðbænum rétt áður en skólar byijuðu að nýju eftir sumarfrí. „Lögreglan hafði meiri viðbúnað en áður, en það dugði bara ekki til. Ég vona bara að það sé rétt hjá okkur að þessi ólæti megi relqa til þess að unglingamir vilji létta á sér áður en þeir setjast að nýju á skólabekkinn, því ég vil svo sannarlega ekki að ástand- ið verði svona allar helgar. Lögreglan á hins vegar erfitt með að efla eftirlit í miðbænum, til þess höfum við hvorki mannafla né toekjabúnað." Á föstudagskvöld var ungur maður særður á hálsi með hníf eða rakvélablaði. Árásarmaðurinn er ófundinn og kann sá sem varð fyrir barðinu á honum enga skýr- ingu á verknaðinum. Böðvar sagði að undanfarin ár hefði orðið veru- leg aukning á fólskulegum árásum. „Ég kann enga skýringu á þessu og bið fólk um að velta þessu fyrir sér. Þá getum við ef til vill fundið skýringu i samein- ingu. Ég er hins vegar hlynntur þeirri stefnu yfírvalda hér að lög- reglan skuli ekki bera vopn við skyldustörf, eins og er víða erlend- is,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri, að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.