Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 16

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Lloyds skákmótið: Þröstur náði öðrum áfanga ÞRÖSTUR Þórhallsson náði sér í annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í skák á Lloyds skákmótinu í London sem lauk í gær. Þresti tókst þó ekki að vinna til verðlauna en endaði i kringum 15. sætið með 6,5 vinn- inga af 9 mögulegum. Hannes Hlífar Stefánsson fékk einnig 6,5 vinninga á mótinu en tefldi ekki við eins sterka andstæðinga og Þröstur og fékk þvi ekki titilá- fanga. Þröstur var búinn að tryggja sér áfangann fyrir síðustu umferð mótsins en hann tapaði verðlauna- sætinu þegar hann tapaði fyrir bandaríska stórmeistaranum Fed- orovicz. Hannes Hlífar vann hins- vegar sinn andstæðing í síðustu umferðinni, alþjóðlegan meistara frá Pakistan. Jón G. Viðarsson en- daði með 5,5 vinninga en hann gerði jafntefli í síðustu umferð. Stórmeistaramir Chandler frá Bretlandi og.Wilder frá Banda- ríkjunum voru efstir og jafnir með 8 vinninga. Sex skákmenn voru síðan jafnir í 3.-8. sæti með 7,5 vinninga, þeir Fedorovicz, Benja- min, Kudrin og Dlugy, allir frá Bandaríkjunum, Rodgers frá Nýja Sjálandi og Plasket frá Bretlandi. Alls tóku um 180 manns þátt í mótinu, þar af 9 stórmeistarar og 20 alþjóðlegir meistarar. Þröstur Þórhallsson sagði í gær- kvöldi að þetta mót hefði verið hugsað sem upphitun fyrir íslands- mótið sem hefst 15. september, sennilega á Akureyri. Þröstur sagð- ist eiga möguleika á að ná þriðja og síðasta áfanganum að alþjóðlega meistaratitlinum þar því útlit væri fyrir að 2-3 stórmeistarar og al- þjóðlegir meistarar tækju þar þátt. Sjá ennfremur skákþátt á bls. 69. Verðlagsnefnd landbúnaðarins: Hækkun á mjólk, nauta- og hrossakjöti Agreiningur um verðlagningn sauð- fjárafurða NÝR verðlagsgrundvöllur fyrir kúabú var ákveðinn á fundi verð- lagsnefndar landbúnaðarins á miðvikudagskvöld. Nýtt verð tekur gUdi 1. september. Hækkun á verði mjólkur og naut- gripagjöts til bænda nemur um 1,5% frá júníverði. Eftir hækkunina fá bændur 29,80 kr. fyrir hvem mjólkurlítra, 241,70 kr. fyrir kílóið af nautakjöti f 1. verðflokki og 214,60 kr. fyrir 2. verðflokk. Einnig var ákveðið nýtt verð til bænda á hrossakjöti og nemur sú hækkun 13—33%, en bestu flokkar folaldakjöts hækka mest. Ekki náðist samkomulag í nefnd- inni um verð á sauðíjárafurðum og var málinu vfsað til yfimefndar. í desember sl. kom upp ágrein- ingur í nefndinni um það hvort eðlilegt væri að greiða bændum verðbætur fyrir birgðir ársflórð- ungslega eftir að farið var að staðgreiða bændum sauðflárafurð- ir, en samkvæmt nýju lögunum fer lokauppgjör við bændur fram í síðasta lagi 15. desember ár hvert. Málinu var þá vísað til yfimefndar sem dæmdi þetta löglegt. Að sögn Baldurs Óskarssonar fulltrúa neytenda í nefiidinni telja þeir nú að líta beri á þessar verð- bætur sem fyrirframgreiðslu fyrir næsta verðlagsár sem hefst 1. sept- ember. Ástæðan sé sú að með þessum verðbótum hafi bændur raunvemlegar tekjur af vöm sem þeir em búnir að selja og hafa feng- ið að fullu greidda. Fulltrúar neytenda telja að nú eigi að draga 124.200 krónur á meðalbú frá tekjulið verðlagsgmndvallarins þar sem bændum hafi verið greiddar tæplega 200 milljónir króna í bætur vegna birgða. Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sagði að fulltrúar bænda í nefndinni telji að ef farið yrði eftir þessum hugmyndum neytenda væri verið að svipta sauðfjárbændur allri hækkun sem orðið hefur á launum og kostnaði að undanskildu tfmabil- inu frá 1. júní til 1. september. Fyrirlestur um samskipti for- eldra og bama FYRIRLESTUR fyrir almenn- ing um samskipti foreldra og barna verður fluttur i Bústaða- kirbju þriðjudaginn 1. septem- ber klukkan 20.30. Fyrirlesari er Dr. Thomas Gordon, kunnur bandariskur sálfræðingur. Dr. Gordon dvelst hér á landi dagana 31. ágúst til 5. september og samhliða þessari heimsókn gef- ur Almenna bókafélagið út bók hans, Samskipti foreldra og bama - að ala upp ábyrga æsku. Þýð- andi er Ingi Karl Jóhannesson og bókin verður til sölu á fyrirlestrar- staðnum. í fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu segir meðal annars að Dr. Thomas Gordon sé heims- frægur sálfræðingur fyrir nám- skeið sín, nýjar aðferðir í uppeldismálum og bækur um sama efiii. Bækur hans eru námsefni í kennara- og uppeldisskólum víða um heim, m.a. hér á landi í kenn- araháskólanum, fósturekólanum og háskólanum. Með dr. Gordon hér á landi er Morgunblaðið/Þorkell Tómas Guðnason eigandi Ingólfsbrunns er fremst á myndinni og fjær má sjá Guðbjörgu Þorsteins- dóttur afgreiða viðskiptavini. Nýr eigandi að Ingólfsbrunni EIGENDASKIPTI urðu nýlega á hinum þekkta kaffi- og mat- sölustað Ingólfsbrunni í kjall- ara Miðbæjarmarkaðarins, Aðalstræti 9. Hinn nýi eigandi er Tómas Guðnason mat- reiðslumeistari, sem rak Kokkhúsið við Lækjargötu til fjölda ára. Tómas hyggst reka staðinn áfram með svipuðu sniði. Boðið er upp á smurt brauð, kaffi og kökur allan daginn og heitan mat í hádeginu. Þá verður ennfremur heimsendingarþjónusta á smurðu brauði til fyrirtækja og einstakl- inga. Áform eru uppi um breyt- ingar og endurbætur á staðnum og að þeim framkvæmdum lokn- um er áformað að auka íjölbreytni í veitingum. Tómas Guðnason lærði mat- reiðslu í Naustinu og hefur síðan unnið á nokkrum stöðum, t.d. Aski og í Kokkhúsinu, sem hann rak í 13 ár. Nýtt tölvuforrit fyrir innflytiendur: Auðveldar tollútreikninga með hliðsjón af nýju tollalögunum NÝTT tölvuforrit, sem miðar að þvi að auðvelda og bæta gerð aðflutningsskýrslu, hefur nú ver- ið hannað og sett á markað. Forritið, sem ber heitið „Toll- meistarinn“ , er hannað með hliðsjón af nýju tollalögunum, sem taka gildi frá og með degin- um í dag, 1. september, og er einkum hugsað fyrir innflytjend- ur og þá sem vinna við tollút- reikninga. „Tollmeistarinn" er hannaður af Níels Einaresyni, en undanfarin 2 ár hefur hann unnið við endurskoð- kona hans Linda Adams. Hún mun halda fyrirlestur í Átthagasal Hót- el Sögu fimmtudaginn 3. septem- un tollskjala hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Að sögn Rúnare Georgs- sonar, sölustjóra forritsins, er hér um að ræða mikla hagræðingu og tímaspamað fyrir þá sem vinna við tollútreikninga, ekki síst þar sem nýju tollalögin muni gera auknar kröfur um frágang og gerð aðflutn- ingsskýrelu auk þess sem búast megi við að margvíslegar breyting- ar verði gerðar á reglum um tollaf- greiðslu fram að áramótum. „Samkeppnin fer harðnandi og enn meiri kröfur verða gerðar til inn- flytjenda með þessu nýja kerfí ber klukkan 20.30. Fyrirlestur hennar heitir Sjálfstyrking - ákveðni - mannleg samskipti. þannig að ljóst er að illa unnin skýrsla mun tefja fyrir afgreiðslu hjá tollembættinu og fyrirejáanlegt að margir „fúskarar" falla úr leik,“ Hann sagði að nýja forritið væri sérstaklega gert til að auðvelda mönnum tollskýrelugerð, þannig að forritið spyr spuminga lið fyrir lið, og kemur með athugasemdir sé ekki rétt svarað. Forritið minnir einnig á þau fylgiskjöl sem krafíst er fyrir hinar ýmsu vörutegundir. Rúnar sagði að forritið væri afar einfalt í notkun, jafnvel fyrir þá sem væm að stíga sín fyrstu spor inn í tölvuöld með tölvuvæðingu fyrir- tækisins. „Það er sniðið eftir þörfum innflytjenda og uppfyllir kröfur tollembættisins um frágang. Það má vþí segja að í því felist tíma- spamaður upp á hálfan til einn starfskraft, eftir því hvað fyrirtæk- ið er stórt," sagði Rúnar. Hann sagði ennfremur að I forritinu væru allar breytingar sem hafa verið gerðar á reglum um tollútreikning og eftireöluþjónusta yrði veitt vegna hugsanlegra breytinga á kerfinu á næstu mánuðum. „Þeir sem em leiðir á athugasemdum frá tollinum ættu að kynna sér þá auðveldu og ódým lausn sem Tollmeistarinn býður upp á, en það verður selt á séretöku kynningarverði út septem- ber fyrir aðeins 6.000 krónur, en kostar annare 18.000 krónur," sagði Rúnar ennfremur. „Tollmeistarinn" er fyrsta forri- tið sem Niels Einarsson hannar fyrir almennan markað en áður hefur hann hannað kerfi og forrit fyrir Bílanaust, sem hafa verið I notkun í 13 ár og er þar meðtalið tollafor- rit, sem var hið fyreta sinnar tegundar hérlendis. Morgunblaðifl/Einar Falur Dr. Thomas Gordon, sem flytja mun fyrírlestur hér á landi um sam- skiptí foreldra og barna, ásamt konu sinni, Linda Adams.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.