Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 17 Jóhann Hjartarson teflir fjöltefli á Reykj avíkurdegi TOMMA hamborgfarar og út- varpsstöðin Stjarnan halda sérstakan Reykjavíkurdag á Lækjartorgi næstkomandi föstu- dag, þann 4. september, kl. 13.30-19.00. Boðið verður upp á hin fjölbreytt- ustu skemmtiatriði en það sem ber hvað hæst er fjöltefli yngsta stór- meistarans okkar, Jóhanns Hjartar- sonar, sem skipulagt er í samvinnu við Skáksamband Islands. Jóhann ætlar að tefla klukku-fjöltefli við heimsmeistara bama, Héðin Steingrímsson, heimsmeistara sveina, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröst Þórhallsson og Davíð ólafs- son, sem báðir hafa náð sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur ■ íslandsmeistara kvenna í skák og nýbakaða Norðurlandameistara í skólaskák, hina öflugu skáksveit Seljaskóla. Með þessu fjöltefli hefst jafn- framt söfnun í sérstakan afrekssjóð Skáksambands íslands til að styðja við bakið á ungum og efnilegum skákmönnum sem vilja afla sér þekkingar og reynslu í þeim harða skóla sem skák á alþjóðavettvangi er. Fyrsta verkefni þessa sjóðs yrði að styðja Jóhann Hjartarson í undir- búningi þeirrar baráttu sem framundan er. Klukku-fjölteflið hefst við útitaf- lið í Lækjargötu kl. 13.30 næsta föstudag og mun borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, leika fyrsta leikinn. (Fréttatilkynning) if Rartek Höganas F L [ S A R og flísaefni = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER VGRÖLDSN S7 \ VGRCLD! M '87 innan veggja LAUGARDALSHÖLL Á sýningunni VERÖLDIN ‘87 hefur Hólmfríður Karlsdóttir innréttað 200 fermetra draumaíbúð að eigin smekk. Valið innréttingar, húsmuni, liti og efni. Þetta erforvitnileg og falleg íbúð smekklegrarnútímakonu. Hér er allt sem tilheyrir einu heimili. -Jafnvelbíllinnásínumstað í bílskýlinu. SJÁIÐ DRAUMAÍBÚÐ HÓFÍAR Hún verður sjálf á staðnum á virkum dögum milli klukkan 18 og 20. Um helgar milli 15 og 17 og aftur milli 20 og 21. j STÓRSÝNING S FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA Opið: Virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.