Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Jóakim fsrael, prófessor í fél- agsiræði í Luadi, hefur tekið upp hanskann fyrir Gnnska sígauna í Svíþjóð. við að koma upp skemmtigörðum fyrir aðskilda kynþætti, einn fyrir þá svörtu, einn fyrir litaða og einn fyrir hina hvítu. „Þú færð ábyggi- lega ókeypis öryggisgæslu hjá lögreglunni þar, sem beitir svip- unni óspart," segir hann í opnu bréfi, sem er mjög harðort, en um leið háðskt. Bertil Karlsson, sem er þekktur fyrir að geta komið fyrir sig orði hjálparlaust, svaraði prófessom- um í blaðaviðtali og bauð honum að vinna hjá sér sem vörður í tvær vikur. Eftir það segist hann ekki efast um að ísrael væri sér sam- mála um sígaunana. En prófessor- inn svaraði að bragði, að hann mundi taka boðinu, ef Karlsson greiddi sér 15 þúsund sænskar krónur, sem hann vill nota til að stofna sérstakan sjóð í því skyni að auðvelda fínnskum sígaunum að aðlaga sig sænsku þjóðfélagi, læra málið og fá atvinnu. „Ég bíð eftir símtali frá Karlsson," sagði prófessor ísrael, sem nú er rétt að komast á eftirlaun, „og þá skal ég gefa honum ókeypis kennslustund í því hvemig maður á að koma fram við náunga sinn.“ Jóakim ísrael, sem áður hefur tekið upp hanskann fyrir sígauna í opinberum umræðum hér í Svíþjóð, segir í bréfí sínu að Karls- son sé sennilega ekki kynþátta- hatari. (En oft er gripið til þess orðs hér í Svíþjóð ef minnihluta- hópar verða fyrir harðri gagn- rýni.) Hann segir að skemmti- garðseigandinn sé ekkert annað en aumkunarverður gróðaseggur, sem hafí séð fram á tap á rekstri garðsins vegna þess hve sumarið kom seint til Svíþjóðar. Með því að ráðast þannig á sígaunana vilji hann fá ókeypis auglýsingu og stuðning þess stóra hóps fólks, sem undir niðri gengur um með fordóma gagnvart sígaunum og vill losna við þá. Sígmmum niisimumð íSvíþjóð ■ Meinaður aðgangur að almenningsgarði ■ „Þeir stela og skemma,“ segir eigandinn Frá Pétri Péturssyni, frétta- ritara Mbl. í Svíþjóð. Umsvifamesti athafnamaður- inn í sænsku skemmtanalífí er án efa Bert Karlsson. Hann rekur fjölda fyrirtækja, sem á einn eða annan hátt, tengjast skemmtana- iðnaðinum, hljómplötuútgáfu, diskótek, skemmtigarða, hótel og margt fleira. Almennt er talað um hann sem konunginn af Skara, en það er einmitt í Skara sem hann hefur miðstöð sína og hefur þar sterka stöðu, enda hefur hann fjölda manns í vinnu og enn fleiri eru á einn eða annan hátt háðir starfsemi hans. Karlsson er um- deildur og segir meiningu sína á stundum óþvegna og hefur þá á stundum stigið á aumar tær. Hann hefur átt í útistöðum við skattlögregluna og það vakti þjóð- arathygli þegar hann sat í varðhaldi vegna rannsóknar skattstjórans á meintum afbrotum og óreiðu í bókhaldi. Ekki sljákk- aði í honum við það og nú hefur hann enn á ný vakið mikla at- hygli fyrir ummæli sín um sígauna. Hér er um að ræða skemmtigarð hans í Skara. Hann vill banna sígaunum aðgang og segir að þeir virði öll lög og allar umgengnisvenjur í garðinum að vettugi og að þeir gangi þar um skemmandi og stelandi. Hann segir að þetta eigi sérstaklega við fínnska sígauna, sem hann segir „að sé hundraðprósent glæpalýð- ur“. Hann hefur ákveðið að vísa þeim frá og aðrir sígaunar verða að sýna nafnskírteini og skilja þau eftir á meðan þeir eru í garðinum, ef þeir vilja fá inngöngu, til þess að „hægara verði um vik að hafa eftirlit með þeim og sækja þá til saka“. Hann segist orðinn þreytt- ur á þvi að þurfa að hafa sérstakt starfsfólk í því að vaka yfír hverju spori þessa fólks svo það laumi sér ekki inn í garðinn án þess að borga og ræni ekki og rupli. Hann bendir á að það sé í sjálfu sér ekki óeðlilegt að börn og ungling- ar laumi sér inn í garðinn án þess að borga, þau séu oft blönk og hann skilji það — en heilu fjöl- skyldurnar, „það eru engir ema sígaunar sem gera slíkt“. Bertil Karlsson, sem er einn stærsti athafnamaðurinn í sænskum skemmtanaiðnaði, vill útiloka sígauna frá skemmtigörðum, sem hann á og rekur. Sænsk lög gegn mis- rétti kynþátta Fyrir þremur árum setti búðar- eigandi í Malmö upp skilti í glugga sínum þar sem stóð: „Sígaunar ekki velkomnir." Hann hafði mar- goft orðið fyrir því að sígaunar stálu vörum í búðinni og sagðist í fæstum tilfellum fá þær eða verðmæti þeirra til baka. Margir búðareigendur tóku í sama streng og almenningsálitið virtist vera á þeirra bandi. Sögur gengu milli manna um að sígaunakonur hefðu innsaumaða leynivasa í svuntum sínum sem þær fylltu með stolnum vörum. En eigandinn var kærður og dæmdur til að greiða um 4.000 kr. í bætur. í sænskum lögum eru ákvæði um ströng viðurlög við að mis- muna fólki vegna þjóðernis, litar- háttar, kynþáttar eða trúar. Þessi ákvæði hafa verið hert með laga- breytingum sem aðeins er árs- gömul. Nú getur sá, sem rekur þjónustufyrirtæki af einhverri gerð, átt á hættu allt að tveggja ára fangelsi, ef sekt hans er sönn- uð. Talsmenn samtaka sígauna hafa að vonum brugðist hart við og kært þessi ummæli og vísað til nefndra laga. Þeir benda á að sígaunar verði hvað eftir annað fyrir aðkasti í þjóðfélaginu á ýms- an hátt og séu niðurlægðir og settir hjá með ýmsum aðferðum sem erfítt sé að henda reiður á þegar til saksóknara er komið, m.a. þegar um atvinnu er að ræða. Það er erfítt að fá vinnu í landinu og þeir benda á að það sé ennþá erfíðara fyrir sígauna en aðra. Þeir eiga því oft erfíðara um vik en aðrir minnihlutahópar að að- lagast sænsku samfélagi. Til er embætti sérstaks um- boðsmanns á vegum hins opinbera sem athugar mál af þessu tagi og hefur sá látið í ljósi áhyggjur sínar vegna yfírlýsinga af þessum toga. Hann kveðst munu taka þetta mál til athugunar og leggja það fyrir saksóknara ef hann sjái ástæðu til. Prófessor svarar fullum hálsi Ýmsir aðrir hafa tekið í sama streng og fullyrt að með þessu sé Karlsson að ýta undir fordóma gagnvart minnihlutahóp og jafn- vel æsa til ofsókna á hendur sígaunum. Daginn eftir áðumefnd ummæli skemmtigarðseigandans fékk hann kærur, m.a. frá einum frammámanni í sænska umhverf- isvemdarflokknum. Einn af þeim, sem tekið hefur upp hanskann fyrir sígaunana, er hinn þekkti prófessor í félags- fræðum við Lundarháskóla, Jóakim ísrael. Hann segir að það sé best að senda Karlsson til Suð- ur-Afríku, þar geti hann unað sér Aðalfundur Hallgrímsdeildar Prestafélags íslands: Sálmar og* notkun þeirra í kirkjulífi og trúboði StvkkÍRhóImi. * Stykkishólmi. HALLGRÍMSDEILD Prestafé- lags íslands hélt aðalfund sinn á Snæfellsnesi helgina 23. til 24. ágúst sl. Hófust fundarhöldin með guðsþjónustum í Stykkis- hólmi kl. 11 á sunnudag þar sem Sigurður Kr. Sigurðsson guð- fræðinemi prédikaði og annaðist meðhjálparastörf, en sóknar- prestur þjónaði fyrir altari og kirkjukórinn söng. í Staðarhraunskirkju í Mýrasýslu var sama dag messað kl. 14 þar sem Geir Waage sóknarprestur, í Borgarfírði prédikaði en sóknar- prestur þjónaði fyrir altari. Á Staðarstað var messað sama dag og á sama tíma en þar prédikaði sr. Bjöm Jónsson Akranesi og sókn- arprestur þjónaði fyrir altari. Á Helgafelli prédikaði séra Jón Ein- arsson prófastur í Saurbæ, en sóknarprestur og sr. Agnes Sigurð- ardóttir þjónaði fyrir altari auk þess sem hún -æddi við bömin í kirkj- unni. Loks var messað í Brimil- svallakirkju sama dag og á sama tíma og eins á Helgafelli. Þar préd- ikaði sr. Friðrik Hjartar Búðardal en sóknarpresturinn í Ólafsvík þjón- aði fyrir altari en það er hans kirkja ásamt Ólafsvík og Ingjaldssandi. Með því að hann hefír nú fengið prestsembætti fyrir sunnan notaði hann tækifærið til að kveðja Brimil- svallasöfnuð. Þakka samstarfíð og áma honum heilla. Kl. rúmlega 17 þennan sama dag var svo fundurinn settur í Ólafsvík- urkirkju. Sóttu hann um 20 manns. Aðalumræðuefni fundarins að þessu sinni voru sálmar og notkun þeirra í kirkjulífí og trúboði. Séra Hjálmar Jónsson prófastur á Sauð- árkrók, flutti framsöguerindi á vegum sálmabókamefndar og urðu miklar og margar umræður á eftir. Kom í ljós að prestar og viðstaddir söknuðu margra fagurra og merkra sálma sem voru í sálmabók 1945, en ekki i þeirri nýju sem nú er í notkun. Minntust margra sem þeir teldu eðlilegt og rétt að taka upp í næstu sálmabók, auk annarra nýrra sálma með fagurri tónlist sem gætu gefíð messunum og kirkju- starfinu í heild bæði virðulegan og ferskan blæ. Að máli séra Hjálmars var góður rómur ger og honum þakkað erindið. Kirkjan i Stykkishólmi. Um kvöldið var svo stund í safn- aðarheimilinu þar sem séra Gísli H. Kolbeins sóknarprestur Stykkis- hólmi, sýndi viðstöddum klukku- stundar mjmdband frá ísrael og ferð þangað. Sigurður Kr. Sigurðs- son söng bæði gamalt og nýtt sálmalag sem sýndi mismun kirkju- legs sálmasöngs. Kona hans Kristín Jóhannesdóttir organisti Víðistaða- sóknar í Hafnarfírði lék undir, en hún er Snæfellingur að ætt og uppr- una. Á mánudag var svo fundinum haldið áfram í Flatey. Það þótti tilvalið með því að bæði sálmurinn Kirkjan ómar öll og ættjarðarsöng- urinn ísland ögrum skorið, eftir Stefán frá Hvítadal og Eggert Ól- afsson voru frumfluttir með gull- fögrum lögum Sigvalda Kaldalóns í Flateyjarkirlgu þegar Sigvaldi var þar organleikari og héraðslæknir. Var farið með hraðbát til Flateyj- ar að morgni í góðu veðri. Eins og áður hefír verið sagt frá eru liðin 60 ár síðan Sigvaldi Kald- alóns samdi þessi ódauðlegu lög og lét Flateyjinga í upphafi njóta þeirra. í Fundarlok var svo guðs- þjónusta í kirkjunni. Þar prédikaði áðumefndur Sigurður Sigurðsson, en sóknarprestamir Gísli H. Kol- beins og Bjöm Jónsson þjónuðu fyrir altari. Við þessa guðsþjónustu voru um 40 kirkjugestir og á eftir messu- gjörð fór fram altarisganga þar sem yfír 30 kirkjugestir gengu til atlar- is. Fundinum sleit svo formaður Hallgrímsdeildar, á leið til Stykkis- hólms með Brimrúnu í Bjameyjar- flóa og þótti það vel við hæfí og auka á fjölbreytni dagsins. Og til Stykkishólms komu fundarmenn og gestir hressir ogendumærðir. — Árni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.