Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Athugasemd vegna áskor- unar líffræðinga um hval- veiðar og hvalrannsóknir Óvænt og lítt faglega rökstudd áskorun í sl. mánuði birtu 21 líffræðingur áskorun til ríkisstjómarinnar um að hætt verði þeim takmörkuðu hvalveiðum sem nú eru stundaðar sem hluti af víðtæku rannsóknará- taki Hafrannsóknastofnunar á hvalastofnunum hér við land. í áskoruninni var einkum þrennt talið ámælisvert varðandi veiðamar, þ.e. að þær væru brot á samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins, að ekki væri við hæfí að ágóði af veiðum fjár- magni rannsóknimar og að rann- sóknir á veiddum hvölum væru lítilsgild vísindi, sem í engu myndu bæta þekkingargrunn okkar, a.m.k. ekki hvað varðar veiðiþol stofnanna. Margir hafa tekið ómakið af okk- ur og lýst undrun sinni á tímasetn- ingu yfírlýsingar líffræðinganna. Það mun vart vera tilviljun, að gagnrýni þeirra birtist á sama tíma og sendinefnd íslands sat á rökstól- um með bandarískum stjómvöldum um rannsóknaráætlunina. Nú eru nefnilega rúmlega tvö ár síðan Hafrannsóknastofnunin kynnti fyrst áætlun sína um eflingu hval- rannsókna án þess að þessi hópur líffræðinga hafí séð ástæðu til að kveða sér hljóðs opinberlega um málið. Þegar hraðsoðnum fullyrðingum þeirra félaga hefur verið svarað í fjölmiðlum á liðnum vikum, hefur einkum verið bent á hversu óviðeig- andi sé að hópur líffræðinga taki sig saman um að túlka lagalega hlið þessa máls, sem okkar bestu sérfræðingar á sviði þjóðréttar telja engum vafa undirorpið að sé í fullu samræmi við lagalega stöðu okkar. Eins þykir skjóta skökku við, að eitt það sem líffræðingamir hafa helst á homum sér er fjármögnun- arþátturinn. M.a. kom fram í viðtali við einn þeirra í Morgunblaðinu 23. júlí sl., að það sé ríkisstjómarinnar að fjármagna rannsóknimar, Haf- rannsóknastofnunin sé opinber stofnun og það sé mjög óvenjuleg leið að láta einkafyrirtæki §ár- magna opinberar rannsóknir. Okkur er til efs að fjármögnun opinberra rannsókna með hjálp at- vinnufyrirtækja geti í dag talist óvenjuleg og sjáum reyndar ekkert athugavert við slíkt sé það vilji hlut- aðeigandi yfírvalda. Aþekk dæmi em reyndar mörg, t.d. eru rann- sóknir á lífríki Mývatns kostaðar að verulegu leyti af Kísilgúrsverk- smiðjunni. Þetta láta líffræðingam- ir sér vel líka enda þótt sumir þeirra álíti að námareksturinn ógni perlu íslenskrar náttúru, Mývatni. Eina faglega umflöllun líffræð- inganna í ofannefndri áskorun til stjómvalda voru fullyrðingar þeirra um gildi rannsóknaáætlunar stofn- unarinnar. Fagleg rök voru þó óneitanlega af skomum skammti. A meðan þeir fögnuðu mjög rann- sóknum á lifandi hvölum og töldu þær af ótilgreindum ástæðum „líklegar til að bæta verulega þekk- ingu á fjölda, útbreiðslu og atferli hvala og gera kleift að meta veiði- þol hvalastofna við landið", virtust þeir með jafn litlum rökum geta ályktað að þær rannsóknir, sem byggja á athugunum á veiddum hvölum, væri ekki hægt að kenna við vísindi. Síðbúín greinargerð Það er því ljóst að í upphaflegri áskorun líffræðinganna skorti fag- leg rök. Og það var ekki fyrr en tæpum mánuði síðar að greinargerð þeirra birtist í fjölmiðlum. Okkur þykir skylt að geta þess hér, að mun faglegri bragur er á þessum síðari skrifum líffræðinganna en í upphaflegri áskorun þeirra til ríkis- stjómarinnar. Um fjármögnunar- þátt rannsóknanna segja þeir t.d. ekkert. Ef til vill hefur runnið upp fyrir þeim, að sennilega verði rann- sóknarstarfseminni í okkar litla landi best borgið með öflugu sam- starfí rannsóknaraðila og atvinnu- lífs. Jafnframt eru nú engar efasemdir nefndar um lagalegan grundvöll veiða í vísindaskyni og er það vel. Engu að síður er vísað til álykt- unar Alþjóðahvalveiðiráðsins frá sl. sumri um stöðvun núverandi veiða. Sem kunnugt er byggði þessi álykt- un alls ekki á samhljóða áliti vísindanefndar ráðsins og hefur því ekkert faglegt gildi. Sl. sumar lýsti nefndin raunar velþóknun sinni á rannsóknaraðstöðu og á því hvemig búið var að rannsóknarfólki, jafnt erlendu sem innlendu, og þeirri staðreynd, að allt hefði verið gert sem mögulegt væri til að safna og rannsaka sýni úr þeim langreyðum og sandreyðum sem veiddar voru. Ofmat á þekkingu og nýjum aðferðum í greinagerð líffræðinganna er réttilega bent á hve erfítt er að meta ástand hvalastofna. Einmitt vegna þessa hljótum við sem að rannsóknunum vinnum að beita öll- um tiltækum aðferðum til að ná settum markmiðum, en þau eru fyrst og fremst að meta stærð og veiðiþol stofnanna og þátt þeirra í lífkerfínu við landið. Þessu starfí viljum við hafa lokið fyrir árið 1990, þegar ákvörðun um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni verður endurskoðuð. Ekki sýnist ástæða til að fara orðum um einstaka liði fyrmefndrar greinargerðar. Almennt virðast skrifín þó einkennast af tvennu, sem ekki verður hjá komist að vekja athygli á. í fyrsta lagi ofmeta höf- undar hennar þekkingu okkar á ýmsum þáttum líffræði einstakra hvalategunda, þekkingu sem hefur þó fyrst og fremst fengist með hefð- bundnum aðferðum í sambandi við fyrri veiðar. Um leið er slíkum að- ferðum hafnað í greinargerðinni. í öðru lagi kemur fram algjört ofmat á rannsóknaraðferðum óháðum veiðum, og þess ekki getið að marg- ar þessar aðferðir hafa enn ekki verið þróaðar nægilega vel og að slík þróunarvinna er yfírleitt mjög tímafrek og kostnaðarsöm. Hvað viðvíkur fyrri þættinum skal bent á eftirfarandi atriði: Þó eldri gögn um kynþroska, aldur og þungunartíðni séu sem betur fer til frá undanfömum árum, eru þau í ýmsum tilvikum stopul og óná- kvæm. Ennfremur benda síðustu athuganir til þess að engan veginn sé nóg að afla gagna um þessa þætti í eitt skipti fyrir öll. Skal sérstaklega bent á, að þungunar- tíðni langreyðar breytist mun hraðar, jafnvel frá ári til árs, en hingað til hefur verið álitið. Með núverandi veiðum, sem gefa betra svigrúm til ítarlegri athugana en við venjulegar veiðar, fást því mjög mikilvægar upplýsingar á skömm- um tíma og á hagkvæman hátt. Þessar upplýsingar ber að sjálf- sögðu að skoða í samhengi við gögn er aflað hefur verið fyrr á árum, en jafnframt er ljóst að hafa verður nýjustu upplýsingar um sem flesta þætti á hveijum tíma. Þá er þekking á fæðuvali og fæðuþörf hvala engan veginn eins vel þekkt og gefíð er í skyn í grein- argerðinni. Þessu atriði hefur heldur aldrei verið sinnt með sama hætti og nú er gert. Hvort sem höfundum greinargerðarinnar þykja rannsóknir á þætti hvala í lífkerfí íslenska hafsvæðisins mikil- vægar eða ekki, eru slíkar rann- sóknir okkur á Hafrannsóknastofn- un afar nauðsynlegar. Hér er um að ræða alls óplægðan akur, sem hlýtur að skipta okkur miklu að öðlast betri skilning á. Auðvitað eru þessi viðfangsefni flókin, en að hafna rannsóknunum vegna þess að þær séu erfíðar viðfangs er ör- ugglega ekki rétta leiðin til árang- urs. Það er rétt eins og segir í greinar- gerðinni að „á síðustu árum hefur orðið ör tækniþróun, sem menn eru smám saman að byija að beita I stofnvistfræði". Hér er átt við notk- un aðferða, sem byggja á talningum úr lofti og af legi og notkun þró- aðra reiknilíkana til útreikninga á Qölda hvala, notkun senditækja t.l að fylgjast með ferðum einstakia dýra um lengri eða skemmri tíma o.fl. Það er heldur enginn vafí á „að aðferðir þar sem beitt er há tækni verða undirstaða stofnmæ'- inga sem eru nauðsynlegar til þess að hvalveiðar verði stundaðar". Slíkar aðferðir munu þó enn um sinn ekki leysa allar hefðbundnar GARÐABÆR » BREIÐHOLT® HAFNARFJÖRÐUR STÍGÐU SKREFID TIL FULLS! 14 september byrjum við haustnámskeið í jassballett, moderndansi, steppi og barnadönsum 4-6 ára. Kennarar verða Hafdís Jónsdóttir og gestakennari frá New York. LJÓSABEKKIRc GUFA* NUDDPOTTUR DANSSTÚDÍÓ DlSU DANSNEISTINN Smiðsbiið9, Garöabæ rétt við nýju Reykjanesbrautina. Félagi í F.Í.D.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.