Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Víðimýrarkirlga. Glaumbær. Söfnunarverkefn- ið er raunveru- lega óendanlegt - segir Sigríður Sigurðardóttir ný- ráðinn safnvörður í Skagafirði Varmahlíð, Skagafirði. SÉRSTAKUR safnvörður á veg- um Þjóðminjasafns íslands og Skagafjarðarsýslu tók til starfa hér í Skagafirði um miðjan þenn- an mánuð. Hinn nýráðni safn- vörður er Sigríður Sigurðardótt- ir frá Stóru-Ökrum, fædd og uppalin í héraðinu og þvi öllum hnútum kunnug sem ekki ætti að vera lakara. Hún sagði þetta nýtt starf og fæli i sér yfirum- sjón með þeim munum og minjum i Skagafirði sem heyrðu undir Þjóðminjasafnið, auk þess að annast söfnun og skráningu, er- indisbréf væri hún reyndar ekki búin að fá i hendur. Það sem heyrir undir verksvið Sigríðar er Byggðasafnið í Glaumbæ, Víðimýrarkirkja, Bæna- húsið á Gröf á Höfðaströnd, Pakkhúsið gamla við Hofsárósa, Hóladómkrikja og gamli bærinn þar á staðnum og bær Skúla fógeta á Stóru-Ökrum sem byggður var á seinni hluta 18. aldar. Af þessari upptalningu má ljóst vera að Sigríð- ur ætti að hafa nægan starfa fyrst um sinn. Sigríður sagði Byggðasafnið í Glaumbæ mjög veglegt safn. Þar væri mikill fjöldi fágætra gamaila muna og ekki síst bærinn sjálfur sem er gott sýnishom slíkra bæjar- húsa frá því um miðja 19. öld. Athuga skal að Glaumbær var og er prestsetur og þar hefur verið margt manna í heimili, enda ber húsaskipan þess vitni svo og stærð bæjarins. Bænum er sæmilega vel við haldið en hann er alveg of- hlaðinn af munum og það sem verra er að munimir sem varðveittir eru í bænum þola afar illa þær hita- og rakasveiflur sem verða í þessum gömlu húsum árið um kring. Sigríð- ur segir brýnt að aðhafast eitthvað í því máli og finna samastað fyrir gamla muni. Nú mun vera á um- ræðustigi að byggja safnhús í nágrenni bæjarins í Glaumbæ. Víði- mýrarkirlqa þykir merkilegur safngripur og sýnir sérstakt norð- lenskt byggingarlag. Kirkjan er óvenju stór af sveitakirkju að vera og Sigríður segir hana með sama byggingarlagi og Silfrastaðakirkju sem varðveitt er í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Bænhúsið á Gröf er dæmi um venjulega litla norðlenska sveitakirlq'u. Þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja svo sem þeir vita er þangað hafa komið. „Söfnunarverkefnið er raunvem- lega óendanlegt," sagði Sigríður. „Vandinn er að ákveða hvað taka Grímsey: Sundlaugin tilbúin með vorinu GRÍMSEYINGAR eru nú langt komnir með að Ijúka múrverld á sundlauginni sem þar er i bygg- ingu, en eins og margir eflaust muna vakti það gífurlega at- hygli fjölmiðla i júlimánuði að verið væri að byggja sundlaug fyrir þær 112 manneskjur sem þar eru búsettar. Hafliði Guðmundsson, hrepps- nefndarfulltrúi, sagði f samtali við Morgunblaðið að í sumar hefði um ein milljón króna safnast saman í fijálsum framlögum, og sagði hann að samtals hefðu þeir tæplega þijár milljónir til ráðstöfunar til fram- kvæmda við laugina. Bjóst hann við að upp úr áramótum yrði laugin langt komin með að verða tilbúin og með vorinu kæmist hún í gagnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.