Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Víðimýrarkirlga. Glaumbær. Söfnunarverkefn- ið er raunveru- lega óendanlegt - segir Sigríður Sigurðardóttir ný- ráðinn safnvörður í Skagafirði Varmahlíð, Skagafirði. SÉRSTAKUR safnvörður á veg- um Þjóðminjasafns íslands og Skagafjarðarsýslu tók til starfa hér í Skagafirði um miðjan þenn- an mánuð. Hinn nýráðni safn- vörður er Sigríður Sigurðardótt- ir frá Stóru-Ökrum, fædd og uppalin í héraðinu og þvi öllum hnútum kunnug sem ekki ætti að vera lakara. Hún sagði þetta nýtt starf og fæli i sér yfirum- sjón með þeim munum og minjum i Skagafirði sem heyrðu undir Þjóðminjasafnið, auk þess að annast söfnun og skráningu, er- indisbréf væri hún reyndar ekki búin að fá i hendur. Það sem heyrir undir verksvið Sigríðar er Byggðasafnið í Glaumbæ, Víðimýrarkirkja, Bæna- húsið á Gröf á Höfðaströnd, Pakkhúsið gamla við Hofsárósa, Hóladómkrikja og gamli bærinn þar á staðnum og bær Skúla fógeta á Stóru-Ökrum sem byggður var á seinni hluta 18. aldar. Af þessari upptalningu má ljóst vera að Sigríð- ur ætti að hafa nægan starfa fyrst um sinn. Sigríður sagði Byggðasafnið í Glaumbæ mjög veglegt safn. Þar væri mikill fjöldi fágætra gamaila muna og ekki síst bærinn sjálfur sem er gott sýnishom slíkra bæjar- húsa frá því um miðja 19. öld. Athuga skal að Glaumbær var og er prestsetur og þar hefur verið margt manna í heimili, enda ber húsaskipan þess vitni svo og stærð bæjarins. Bænum er sæmilega vel við haldið en hann er alveg of- hlaðinn af munum og það sem verra er að munimir sem varðveittir eru í bænum þola afar illa þær hita- og rakasveiflur sem verða í þessum gömlu húsum árið um kring. Sigríð- ur segir brýnt að aðhafast eitthvað í því máli og finna samastað fyrir gamla muni. Nú mun vera á um- ræðustigi að byggja safnhús í nágrenni bæjarins í Glaumbæ. Víði- mýrarkirlqa þykir merkilegur safngripur og sýnir sérstakt norð- lenskt byggingarlag. Kirkjan er óvenju stór af sveitakirkju að vera og Sigríður segir hana með sama byggingarlagi og Silfrastaðakirkju sem varðveitt er í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Bænhúsið á Gröf er dæmi um venjulega litla norðlenska sveitakirlq'u. Þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja svo sem þeir vita er þangað hafa komið. „Söfnunarverkefnið er raunvem- lega óendanlegt," sagði Sigríður. „Vandinn er að ákveða hvað taka Grímsey: Sundlaugin tilbúin með vorinu GRÍMSEYINGAR eru nú langt komnir með að Ijúka múrverld á sundlauginni sem þar er i bygg- ingu, en eins og margir eflaust muna vakti það gífurlega at- hygli fjölmiðla i júlimánuði að verið væri að byggja sundlaug fyrir þær 112 manneskjur sem þar eru búsettar. Hafliði Guðmundsson, hrepps- nefndarfulltrúi, sagði f samtali við Morgunblaðið að í sumar hefði um ein milljón króna safnast saman í fijálsum framlögum, og sagði hann að samtals hefðu þeir tæplega þijár milljónir til ráðstöfunar til fram- kvæmda við laugina. Bjóst hann við að upp úr áramótum yrði laugin langt komin með að verða tilbúin og með vorinu kæmist hún í gagnið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.