Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 39

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 . 39 Dönsku kosningarnar: Kosningabarátt- an snýst um efnahagsmál Fjórflokkastjórnin gengur bjartsýn tíl kosninga þrátt fyrir að nokkuð hafi sigið á ógæfuhliðina f efnahagsmálunum síðustu mánuðina. Á myndinni sjást frá vinstri Poul SchlUter, forsætis- ráðherra úr íhaldsflokknum, Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra úr Venstre og Palle Simonsen, fjármálaráðherra úr íhaldsflokknum. eftir Axel Pihl- Andersen Þrátt fyrir fimm ára pólitíska sigurgöngu hefur ríkisstjórn SchlUters ekki tekist að leysa alvarlegan efnahagsvanda Danmerkur - og efnahagsmálin eru orðin aðalefni kosningabar- áttunnar. Eftir fimm ára borgaralega fjórflokkastjórn er landið enn skuldum vafið, hallinn mikill á utanríkisversl- uninni, atvinmileysi vaxandi og skattaáþján mikil. Stjórnarand- staðan, með jafnaðarmenn í broddi fylkingar, hefur ásakað stjórnina um að flýta kosning- unum viljandi og komast þannig hjá þvi að efnahags- vandinn verði kjósendum enn augljósari eins og reyndin hljóta að verða síðar f haust. Þegar stjóm Schluters tók við völdum 1982 lagði hún áherslu á að megintakmarkið í efnahags- málunum væri að stöðva skulda- söfnun erlendis. Ætlunin var að árið 1988 yrði hagnaður af ut- anríkisviðskiptunum en hagfræð- ingar stjómarinnar viðurkenna að á næsta ári verði hallinn 16 til 17 milljarðar d.kr. Á síðasta ári varð methalli, 35 milljarðar d.kr, en neysla fór þá alveg úr böndun- um og innflutningur jókst vem- lega. Jafnframt varð útflutningur enn einu sinni minni en ríkis- stjómin hafði vonað. Með harka- legum efnahagsaðgerðum tókst að mestu leyti að stemma stigu við neyslunni en önnur vandamál efnahagslífsins hafa síðan orðið æ torveldari viðfangs. Gamlar syndir Danir hafa alltaf barmað sér út af skattpíningu og því fer fjarri að ástandið hafi batnað undanfar- in ár. Upphaflegt markmið stjóm- arinnar var að skattheimta ykist ekki en í staðinn hefur hún aukist ár frá ári eins og um náttúrulög- mál væri að ræða. 1982 greiddu Danir 44,6% tekna í skatt, á þessu ári verður hlutfallið 50,6% og á næsta ári er gert ráð fyrir að það verði 51,7%. íhaldsmaðurinn Palle Simons- en, sem er fjármálaráðherra, varpar sökinni á „þungbæran arf“ frá stjómarámm jafnaðarmanna og ásakar þá um að hafa aðeins innheimt tvær krónur í skatt fyrir hveijar þijár krónur sem þeir eyddu. Fjórflokkastjómin setti sér einnig það markmið að atvinnu- lausir yrðu ekki fleiri en 235 þúsund en gera nú ráð fyrir 265 þúsund atvinnulausum á næsta ári. Loks má nefna að eftir að hafa farið lækkandi um árabil standa vextir nú í stað og hafa jafnvel hækkað lítillega síðustu tvö árin svo að vextir á dönskum skulda- bréfum em nú um 12 af hundraði. Bjartsýni Fjórflokkamir þ. e. íhaldsflokk- urinn, Venstre, Miðdemókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa samt ekki glatað bjartsýni sinni. Þeir geta þrátt fyrir allt bent á að 200 þúsund ný störf hafa orð- ið til á sijómarárum þeirra, aukið eftirlit er með opinbemm útgjöld- um, verðbólgu er haldið niðri og danska krónan er sterk. í kosningastefnuskrá sinni gengst stjómin við því að hallinn á utanríkisviðskiptum og skatt- píningin séu alvarleg vandamál. Mælt er með því að sparifjár- myndun verði aukin með því að fleiri gerist aðilar að lífeyrissjóð- um. Auk þess vill stjómin vinna að því að samkeppnismöguleikar danskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum verði stórbættir. Nokkram stundum áður en boð- að var til kosninga kynnti stjómin áætlun til framfara í atvinnulífinu er bar titilinn „Fmmkvæði rikis- stjómarinnar f atvinnumálum." í áætluninni er gert ráð fyrir að skattar á fyrirtæki verði lækkaðir um samanlagt tvo til þijá millj- arða d.kr. Að sögn Schluters forsætisráðherra mun áætlunin verða til að auka útflutning og framleiðslu en auk þess fjölga störfum. Á kosningafundi í borginni Kolding fyrir skömmu neitaði Schliiter því að baráttan snerist eingöngu um efnahagsmál og lagði áherslu á að kjósendur myndu nú velja milli „borgaralegs og sósíalísks samfélags." Jafn- framt vísaði hann á bug stað- hæfingum um að stjómin hefði klúðrað efnahagsmálunum. „Danmörk er orðið allt annað land en það var 1982. Þa var sagt frá lokunum fyrirtækja á hveijum degi í blöðunum. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að fyrirtæki loki en síðan við tókum við hafa orðið til 200 þúsund ný störf og 80 til 90 þúsund konur em komnar út á vinnumarkaðinn svo að atvinnuleysi meðal kvenna fer minnkandi. Sama er að segja um atvinnuleysi hjá ungu fólki og fjöldi þeirra sem hafa verið at- vinnulausir lengi er nú aðeins helmingur þess sem hann var. Við emm á réttri leið.“ Enn sem komið er benda skoð- anakannanir til þess að kjósendur trúi Schluter og stjóm hans fái enn eitt kjörtímabil til þess að leysa efnahagsvandann. Bretland: Austur- Þjóð- verji flýr St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frimannsayni, fréttaritara Morgunbladsins. AUSTUR-Þjóðveiji, sem kom með Berliner Ensemble á lista- hátíðina í Edinborg, flúði meðan á hátiðinni stóð og hefur sest að í Vestur-Þýskalandi. Forstöðu- menn Edinborgarhátiðarinnar hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um þetta mál. Á þessari hátfð var mikið um list frá Sovétríkjunum og Austur-Evr- ópu og stef hátíðarinnar var Rússland. Mikið hefur verið rætt um „Glasnost“, hina nýju opinskáu stefnu yfirvalda í Sovétríkjunum. Hans Jurgen Schultze, förðunar- meistari hjá Berliner Ensemble, hinu fræga leikfélagi sem Bertold Brecht stofnaði, nýtti sér tækifærið á meðan leikfélagið dvaldi í Edin- borg, hafði samband við Vestur- Þjóðveija og flúði þangað. Starfsmenn Berliner Ensemble dvöldu í stýrimannaskóla í Leith á meðan þeir fluttu tvö leikrit og eina söngskemmtun með ljóðum eftir Brecht. Engin öryggisgæsla var ( skólanum og þeir gátu komið og farið að vild. Sovétmennimir, sem. vom fy'ölmennir á hátíðinni, jrfir 350, höfðu sama hátt á og enga öryggisgæslu. Ekki er ljóst af hveiju maðurinn flúði. Edinborgarhátíðin hefur sterk tengsl við Austur-Evrópu og þessi flótti gæti haft slæm áhrif á þau. Forráðamenn hátíðarinnar hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um þetta atvik. EMinborgarhátíðin hefur gengið vel í ár. Miðar seldust í fyrsta skipti á opinbem hátíðinni fyrir yfir eina milljón punda, þrátt fyrir ákvörðun stjómenda hennar um að halda verði miða eins lágu og hægt væri. Herfdu á cina. oataktuuppluna Tvær sjónvarpsstöðvar eru barnaleikur fyrjr Philips HQ-VR 6542 myndbandstækiö - tæki sem svarar kröfum nútímans. • Þráðlaus fjarstýring • Sjálvirkur stöðva leitari • 16 stöðva forval • Upptökuminni í 14 daga (yrir 4 skráningar • Skyndiupptaka óháð upptökuminni Myndleitari i báðar áttir Frysting á ramma Og ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á , Verðiðkemurþéráóvart. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTIJ - KRINOLUNNI - S«TU», • - Sl.m >••

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.