Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 1 LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Alnæmi og frelsisskerðing Ifrétt á forsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag er talað um að bandarísk stjómvöld hafi til- kynnt að frá 1. desember næstkom- andi verði hægt að meina fólki sem haldið er alnæmi eða eyðni landvist í Bandaríkjunum. Þegar sótt sé um innflytjendaleyfí til Bandaríkjanna þurfí umsækjendur að gangast und- ir læknisrannsókn þar sem meðal annars er kannað hvort viðkomandi er haldinn smitandi holdsveiki, berklum, sárasótt eða lekanda. Sé svo er hægt að neita umsækjanda um innflytjendaáritun. Um þessi mál hefur mikið verið rætt bæði hér á landi og erlendis og nú hefur verið í lög sett að al- næmi heyri undir kynsjúkdóma hér á landi og sé meðferð þess í sam- ræmi við það. Hér er að sjálfsögðu um afar við- kvæmt mál að ræða og sitt sýnist hveijum, einkum með tilliti til þess ef refsa á fólki fyrir að sýkjast af illvígum sjúkdómi, nægar séu hörm- ungamar samt og sú þjáning sem sjúklingurinn þarf að þola. En þá ber þjóðfélaginu jafnframt skylda að vemda aðra þjóðfélagsþegna eins og kostur er og getur það leitt til skerðingar á einstaklingsfrelsi sjúklinga svo að þeir sýki ekki aðra, jafnvel er gengið svo langt að í nýrri tilskipun í Sovétríkjunum er talað um að kalla megi sjúklinga til ábyrgðar og dæma þá í allt að 5 ára fangelsi fyrir að smita fólk af alnæmi. Segja má að þetta sé harð- ur kostur og mörgum fínnst vafa- laust of harkalega að farið. Hitt fer ekki á milli mála að frum- regla frelsisins getur í örfáum tilfellum leitt til heftingar á frelsi einstaklingsins samkvæmt skoðun- um þess manns sem hvað skynsam- legast hefur skrifað um einstakling- inn og frelsi hans, John Stuart Mills. Hann segir í 4. kafla síns merka ritverks, Frelsið, að sjálfræði einstaklingsins séu takmörk sett, fjallar síðan um það hvenær svo geti verið „um leið og einstaklingur gengur á hagsmuni annarra, tekur valdsvið samfélagsins til breytni hans“, segir Mills. „Þá kemur til álita, hvort það muni almennings- heill til eflingar eða ekki, að samfélagið skerist í leikinn. Ekkert slíkt kemur til álita, þegar breytni manns varðar einungis hag hans sjálfs og þeirra fulltíða manna ann- arra sem láta sig þessa breytni varða af fúsum vilja og fullu viti. í öllum slíkum tilvikum ættu menn að njóta fyllsta frelsis, jafnt að lög- um sem almenningsáliti til að gera það sem þeim sýnist og taka afleið- ingunum." Mills bendir á að ef einstaklingur hefur brotið þær reglur sem nauð- synlegar eru meðbræðrum hans til vemdar, hvort heldur einstaklingum eða samfélaginu; „þá er hann ekki lengur einn um að gjalda athafna sinna, heldur gjalda aðrir þeirra, og þá hlýtur samfélagið sem vemdari þegna sinna að kalla hann til ábyrgðar. Það má gera honum hæfí- legt mein í refsingarskyni. í þessu tilviki er hann brotlegur við lög og þá er okkur skylt að dæma hann og fullnægja dóminum að auki á einn eða annan hátt.“ Mills bendir enn á að enginn lifí einn utan samfélagsins og hann segir: „Hvenær sem öðrum einstakl- ingi eða almenningi er bakað tjón eða búin hætta á tjóni ber að beita reglum siðferðis og laga. Að öllu öðru leyti er hver einstaklingur fíjáls." Þessi orð hljóta að eiga við eyðni og aðra lífshættulega smitsjúk- dóma. Samkvæmt frumreglunni má skerða frelsi einstaklings sem veit að sjúkdómur hans gæti orðið öðrum manni að aldurtila vegna samneytis við hann. Þetta hafa menn orðið að sætta sig við. Einatt hafa menn verið settir í sóttkví og einangrun vegna sjúk- dóma til að draga úr þeirri hættu sem af þeim gæti stafað fyrir annað fólk. Þetta hlýtur einnig að eiga við um alnæmissjúkling en það á þá einnig við um hann eins og aðra þegna þjóðfélagsins að einstakling- ur ber enga ábyrgð gagnvart samfélaginu áþeim athöfnum sínum sem varða einungis hann sjálfan. Þannig ættu eyðnisjúklingar einnig að geta haldið frelsi sínu að mestu leyti óskertu eins og aðrir þjóðfé- lagsþegnar ef þeir hafa ekki kynferðisleg mök við annað fólk sem veit ekki um sjúkdóm þeirra, gefa ekki blóð eða nota ekki fíkniefna- sprautur með öðrum svo að minnzt sé þeirra þátta sem læknavísindin telja að geti verið helztu smitleiðir fyrir sýkilinn. En samkvæmt frum- reglu frelsisins segir Mills jafnframt að einstaklingur „ber ábyrgð gagn- vart samfélaginu á þeim athöfnum sínum sem skaða hagsmuni ann- arra. Ifyrir slíkar athafnir má hegna honum að almenningsáliti eða lög- um, ef samfélagið telur slíkar hegningar nauðsynlegar sér til vemdar." Mills bætir því við síðar að þegar á hinn bóginn sé einungis um slysa- hættu að ræða en ekki vissu fyrir slysi „þá getur enginn nema sá sem hlut á, dæmt um, hvort ástæða er til, að hann leggi sig í hættuna. Þegar svona stendur á tel ég að einungis beri að vara menn við hættunni, en ekki að vama þeim með valdi að leggja sig í hana." Frelsi John Stuart Mills er merki- legt undirstöðurit um athafnir manna og samfélag, jafnsígilt nú og þegar það var skrifað. Það er hollt að taka mið af því þegar leita þarf úrlausna við vandasöm verk: efni í mannlegum samskiptum. í raun má fínna ábendingar í ritum hans til að hefta frelsi þeirra sem orðið geta öðmm að fjörtjóni án þess að niðurlægja eða bijóta niður sjálfsvirðingu þeirra sem að ósekju verða illvígum, smitandi sjúkdómum að bráð. Sóttvamir era sjálfsagðar í nútímaþjóðfélagi en refsingar vegna sjúkdóma, svo að ekki sé nú talað um fangelsisvist, era tímaskekkja í tæknibúnu upplýsingaþjóðfélagi eins og því sem við lifum í. Unglingaskemmtunin á Ráðhústorgi var vel sótt. Forseti íslands heilsar upp á Akureyringa á skemmtun í Lystigarðinum að kvðldi afmælisdagsins. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, var meðal gesta f afmælisveizlu Akureyrar. MorgunblaOia/KGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.