Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 41

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 41
r MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1, SEPTEMBER 1987 41 Geysimikið fjölmenni var i göngugötunni og var það mál manna að líklega hefðu aldrei verið jafn margir þar saman komnir. Hádegisverður á Hótel KEA. torg og göngugötu þar sem útidag- skrá var flutt fram eftir degi. Leikklúbburinn Saga gekk um göngugötuna og skemmti gestum, hesta- og reiðsýning var austan við Samkomuhúsið og skátar voru með leiktæki í gangi fyrir yngri kynslóð- ina víða um hátíðarsvæðið. Um kvöldið var dagskránni síðan haldið áfram á fleiri vígstöðvum; í Skemmunni var leikritið „Afmælis- veisla handa Eyrarrós“ frumflutt, og var troðfullt á frumsýningunni, í göngugötunni var unglingadag- skrá þar sem „Látúnsbarkinn" kom fram ásamt Sniglabandinu, Stuð- kompaníinu og fleirum, og í Lysti- garðinum sem búið var að lýsa upp á skemmtilegan máta var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti, og lúðrasveitir, kórar og strengjasveit sáu um tónlistarflutning á ijórum stöðum í garðinum. Samkomunni lauk síðan skömmu eftir miðnætti með því að skátar stóðu fyrir flugeldasýningu. Akureyrarbæ bárust gjafir og heillaóskir frá ýsmum aðilum í til- efni afmælisins, og næstu daga verða gjafimar og heillaóskimar til sýnis fyrir bæjarbúa og gesti á Amtsbókasafninu. Afmælisdagskrá Akureyrarbæjar: Aðsókii að hátíðarhöldim- um meiri en búist var við Hátíðardagskrá Akureyrar- bæjar á laugardaginn í tilefni þess að 125 ár eru síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi gekk mjög vel fyrir sig. Veður var hið ákjósanlegasta og aðsókn að dag- skránni i göngugötunni var mun meiri en aðstandendur bjuggust við, og í Lystigarðinum um kvöldið voru gestir í kringum fjögur og fimm þúsund talsins. „Hvaðan allt þetta fólk kom er ómögulegt að segja, þvi ekki voru þetta allt Akureyringar, en við sem að undirbúningnum stóð- um áttum ekki von á svona miklu fjölmenni," sagði Hermann Sig- tryggsson, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi Akureyrar, en i göngugötunni var giskað á að i kringum 6 og 7 þúsund manns hefðu mætt til að fylgjast með skemmtidagskránni sem hófst eftir hádegið. Hátíðardagskráin hófst klukkan 8.20 á laugardagsmorgun með því að tekið var á móti heiðursgesti afmælisins, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta íslands, og á flug- vellinum tóku allmargir Akur- eyringar á móti henni og hylltu. í Akureyrarkirkju var dag- skránni síðan haldið áfram, en þar ávarpaði frú Vigdís samkomugesti, og forseti bæjarstjómar, Gunnar Ragnars flutti ávarp. Hátíðarræðan var flutt af Gísla Jónssyni, kennara, og síðan tóku við ávörp bæjarstjóra, forsætisráð- herra og Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, sem í fjarvem Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra, var viðstaddur hátíðarhöldin. Að því búnu var há- degisverður á Hótel KEA fyrir gesti bæjarstjómar. Eftir hádegið fóm skrúðgöngur um stræti og torg og að sögn Her- manns Sigtryggssonar, vom um 2500 manns í skrúðgöngunni eftir að þær sameinuðust á mótum Þór- unnarstrætis og Glerárgötu.og héldu sem leið lá niður á Ráðhús- Sýning Leikfélags Akureyrar. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigfús Jónsson, spjallar við tröll og forynjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.