Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 59 Biblíukenningu, ekki sína eigin Biblíu. Þannig get ég borið virðingu fyrir Lúther, jafnvel þótt honum hafi siqátlast. Hann útbreiddi Biblí- una, og það var mjög svo þakkar- vert. Og hvemig eigum við þá að dæma um hans andstyggilegu skammarræður? Jú þær voru mjög fagnlegar fyrir kaþólsku kirkjuna. þeim atriðum, sem nauðsyn var á, framkvæmdi hún á sjálfri sér heilnæma siðbót og setti auk þess kenningu sína fram með skýrari hætti á kirlq'uþinginu í Trident. Hér var Lúther því maður hinnar guð- legu forsjár. En hvað ber okkur þá nú að gjöra? Að halda í allt hið góða, sem Lúther lagði áherzlu á: Biblíulestra, sálmasöng, og hlýða vel á predikunina, góða sálusorgun og fermingaruppfræðslu. En hvað mætti betur fara beina leið í msla- körfuna, ef það liggur þar ekki nú þegar? Hatur hans út í páfadæmið, lítilsvirðing hans á góðum verkum ásamt með hliðstæðri lítilsvirðingu hans á nunnum, einlífisprestum og ‘ ástundun eftir heilagleika. Gagn- rýni hans á kaþólsku messuna byggist á glappaskotum í útlegg- ingu Biblíunnar og hafði örlagarík áhrif fyrir lúthersku kirkjuna, sem einmitt með því glataði hinu dýr- mætasta í kaþólsku kirkjunni. Auk heldur hefur Lúther skaðað hina Biblíulegu heiðrun Maríu Guðsmóð- ur. Með ritskýringu sinni um lofsöng Maríu (Magnifícat) gerir hann henni alls ekki rétt til, móður- inni, hinni sönnu þjónustumey Guðs, er svarar boði hans með já- yrði sínu og stóð hugrökk, en með blæðandi hjarta hjá sínum deyjandi syni á krossinum. Kirkjufeðumir nefndu hana brátt hina nýju Evu, ekki til glötunar, heldur okkur tií hjálpræðis. í fylgd með páfanum og Maríu Guðsmóður værum við brátt nær hvert öðru en með 40 eða 400 ámm í viðbót með Alkirkjuráðinu. Ó, hve óskandi væri, að árið 2000 gætum við endumýjað það, sem gerðist hér árið 1000 fyrir eininguna í trúnni! Það var reyndar ætlun Lúthers, sem vildi ekki neina nýja kirkju, heldur einungis siðbæta kirkjuna. Það tókst honum, öðravísi en hann hugði, þ.e.a.s. með kirkjuþinginu í Trident. En því miður fékk hann ekki að lifa það. Hann andaðist 18. febrúar 1546, sautján árum of snemma. Höfundur er kaþólskur prestur í Stykkishólmi. ÖRYGGI Höfum fyrirliggjandi á mjög góðu verði flestar gerðir af öryggjum frá Sipe, Pörtúgal. nClTUIMIM ” HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530 Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Sölustofnun lagmetis: Tilhæfulaus árás á ís- lenskan útflutningsiðnað VEGNA frétta ( Stöð 2 miðviku- dagskvöldið 26. ágúst sl., hefur Sölustofnun lagmetis óskað að koma eftirfarandi á framfæri: „Á meðan ieiðtogafundurinn stóð var starfrækt sérstök íslandsmið- stöð fyrir erlenda fréttamenn í Hagaskóla, þar sem lögð var áhersla á að kynna m.a. ferðaþjón- ustu, útflutningsvöra og íslensk matvæli undir stjóm Útflutnings- ráðs íslands. Sölustofnun lagmetis sýndi þar útflutningsvörar sínar og var erlendum blaðamönnum gefínn kostur á að smakka ýmsa rétti og fengu ef þeir óskuðu, sýnishom með sér heim. Aletranir vora á ýmsum erlendum málum, þ. á m. rússneskar á þeirri vöra sem ætluð er fyrir sovéskan markað, er sú vara var sett fram sérstaklega fyr- ir sovéska blaðamenn sem hér vora. Dósin sem fréttamaður Stöðvar 2 sá ástæðu til að nota til að kasta rýrð á íslenskan útflutning, innihélt gaffalbita og áletranin var á rúss- nesku. Þar stóð skýram stöfum að vörana bæri að geyma við lágt hita- stig í kæli og að líftími hennar væri 6 mánuðir. Umrædd vara er einvörðungu framleidd fyrir sovésk- an markað. Fréttamaður sá er hlut átti að máli gerði enga tilraun til að afla sér upplýsinga hjá SL um þessa dós, sem verið hefur í eigu viðkom- andi í tæpt eitt ár, eða til að fá einhvern til að þýða rússnesku vöra- lýsinguna fyrir sig. Heldur var tækifærið notað til þess að sverta íslenskan matvælaiðnað að tilefnis- lausu. Sölustofnun lagmetis vill upplýsa eftirfarandi um niðurlagningu gaff- albita: 1. Líftími niðurlagðra gaffalbita er. 6 mánuðir eftir framleiðslu að því tilskyldu að þeir séu geymdir í kæli. 2. 11—12 mánaða gamlir gaffalbit- ar era orðnir ónýt vara, jafnvel þótt geymdir séu í kæli. Við þetta langa geymslu eyðist fískmetið í sósuleginum, þannig að innihald dósarinnar líkist dökkri sósu. Þetta hefði fréttamaður Stöðvar 2 getað fengið upplýsingar um ef hann hefði viljað vanda vinnubrögð sín og segja satt og rétt frá, frem- ur en að gera tilhæfulausa árás á íslenskan útflutningsiðnað." iARRtí? VÍSSEININS v URD" Vífilfell hf. valdi Barkarhúseiningar. Árið 1982 byggði Vífilfell hf. úr Barkarhúseiningum 1800 m2 verksmiðjuhús og annað jafnstórt á síðasta árí. Barkarhúseiningar eru sterkar, einfaldar í uppsetningu og byggingartíminn því mun skemmri en með hefðbundnum aðferðum. Það skiptir verulegu máli að byggingartími verk- smiðjuhúsa sé skammur þannig að byggingin skili arði sem fyrst. Húseiningarnar eru einangraðar með pólýúrethan, sem hefur minnstu hitaleiðni þeirra einangrunarefna sem eru á mar- kaðnum. Góður frágangur gerir það að verkum að allt viðhald er í lágmarki, innan dyra sem utan. Barkarhúseiningar halda rekstrarkostnaði byggingarinnar í lágmarki. Þegar byggt er úr Barkarhúseiningum er auðvelt að stækka og breyta, eftir því sem umsvifin aukast. Barkarhúseiningar gera þér auðveldara að byrja smátt og láta húsnæðið síðan aðlagast umsvifunum en ekki að húsnæðið standi þeim fyrir þrifum. GERÐU RAUNHÆFAN SAMANBURÐ Á BARKAR HÚS- EININGUM OG HEFÐBUNDNUM BYGGINGARAÐFERÐUM. BORKURhf. HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 PÓSTHÓLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI ÓSÍ/Sl*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.