Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 sími 26100. London Helgarferðir Verð frá kr. 16.555,- á mann. Vikuferðir Verð frá kr. 25.522,- á mann. Glasgow Heigarferðir Verð frá kr. 13.670,- á mann. Vikuferðir Verð frá kr. 20.565,- á mann. Amsterdam Heigarferðir Verð frá kr. 19.055,- á mann. Hambarg Heigarferðir Verð frá kr. 19.380,- á mann. Luxemborg Heigarferðir Verð frá kr. 14.110,- á mann. sími 26100. Hvers vegria er Út- vegsbankinn til sölu? eftirÁsgerði Jónsdóttur Á hádegi laugardaginn 22. ágúst virtist lokið hinum strákslegu orð- ræðum stjómmálamanna um hnífakaupaviðskipti með Búnaðar- bankann, sem er ekki til sölu. Nú vona ég að Jón Sigurðsson viðskiptamálaráðherra noti þann heiðarleik, sem honum er í blóð borinn og geri það skásta og rétt- asta sem gert verður eins og málum er komið. En það er að afhenda SÍS margumrædd hlutabréf, sem þegar hafa verið greidd að nokkru. Eg er innst í huga mótfallin því að SÍS gerist flármálastofnun. En ég er enn mótfallnari því að svo ósiðlegir viðskiptahættir, er svokall- aðir „útgerðarmenn" við hafa í þessu máli, nái fram að ganga. Afhending hlutabréfanna til þeirra væri kórónan á það viðskiptasið- leysi, er blómstrað hefur á Islandi síðustu 5-10 ár, þar sem hæst ber Hafskipsmál og Hjálparstofnun kirkjunnar. Vert er að vekja at- hygli á því, að andúðin á atferli starfsmanna Hjálparstofnunar þjóðkirkjunnar sýndi mikinn árang- ur eða viðbrögð enda voru stjóm- málamenn og flokkar og lögfræð- ingar ekkert við malið riðnir. Þessu er öfugt farið með Hafskips-, Út- vegsbankamál, enda er nú búið að snúa þeim upp t langdregna laga- krókarefskák, sem ætlað er að skila sakargiftarmönnum og hreinþvegn- um nema kannski með eitthvert gróm á skósólunum eins og ég orð- aði það í grein um þessi mál fyrir rúmu ári. Ég vík aftur að hlutabréfum Útvegsbankans. í allri umræðu um sölu þeirra hefur aðalatriðið með öllu gleymst. Hvers vegna er verið að selja Útvegsbankann??? Því er raunar fljótsvarað: Óhlutvandir ein- staklingar hafa misnotað hann og bmgðist skyldum sínum við hann. M.ö.o., einstaklingsframtakið hefur komið honum á kaldan klaka. Afleiðingamar féllu á ríkis- sjóð að venju, er síðan reynir eftir megni að firra almenning áföllum, t.d. með hlutabréfasölunni. Síðan Alþingi samþykkti, tímanlega þessa árs, að gera Útvegsbankann að hlutaijárstofnun hafa allir vitað hvað til stóð og hlutabréfín verið til sölu lengi en enginn gert tilboð í þau fyrr en SÍS greiddi þá þegar inn á þau og lagði fram tryggingu samkvæmt öllum settum skilyrðum. Hvemig getur nokkur ríkisstjóm verið þekkt fyrir að vanvirða svo hreinskiptið tilboð, er jafnframt leysir mikinn fjárhagsvanda, sem þessi ríkisstjóm hefur meira en nóg af. Að fram komnu tilboði SÍS risu upp útgerðarmenn fjármagnsins og þóttust eiga forgangsrétt að hluta- bréfum bankans enda þótt þeir hefðu ekki látið á sér kræla fyrr en um seinan. Og ríkisstjómin sóar dýrmætum tíma sínum í það að velta vöngum og reyna að gera þessi tvö tilboð jafngild þótt annað þeirra hafí verið á götu gert í tíma Ásgerður Jónsdóttir „Menn hljóta að spyrja sjálfa sig og aðra hvers vegna „útgerðarmenn “ einkaframtaksins hafi (lregið svona lengi að gera tilboð sitt úr þvi að Útvegsbankinn er jafn eftirsóknarverður biti og af er látið.“ en hitt ekki fyrr en að framkomnu tilboði SÍS og það frá sama aðilan- um, er knésetti bankann, þ.e. einkaframtakinu. Ég undirstrika þetta atriði vegna þess að í fjölmiðl- ÞESSAR stúlkur gáfu nýlega 2.000 krónur dl kirkjubyggingar Seljasóknar. Þær heita Hildur Ólafsdóttir, Anna Dögg Her- mannsdóttir, Linda Hrönn Björgvinsdóttir, Þórdís Bjöms- dóttir, Harpa Ólafsdóttir og Anna Þóra Kristinsdóttir. um er mjög hamast með ágæti einkaframtaksins og forgangsrétt þess á þeim forsendum. Menn hljóta að spyija sjálfa sig og aðra hvers vegna „útgerðarmenn" einkafram- taksins hafí dregið svona lengi að gera tilboð sitt úr því að Útvegs- bankinn er jafn eftirsóknarverður biti og af er látið. Ég hygg að flestum landsmönn- um, sem eitthvað hugsa, komi sama svarið í hug: Að beðið hafí verið eftir því að fá Útvegsbankann á niðursettu verði eins og tíðkaðist um arðbærar ríkiseignir í tíð síðustu rfkisstjómar eða fjármálaráðherra hennar. Ég vil minna á, að umrædd bankastofnun hefur orðið gjald- þrota a.m.k. einu sinni áður ef ekki oftar og þá einnig af völdum sama aðila og nú, þ.e.a.s. einkaframtaks- ins. Það er því óhjákvæmilegt að spyija ríkisstjómina nokkurra sam- viskuspuminga: Er það viturlegt og réttlætanlegt að selja eignir ríkisins, þ.e. eignir þjóðarinnar, í hendur þessa aðila? Getur ríkis- stjóm eða jafnvel einn ráðherra höndlað með þær að eigin geðþótta eins og gert hefur verið? Getur ráð- herra kannski selt Þingvelli upp á einsdæmi eins og aðrar ríkiseignir? Hefur ríkisstjómin ekkert að at- huga við þau auðgunarbrot og okurmál, sem upp hafa sprottið á síðustu ámm einkum á vegum einkaframtaks en einnig sem er enn þá verra hjá félögum og samtökum? Það er vissulega sárt að þurfa að nefna þetta vegna hinna mörgu ágætu framtaksmanna á öllum sviðum, sem ekki mega vamm sitt vita og vinna heill bæði einstakling- um og þjóðfélaginu öllu. í fjölmiðlum er rætt og ritað um skjálftahræringar í ríkissijómar- gmndvellinum vegna umræddrar hlutabréfasölu. Það er nú ekki líklegt að jafn ábúðarfullir menn og þeir er sitja í ríkisstjóm hlaupi frá hlutverkum sínum eftir allt bröltið við að komast í þau. Og síst af öllum sjálfstæðismenn sem aldrei opna svo munn á opinbemm vett- vangi að þeir láti þess ekki getið hversu ábyrgir þeir séu í allri stjóm- sýslu. Að lokum: Ég tek óstinnt upp hin ósmekklegu ummæli Halldórs Blöndal um Jón Sigurðsson við- skiptamálaráðherra og frændur hans í tengslum við SÍS. Ef HB hefur kynnst eða kynnt sér frændur JS, t.d. föðurbræður, ætti hann að vita, að væm þeir áhrifamenn í íslenskum stjómmálum líðandi stundar stæði gengi þeirra hærra en nú er. Höfundur er kennari í Moafellsbœ. Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „Hallarsel“ Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 1. - 14. september kl. 10 - 19 í símum: 641111,40020 og 46776. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 14. september og lýkur með jólaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.