Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 71 Hljómleikaferð Ma- donnu um heims- byggðina lauk með hljómleikum í Basel í Sviss í gær, og hafa þá alls 1,35 milljón aðdáenda séð söngkonuna í Japan, Bandaríkjunum og Evr- ópu. Það er víst lítil hætta á að hún falli í gleyms- kunnar dá strax að heimsreisunni lokinni, því hún er með fleiri jám í eldinum en sönginn. Nýbyijað er að sýna kvikmynd Madonnu, „Whos that Girl“, í Bandaríkjunum. Myndin sú hefur hlotið misjafna dóma, og getum við ekki stillt okkur um að birta hluta úr umsögn eins gagnrýnanda í illkvittnari kantinum: „Madonna gengur um með ýktum mjaðmadillum, blikkar augunum eins og hún væri í akkorði, og er í einu orði sagt svo óþolandi sykursæt, að hver heil- brigður maður getur ekki að því gert að óska þess að steðji detti í höfuðið á henni." Ekki beint falleg lýsing, en Madonna getur auð- veldlega lejrft sér að blása á orðljóta gagnrýnendur. Hún er nýbúin að gera samning við framleiðend- ur Dynasty-sjónvarps- þáttanna, og á hún að fá sem svarar 2 milljónum íslenskra króna fyrir hvem hinna 8 þátta sem hún kemur fram í. Þá er uppi orðrómur um að Madonna hafí áhuga á endurgera hina sígildu mynd frá 1930, „Blái en- gillinn", með sjálfrí sér í aðalhlutverki. Þegar þessi orðrómur var borinn undir Marlene Dietrich, sem nú er 85 ára og býr í París, sagðist hún hvorki vilja heyra eða sjá þessa Ma- donnu, eða hafa nokkuð að gera með slíka mynd. Plötur Madonnu hafa nú selst í um 55 milljónum eintökum, og menn giska á að auður hennar nemi um 5 milljörðum íslenskra króna. Hún þarf því ekki að hafa áhyggjur af Poppstjarnan Madonna á einum tónleikanna í heimsreisunni. mörgu, nema þá ef vera skyldi eiginmanninum, honum Sean Penn, sem er eins og margir vita hinn mesti gallagripur. Hann var dæmdur í 32 daga fangelsi um daginn fyrir að lemja samleikara sinn í kvikmyndinni „Col- ors“, en fulltrúar réttví- sinnar hafa gefíð Sean leyfí til að fresta innise- tunni þar til tökum á myndinni er lokið. Ma- donna flutti frá Sean fyrr f sumar og skilnaðarum- ræður voru komnar á fullt, en nú mun Madonna hafa séð aum á Sean, og ætlar að gefa honum eitt tækifæri í viðbót til að bæta sitt ráð eftir að hún kemur heim úr heimsrei- sunni. MADONNA minnir á si g CWOP ■wjfiiy STURTUKLEFAR 0G BAÐVEGGIR ÚRÁLI0G HVÍTU ‘ Pottfeen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. 10% Stgr. afsláttur meðan sýningin „Veröldin '&7U stendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.