Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 74

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Ást er... .. . jafnt neÖan sjávar sem ofan. TM Rag U S Pat Off -all nghta rasarvad ® 1987 Los Anyalo* Timss Syndtcat* Nei, nei. Hafðu ekki áhyggjur. Þú vaktir mig ekki. Með morgimkaffínu Mér kemur það ekki á óvart að konan þín eigi erfitt með að skilja þig! HÖGNI HREKKVtSI r. .../£■ \>AR FÓRHÖN." Bréfritari vill að landsmenn gefi sér tíma til að njóta náttúru landsins. Njótum náttúru landsins Ég er dálítið hrædd um að þreytt- ur ökumaður hafi verið afar þreytt- ur eða hafi farið öfugu megin framúr daginn sem hann skrifaði bréfið í Velvakanda til að hnýta í konu í Borgamesi sem var að barma sér yfir því að lögreglan hefði stöðv- að hana og áminnt fyrir að aka of hægt. Eg held að það sé eitthvað mikið að ef öllum liggur svo mikið á að ekki gefst lengur tími til að virða fyrir sér náttúru landsins þegar ekið er um það og þeir sem gefa sér tíma til þess eru eltir uppi af lögreglu fyrir vikið. Fegurð landsins er ein mesta auðlind sem við eigum og því ástæðulaust að njóta hennar ekki. Ég er viss um að ef allir gæfu sér tíma, hægðu á bílunum eða stöðvuðu þá í örskotsstund og virtu fyrir sér náttúmna í ró og næði myndi mannlífíð batna til muna. Við lifum bara einu sinni og ætt- um að reyna að njóta dvalar okkar hér í jarðríki. Það liggur varla svo mikið á inn í eilífðina að fólk hafi ekki lengur tíma til að líta í kringum sig og skoða heiminn. Kristín Víkveiji skrifar Ekki líst Víkveija á hugmyndir forsvarsmanna miðbæjarsam- takanna um að leggja af eystri hluta Austurstrætis sem göngugötu — með það að markmiði að gera gamla Rúntinn aftur að veruleika og lífga á þann hátt upp á miðbæinn. Hins vegar er margt í gagnrýni þeirra Gömlubæinga á núverandi ástand allrar athygli vert. Því verður t.d. ekki á móti mælt að Upplýsinga- tuminn í minni götunnar birgir mjög sýn inn í Austurstrætið ofan úr Bankastræti. Þetta stendur þó til bóta, því að ef Víkveiji man rétt eru nú uppi áform um að fjarlægja tuminn og koma honum fyrir ann- arsstaðar. Það er líka rétt að sölutjöldin eru heldur ékki til prýði þegar göngugatan tekur að tæmast seinnihluta dagsins en hinu verður vart mótmælt að í góðu veðri yfir háannatíma dagsins setur útimark- aðurinn í Austurstræti og á Lækjartorgi mikinn svip á mannlíf- ið í miðborginni. Víkveiji efast því um að það verði til að lífga upp á kvöld- og næturlífið í miðborginni að fjarlægja tjöldin. Nærtækara er að reyna að finna þeim eitthvert hlutverk að kvöldlagi. Veigamesta gagnrýni þeirra mið- bæjarmanna er þó ábending þeirra um bílastæðaskortinn bæði í mið- bænum og í kringum Laugaveginn. í þeim efnum hafa borgaryfirvöld verið alltof hægfara, þó einhver úrlausn sé þar í augsýn með tilkomu nýju bflastæðanna við höfnina og bflgeymsla í ýmsum nýbyggingum í miðborginni. Hversu langt sú lausn hrekkur á hins vegar eftir að koma á daginn. Dauflegt kvöld- og næturlíf í miðborginni á sér þó aðrar skýring- ar en þær sem þeir miðbæjarmenn setja fram, að mati Víkveija. Að kvöldlagi eru það aðallega ungling- ar og ungt fólk á aldrinum 15-25 ára sem er á ferli og helsta afþrey- ing þess eru kvikmyndahúsin og skemmtistaðimir. Aðalstaðimir af þessu tagi hafa hins vegar verið að dreifast talsvert um borgina og þa'fólkið með, og nú er svo komið að ekki er eftir í miðbænum nema eitt kvikmyndahús en aðeins fjöl- breyttara úrval skemmtistaða og kráa. En það virðist sem sagt ekki duga til. Þá má ekki heldur gleyma íslenskri veðráttu sem ekki beinlínis stuðlar að líflegu götulífi, þó að heiðarlegar undantekningar séu þar á og þá ekki síst í sumar. En allt hefur þetta í för með sér að erfítt er að ná upp þeirri kvöld- og næt- urlífsstemmingu sem menn þekkja frá erlendum borgum. Því er Víkveiji vantrúaður á að veruleg breyting verði hér á, þótt Austur- stræti austanvert verði aftur opnað fyrir bílaumferð og Rúnturinn end- urvakinn. Hafi kaupmenn í mið- borginni áhyggjur af samkeppninni frá Kringlunni er nærtækast fyrir þá að svara henni einfaldlega með betri og ódýrari vöru ásamt betri þjónustu. XXX ætum tungunnar heitir lítið en sérlega snoturt rit sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur gef- ið út. í formála að ritinu, sem Helgi Hálfdanarson skrifar, kemur fram að í ritinu eru ýmsar blaðaklausur sem birtust um nokkurt skeið dag- lega í Reykjavíkur-blöðunum undir fyrirsögninni Gætum tungunnar. Þar var reynt að spoma við ýmsum málvillum sem skotið hafa upp koll- inum ýmist í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi, segir Helgi. Allar eru ábendingamar sem fram koma í ritinu hinar þörfustu en þó hnaut Víkveiji um eina. Hún er svohljóðandi: „Sagt var: Þar hefur orðið hækk- un um um 7 prósentustig. Rétt væri: ...hækkun um sjö pró- sent. (Orðið prósentustig er þarflaust og gæti verði villandi.)" Víkveiji er ekki fyllilega sáttur við þennan afdráttarlausa úrskurð, kannski vegna þess að hann hefur gerst sekur um að nota prósentu- stig — með fullri vitneskju um athugasemdir málvemdunarmanna við notkun þessa orðs. Skal það því rökstutt frekar. ímyndum okkur að vextir hækki úr 32% í 33%. Þá segjum við blaða- menn einatt að hækkunin, þ.e. úr 32% í 33%, sé eitt prósentustig en í prósentum er hækkunin um 3,1%. Þessi aðgreining er nauðsynleg, því að villandi er að nota prósent í báðum tilfellum. Eða hvað? Fróð- legt væri að heyra sjónarmið málvemdunarmanna í þessu álita- máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.