Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Bordeaux:
Opinber heim-
sókn forsetans
hefst í dag
Bordeaux. Frá Bemharð Valssyni, frétta-
ritara Morgainblaðsins.
í DAG hefst opinber heimsókn
forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur, í Bordeaux í
Frakklandi. Heimsóknin
stendur fram á föstudag og
er tilefni hennar „íslands-
vika“, sem haldin verður frá
og með morgundeginum í
Bordeaux. Forsetinn verður
viðstaddur opnun hátíðarinn-
ar á morgun.
í dag, eftir komu sína hingað
til Bordeaux, mun forsetinn verða
viðstaddur umræðuþing um
íslenska sögu, en umræðum stýra
þeir Regis Boyer, prófessor við
Sorbonne-háskóla, og Alaen
Narez, prófessor í skandinavískum
bókmenntum við háskólann í
Bordeaux. Auk þeirra verða þar
stödd fjögur íslensk skáld sem
munu halda fyrirlestra um íslen-
skar samtímabókmenntir. Einnig
skoðar Vigdís íslenska málverka-
sýningu og fýlgist með knatt-
spymuleik Islands gegn Gerondins
Bordeaux.
Á fimmtudag heldur forsetinn
til Rochefort þar sem hún mun
meðal a.nnars skoða Margaux-
höllina. Á föstudag verður Vigdís
sæmd heiðursorðu frá háskólanum
í Bordeaux.
„Ekkí rætt við okkur“
„SAMBANDIÐ hefur ekki rætt
við okkur um eitt né neitt,“
sagði Davíð Oddsson borgar-
stjóri, en Samband íslenskra
sam vinnuf élaga hefur sýnt
áhuga á að kaupa 24 hektara
af Smárahvammslandi í Kópa-
vogi og flytja þangað starfsemi
sina.
„Ef Sambandið hefur einhvem
áhuga á lóðarmálum hlýtur fyrsta
skrefið að vera að ræða við okkur
en þeir hafa ekki óskað eftir við-
ræðum við borgaryfírvöld. Þeir
voru með eina af bestu lóðunum
í bænum, á homi Háaleitis og
Ofanleitis, til skamms tíma en
afsöluðu sér henni þegar þeir ák-
váðu að hætta við að selja hús
sitt við Sölvhólsgötu og byggja
nýjar aðalbækistöðvar. Síðan hef-
ur ekkert verið rætt við okkur."
Samkvæmt skattskrá fyrir árið
1987 greiðir Samband íslenskra
samvinnufélga 51.678.350 krónur
á árinu í aðstöðugjöld en það eru
tekjur sem renna til sveitarfélags-
ins auk fasteignagjalda. Heildar-
gjöld fyrirtækisins eru rúmar 97
milljónir króna á árinu.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga, sagði að engin endanleg
ákvörðun hefði verið tekin um
kaup á Smárahvammslandinu.
„Við höfum undanfarið skoðað
möguleika og það fleiri en einn,
vegna sölu á Sambandshúsinu
sjálfu og húsinu við Lindargötu,
en það hefur engin endanleg
ákvörðun verið tekin enn,“ sagði
Guðjón.
Fiskverðsdeilan á Eskif irði:
Áhöfnin á Hólmatindi styður
aðgerðir Hólmanessmanna
Nefnd þriggja manna skipuð til að fara með samningsumboð
Á sameiginlegum fundi áhafna
Eskifjarðartogaranna Hólma-
ness og Hólmatinds í gærkvöldi
samþykkti áhöfn Hólmatinds að
fara að dæmi áhafnarinnar á
Hólmanesi og fara ekki á sjó
fyrr en samkomulag hefur náðst
um nýtt fiskverð. Jafnframt var
samþykkt skipun þriggja manna
nefndar til að fara með samn-
ingsumboð áhafnanna.
Hólmanes hefur legið við bryggju
síðan á föstudag vegna ágreinings
áhafnar við útgerðina um fiskverð.
Telja fulltrúar sjómanna að sjómenn
annars staðar á Austfjörðum fái
greitt hærra fiskverð en greitt er á
Eskifirði. Aðalsteinn Jónsson, for-
stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
hingað til hefði verið miðað við
verð á Vestfjörðum en sjómenn
vildu miða við Fáskrúðsfjörð, þar
sem fram að þessu hefði verið stuðst
við verð á Fiskmarkaðinum hf. í
Hafnarfírði. Aðalsteinn vildi taka
sérstaklega fram að allar viðræður
og samskipti aðilanna tveggja færu
fram í mestu vinsemd.
„Við höfum miðað fískverð við
Hafnarfjörð en verð þar hefur verið
svo óraunhæft að þeirri viðmiðun
hefur verið hætt," sagði Kjartan
Reynisson, á skrifstofu Kaupfélags
FáskrúðsQarðar. „Enn er vika eftir
af þessu samkomulagi og það hefur
ekki verið fundað um hvað eigi að
taka við. Við teljum ekki grundvöll
fyrir okkur að borga heilu togara-
farmana á 40-50 krónur kílóið en
þannig hefur Hafnaifyarðarverðið
verið. Við teljum það verð óraun-
hæft þar sem ekki fer nógu mikið
magn í gegnum markaðinn í Hafn-
arfirði til að hægt sé að taka mark
á honum.“
Bremerhaven:________
Meðalverð
rúmar 50 kr.
SNORRI Sturluson RE seldi I Bre-
merhaven í gær um 140 tonn fyrir
rúma 7,1 milljón króna og var
meðalverð 50,56 krónur á kilóið.
Aflinn var aðallega karfi og er
þetta mun betra verð en fengist
hefur á ferskfiskmörkuðum í
Vestur-Þýskalandi um langt skeið
eða síðan ormafárið svonefnda
kom þar upp fyrr í sumar.
Afgangurinn af afla Snorra
Sturlusonar, um 50 tonn, verður
boðinn upp í Bremerhaven í dag og
gera menn sér vonir um að svipað
verð fáist fyrir þann físk. Að sögn
Tómasar Kristjánssonar hjá LIU,
sem sér um sölu á afla íslenskra
fískiskipa erlendis, er hæpið að
draga einhveijar ályktanir af þessari
sölu Snorra Sturlusonar í Bremer-
haven enda hefur Þýskalandsmark-
aður verið mjög sveiflukenndur og
viðkvæmur síðustu vikumar.
Vörður ÞH seldi í Hull í gærmorg-
un um 52 tonn fyrir rúmar 2,9
milljónir króna, eða 55,95 krónur
að meðaltali. Um 27 tonn af aflanum
var þorskur og fengust fyrir hann
63,76 krónur að meðaltali. Um 212
tonn af gámafíski voru seld á Bret-
landsmarkaði í gær fyrir um 15,9
milljónir króna eða 75,00 krónur að
meðaltali. Rúmlega helmingur af-
lans var þorskur sem fór á 72,30
krónur að meðaltali.
Gullhringur
úr Viðeyjar-
kirkjugarði
GULLHRINGUR sá sem
fannst í kirkjugarðinum í Við-
ey fyrir skömmu er nú í
vörzlu Þjóðminjasafnsins.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á sunnudag fannst
hringurinn á fingri mjög há-
vaxins manns og á kistulokið
hafði verið lögð þriggja blaða
lilja úr bronsi.
BÍIAR
blaoB
blaðC
Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á Alls-
heijarþingi SÞ í gærkvöldi:
Vísum á bug sjálf-
STEINGRÍMUR Hermannsson
utanrikisráðherra sagði i ræðu
sinni á 42. Allsheijarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, sem hófst í
New York í gær, að íslendingar
visuðu á bug afskiptum „sjálf-
skipaðrar lögreglu”, af nýtingu
auðlinda, hversu voldug sem slík
þjóð kunni að vera og þeir kasti
ekki steinum sem i glerhúsi búa.
Steingrímur sagði einnig í þessu
sambandi að íslendingar myndu
virða rétt sérhverrar þjóðar til eðli-
legrar nýtingar auðlinda sinna
innan eigin lögsögu án afskipta
annarra. Hafí slík nýting áhrif á
hagsmuni annarra leggðum við
áherslu á alþjóðlegt samráð og
vísindalegt eftirlit. Ennfremur teldu
Islendingar að allar lífverur ættu
rétt á vemd, en jafnframt að þær
skuli nýttar á skynsamlegan hátt.
Utanríkisráðherra sagði að þó
margt hefði áunnist með starfí
Sameinuðu þjóðanna virtist það
vera nokkuð almenn skoðun, að
Allsheijarþinginu og Öryggisráðinu
hafí of oft mistekist hlutverk sitt.
Hann lýsti afstöðu íslensku sendi-
nefndarinnar til þeirra heimsmála
sem efst hafa verið á baugi.
I lok ræðu sinnar lýsti hann
ánægju sinni með að fundur leið-
toga tveggja voldugustu ríkja heims
skyldi haldinn á Islandi á síðasta
ári og þann árangur sem fundurinn
skilaði. „Ég vil gjaman að land
mitt geti orðið griðarstaður þeirra
sem vilja hittast í friði til að leita
lausna á hinum flölmörgu vanda-
málum sem hijá mannkynið. í þeim
tilgangi býð ég ekki aðeins leiðtoga
risaveldanna, heldur ykkur alla,
velkomna til íslands," sagði ut-
anríkisráðherra.