Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 7 V estmannaeyjar: Þjóðarbúið hagmðist í fyrra um 1,3 milljarða króna vegna ferskfiskútflutnings - segir Jóhannes Kristinsson skipstjóri í Vestmannaeyjum V estmannaeyj um. „SÖLUVERÐ þess afla sem Gámavinir sf. sendu í gámum á erlenda markaði fyrstu 8 mánuði þessa árs nemur alls um 885 milljónum króna og á síðasta ári var seldur fiskur frá okkur fyrir 540 milljónir. Að halda því fram að þjóðar- búið hafi tapað á þessum útflutningi er algjör firra,“ sagði Jóhannes Kristinsson skipstjóri, forsvarsmaður Gámavina í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. Rætt var við Jóhannes um gámaskýrsluna svokölluðu, um stöðu og horfur í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á tímum vax- andi gámaútflutnings. Skýrslu þessa samdi Hilmar Viktorsson, viðskiptafræðingur hjá Ráðgarði, fyrir atvinnumálanefnd Vest- mannaeyja. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur skýrsla þessi verið mikið umtöluð í Eyjum og verið skiptar skoðanir um niðurstöður skýrsluhöfundar. Jóhannes sagði að skýrslu þessa hefði átt að senda öllum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í Eyjum en þeim Gámavinum hefði aldrei borist skýrslan og hann hefði því þurft að útvega sér hana eftir krókaleiðum. „Við teljumst því ekki vera í hópi hagsmunaað- ila þrátt fyrir okkar miklu umsvif,“ sagði Jóhannes. í skýrslu Hilmars er því haldið fram að þjóðarbúið hafí tapað á síðasta ári 600—800 milljónum króna á gámaútflutningi. Tapið á útflutningi þorsks og ýsu hafí verið um 1 milljarður en hagnaður af útflutningi kolategunda og annarra blandaðra tegunda hafi verið talsverður. „Þessir útreikn- ingar Hilmars standast ekki,“ sagði Jóhannes Kristinsson. „Hann notar ekki sömu forsendur varðandi þorsk og ýsu annars vegar og kolategunda hins vegar. Koladæmið er ekki ósennilegt og allir eru sammála um hagræði þess að flytja út kola en ég get sýnt fram á, með því að nota sömu reikningskúnstir og Hilmar notar í koladæminu og snúi þeim yfír á bolfiskinn, þá skilar gámaútflutn- ingurinn 1,3 milljarði króna umfram fískvinnsluna. Hann gef- ur sér allar hagstæðustu tölur fyrir frystinguna, notar 168 cent pr. lbs. sem er óraunhæft og not- ar nýtingarhlutfall sem ekki þekkist. Þá notar hann annars vegar skilaverð til útgerðar varð- andi gámana en hins vegar hæsta brúttóverð erlendis fyrir frysta fískinn. Þá er því haldið fram að bæjar- félagið tapi svo og svo miklu vegna gámanna. Þetta er rangt því bæjarsjóður og hafnarsjóður hafa aldrei haft eins miklar tekjur og eftir tilkomu gámanna. Hér koma nú 2—3 skip á viku sem ella hefðu ekki komið og greiða viðkomugjöld, um 6 milljónir á ári, auk vöru- og aflagjalda. Það er staðreynd sem allir vita sem á annað borð vilja vita að ef gám- amir hefðu ekki komið til hefði bátum hér fækkað um 12—15 sem hefði haft í för með sér að fólki hefði fækkað hér um 1200—1500 manns. Mér fínnst satt að segja að helsta meinið í fískvinnslunni hér í Eyjum sé að vinnslan er að fær- ast á mjög fáar hendur sem svo hefur alltof mikla yfírbyggingu. Ég hefí ekki trú á því að bæjarbú- ar vilji að mjög svo fámennur hópur manna neðan Strandvegar ráðskist með hag allra bæjarbúa." Jóhannes sagði að það hefði ekki komið nægilega fram í um- ræðunni um gámaútflutninginn að fískvinnslan í Eyjum á yfír að ráða 70% kvótans og hún hefði árlega flutt út verulegt magn af ferskum físki, ýmist í gámum eða látið skip sín sigla með afla. Hann sagðist vera hlynntur því að settur yrði á stofn fískmarkaður í Eyjum og taldi gólfmarkað vera raun- hæfari kost en fjarskiptamarkað. „Það er mikið talað um að físk- vinnslufólk sé að flýja Vest- mannaeyjar og er gámunum kennt um, en það er ekkert talað um að ef gámamir hefðu ekki komið til væru hér 1200—1500 manns færra en nú er. Ýmsir, og þar á meðal skýrsluhöfundur, geta ekki hugsað sér að sjómenn séu með þreföld laun fískvinnslufólks en hins vegar get ég vel hugsað mér að fiskvinnslufólk hafí þref- alt meiri laun en það hefur í dag. Mér fínnst agalegt að öll þjóðin skuli láta blekkja sig með alls konar skýrslum, nefndarálitum og öðm fargani. Fjölmiðlar grípa þetta á lofti, rífa út tölur og slá þeim upp, samanber þetta eins milljarðs tap á gámaútflutningn- um, án þess að sannreyna nokkuð hvað á bak við er,“ sagði Jóhann- es Kristinsson gámavinur. Hann hefur samið skýrslu upp á 9 blað- síður sem svar við fjölmörgum fullyrðingum sem fram koma í skýrslu Hilmars Viktorssonar og sent atvinnumálanefnd Vest- mannaeyja. - hkj GRÍPTU 100.000 krónur Sól gos - meiriháttar gos HUTSCHENREUTHER GERMANY „Portofmo“ Nýtt matar- og kaffistell frá Hutschenreuther, framleitt úr postulíni af bestu gerð SILFURBUÐIN KRINGLUNNI—REYKJAVÍK SÍMI 689066

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.