Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Austur-þýzki rithöfundurinn Erwin Strittmatter:
v
Bókmeimtahátíðin bæði
gagnleg og ánægjuleg
„Ég lít svo á, að þessi bók-
menntahátíð hafí verið bæði
gagnleg og ánægjuleg. Sjálfur hafði
ég þráð það áratugum saman að
komast til íslands, ekki sízt til að
hitta íslenzka rithöfunda eins og
Halldór Laxness, en ég hef lesið
nær allt eftir hann, sem þýtt hefur
verið á þýzku og ensku. Mér fínnst
ég alltaf hafa staðið í nánum tengsl-
um við ísland vegna bókmennt-
anna. Það sannast á Islandi, að það
eru skáldin, sem gefa landi sínu
svip."
Þannig komst austur-þýzki rit-
höfundurinn Erwin Strittmatter m.
a. að orði í viðtali við Morgunblað-
ið, en hann var einn erlendu
gestanna á bókmenntahátíðinni
hér. Strittmatter er fæddur 1912
og því 75 ára að aldri. Hann er
einn fremsti fulltrúi sósíalískrar
raunsæisstefnu í austur-þýzkum
bókmenntum.
Faðir Strittmatters var smábóndi
og bakari og framan af ævi fetað
sonurinn í fótspor hans og stundaði
bakariðn. Strittmatter starfaði líka
m a. sem þjónn, bílstjóri, ritstjóri
dagblaðs en eftir síðari heimsm-
styijöldina sneri hann sér loks alveg
að skáldskap. Fyrsta skáldsaga
hans, „Ochsenkutscher" kom út
1951. Þremur árum seinna vakti
hann verulega athygli með skáld-
sögunni Tinko." Nýjasta bók Stritt-
matters er skáldsagan „Der
Laden", sem kom út í tveimur hlut-
um fyrr á þessu ári. Hún er af
morgum talin í hópi beztu bóka
hans.
Þegar Strittmatter var spurður
hinnar sílgildu spumingar, hvert
væri hlutverk bókmenntanna í dag,
svaraði hann: „Það má ekki ofmeta
þær og það má ekki heldur van-
meta gildi þeirra. Nú hrópa náttúrví-
sindin á rithöfundana sér til hjálpar
til að gera það útlægt, sem þau
hafa fundið upp, það er kjamorku-
sprengjuna."
Hvað með klassísku þýzku rithöf-
undana. Hver er staða þeirra í
Þýzka alþýðulýðveldinu nú?
„Klassískir þýzkir höfundar eins
og Goethe og Schiller em etir sem
Oldungadeild
Bandaríkjaþings:
Fyrirvari á
útgjöldum til
varnarmála
Washington, Reuter.
Öldungadeild bandaríska
þingsins samþykkti á fimmtudag
til bráðabirgða fyrirvara um út-
gjöld til vamarmála á næsta ári.
Samþykktin getur hindrað Ron-
ald Reagan Bandaríkjaforseta í
að framfylgja geimvamaáætlun
sinni (SDI).
Samkvæmt hefðbundinni túlkun
ABM-samningsins frá árinu 1972
um takmörkun gagneldflaugakerfa
er geimvamaáætlunin samnings-
brot. Stjómvöld í Bandaríkjunum
hafa komið fram með rýmri túlkun
á samningnum. Samkvæmt henni
er geimvamaáætlunin innan ramma
samningsins. Rýmri túlkunin hefur
verið gagnrýnd af demókrötum í
stjómarandstöðu og fyrir tilstilli
þeirra var fyrirvarinn á fjárframlög-
um til vamarmála samþykktur í
gær. Fjárlögin sem snúa að vamar-
málum á árinu 1988 hljóða upp á
303 milljarða Bandaríkjadala.
Reagan hefur hótað að beita
neitunarvaldi sínu gegn öllum laga-
setningum er skerða íjárframlög til
geimvamaáætlunarinnar.
áður okkar sígildu höfundar og verk
þeirra sem slíkra em bæði mikils
metin og mikið lesin heima. Það
hefur að mínu mati lítið breytzt."
Talið berst síðan að höfundum
20. aldarinnar eins og Franz Kafka
og Friedrich Durrenmatt og hvert
væri viðhorfið almennt gagnvart
þeim í Austur-Þýzkalandi: „Diirren-
matt er mjög mikils metinn hjá
okkur og verk hans em sýnd á
sviði. Kafka er nokkuð sér á parti.
Það var sá tími, að Kafka var sérs-
takt mál út af fyrir sig í öllum
löndum Austur-Evrópu. Allir sem
létu í ljós áhuga á Kafka vom lýst-
ir úrkynjaðir. Nú em verk hans
gefin þar út og þá kemur það í ljós,
að flestir skilja þau ekki, sem ákaf-
ast sóttust eftir að fá að lesa þau.
Ég er þeirrar skoðunar, að það
þurfi að vera til staðar viss huglæg
afstaða til þess að geta skilið Kafka.
Að mínu mati hefur Kafka séð
fyrir margt af því, sem framundan
var á þessari öld svo sem skrifræð-
Erwin Strittmatter.
ið og ofstjómarskrifræðið, sem
jafvel meira er af í Austur-Évrópu
en á Vesturlöndum. Ég held hins
vegar, að margir aðdáendur Kafka
sjái líka annað í verkum hans, t.
d. vissa dulúð. Það em vissulega
til margs konar túlkanir á verkum
hans.“
En hvað með vestræna höfunda
eins og brezka og bandaríska? Hver
er afstaða ykkar t. d. til Kurts
Vonnegut, sem er jú einn af gestum
bókmenntahátíðarinnar hér?
„Vonnegut er mjög mikið lesmn
hjá okkur og nokkrar af bókum
hans hafa verið gefnar þar út, þar
á meðal „Sláturhús fimm.“ Það má
með sanni segja, að bækur hans
seljist svo hratt hjá okkur, að ekki
sé unnt að hafa við að prenta þær.
En þannig er þvi farið með nær
alla erlenda höfunda og okkar höf-
unda líka, svo framarlega sem þeir
em góðir. Við emm bókaþjóð eir.s
og íslendingar."
(MS)
DULUX CARRE
Orkusparandi DULUX® CARRÉ 9 og
11W vegg- og loftlampinn er tilvalinn í
stigaganginn, andyrió eóa þar sem
þörf er á fyrirferöarlitlum lampa.
DULUX® CARRÉ fylgir orkusparandi
Ijósgjafi DULUX® S.
a; t
Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og
kaupfélögum. Heildsölubirgdir:
JÚHANN ÚLAFSSON & C0. HF. OSRAM
43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588
Ijóslifandi orkusparnaður