Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 21 Morgunblaðið/BAK Skátar skriðu í 48 stundir til að safna fé til Ástralíufarar. Hér er einn skátinn að skríða í bæinn á sunnudag. Skátar skriðu og söfnuðu fé F astgengisstefnan í hættu Homsteinn samninganna á síðasta ári var að genginu yrði hald- ið fostu og í sáttmála n'kisstjómar- innar frá því í sumar er lögð áhersla á að mynda ramma um efnahagslíf- ið með föstu gengi. Að mati kunnugra getur fastgengisstefnan ekki til lengdar þolað 1,5-2,0% verð- bólgu á mánuði. Fljótlega á næsta ári hljóti gengið að láta undan, en þó sé það háð aðgerðum ríkisvalds- ins að öðm leyti. Komi fullar verðbætur á laun er ljóst að verð- bólgustigið næstu mánuði verður í kringum 20% á ársgrundvelli og því mun mikið reyna á fastgengisstefn- una. Til að ná verðbólgunni niður kemur þrennt til greina, að sögn Þórðar Friðjónssonar, aukin skatt- heimta, hækkun vaxta og niður- skurður útgjalda. Það sé hins vegar pólitískt uppgjörsefni hvaða leiðir verði valdar til þess að draga úr spennu í efnahagslífínu. Að sögn Þórðar er ekki hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi við- skiptakjarabata. I besta falli verði um lítils háttar bata að ræða á næsta ári og ekki sé hægt að gera ráð fyrir framleiðsluaukningu sem neinu nemi. Jafnvel geti orðið um samdrátt að ræða ef tekin verði ákvörðun um að fylgja ráðlegging- um Hafrannsóknarstofnunar um að draga úr þorskafla á næsta ári. Þjóðhagsstofnun spáði í sumar 0,5% viðskiptahalla af landsfram- leiðslu eða um 1.400 milljónum króna. Stofnunin hefur ekki endur- metið þessa spá, en ljóst er nú að hallinn verður mun meiri, þó lands- framleiðslan muni aukast meira en ráð var fyrir gert. Reynslan af kjara- samningnnum góð Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ eru sam- mála um að reynslan af kjarasamn- ingum undanfarin tvö ár hafí verið í heildina tekið góð. Það væri eng- inn vafí að samningamir hefðu átt þátt í kaupmáttaraukningunni á þessu og síðasta ári, þó batnandi ytri skilyrði hefðu skapað forsend- umar. Ásmundur benti á að hlutfall launa af rekstrargjöldum fyrirtækj- ahna hefði ekki áður verið jafnhátt og spáð væri á þessu ári. „Það er enginn vafí að það hefur áunnist mikið með þessum samningum. Atvinnurekendur axla aldrei aðrar kauphækkanir en þær sem þeir hafa ekki aðstöðu til þess að velta af sér út í verðlagið. Því var lögð megináhersla á það í samningunum að kauphækkanimar færu ekki all- ar út í verðlagið. Þar kom margt til en stærsta atriðið var að halda genpnu föstu," sagði Ásmundur. Þórarinn sagði að í samningun- um í febrúar og desember hefði verið teflt á tæpasta vað. Ytri að- stæður hefðu hins "vegar stöðugt breyst okkur í hag og það væri athyglisvert að verðlagshækkanir á síðasta ári hefðu verið minni, en hefðbundinn útreikningur á ytri til- efnum hefði gefíð ástæðu til. „Á síðasta ári tóku fyrirtækin á sig feykilegar kostnaðarhækkanir án þess að það leiddi til breytinga á verði í sambærilegum mæli. Það eitt að ná verðbólgunni niður á við- ráðanlegt stig, þannig að fjár- magnskostnaður fyrirtælqanna minnkaði verulega, gerði fyrirtækj- unum kleift að taka á sig miklu meiri launahækkanir en við hefðum þorað að vona," sagði Þórarinn. „Mitt mat er það að ef rúmlega 7% hækkun á öllum launum í landinu nær fram að ganga þá sé útilokað annað en það leiði mjög fljótt til verðbólguverkana,“ sagði Þórarinn ennfremur. „Innanlands kemur þessi hækkun fram mjög fljótlega í hækkuðu verðlagi á vöru og þjónustu og ég fæ ekki séð að gengisstefna stjómvalda fái staðist slíka almenna launahækkun á þessu hausti. Það hlýtur að sverfa mjög að fastgengisstefnunni." Hann sagði að þegar væru farin að sjást merki erlendrar skuldasöfnunar. Ef dregið væri að láta afleiðingamar koma fram yki það ósköp einfald- lega á erfíðleikana síðar meir. Verbólgan yxi en kaupmátturinn yrði síst meiri, líkast til minni, þeg- ar til lengri tíma væri litið og það markmið að veija kaupmáttarstig sem væri 33—34% hærra en það sem var fyrir einu og hálfu ári væri heldur ekkert til að skammast sín fyrir. Ef hins vegar yrði einung- is um 1,5% samningsbundna launahækkun að ræða 1. október stæðu vonir til þess að hægt væri að viðhalda föstu gengi og klára samninga fyrir næsta ár, sem héldi við svipuðu kaupmáttarstigi og nú er. Það mætti heita útilokað ef verð- bólguhjólið fengi að fara í gang nú. Samkomulag í launa- nefndinni skiptir miklu Ásmundur Stefánsson sagði það ljóst að fastgengisstefnan stæðist ekki til lengdar 2% verðbólgú á mánuði. Hins vegar gæti hann ekki séð að verðbætur á laun 1. október gerðu það að verkum að við þyrftum að sjá á bak fastgengisstefnunni, það færi eftir hver framvindan yrði að öðru leyti. „Ef menn meta það þannig að í kjölfarið fylgi stöðug- leiki, þá er þessi hækkun ekki það sem máli skiptir," sagði hann og benti á að atvinnurekendur geti ekki reiknað með að ASÍ taki þátt í því að skerða kaupmátt þeirra, sem einskis launaskriðs hafa notið. „Auðvitað reynir á það að atvinnu- rekendur hafí skilning á ábyrgð sinni og að það var stefnt að því í samningunum að tryggja þennan kaupmátt. Launanefnd á að sjálf- sögðu ekki að ákveða sjálfkrafa vísitöluhækkanir, en efnahagslegar forsendur hafa gengið okkur í hag- inn á þessu ári og því ekki ástæða til skerðingar." Ásmundur sagði að reynslan hefði verið góð af launa- nefndunum, þetta væri skynsam- legt kerfí og mætti ekki bijóta það niður. Því skipti miklu máli að sam- komulag tækist í nefndinni. Ófriðlegar horfur á vinnumarkaði Það er margvíslegur vandi sem blasir við samningamönnum al- menna vinnumarkaðarins í vetur. I fyrsta lagi er það ákvörðun launa- nefndarinnar, sem væntanleg er síðar í þessari viku og þar er föst krónutöluhækkun á öll laun, sem stungið var upp á í tillögu VSÍ að kjarasamningi, í stað prósentu- hækkunar, einn möguleiki, sem launanefndarmenn hljóta að taka til athugunar, en margir forsvars- menn láglaunahópa innan ASÍ hafa lýst sig fylgjandi meginhugsuninni í henni. Samningar eru almennt lausir um áramót og eftir 1. október eru engin ákvæði í núgildandi samning- um til tryggingar kaupgjalds. Dragist kjarasamningar fram á næsta ár og verðlagshækkanir verði með sama hætti og það sem af er þessu ári, blasir við rýrnandi kaup- máttur, sem hittir verst fyrir þá sem síst skyldi eða hina lægstlaunuðu. Þetta er áhyggjuefni fjölmargra forystumanna ASÍ. Því til viðbótar fá opinberir starfsmenn sjálfkrafa þá hækkun, sem samið verður um í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði á næsta ári, en samn- ingar þeirra gilda til ársloka 1988. Verkamannasambandinu, sem fyrst landssambanda ASÍ varð til þess að leggja fram kröfugerð, hef- ur ekki tekist sem skyldi að setjast sameinað að samningaborðinu. Þar deila menn um 3% meira eða minna í kröfugerð, sem nemur um 40%. Það eru ekki miklar líkur til þess að menn sitji á friðarstóli í kjara- samningum í vetur. „Ákvörðun launanefndar um verðlagsbætur 1. október er smámál, samanborið við gerð kjarasamninga í vetur," eins og einn viðmælenda Morgunblaðs- ins innan Alþýðusambandsins orðaði það. HÓPUR skáta skreið frá Minni- Borg i Grímsnesi til Reykjavíkur um helgina. Skátarnir söfnuðu með þessu móti fé til farar á alþjóðlegt skátamót í Ástralíu, sem hefst á Þorláksmessu. Klukkan 17 á föstudag lögðu skátamir, tæplega 40 að tölu, af stað frá Minni-Borg. Bifreið frá Hjálparsveit skáta í Grímsnesi fylgdi þeim eftir og önnur bifreið gegndi hlutverki bækistöðvar. Hver skáti skreið um 700 metra í einu og eftir 48 stunda skrið komu skát- amir til Reykjavíkur á sunnudag. RANNSÓKN rannsóknarlög- reglu ríkisins á atburðinum sem varð i Innri-Njarðvík í lok ágúst, þegar ungur maður stakk félaga sinn til bana, er nú lokið. Málið hefur þó ekki verið sent rikissak- sóknara þar sem ekki liggur fyrir krufningarskýrsla og nið- urstöður geðrannsóknar. Eftir voðaatburðinn í verbúð í Innri-Njarðvík 29. ágúst, játaði ungi maðurinn að hafa banað félaga Þá höfðu safnast á þriðja hundrað þúsund krónur. Guðmundur Pálsson er farar- stjóri Ástralíufaranna. Hann sagði að alls ætluðu 115 skátar á mótið í Ástralíu. „Þessi hópur skipti sér í minni hópa og hver hópur sér síðan um að afla fjár með einhveijum hætti,“ sagði Guðmundur. „Við munum hafa allar klær úti fram að brottför, enda kostar ferðin rúm- • lega 100 þúsund krónur á mann. Það vantar því mikið á enn til að endar nái saman, en við emm mjög þakklátir þeim sem studdu okur nú.“ sínum. Hann var úrskurðaður í 90 daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri, sagði að rannsókn hefði tekið skamman tíma. „Við höfum lagt mikla áherslu á að frá krufningarskýslu og niður- stöður úr geðrannsókn svo fljótt sem auðið er, svo unnt verði að senda málið til ríkissaksóknara til afgreiðslu. Ég á von á að svo verði fljótlega," sagði Bogi. Voðaatburðurinn í Innri-Njarðvík: Málið sent til ríkis- saksóknara fljótlega Raðgreiðslur VISA-, ódýr og þægilegur greiðslumáti Léttið greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðslum VISA í allt að 12 mánuði vegna stærri viðskipta eða við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar,tryggingagjalda o.fl. Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir afborgunarsamningar og til muna þægilegri, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferðalög, heimilistæki, tryggingar, sportvörur, hljómtæki, húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur, tölvubúnaður, skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri fyrirtæki bjóða nú þennan þægilega greioslumáta. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar VISA þekkja eftir- farandi hlunnindi. Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga- þjónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gisti- þjónustu, vildarkjör, tímaritið VILD. Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. VISA: Boðgreiðslur, Raðgreiðslur, Símgreiðslur. styrktaraðili ólympíuliðs íslands V/SA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.