Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Grein í New York Times:
„Island flaggar vodka“
BANDARÍSKA blaðið New York
Times skýrir í langri frétt sl.
miðvikudag, 16. september, frá
herferð, sem nú er á döfinni þar
vestra til þess að auglýsa Eld-
urís, vodka-drykk Afengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins. Fréttin
er undir yfirskrift, sem þýða má
„ísland flaggar vodka“. Fer hún
hér á eftir í lauslegri þýðingu:
Það er til sovézkt vodka, sænskt,
franskt og írskt. Jafnvel japankst.
Og hvers vegna ekki íslenzkt líka?
Glenmore bruggverksmiðjumar í
Louisville, Kentucky, er um það bil
að setja á markað íslenzkt vodka,
Eldurís. Fólu þær fyrirtækinu Gry-
bauskas & Partners í New York að
kynna það og verður markaðssetn-
ing fyrst um sinn einskorðuð við
Kentucky, Maryland og Washing-
ton D.C. Fyrirtækinu var falið að
finna leiðir til að aðgreina íslenzka
eldvatnið frá hinum ýmsu innfluttu
tegundum.
, „Við ætlum þessu vodka að ná
fótfestu, það á ekki að lenda í hópi
þeirra drykkja sem hverfa nær jafn-
harðan," sagði Roland V. Giy-
bauskas, forstjóri auglýsingastof-
unnar.
Heildarsala á vodka í Banda-
nkjunum hefur minnkað á undanf-
ömum árum, að sögn Donnan-Ann
P. Hayden, upplýsingastjóra Glen-
more. Sala á innfluttu vodka hefur
þó aukizt á sama tíma. Hlutdeild
þess í markaðnum hefur aukizt úr
1% 1980 í 5,9%.
Eldurís er í álitlegri flösku og
lítur því út fyrir að vera í flokki
dýrari innfluttra vodka-drykkja.
Verðið verður á bilinu 12-14 dollar-
ar, eða hið sama og á Absolut,
Stolichnaya og Finlandia, sem eru
söluhæstu innfluttu vodkadrykkim-
ir. Sala þeirra er í sömu röð og
þeir eru ritaðir hér að framan.
Grybauskas og Glenmore ætla
að reyna að höfða til hinna forfröm-
uðu og eftirsóttu vodkaneytenda
með öðrum hætti en hingað til.
Hyggjast þau nota ímynd Islands,
sem óspillts land lengst í norðri, til
þess að vekja löngun hjá mönnum
til þess að smitast yfír á drykkinn.
I þessu skyni hafa þau ákveðið
í fyrstu atrennu að skrifa hálfri
milljón hugsanlegra neytenda og
segja þeim hversu stórkostlegt land
ísland sé. „Landið hefur á sér dul-
rænan blæ,“ sagði herra Grybausk-
as. „Allir hafa heyrt þess getið en
vita lítið meira".
Sagan segir að víkingamir hafí
geflð landinu óaðlaðandi nafn til
þess að geta notið kosta þess einir.
Það var haft til viðmiðunar við gerð
Eldurís, sem Tiefur á sér ímynd
THE NEW YOKK. IIMES, WEUNEEDAY, SEE'I EMBEK 16, 1967
Advertising
Daniel F. Cuff
Ieeland
Joins Vodka
Parade
THERE is vodka from the Soviet
Union, vodka from Sweden,
from Finland, France and Ire-
land. Japan even. So why not vodka
from lceland?
The Glenmore Distilleries Com-
pany of Louisville, Ky., is about to in-
Jroduce Eldurís — Eldur meaning
fire and ís, ice in Icelandic. It’s pro-
nounced El-dur-ees. The job of de-
Smith Barney
In Ad Change
John Houscman won't be
making commcrcials, thc old-
íashioned way or otherwisc, for
Smith Barncy, Harris Upham
& Company anymore.
Thc investment firm is drop-
ping Mr. Houseman as its ad-
verlising spokesman in favor
of another iawyerly actor, Leo
McKern, who plays a barrister,
Rumpole of the Bailcy, in a
tclcvision series of the same
namc shown on British and
Amcrican tclevision. Mr.
Houscman had bcen hired after
or
Úrklippan úr New York Times þar sem skýrt er frá herferð til að
kynna vodka-drykkinn Eldurís.
hreinleika, snyrtileika og tærleika
loftsins.
Fyrst munu hinir vænlegu fá
póstkort. A framhliðinni verður
mynd af Eldurís-flösku en á bak-
hliðinni skilaboðin: „Bragð hins
spennandi lífs - handan við haf er
land þar sem eldfjöll og jöklar eru
í sambýli. Þar eru árstíðir aðeins
tvær, björt og dökk. Þú munt upp-
götva það eftir tvær vikur. Þá færðu
pakka frá landi elds og ísa.“
Tveimur vikum síðar dettur síðan
myndarlegur bæklingur inn um bré-
flúguna hjá hinum sömu, prýddur
íslandsmyndum íslenzkra ljósmynd-
ara. I meðfylgjandi bréfí er rætt
um „fágætt og gott skynbragð"
viðtakandans, „ævintýralöngun
hans, þrá til að uppgötva eitthvað
nýtt, og góðan smekk“. í kjölfar
þess berst síðan annað póstkort þar
sem íslenzka hugtakið skál er út-
skýrt og bent á að Eldurís sé hentug
hátíðargjöf og upplagður til að
dreypa á um jólin. Póstkynningin-
unni verður síðan fylgt eftir með
auglýsingum í blöðum og tímarit-
um.
Póstkynningu verður beitt, sagði
James E. Overall, yfírmaður hönn-
unardeildar Grybauskas, vegna
þess að „ég vildi ræða við hina út-
völdu eins og vini, til þess að koma
staðreyndum um landið til skila“.
Overall varð sér úti um þessar
staðreyndir með heimsókn til Is-
lands. Fór hann ásamt frú Hayden
og Cheryl Suhr, einum af yfirmönn-
um Glenmore, og þeirra beið
ýmislegt óvænt. Þau uppgötvuðu
til dæmis hræðslutilfinninguna, er
þau flugu umhverfis snævi þakta
Ijallstinda í Cessnu sem flaug þang-
að sem henni sýndist sjálfri því
flugmaðurinn var yfirleitt hálfur
útum gluggann við að taka ljós-
myndir.
Þau fylltust samt öll aðdáunar á
íslandi og Overall lagði þunga
áherzlu á að þar væri loft tærast á
jörðinni. Eldurís er framleiðsla tó-
baks- og áfengiseinkasölu íslenzka
ríkisins, Áfengis- og Tóbaksverzlun
Ríkisins. Það er annað söluhæsta
vodkað á íslandi. Hið söluhæsta er
innflutt og ódýrara, Smimoff."
Feröaskrifstofan Atlantik —
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
ÍSLENDINGAR
60ÁRA
OG ELDRI
Mallorka 5.ok(óber
viðbötarsæti
Eins og kunnugt er efnir ferðaskrifstofan Atlantik til tveggja
sólarlandaferða til Mallorka í haust í samstarfi við félagsmála-
stofnun Reykjavíkur.
Um er að ræða fjögra vikna ferðir, 26. september og 5. október.
Báðar ferðirnar eru löngu uppseldar en okkur hefur nú loksins
tekist að tryggja nokkur viðbótarsæti þann 5. október.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Atlantik.
Athugið að ferðir þessar eru opnar öllum
landsmönnum.
OTC<lMW
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Egilsstaðir:
100 ára afmælis
Eiðakirkju minnst
Egilsstöðum.
EITT hundrað ára afmælis Eiða-
kirkju var minnst fyrir skömmu
með hátíðarguðsþjónustu að við-
stöddu fjöimenni.
Settur biskup, Sigurður Guð-
mundsson, prédikaði. Sigmar
Torfason, prófastur á Skeggjastað
og Einar Þorsteinsson, sóknarprest-
ur á Eiðum, þjónuðu fyrir altari.
Séra Bjami Guðjónsson, sóknar-
prestur á Valþjófsstað og Vigfús
Ingvarsson, prestur á Egilsstöðum,
aðstoðuðu einnig við athöfnina.
Að lokinni hátíðarguðsþjónustu
bauð kvenfélag Eiðahrepps kirkju-
gestum til kaffísamsætis en kvenfé-
lagið hefur allt frá stofnun látið sér
annt um kirkjuna.
Kirkju er fyrst getið á Eiðum í
kirknatali Páls Jónssonar biskups
1197 og var þá bændakirkja en
síðan 1883 hefur hún verið í umsjón
forráðamanna Eiðaskóla. Prestar
sátu á Eiðum til 1856 en síðan þjón-
ustuðu Hjaltastaðaprestur og síðan
Kirlq'ubæjarprestur sókninni í 100
ár. Árið 1956 urðu Eiðar aftur
prestsetur. — Björn
Ekki HEWPA
hundrað þúsund krónum.
Sól gos - meiriháttar gos