Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar: Held áfram þar til ég finn dósina Kæra Verðlagsráðs breytir þar engu um „MÉR kemur ekki til hugar að hætta að auglýsa fyrr en milljónasta dósin kemur í leitirnar," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson for- stjóri Sólar i samtali við Morgunblaðið í tilefni þeirrar fréttar að Verlagsráð hygðist kæra fyrirtækið fyrir brot á lögum um sam- keppni og viðskiptahætti. Telur ráðið auglýsingu fyrirtækisins um 100.000 króna verðlaun fyrir milljónustu Sólgosdósina ólögmæta. KVIKMYNDAHATIÐ HAFIN: Persónulega kvaðst Davíð fagna þessari kæru Verðlagsráðs, sem undanfarin ár hefði aldrei kært, heldur einungis hótað sér og öðrum. „Eins og stendur veit enginn um stöðu sína við framkvæmd þessara laga og verður með þessari kæru vonandi breyting á.“ Davíð taldi auglýsingu fyrirtækisins ekki btjóta neitt frekar í bága við ákvæði lag- anna en margir aðrir viðskiptahætt- ir, sem þó hefðu verið látnir óátaldir. Nefndi hann sem dæmi ýmsar teg- undir morgunmatar, þar sem salan til bama færi eftir ýmsum fylgihlut- um, menn hefðu getað unnið bíl keyptu þeir tiltekna tegund af ham- borgurum og nú síðast um helgina hefði fólki verið boðnir tombólu- og happaþrennumiðar gegn afhendingu glerja. „Það er gamall og góður íslenskur siður að launa þeim sem gera manni greiða og þeim sem fund finnur; og það erum við að gera,“ sagði Davíð. Davíð gat þess einnig að hann teldi ákvæði viðkomandi laga brjóta í bága við anda stjómarskrárinnar, að því leyti að blöð og tímarit væru undanþegin þeim. Með því móti væru ekki allir jafnir fyrir lögunum. „Þetta er svipað og þegar aðilar ákveðins hlutafélags máttu kaupa bjór í fríhöfninni, en aðrir ekki.“ Aðspurður sagði Davíð að leitin að týndu dósinni stæði enn þá, enn hefði enginn gefíð sig fram. „Ég vona að enginn hafi hent dósinni og misst af verðlaununum," sagði Davíð að lokum. Talsmaður Verðlagsráðs vildi ekki tjá sig um málið, það yrði áfram látið fara dómstólaleið. Ekki vildi hann heldur tjá sig um hugsanleg brot annarra aðila á lögunum. Mælt með að sjóðirair semji fyrir árið 1990 SAMBAND almennra lífeyris- sjóða mælir eindregið með því við lffeyrissjóðina að þeir gangi til samninga við Húsnæðisstofnun ríkisins um kaup á skuldabréfum stofnunarinnar fyrir árin 1988-1990 á grundvelli samkomu- lags sem gert var fyrir helgi. Landssamband lífeyrissjóða hef- ur hinsvegar hvatt sina aðildar- sjóði til að semja ekki núna fyrir árið 1990. Lífeyrissjóðimir hafa þegar það sem af er þessu ári keypt skuldabréf fyrir rúma 2,5 milljarða króna sem er að raun- gildi ivið meiri kaup en vom á öllu síðasta ári Fulltrúar félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og samtaka lífeyrissjóðanna skrifuðu á föstudag undir samkomulag um vexti af skuldabréfum Húsnæðisstofnunar, sem lífeyrissjóðimir kaupa fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu, fram til ársins 1990. Fulltrúar Landssambands lífeyrissjóðanna létu fylgja með tvær bókanir, þar sem því var annarsveg- ar beint til lífeyrissjóða að þeir bíði átekta með samninga um lánveiting- ar ársins 1990 uns niðurstaða umræðu um breytingar á húsnæði- skerfinu liggi fyrir og hvort sama þörf verði þá fyrir fjármagn sjóð- anna. Hinsvegar var því mótmælt að skuldabréfin misstu verðtrygg- ingu við framsal. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða sagði að fulltrúar Sambands almennra lífeyrissjóða hefðu skrifað undir samkomulagið án nokkurra fyrirvara, enda teldi hann að lífeyris- sjóðimir mættu vel við una. Hann sagði einnig að SAL mælti eindregið með því við lífeyrissjóðina að þeir undirriti samninga við Húsnæðis- stofnun í samræmi við samkomulag- ið vegna áranna 1988, 1989 og 1990. „Við getum ekki fallist á það sjónarmið sem kom fram hjá fulltrú- um Landssambands lífeyrissjóðanna að vilja ekki mæla með lánveitingu fyrir árið 1990 og teljum þvert á móti að nauðsynlegt sé að samið verði til þriggja ára svo lántakendur hjá Húsnæðisstofnun þurfi ekki að velkjast í vafa hvort þeir eigi láns- rétt hjá stofnuninni eða ekki,“ sagði Hrafn. Hrafn sagði síðan að SAL hefði ekki talið veijandi að gera framsals- rétt skuldabréfanna að einhveiju úrslitaatriði í samningaviðræðunum, ekki síst þegar samkomulag náðist um innlausn slíkra bréfa vegna greiðsluerfiðleika eða sameiningar lífeyrissjóða. Morgunblaðið/BAR Erlingur Gíslason, Lárus Ýmir Óskarsson og Steinunn Jóhannesdóttir hampa verðlaunum Kvikmyndahá- tiðar fyrir handrit að stuttum kvikmyndum. Þrenn verðlaun veitt til kvikmyndagerðar VIÐ SETNINGU Kvikmyndahátíðar á laugardag voru afhent verð- laun i samkeppni Listahátíðar um handrit að stuttum kvikmyndum, 10-15 mínútur að lengd. Hver verðlaunahafa hlýtur styrk tíl þess að ljúka gerð myndar eftir handriti sínu. Stefnt er að frumsýningu þeirra á hátíðinni næsta sumar. ÞRENN verðlaun voru veitt fyrir tillögu að tákni Listahátíðar 1988 á sunnudag. Dómnefnd ákvað að veita Borghildi Óskarsdóttur fyrstu verðlaun, 250.000 krónur og nýtti sér heimild til þess að kaupa tvö verk að auki fyrir 75.000 krónur hvort. Höfundar þeirra eru Pétur Bjamason og Grímur M. Steindórsson. Snemma á þessu ári var efnt til samkeppni um listaverk sem hentað gæti sem verðlaunagripur hátíðar- innar. Áttu þátttakendur að gera skúlptúr allt að 40 cm á hvem veg. Skilafrestur var til 6. ágúst. Átján tillögur bárust eftir ellefu lista- menn. Fyrirtækið Nathan & Olsen lagði fram 250.000 krónur í verð- launafé í tilefni af 75 ára afmæli þess. Verk Borghildar er gert úr brenndum leir. Við afhendingu verðlaunanna lét Jón Þórarinsson formaður dómnefndar svo um mælt að skúlptúrinn félli vel að hugmynd samkeppninnar. í því væri kraftur sem leitaði upp og fram á við. Jafn- framt fælist áminning í formi myndarinnar um að treystar skuli stoðir. Efnisvalið biði upp á þyngd og festu en gæfi færi á ótal túlkun- arleiðum. Jón vakti athygli á góðum frá- gangi allra verkanna. Ljóst væri að þar færu fullsköpuð listaverk, þótt keppnislýsing hefði boðið upp á að skilað ófrágengnum tillögum. Hann sagði búist hefði verið við almennari þátttöku en raun varð á. í dómnefnd sátu auk Jóns Valur Valsson, Bera Nordal og Jón Gunn- ar Ámason. Til vara vom Þorgeir Ólafsson og Valgerður Bergsdóttir. Ólafur Jensson var trúnaðarmaður dómnefndar. Sýning hefur verið opnuð á verk- unum á Kjarvalsstöðum. Stendur hún til 3. október. Leirmynd Borghildar Oskars- dóttur valin tákn Listahátíðar Hátíðin var sett í Laugarásbíói að viðstöddum boðsgestum. Eftir verðlaunaveitinguna ávarpaði ítalski leikstjórinn Ettore Scola sýn- ingargesti og sýnd var kvikmynd hans „Maccheroni." Aðalleikarar myndarinnar em Jack Lemmon og Marcello Mastroianni. Viðurkenningu fyrir handrit hlutu Láms Ýmir Óskarsson, Stein- unn Jóhannesdóttir og Erlingur Gíslason. Verðlaunin em styrkur til kvikmyndagerðar sem jafngildir 850.000 krónum. Til þess að styrkja verðlaunahaf- ana hefur Listahátíð notið aðstoðar aðila sem leggja ýmist fram fé, vömr, aðstöðu eða vinnu. Þeir em Kvikmyndasjóður, Ríkisútvarpið- Sjónvarp, Búnaðarbankinn, Flug- leiðir og Hans Petersen í samvinnu við Kodak-fýrirtækið. í dómnefnd sátu Sigurður Sverr- ir Pálsson, Sveinbjöm I. Baldvins- son og Thor Vilhjálmsson. Bámst 27 handrit áður en skilafrestur rann út þann 6. ágúst síðastliðinn. Sigurður Sverrir sagði í samtali við blaðamarm að efnisval höfunda hefði verið fjölbreytt. Handritin hefðu að vonum verið misjöfn að gæðum en í áliti dómnefndar kæmi fram að höfundar þeirra virtust undantekningarlaust hafa tilfínn- ingu fyrir myndmáli. Sýndi þátttak- an að full þörf hefði verið á því að . Pétur Bjamason lýsir sínu verki þannig að hann hafi reynt að líkja eftir lögun fiskjar. Verkið var keypt fyrir 75.000 krónur. Verðlaunagripur Borghiidar Óskarsdóttur. Morgunblaðið/BAR Verk Gríms S. Steindórssonar. Verkið var keypt fyrir 75.000 krónur. leyfa fleimm að spreyta sig á sviði handritsgerðar. „Dómnefndin var sammála um að þau handrit sem til verðlauna unnu hafi staðið öðmm framar," sagði Sigurður Sverrir. „Þegar við mfum innsigli á umslögum með nöfnum vinningshafanna kom ánægjulega á óvart að tveir nýliðar í kvikmyndagerð deildu verðlaunum með gamalreyndum leikstjóra." Stefnt er að frumsýningu mynd- anna í tengslum við Listahátíð í Reykjavík næsta sumar. Til greina kemur að þá verði útnefnd besta myndin í hópnum, að sögn Sigurðar Sverris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.