Morgunblaðið - 22.09.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.09.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Skemmtiferð um hafdjúpin Reuter Þetta torkennilega tæki er kafbátur, sá fyrsti, sem gerður er til farþegaflutninga. Var hann smíðaður í Finnlandi fyrir bandarískt fyrirtæki og verður í förum umhverfis Saipan-eyju í Jap- an. Aðeins tveir menn munu stjórna honum en farþegarnir geta flestir verið 47. Breski íhaldsf lokkurinn: Le Pen situr ekki ársþing flokksins London, Reuter. TALSMENN breska íhaldsflokksins hafa skýrt franska stjómmála- manninum Jean-Marie Le Pen frá því að nærvem hans sé ekki óskað á ársþingi flokksins sem verður haldið í Blackpool í næsta mánuði. Le Pen er leiðtogi frönsku Þjóðernisfylkingarinnar, sem er öfgasinnað- ur hægri flokkur, og hafa ummæli leiðtogans um hlutskipti gyðinga á ámm síðari heimsstyijaldarinnar vakið mikla athygli og reiði. Sir Alfred Sherman, fyrrum ráð- gjafi Margaret Thatcher og leiðtogi feinnar fylkingar innan íhalds- flokksins, bauð Le Pen á dögunum að sitja flokksþingið og að flytja ávarp á fundum sem haldnir verða samhliða flokksþinginu. Norman Tebbit, formaður Ihaldsflokksins, lagðist gegn þessu og lýsti yfir því í gær að Le Pen yrði ekki boðið að sitja þingið. „Við getum ekki komið í veg fýrir að hann verði í Blackpool á sama tíma og þingið fer fram en að öðru leyti mun hann á engan hátt tengjast þinghaldinu," sagði Tebbit. Sagði hann að öfgafullar skoðanir Le Pens væru í engu sam- ræmi við stefnu íhaldsflokksins. Alfred Shirman sagði á blaða- mannafundi í gær að Le Pen myndi hitta breska íhaldsmenn að máli og Bretland: Vara við nýjum vanda fyrir Vestur-Evrópu St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. -v TALSMENN stjórnvalda hafa varað við of mikilli ánægju með samkomulag stórveldanna um meðaldrægu eldflaugarnar. Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra segir, að samkomulagið geti orðið „upphaf nýrrar byrjunar“ og sérfræðingar í vamar- og öryggismálum telja, að hann sé mikilvægur en geti þó skapað nýjan vanda fyrir öryggi Vestur-Evrópu. flaugamar en þeir myndu marka meiri tímamót því að meðaldrægu flaugamar em aðeins 4% af kjam- orkuvígbúnaði heimsins. Reuter Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóð- emisfy lkingarinnar. ástæðulaust væri að aflýsa fundum þeirra. Sagði hann öll afskipti af þeim fundahöldum janfgilda frelsis- höftum. Á dögunum lýsti Le Pen yfir því að ekki væri fullsannað að gasklefar gyðinga hefðu nokkum tíma verið til og að sagnfræðingar væru enn að deila um tilvist þeirra. Vakti þetta mikla reiði í Frakklandi og fóru þús- undir manna í göngu um miðborg Parísar til að mótmæla þessum ummælum. Le Pen segir að snúið hafi verið út úr orðum sínum og það hafí aldrei verið ætlun sín að halda uppi vömum fyrir glæpi nasista gegn mannkyninu. Charles Pasqua, inn- anríkisráðherra Frakklands, sagði á sunnudag að til greina kæmi að banna verk þeirra sagnfræðinga sem drægju í efa sannleiksgildi helfarar nasista gegn gyðingum á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Samkvæmt samningnum munu Sovétmenn þurfa að eyða mun fleiri flaugum en Atlantshafs- bandalagsríkin en meðaldrægu flaugunum var upphaflega komið fyrir í Vestur-Evrópu af tveimur ástæðum. Annars vegar til að vega upp á móti yfírburðum Sovét- manna og hins vegar til að tengja vamir Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna traustari böndum og styrkja þá vamarstefnu banda- lagsins, sem byggist á sveigjanleg- um viðbrögðum. Stjómmálamenn og sérfræðing- ar hafa nú nokkrar áhyggjur af því, að tengslin við Bandaríkin verði ekki eins sterk og áður og einnig er ljóst, að yfírburðir Sovét- manna í hefðbundnum herafla verða mikilvægari. Það hefur reynst mjög erfítt að semja við þá um samdrátt á því sviði. Ymsir Evrópuleiðtogar hafa verið ósam- mála tali Reagans og Gorbachevs um að útrýma kjamorkuvopnum algerlega, finnst þeim það óraun- sætt og telja, að slík vopn verði um ófyrirsjáanlega framtíð hluti af vopnabúrum heimsins. Margaret Tahtcher forsætisráð- herra hefur lýst þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel, að sögn breskra fjölmiðla, að ekki verði um að ræða frekari fækkun kjamorkuvopna í Evrópu. Nauðsynlegt sé, að bandarísk kjamorkuvopn verði þar áfram. Hún sagði einnig, að Bretar myndu ekki hætta við Trident- kjamorkuflaugamar, sem teknar verða í notkun í upphafi næsta áratugar. Thatcher mun síðar í vikunni halda ræðu á fundi leiðtoga íhalds- flokka víðs vegar að úr heimi en hann verður haldinn í Vestur- Berlín. Búist er við, að hún muni þá lýsa yfír, að stefna eigi að þeim fimm markmiðum, sem hún og Reagan urðu sammála um í nóv- ember í fyrra: Ollum meðaldræg- um eldflaugum verði eytt, helmingsfækkun verði á lang- drægum flaugum, alþjóðlegt bann verði við efnavopnum, dregið verði úr hefðbundnum vopnabúnaði í Evrópu til að koma á meira jafn- vægi milli Atlantshafsbandalags- ins og Varsjárbandalagsins og haldið verði áfram þróun geim- vamaáætlunar Bandaríkjamanna. Hún mun líka leggja áherslu á, að Vesturlönd slaki hvergi á í vamarviðbúnaði sínum. Búist er við, að skrifað verði undir samninginn um meðaldrægu flaugamar í nóvember. Talað er um, að á næsta ári verði unnt að ná samningum um langdrægu Ekki HEIMDA hundrað þúsund krónum, Sól gos - meiriháttar gos „Árstíðir“ í lífi kvenna PRÓFESSOR Daniel J. Levinson sálfræðingur við Yale-háskóla, sem fyrir nærri áratug kannaði lífsmynstur karla og gaf út bókina „Árstíðir í lífi karls“, hefur nú gefið út bók um „árstíðir*1 í lífi kvenna. í kenningum sinum gerir Levinson ráð fyrir að líf karla og kvenna skiptist i mismunandi stöðugleikatimabil eftir aldri. Kenningar sínar setti Levinson fram eftir að hafa sjálfur gengið í gegnum þrengingartimabil. Síðar hafa aðrir orðið til þess að gera þessar kenningar Levinsons frægar t.d. Gail Sheeny í bókinni „Passages“. Nú hefur Levinson snúið frá athugunum á sjálfum sér og körl- um og athugar sálarlíf kvenna. í átta ár hefur hann „verið með 45 konur á heilanum" eins og hann orðar það. Konumar eru á aldrin- um 35 til 45 ára og fóru athugan- imar fram með viðtölum við þær. Tekin voru átta til tíu viðtöl við hverja konu sem tóku samtals 15-20 klukkustundir á konu. Kon- umar voru valdar úr 1300 kvenna hópi úr þrem þjóðfélagshópum; konur í viðskiptalífinu í þjónustu hjá fyrirtækjum í New York, kon- ur sem starfa við háskóla og húsmæður. Levinson komst að því að konur og karlar ganga í gegnum sömu tímabilin á sama aldri. Það þótti honum nokkuð sérstakt þar sem atburðir í lífi karla og kvenna gerast ekki á sama aldri. Levinson komst að -því að aðal- munur á körlum og konum fólst í því sem hann vill kalla „Draum- inn“. Á aldrinum 22-28 ára leggja ungir menn drög að því sem þeir ætla að taka sér fyrir hendur í lífínu. Þá dreymir um að verða „eitthvað"; rithöfundar, lögreglu- þjónar eða lögfræðingar, hetjur drauma sinna. Draumar kvenna á sama aldri eru ekki jafn mótaðir. Þetta er eðlilegt, að sögn Levin- sons, vegna þess að þjóðfélagið gerir þær kröfur til ungra manna að þeir reyni að ná langt í atvinn- ulífínu en krefst ekki hins sama af konum. Með því að verða „eitt- hvað“ og vera virkir í atvinnulífinu eru karlar að „sjá um fjölskyld- una“ en konur sem vinna úti eru með því að svíkja fjölskylduna. Húsmæðumar sem tóku þátt í athugun Levinsons og aðhylltust hefðbundin ' kvennahlutverk dreymdi um hetjumar sem kæmu inn í líf þeirra á meðan piltamir sáu sig sem hetjur í draumum sínum. Líf kvenna sem giftast ungar er ólíkt lífi karla á sama aldri. Það er fastmótað og breyt- ingar og frekari persónulegur þroski talinn ólíklegur. Líf ungra manna er hins vegar rétt að hefj- ast þó þeir séu að ganga í hjónaband eins og konumar. Konur sem voru þátttakendur í viðskiptalífinu höfðu, ólíkt körl- unum, ekki sett sér langtíma- markmið, þær höfðu flestar að markmiði að verða sjálfstæðar en höfðu ekki gert ráð fyrir áfram- haldandi frama í atvinnulífinu fyrr en eftir þrítugt. Levinson þótti markvert að þær konur sem vildu verða sjálfstæðar og taka þátt í atvinnulífínu töldu að þær yrðu að hverfa að öllu frá því að ganga í hjónaband og eignast böm. Þá tilfínningu að þær yrðu að velja um annað hvort sagði Levinson vera mjög sterka. Þessar konur eru hræddar við að velja og hafna, enda er fátt í uppeldi þeirra eða þjóðfélaginu sem hjálpar þeim að gera upp á milli. Konur í dag eru brautryðjendur, þær eru að hasla sér völl í æ fleiri atvinnugreinum og eru sífellt áminntar að þær séu að troða sér þar sem eingöngu hafa verið karlar áður. Þær konur sem finnst þær þurfa að velja óttast að vera einar og yfirgefnar segir Levinson, og fáar konur ná þrítugsaldri án þess að finna til löngunar til að eign- ast bam; þannig verður valið enn erfíðara. Á sama tíma standa konur sem valið hafa að gæta bús og bama frammi fyrir því að böm- in hverfa að heiman og hlutverki móðurinnar er lokið löngu áður en starfsdegi kvennanna sjálfra lýkur. Þessar konur verða því á fimmtugsaidri að reyna að finna sér nýtt hlutverk. „Ég held að konur eigi erfíðara en karlar, segir Levinson, en ég vildi frekar vera kona í dag en fyrir 50 árum,“ heldur hann áfram. „Vandamál sem konur glíma við í dag eru erfið og afar raunvemleg. Þau em ekki tauga- veiklun," segir Levinson. Fyrir þennan-67 ára sálfræðing hefur þessi rannsókn verið „þroskandi og mikil reynsla". „Að mínu viti er ég fyrstur karla til að taka svo mikinn þátt í lífí kvenna og rannsaka líf þeirra, segir hann, og ég býst við að fá gagnrýni sem bæði verður óvægin og óréttlát, en það fylgir því að gera slíka hluti sem þessa opin- bera.“ Heimild: IntematioaaJ Herald Tribune.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.