Morgunblaðið - 22.09.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Reuter
Spandau-fangelsið rifið
Vinna er nú hafin við að rífa Spandau-fangelsið í Vestur-Berlín
og var meðfylgjandi mynd tekin i gær. Síðasti fanginn i Spand-
au var stríðsglæpamaðurinn Rudolf Hess. Hann var hægri hönd
Adolfs Hitler og sat inni i Spandau i fjóra áratugi. Hann framdi
sjálfsmorð i fangelsinu 17. ágúst sl.
Persaflóastríði:
Reagíiu hvetur Irani til
að fallast á vopnahlé
New York, Bahrain, Reuter.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, hvatti Irani í gær til þess
að fara að tilmælum Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna (S.þ.), sem
krafðist tafarlauss vopnahlés i
Persaflóastriðinu 20. júli sl.
Reagan ávarpaði Allsheijarþing
S.þ. í gær og skoraði hann á Sayy-
ed Ali Khamenei, forseta írans, sem
ávarpar þingið í dag, þriðjudag, til
þess að fallast á ályktun Öryggis-
ráðsins.
„Bregðist forsetinn jákvætt við
væri það mikill áfangi og fagnaðar-
efni. Verði svar hans hins vegar
neikvætt er ekki annarra kosta völ
en grípa til refsiaðgerða," sagði
Reagan.
Fulltrúar írana voru ekki við-
staddir þegar Reagan flutti ræðu
sína og heldur ekki fulltrúar Afg-
ana. Eduard Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, fór
hins vegar fyrir sovézku sendi-
nefndinni og ritaði hann ört niður
minnispunkta meðan á ræðunni
stóð.
Bandaríkjamenn vilja að Örygg-
isráðið samþykki vopna- og við-
skiptabann á íran ef íranir skirrast
við vopnahléskallinu. írakar hafa
sagst tilbúnir til að lýsa yfir tafar-
lausu og skilyrðislausu vopnahléi.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri S. þ. sagði hins vegar
eftir friðarför sína til Persaflóaríkj-
anna í síðustu viku, að íranir væri
einungis tilbúnir til að leggja niður
vopn að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum.
Leiðtogar Arabaríkja ákváðu um
helgina að koma saman til sérstaks
fundar um ástandið á Persaflóa.
Fundurinn verður haldinn í Jórd-
aníu 8. nóvember næstkomandi.
Arabaríkin hafa hótað að rjúfa
stjórnmálasamband við írani og
grípa til ýmissa refsiaðgerða. Ut-
anríkisráðherra Arababandalagsins
ákváðu hins vegar um helgina að
bíða átekta þar til Öryggisráð S.þ.
hefði fjallað og tekið afstöðu til
krafna Bandaríkjamanna um þving-
anir gegn íran.
Um helgina bættust fjögur brezk
kafbátaleitarskip í hóp þeirra her-
skipa, sem nú vemda siglingaleiðina
á Persaflóa. Einnig bættust ítölsk
skip í hóp þeirra.
Irakar hæfðu tankskip við olíu-
höfn írana á Khrag-eyju á laugar-
dag og var óttast að Iranir myndu
svara fyrir sig en fregnir fóru ekki
af hefndarárás. írakar sögðust
einnig hafa gert velheppnaðar loft-
árásir á mikilvæg skotmörk á
olíusvæðum í íran.
Sven Andresson.
Fundur N orður-Atlantshaf sþingsins í Osló:
Sviþjóð: p j • P • 1 g* -|
Sven Anders- SOVGtstjOFIHIl heiUF eUdUF-
son íatmn sk0ga(j öryggismálastefnuna
Stokkhólmi, Reuter.
SVEN Andersson, fyrrum ut-
anrikis- og varnarmáiaráðherra
Sviþjóðar, lést í gær. Hann var
77 ára að aldri.
Andresson var fyrst kjörinn á
þing fyrir sænska Jafnaðarmanna-
flokkinn árið 1941. Hann gegndi
stöðu samgöngu- og vamarmála-
ráðherra áður enn hann varð
utanríkisráðherra árið 1973. Þeirri
stöðu gegndi Andersson til ársins
1976.
Andersson var einnig formaður
rannsóknamefndar sem skipuð var
eftir að sovéskur kafbátur strand-
aði við Karlskrona, skammt frá
einni helstu flotastöð Svía, árið
1981. Var þetta síðasta embættis-
verkið sem Andersson vann sem
fulltrúi Jafnaðarmannaflokkins.
Kína:
- segir háttsettur embættismaður NATO
Bílaþjófur
líflátinn
Peking, Reuter.
ÞJOFUR frá Hong Kong, sem
uppvís varð að þjófnaði á fjölda
bifreiða í Kína, var liflátinn á
laugardag, að sögn fréttastof-
unnar Nýja Kína.
Að sögn fréttastofunnar höfðu
Huang Baoxiang og samverka-
maður hans stolið 18 fólks- og
sendibifreiðum í Canton í Suður-
Kína og Shenzan, sem er við
landamæri Hong Kong. Þénuðu
þeir um 1,84 milljóna yuan, eða
jafnvirði hálfrar milljónar dollara,
eða 20 milljóna króna, á sölu
þeirra.
^ Osló, Reuter.
ÝMISLEGT gefur til kynna að
Sovétstjómin hafi endurskoðað
stefnu sina í öryggismálum frá
því Mikhail S. Gorbachev, leið-
togi sovéska kommúnistaflokks-
ins, komst til valda, að sögn
háttsetts embættismanns innan
Atlantshafbandalagsins. Vera
kann að þessi endurskoðun sé
ríkjum Atlantshafsbandalagsins
hagstæð.
Henning Wegener, einn aðstoð-
arframkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, skýrði fulltrúum
Norður-Atlantshafsþingsins, en svo
nefnast samtök þingmanna frá
Norður-Ameríku og Evrópu, frá
þessu í gær. Þingmennimir eru nú
staddir í Osló en Norður-Atlants-
hafsþinginu er ætlað að vera
tengiliður milli þingmanna aðild-
arríkjanna og Atlantshafsbanda-
lagsins.
Wegener sagði ýmislegt í ræðum
Gorbachevs gefa til kynna að Sovét-
stjómin hefði tekið upp ný gmnd-
vallarstefnumið í öryggismálum.
Sagði hann að ekki mætti túlka
þessar vísbendingar á þann veg að
Atlantshafsbandalaginu væri óhætt
að draga úr vamarviðbúnaði sínum
en ýmsilegt mjög athyglisvert hefði
komið fram í ræðum Gorbachevs
Sovétleiðtoga.
Wegener sagði ummæli Gorbac-
hevs stangast á við stefnu Sovét-
stjómarinnar undanfarin ár sem
hefði einkennst af þrotlausri
vígvæðingu. Wegener kvað það á
hinn bóginn með öllu óljóst hvort
þessara nýju viðhorfa myndi gæta
NUMERIÐ sést best
þegar dósin ertóm.
Sól gos - meiriháttar gos
í samningaviðræðum um takmörk-
un hefðbundins vígbúnaðar. Hinum
nýju viðhorfum lýsti hann á þann
veg að Sovétstjómin virtist nú við-
urkenna að ríki þyrftu að taka tillit
til öryggishagsmuna annarra ríkja
og að koma þyrfti á jöfnuði milli
ríkja Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins með einhliða
afvopnun af hálfu Sovétmanna. Þá
sagði Wegener Sovétmenn telja að
stefna bæri að því að afstýra öllum
átökum en ekki einungis kjam-
orkuátökum og að taka þyrfti tillit
til getu hvorratveggju risaveldanna
til að hrinda af stað skyndiárás.
Loks nefndi Wegener að Sovétmenn
viðurkenndu nú að mikilvægt væri
að hugsanlegir samningar um tak-
mörkun vígbúnaðar kvæðu skýrt á
um eftirlit.
Wegener sagði einnig að sér-
fræðingar Atlantshafsbandalagsins
teldu sig hafa orðið vara við stefnu-
breytingu Sovétmanna varðandi
beitingu kjamorkuvopna. Áður
hefði herfræði þeirra miðast við að
geta veitt ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins þungt högg þegar í upphafi
kjamorkuátaka en nú væri lögð
áhersla á þá ábyrgð sem fylgdi
beitingu þess háttar vopna.
188 fulltrúar frá öllum aðild-
arríkjum NATO sitja fund Norður-
Atlantshafsþingsins í Osló. Helsta
umræðuefnið er samskipti austurs
og vesturs og staða Atlantshafs-
bandalagsins í ljósi viðræðna risa-
veldanna um takmörkun vígbúnað-
ar og afvopnun.
Uppræting meðal- og skammdrægra flauga:
Samkomulagið kann að
Feynast of áhættusamt
- segir yfirmaður herafla NATO í Evrópu
New York, Reuter.
JOHN Galvin, yfirmaður herafla
Atlantshafsbandalagsins i Evr-
ópu (SACEUR), segir i viðtali við
bandaríska timaritið Newsweek,
sem birtist á sunnudag, að sam-
komulag risaveldanna um
upprætingu skammdrægra og
meðaldrægra kjamorkuflauga
kunni að reynast of áhættusamt.
Telur hann áríðandi að hefð-
bundinn vigbúnaður Atlantshafs-
bandalagsins verði styrktur og
fjarskiptatækni bætt.
„Undanfarin 30 ár hafa Sovét-
menn kostað kapps um að efla
hefðbundinn vigbúnað sinn. Hann
er nú mjög hreyfanlegur, gífurlega
öflugur og unnt er að beita honum
með mjög skömmum fyrirvara,"
segir Galvin. „Ef Sovétmenn sjá sér
fært að fjarlægja kjamorkuvopn frá
Evrópu telja þeir sig geta unnið
sigur á ríkjum Vestur-Evrópu með
skyndiárás þar sem beitt væri hefð-
bundnum vígbúnaði."
Galvin er 58 ára gamall Banda-
ríkjamaður og tók hann við stöðu
yfírmanns herafla Atlantshafs-
bandalagsins i júnimánuði af landa
sinum Bemhard Rogers.
í viðtalinu við Newsweek segir
Galvin að uppræting meðaldrægra
og skammdrægra kjamorkueld-
flauga muni koma til að veikja stöðu
bæði Atlantshafsbandalagsins og
Sovétríkjanna í hemaðarlegu tilliti.
„Mér sýnist að innan tveggja vikna
eftir að átök blossuðu upp við Sov-
étríkin þar sem beitt væri hefð-
bundnum vígbúnaði mjmdum við
þurfa að grípa til kjamorkuvopna
til þess að gera andstæðingum okk-
ar ljósa nauðsyn þess að vopnaskak-
inu yrði hætt, “ segir hann einnig.
Til að draga úr hættu á beitingu
kjamorkuvopna telur Galvin nauð-
synlegt að hefðbundinn herafli
Atlantshafsbandalagsins verði
treystur og að fjarskiptabúnaður
verði bættur til muna. Þá kveðst
John Galvin
Galvin einnig líta svo á að end-
umýja þurfí vígvallarvopn með
kjamorkuhleðslum auk þess sem
bæta þurfi kjamorkusprengjur sem
unnt er að koma fyrir í flugvélum
og flugskeyti.