Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 37

Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 37 Keflavíkurflugvöllur: Fengu verðlaun annað árið í röð Keflavík. ÍSLENSKIR starfsmenn hjá verslun varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli hlutu svokölluð „Bingham-verðlaun" í ár, og er það annað árið í röð sem þeir hljóta þessa útnefningu. Verð- launin eru veitt þeirri verslun utan Bandaríkjanna í Navy Ex- change-verslanakeðjunni sem þykir best rekin ár hvert. Versl- anirnar eru 260 talsins í 19 löndum. Trausti Bjömsson framkvæmda- stjóri verslunarinnar sagði að óneitanlega væri ánægjulegt að verða þessa heiðurs aðnjótandi tvö ár í röð. „En þetta er verk margra, hér vinna um 100 íslendingar sem margir hafa margra ára reynslu hjá fyrirtækinu og ég kalla þá gjaman hinn „harða kjama". Það er fyrst og fremst þessu fólki að þakka hversu vel hefur gengið," sagði Trausti. Verðlaunin verða afhent í Banda- ríkjunum við hátíðlega athöfn í lok nóvember og mun starfsmaður árs- ins, Þómnn Teitsdóttir verslunar- stjóri, taka við verðlaununum ásamt Thomas Rizzo yfirmanni Navy Ex- change á Keflavíkurflugvelli. - BB. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þau fengu „Bingham-verðlaunin“ annað árið í röð fyrir vel rekna verslun ásamt fleiri starfsmönnum. Fremst til vinstri er Helga Jó- hannsdóttir elsti starfsmaðurinn sem unnið hefur í 35 ár hjá fyrirtæk- inu og henni á hægri hönd er Thomas Rizzo yfirmaður Navy Exchance á Keflavíkurflugvelli. Aftari röð frá vinstri: Trausti Björns- son framkvæmdastjóri, Þórunn Teitsdóttir verslunarstjóri og „starfs- maður ársins 1987“, Anna Margrét Hauksdóttir verslunarstjóri og Svavar Halldórsson vöruhússtjóri. Jólaferð Faranda til Vínarborgar JÓLAFERÐ Faranda í ár verður til Vínarborgar. Einnig efnir ferðaskrifstofan í októberbyijun til ferðar til ísraels og Egypta- lands öðru sinni. Lagt verður af stað í jólaferðina á Þorláksmessu og komið heim 3.janúar. í fréttatilkynningu Faranda segir, að samið hafi verið um að- göngumiða á gamlaárskvöldshljóm- leikana sem Herbert von Karajan stjómar að þessu sinni. Meðal ann- arra tónlistarviðburða sem þátttak- endur geta notið má nefna Kátu ekkjuna, Hans og Grétu, Meistara- söngvarana frá Numberg, La Boheme, Valkyijumar. Ferðin til ísrael og Egyptalands er þriggja vikna ferð. I ísrael verður staðnæmst í Tel Aviv og seinna verð- ur svo nokkrum dögum eytt í Jerúsalem. Auk þess er farið vítt og breitt um ísrael, til Sesariu og síðar Haifa, Gólanhæða og Galileuvatns. Þá er ferð til Nasareth og niður í Jórdandal, upp á Massada og Qumr- an, þar sem hin frægu handrit fundust á sínum tíma. Síðan tekur við akstur til Kairó í Egyptalandi. Efnt verður meðal ann- ars til skoðunarferðar út til pýramíd- anna, áður en haldið er á ný til ísraels og nú til baðstrandarborgarinnar Eilat, þar sem ferðalangamir dvelja í sex daga. Allt fyrir verslanir Hillur fyrir heimilið t Lagerhillur Skúffukerfi Bókasafnsbúnaður Útfærum lausnir arkitekta EKKI BRRR OFRRR ii IWTTj Hjólaskápar Vaskar fyrir heimili og stór eldhús búningsklefar fyrir vinnustaði Harðplast borðplötur Allar gerðir ofna Sérsmíðum úr ryðfríu „PERSTORP" stáli Söludeildin býðurykkur velkomin. Veitum alhliða þjónustu: Mælum upp. Gerum tillögur að lausn. Verðtilboð. Önnumst uppsetningar ef óskað er. IF.OFNASMIBJAN Söludeild HÁTEIGSVEGI 7 S: 21220. Dísel- stilllngar Látiðokkuryfirfara olíuverk og spissa í fullkomnum tækjum. BOSCH Viðgerða- og varahiuta þjónusta B R Æ Ð U R N I R DlÖRMSSONHF Lágmúla 9, síml 38820. UOSASTILLINGA- VERKSTÆÐI OSRAM bílperur WAGNER Ijósa samlokur Sundaborg 13, sími 688588. Eigum fyrirliggjandi Ijósastillingatæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.