Morgunblaðið - 22.09.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Svipmyndir úr borginni / óiafur Ormsson
HAU STSTEMMNIN G
Umferðin hér í borginni minnir
oft einna helst á rallýakstur.
Kappaksturinn hefst strax að
morgni og stendur yfir langt fram
yfír miðnætti. Tillitsleysi og
óvarkámi einkennir akstur
margra bifreiðastjóra þó sem bet-
ur fer séu til undantekningar og
í umferðinni að fínna bifreiða-
stjóra og það allnokkra sem virða
almennar umferðarreglur. Þegar
skammdegið fer í hönd er full
ástæða til að minna ökumenn á
að fara varlega. Ekki er síður
ástæða til að sýna tillitssemi við
vegfarendur og þá sem eru á hjól-
um. Á gangi um Skúlagötuna hitti
ég um daginn hjólreiðamann,
ágætan kunningja, sem var hálf
miður sín. Hann hafði lagt af stað
að heiman á nýju reiðhjóli. Hann
hefur verið bifreiðastjóri næstum
í heilan mannsaldur og keypti sér
reiðhjól.
— Ég varð að koma hreyfíngu
á skrokkinn. Að verða sextugur
og að hlaupa í spik.
Hann fór að heiman frá sér við
Barónsstíginn og hjólaði niður
Grettisgötuna og yfír á Snorra-
braut. Þegar hann kom þar á
hjólinu þar sem eru gatnamót,
ekur fólksbifreið upp að honum
og í aftursætinu situr eldri maður
sem honum fannst hann kannast
við. Farþeginn í aftursætinu
skrúfar niður rúðu og kallar allt
í einu: — Hvað sé ég? Þú ert þó
ekki búinn að missa réttindin, þitt
svartnætti, ökuníðingur?
Hjólreiðamaðurinn sagði að sér
hefði brugðið og í flýti sett hett-
una á úlpunni yfír höfuðið og
reynt að láta bera sem minnst á
sér þar til hann sagðist hafa jafn-
að sig og svarað manninum í
aftursætinu svo undir tók í ná-
grenninu: — Það er líklega langt
síðan þú hefur þurft að skrifta,
gamli vagnhestur.
Þá sagði hjólreiðamaðurinn að
fólksbifreiðin hefði horfíð eins og
þrýstiloftsþota niður Snorrabraut-
ina og inn Laugaveginn. Hjól-
reiðamaðurinn varð ekki fyrir
frekara ónæði þetta kvöld. Hann
hefur haldið áfram að hjóla eftir
kvöldmat dag hvem eins og ekk-
ert hafí uppá komið og hjólar nú
oft langleiðina upp í Breiðholt.
Stundum er eins og annar hvor
Islendingur sé að kaupa íbúð eða
að byggja. Til þess að standa í
slíkum stórframkvæmdum þurfa
flestir að taka lán, og það mörg
lán. Vaxtapólitíkin í landinu er
ekki beint hagstæð þessa dagana.
Vextir af skuldabréfum hafa
hækkað úr tuttugu prósent fýrr í
sumar í rúm þrjátíu prósent nú í
september. Og vextimir fara yfír
fjörutíu prósent í lok ársins ef nú
fer sem horfír, sagði einn íbúðar-
kaupandi, er ég hitti á fömum
vegi. Við gengum frá Kjarvals-
stöðum um Norðurmýrina og það
var þugt í honum hljóðið. Yfirvof-
andi hækkun á vöxtum af
húsnæðismálalánum og hann var
einmitt að fá þaðan lán til fjöru-
tíu ára til að kaupa þriggja
herbergja íbúð. Við fómm um
Bollagötuna. Á homi Gunnars-
brautar og Auðarstrætis, á
róluvellinum, vom nokkrir krakk-
ar í rólunum.
— Krakkamir þurfa ekki að
hafa áhyggjur af vaxtapólitíkinni.
Það þurfum við aftur, fullorðna
fólkið. Mikið vildi ég annars vera
krakki í rólu, sagði hann og
kveikti í sígarettu sýnilega nokk-
uð spenntur.
Svo em þeir til sem alltaf em
jafn bjartsýnir og kannski aldrei
eins og á haustin. Sveinbjörn Þor-
kelsson, barþjónn á Gauk á Stöng,
er einn þeirra. Við hittumst óvart
undir ljósastaur í kvöldhúminu
rétt upp úr klukkan hálf ellefu.
Hann er kominn með snyrtilegt
yfírvararskegg, ljúfur drengur, á
miðjum aldri og hefur þegar gefið
út einar þrjár ljóðabækur sem
þykja bara góðar. Við ræddum
hagsmunamál rithöfunda þama
undir ljósastaumum og svo
áhugasamir um framtíð íslenskra
bókmennta að við vissum ekki
hvað tímanum leið. Þar til að
svartur köttur gekk yfír að ljósa-
staumum og rak trýnið upp að
okkur að Sveinbjöm leit á úrið
og við sammála um að slíkan fund,
undir ljósastaumum, þyrftum við
að endurtaka.
Inni í Dugguvogi er Skákprent
til húsa í þriggja hæða steinhúsi.
Ég átti erindi við forstjórann dag
einn snemma í september. Hann
hefur nú í tuttugu og fímm ár
gefíð út tímaritið Skák og mikinn
flölda bóka. Reksturinn hefur
ámm saman verið í jámum, svo
ekki sé sterkara að orði kveðið.
Þar er unnið eitt kraftaverk á dag
og oft er svo sem búið að afskrifa
forstjórann. Einmitt þegar menn
héldu að búið væri að draga fýrir
tjöldin, þá er hann klappaður upp.
Hann var ekki alveg sáttur við
það að stjómendur hljómsveita
fengju Bröstes-verðlaunin
dönsku, bjartsýnisverðlaunin. —
Að minnsta kosti tvisvar sinnum
hafa menn haft orð á því að ég
kæmi nú kannski til greina, sagði
hann. Bætti því jafnframt við að
sér fyndist að hugsjónamenn ættu
að fá slík verðlaun. — Hefurðu
tekið eftir því að þau fá yfírleitt
menn úr ríkisgeiranum? Af hverju
ekki úr einkaframtakinu, ég bara
spyr, sagði hann. Og í framhaldi
af því sagði hann að eitt sinn
hefði Siguijón Þorbergsson, út-
gefandi og forstjóri, gefíð út blað
sem hét Húrra og árlega veitt
Húrra-verðlaunin fyrir afglöp, en
það er nú önnur saga. Ég stopp-
aði í stutta stund. Innan dyra i
Skákprenti var nóg að starfa.
Birgir Sigurðsson er þar drifkraft-
urinn og einn af þessum mönnum
sem er ómissandi þegar prent-
verkið er annars vegar og forstjór-
inn slíkur skipuleggjandi í síma
að gjaman mætti veita honum
Sérstök verðlaun ...
Sljórnmálaályktim aðalfundar Heimdallar:
Ágóði af sölu ríkisfyrirtækja
renni til félagslegra málefna
Á AÐALFUNDI Heimdallar sem
haldinn var laugardaginn 12.
september sl. var samþykkt eftir-
farandi stjórnmálaályktun:
Heimdallur fagnar áformum ríkis-
stjómarinnar um einkavæðingu
ríkisfyrirtækja og hvetur til að nú
verði gerð gangskör að þeim málum.
Það eru hagsmunir unga fólksins
að stórfyrirtæki á borð við Póst og
síma og ríkisbankana séu gerð að
almenningshlutafélögum. Reynslan
frá nágrannalöndunum sýnir að þar
sem slíkt hlutafjárútboð hefur verið
viðhaft er hlutur ungu kynslóðarinn-
ar stærstur. Það hlýtur að verða
atvinnulífínu styrkur ef unga fólkið
hefur beina hagsmuni af góðri af-
komu fyrirtækja.
Samfara því að ríkisfyrirtækin em
seld þarf að tryggja með löggjöf að
þau hljóti ekki áfram einokunarað-
stöðu ef um slíkt er að ræða og lendi
heldur ekki í höndum auðhringa.
Þess vegna leggst Heimdallur gegn
sölu ríkisbanka til Sambands
íslenskra samvinnufélaga. Löggjöfín
verður að tryggja að öll fyrirtæki
hafi jafna samkeppnisaðstöðu, óháð
rekstrarformi.
Til þess að ráða bót á halla ríkis-
sjóðs og skuldastöðunni við útlönd
eru skattahækkanir ekki rétta leiðin,
þótt einstakir ráðherrar í ríkisstjóm
vilji enn þyngja skattbyrði almenn-
ings. Skorað er á ráðherra og
þingmenn Sjálfstæðisflokksins að
standa í vegi fyrir öllum áformum
um auknar álögur á almenning, þeg-
ar hefur verið of langt gengið í
fyrstu aðgerðum ríkisstjómarinnar.
Ríkisútgjöld hafa aukist meir hér á
landi hlutfallslega en í nágranna- ,
löndunum á síðustu árum. Það er
langmikilvægasta hlutverk ríkis-
stjómar Þorsteins Pálssonar að ná
ríkisútgjöldum niður með ráðdeild
og hagræðingu í ríkisrekstrinum og
með því að setja þak á ríkisútgjöldin
til þess að stöðva hina sjálfvirku
útgjaldaaukningu.
Fjármagni, sem aflast með sölu
ríkisfyrirtækja, ber að veita til fé-
lagslegrar uppbyggingar þar sem
þörffln er mest:
• Undirstöður menntakerfisins
þarf að treysta, bæði með betri laun-
um kennara og bættri aðstöðu
nemenda. Einnig verði valfrelsi, fjöl-
breytni og svigrúm fyrir nýjar
hugmyndir og rekstrarform í skóla-
málum aukið. Tryggja þarf öllum
möguleika til framhaldsnáms, meðal
annars með eflingu Lánasjóðs
íslenskra námsmanna.
• Aðbúnaður fatlaðra, öryrkja og
aldraðra er til skammar í velferðar-
þjóðfélagi sem þykist hafa efni á að
eyða fé í meðal annars áróðurs-
málgögn stjómmálaflokkanna, svo
dæmi um þarfleysuna sé nefnt. Al-
menn siðferðisviðhorf leggja okkur
skyldur á herðar að búa betur að
þessum hópum.
• Mikilvægt er að treysta stoðir
húsnæðiskerfísins. Það skiptir höf-
uðmáli að ungt fólk geti eignast þak
yfir höfuðið, óski það þess. Leggja
ber áherslu á að þeir, sem eru að
byggja eða kaupa húsnæði í fyrsta
sinn, gangi fyrir um lánveitingar.
• Byggja þarf upp öflugar vamir
gegn fíkniefnavandanum. Þar em
fyrirbyggjandi aðgerðir, fræðsla og
endurhæfingarstarf mikilvægari
hertum lagasetningum og refsing-
um, sem þó verða einnig að koma
til. Hinu opinbera ber að sýna fmm-
kvæði í þessum málum og greiða
götu félagasamtaka og einstaklinga
sem að þeim starfa.
Heimdallur hvetur til þess að átak
verði gert í umhverfísmálum og að
þjóðin taki höndum saman við upp-
græðslu landsins. Sveitarfélögum
ber að sýna lífríkinu við strendur
landsins þá virðingu að koma upp
fullkomnara skólpkerfi en nú er
víðast við lýði. Jafnframt því sem
Heimdallur hvetur opinbera aðila til
að ganga á undan með góðu for-
dæmi er minnt á að umgengnin við
landið og umhverfí okkar er fyrst
og fremst undir almenningi komin.
Hinn almenni borgari er því hvattur
til að sýna náttúru landsins, sem er
einhver dýrmætasta eign Islendinga,
virðingu með því að valda ekki á
henni spjöllum með sorpi eða ágangi.
Almennar umgengnisreglur hljóta
að sitja í fyrirrúmi, jafnt í byggðum
sem óbyggðum.
Heimdallur hvetur neytendur til
að veita framleiðslugreinunum að-
hald með eigin verðgæslu og
gæðaeftirliti og stuðla þannig að
heilbrigðri samkeppni, auknum
vörugæðum og sanngjarnara verði
til neytenda.
Ljóst er að ekki má sofna á verðin-
um þegar varnir landsins eru annars
vegar. Atlantshafsbandalagið hefur
tryggt frið í álfunni og Norður-
Ameríku undanfarin 38 ár og
reynslan sýnir svo ekki verður um
villst að öryggishagsmunir landsins
verða best tryggðir með veru okkar
í vamarbandalagi vestrænna þjóða.
Eindrægni aðildarríkja NATO hefur
knúið Sovétríkin að samningaborð-
inu og eru nú mestu afvopnunar-
samningar mannkynssögunnar
innan seilingar. NATO er stærsta
friðarhreyfíngin.
Nauðsyn vamarstöðvar er jafn
mikil og fyrr. Heimdallur lýsir yfír
fullum stuðningi við þá utanríkis-
stefnu sem fylgt hefur verið frá
1949 og varar eindregið við hvers
konar hentistefnu.
Eftir það áfall, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn varð fyrir í síðustu
kosningum, er ljóst að sjálfstæðis-
menn þurfa að leggja mikla rækt
við innra starf flokksins. Það er
brýnna en nokkru sinni fyrr að sjálf-
stæðismenn standi einhuga að því
að opna flokksstarfið, þannig að
þeir sem aðhyllast sjálfstæðisstefn-
una sjái ekki framar ástæðu til að
eyða atkvæðum sínum á sundrungu
máttvana vinstriflokka.
Heimdallur er tilbúinn að leggja
sitt af mörkum í þessu jákvæða
uppbyggingarstarfí og mun áfram
veita kjömum fulltrúum flokksins
nauðsynlegt aðhald.
51
#r=
RENOLD
kedjur
tannhjól
og girar
BJW
'tí r
(!)
,(tj
<king
pgYNsuA
pUÓN
USTA
pEl<i
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670