Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
S2
Sjávarútvegssýningin
Það er mér mikil ánægja að
bjóða ykkur öll velkomin til opnun-
ar þessarar alþjóðlegu sýningar,
sem nú er að hefjast hér í Laugar-
dalshöll undir nafninu „íslenska
sjávarútvegssýningin 1987“. Ég
vil bjóða sérstaklega velkominn
Lars Gammelgárd, sjávarútvegs-
ráðherra Dana, sendimenn er-
lendra ríkja, og alla þá sem komið
hafa um langan veg til að kynn-
ast þeim nýjungum sem hér verða
til sýnis næstu þijá daga. Ég vil
einnig þakka sérstaklega John
Legate og Patrica Foster hjá Ind-
, ustrial Trade Fairs Intemational
Limited og íslenskum aðstoðar-
mönnum þeirra, svo og öllum þeim
sem með beinni þátttöku eða með
öðrum hætti hafa stuðlað að því
að sýningin er nú haldin hér á
landi í annað sinn. Góður árangur
fyrir 3 árum leiddi til þess að
ákveðið var að halda sýninguna
hér aftur en með mun stærra
sniði. Þessi sýning hér í Laugar-
dalshöll er stærsta sjávarútvegs-
sýning í heiminum á þessu ári.
-t) íslenska sjávarútvegssýningin
1987 er tvisvar sinnum umfangs-
meiri en sama sýning árið 1984.
460 fyrirtæki sýna framleiðslu
sína hér, og af þeim eru ekki færri
en 130 íslensk. Auk íslenskra fýr-
irtækja tóku fyrirtæki frá 10
löndum þátt í sýningunni 1984,
en í dag em fyrirtækin frá 21 landi
auk íslands. Að sama skapi hafa
um þrisvar sinnum fleiri erlendir
gestir boðað komu sína miðað við
síðustu sýningu, eða hátt á þriðja
þúsund manns frá flestum heim-
sálfum, m.a. hópur frá Kína. Sú
hugmynd að halda sýningu sem
þessa hér á landi á 3 ára fresti í
framtíðinni, mun án efa festa ís-
land í sessi sem alþjóðlega miðstöð
þekkingar og nýjunga í sjávarút-
vegi.
Þegar síðasta sýning var haldin
vom (dökkar) blikur á lofti í
íslenskum sjávarútvegi og reyndar
í þjóðarbúskapnum öllum. Þorsk-
veiðar vom þá í alvarlegri niður-
sveiflu þriðja árið í röð, auk þess
sem ýmis ytri skilyrði í viðskiptum
við útlönd vora óhagstæð. Þá fór
að gæta álíka bölsýni hjá mörgum
um framtíð íslensks sjávarútvegs
eins og verið hafði 15 áram áður
í öldudalnum 1967—68. Á þeim
tiltölulega stutta tíma sem liðinn
er frá haustdögum 1984 hafa orð-
ið ótrúlega snögg umskipti til hins
betra í afkomu íslensks sjávarút-
vegs. Kostnaður útgerðarfyrir-
tækja hefur lækkað veralega með
þeirri veiðistjórnun sem komið
hefur verið á, jafnframt því sem
stuðlað hefur verið að framtíðar-
uppbyggingu þorskstofnsins. Til
viðbótar hafa máttarvöldin einnig
snúist á sveif með okkur á síðustu
misseram með bættum ytri skil-
yrðum, bæði er tekur til lífsskil-
yrða í sjónum og ástands á
erlendum mörkuðum.
Enn á ný er sjávarútvegur og
fískvinnsla helsti vaxtarbroddur
íslenska þjóðarbúsins og undir-
staða betri lífskjara en þjóðin
hefur áður þekkt. Ymsar stoð-
greinar útgerðar og fiskvinnslu
hafa einnig ratt sér til rúms sem
sérstakur iðnaður sem hefur náð
stöðugt betri fótfestu á innlendum
og erlendum mörkuðum, eins og
þessi sýning vitnar best um. Saga
íslenska þjóðarbúsins síðastliðna
áratugi hefur einkennst af óvenju
miklum sveiflum í gjaldeyristekj-
um, hagvexti sem fyrst og fremst
má rekja til breytinga á afkomu
sjávarútvegs og fískvinnslu. Þetta
er að mörgu leyti séreinkenni
íslensks efnahagslífs sem við verð-
um að kunna að búa við.
Hinar miklu tækniframfarir
síðustu ára hafa sannarlega ekki
megnað að eyða sveiflum í íslensk-
um þjóðarbúskap. Engu að síður
gerir tæknin okkur æ betur kleift
að vita fótum okkar forráð og
bregðast við öfugþróun í tíma ef
rétt er á haldið. Hátt tækni- og
þekkingarstig kemur því aðeins
að gagni að stjómun og skipulagn-
ing sé samstiga tækniframföram.
Hér vakna áleitnar spumingar,
eins og hvort tækniþekkingin sem
slík sé vaxin okkur yfír höfuð og
orðin vandamál vegna þess að
geta okkar í stjómun fískveiða
hafí ekki verið samstiga. Á t.d.
hin mikia tæknivæðing í fískveið-
um að einhvetju leyti sök á þeirri
óánægju sem oft kemur fram
vegna takmörkunar aflamagns?
Að fínna fískgöngur með full-
komnum leitartækjum, án þess að
mega veiða, hlýtur oft að taka á
taugar vaskra sjómanna. Þetta er
mergur málsins. Tækniframfarir
leysa ákveðin vandamál, en jafn-
framt era okkur auknar skyldur
lagðar á herðar með hliðsjón af
stjómun og réttlæti. Tæknin legg-
ur ekki einungis hveiju landi
auknar skyldur á herðar, heldur
kalla aðstæður nútímans einnig á
stóraukna alþjóðlega samvinnu við
vemdun hafsins og auðlinda þess.
Ofveiði og mengun era alræmdir
fylgifískar tæknivæðingar og
lífsgæðakapphlaups iðnríkjanna.
Það væri verðugt viðfangsefni
stórveldanna að taka höndum
saman um mengunarvamir og
bætt lífsskilyrði í hafínu á svipað-
an hátt og unnið hefur verið að
afvopnunarmálum.
íslendingar höfðu búið nær eitt
þúsund ár í landinu áður en út-
gerð hófst sem alvöra atvinnu-
grein. Á þessari öld hefur íslensk
útgerð þróast úr framstæðri ára-
bátaútgerð í hátækniatvinnuveg,
þar sem beitt er best þekktu að-
ferðum í líffræði, verkfræði,
tölvufræði og markaðsmálum. I
dag er þróunin svo hröð að ein-
hver þau tæki sem hér vora til
sýnis haustið 1984 teljast líklega
„Sakna forsetans“
Morgunblaðið/Bjami
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra.
úrelt eða því sem næst í dag. Af
og til heyrast vangaveltur um
möguleika á byltingarkenndum
breytingum í fískveiðum, físk-
vinnslu og fískeldi. Til dæmis er
rætt um þá möguleika að físk-
vinnsla verði að mestu leyti
vélvædd með hátæknibúnaði, að
fískvinnsla verði nær öll til sjós,
að ný gerilsneyðingartækni geri
kleift að flytja nær allan físk út
ferskan o.s.frv. Einnig er rætt um
þann möguleika að framfarir í
fískeldi verði svo stórstígar að
mikilvægi fiskveiða til að sjá heim-
inum fyrir hágæða matvöra muni
minnka stórlega í framtíðinni. 011
slík þróun myndi hafa grandvallar:
áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. í
því sambandi mun aldrei duga að
stinga höfðinu í sandinn og bíða,
heldur miklu fremur að fylgjast
með, hafa framkvæði og vera í
fararbroddi á okkar sérsviðum.
Ég er þess fullviss að Islenska
sjávarútvegssýningin 1987 mun
einmitt efla slíkt hugarfar og mun
örva framþróun í sjávarútvegi og
skyldum greinum.
Áður en ég lýk máli mínu vil
ég geta þess að í gær, 18. septem-
ber, var haldin ráðstefna um
öryggismál sjómanna. Það er ljóst
hér á sýningunni að ýmsir fram-
leiðendur hafa sýnt öryggismálum
vaxandi athygli og náð góðum
árangri á því sviði. Þau mál mega
aldrei gleymast í kapphlaupi okkar
um aukinn afla og meiri hagnað
af fískiðnaði. Ég vil að lokum
ítreka þakkir mínar til aðstand-
enda íslensku sjávarútvegssýning-
arinnar 1987 og lýsi sýninguna
opna.
- segir Patricia Foster
PATRICIA Foster er framkvæmdastjóri íslensku sjávarút-
vegssýningarinnar ’87. Hún starfaði einnig við sjávarút-
vegfssýninguna sem haldin var hér á landi 1984.
Patricia Foster, framkvæmdastjóri íslensku sjávarútvegssýningar-
innar, framan við ókláraða bása á sýningunni.
„Við söknum Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta, sem ekki getur
verið viðstödd vegna Japansferð-
arinnar," sagði Patricia Foster.
„Hún var afar aðlaðandi þegar hún
opnaði sjávarútvegssýninguna
1984. Hún gaf sér síðan góðan
tíma til þess að skoða sýninguna
á eftir og þótti öllum mikið til
koma, og þá sérstaklega erlendu
gestunum."
Patricia Foster sagði að ís-
lenska sjávarútvegssýningin ’87
væri þriðjungi stærri en sú sem
haldin var 1984. Mun fleiri erlend-
ir gestir era nú viðstaddir enda
meiri áhugi á vörasýningum sem
era alþjóðlegar. Þá séu íslensku
útflutningsfyrirtækin mun fleiri,
eða 50 talsis. Sýningin öll er flöl-
breyttari og áhugaverðari en sú
fyrri og ýmsar áhugaverðar nýj-
ungar til sýnis.
„íslendingar ættu að snúa sér
meira áð slíkum sýningum, því
fískur er mikið í tísku um þessar
mundir og er alls staðar á upp-
leið,“ sagði Patricia. „Hins vegar
vantar tilfínnanlega nægilega gott
húsnæði fyrir slíkar sýningar hér
á landi. I Englandi hafa verið
byggð stór hús undir slíkar sýning-
ar sem síðan era notuð í ýmsa
aðrar samkomur þess á milli sem
krefjast mikils pláss. íslendingar
ættu að byggja slíkt hús sem þeir
gætu síðan haft ýmis not af, það
vantar bara einhvem sem er tilbú-
inn að leggja fé í slíkt."
„ísland er í raun ekki mjög
þekkt erlendis, jafnvel eftir leið-
togafundinn. Til að mynda vissi
ég ekki mikið um landið þegar ég
kom hingað í fyrsta skipti. Eg finn
hins vegar að fólk erlendis er mjög
áhugasamt um landið þegar ég
tala um það, enda má segja að
ég sé alltaf að auglýsa landið fyr-
ir ykkur. Mér þykir alltaf ákaflega
gaman að koma til íslands, enda
á ég hér marga vini og er farin
að líta á landið sem annað heimili
mitt,“ sagði Patricia Foster að lok-
um.
Ræða Halldórs Ásgrímssonar við opnun
sjávarútvegssýningarinnar:
Festir ísland í sessi sem al-
þjóðlega miðstöð þekkingar
og nýjunga í sjávarútvegi